Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Óskar Ólason, skipstjóri á Akraborg: Þyrftum að geta flutt fleiri bíla Óskar í brúnni á Akraborg. „Aðalvandamálið er. að við Kotum ekki flutt nó^u mar«a bíla,“ sagði Óskar ólason, skip- stjóri, er við hittum hann um borð í Akraborg. „Þetta skip er á margan hátt óhentugt. Það er mannaflafrekt miðað við t.d þann fjölda bifreiða, Eftir að Guðbjörg hætti að veiða fisk fór hún að vinna fisk. Erfiðast að standa í löndun segir sautján ára Skagamær, sem var háseti á netavertíðinni „ÞETTA var mjög skemmtilegur timi fyrir mig og reynsluríkur, sagði Guðbjörg Þórisdóttir, saut- ján ára stúlka. þegar við hittum hana á bryggjunni á Akranesi. Guðbjörg var háseti á vélbátnum Önnu í vetur. „Að vísu var þetta erfiðara en ég átti von á, en strákarnir voru bestu félagar og hjálpuðu mér nú frekar en hitt, þó að ýmsar athugasemdir væru gerðar í byrj- un. Veðrið var yfirleitt ágætt og þá reynir ekki eins á mann. En það, sem mér fannst erfiðast, var þegar við komum með níutíu tonn á þremur dögum, að standa í löndun niðri í lest.“ — Á að fara á sjóinn aftur? — „Nei, ekki í bráð. í sumar ætla ég að bregða mér til útlanda og í haust fer ég í nám á uppeldisbraut í Fjölbrautaskólanum." sem það getur flutt. Ný skip í Noregi, en þaðan er þetta skip keypt gamalt, flytja helmingi fleiri bíla, með jafnstóra áhöfn. Þau eru útbúin með tvöföldu bílaþilfari. Þegar tekið er tillit til þess, að fjölmarga daga á ári, sérstaklega yfir sumartímann verðum við að skilja eftir fjölda „ÉG VAR búinn að vera í sigling- um í 16 ár, áður en ég byrjaði hér og vil helst líkja því við það, þegar veiðihundur, sem flækst hefur um skóginn fer i stutta keðju við kofann,“ sagði Sigur- björn Guðmundsson, 2. stýri- maður á Akraborg. „Eg hef siglt um öll heimsins höf, nema Indlandshaf, og áður en ég byrjaði hér var ég í siglingum á Karabíska hafinu. Það, sem er skemmtilegt og heillandi við far- mennsku, er, hversu margt hægt er að upplifa. Hversu ólíka heima maður fær innsýn í og hversu fjölbreyttu mannlífi maður kynn- ist. Fegursti staðurinn, sem ég hef komið til, er Acapulco í Mexíkó. Þar er dásamlegt. Að sjálfsögðu hefur margt á dagana drifið þenn- an tíma. Við vorum á Hvassafell- inu gamla, þegar borgarastyrjöld- in geisaði í Alsír, þá urðum við að fara inn vegna bilunar og vorum þar í þrjár vikur. Það var hroða- bíla má sjá að hentugra skig gæti skilað mun betri afkomu. Á síð- asta ári fluttum við 45.372 bíla, þar af voru 3.828 flutningabílar og 499 vinnuvélar. Ekki er unnt að taka stórvirkar vinnuvélar um borð, sem gefa mestar tekjurnar, þar sem bráðabirgðabrú er ennþá í Reykjavík. Til samanburðar má Rætt við Sigurbjörn, 2. stýrimann á Akraborg legt að horfa á frönsku skipin sigla inn með franska hermenn og taka næsta dag við föllnum og særðum. Svona gekk þetta dag eftir dag. I Afríku sá ég einu sinni undar- lega sjón. Á torgi inni í miðjum bæ lágu hálfnaktir menn hlekkj- aðir við staur með hrísgrjónaskál og vatnsbyttu sér við hlið. Það leit út eins og þeir biðu aftöku, en þegar farið var að grennslast fyrir um málið kom í ljós, að þetta voru skattsvikarar, sem lágu þarna, þar til einhver ættingi leysti þá úr haldi. geta þess, að árið 1975 fóru 19.552 bílar með. Vinnutíminn hér um borð er langur, þrettán tímar á dag, en ágæt frí þess á milli. Nú í sumar bætum við kvöldferðum inn í áætlunina, þannig að þá lengist vínnutíminn í sautján stundir á dag.“ Eitt sinn (þegar ég var sautján ára strákpjakkur,) vorum við tveir félagar staddir á bryggju í Bergen, þegar að landi lagðist skip, sem m.a flutti ísbirni, birnu og tvo unga, sem fara áttu í dýragarð. Ungarnir voru hafðir í einu búri og birnan í öðru. Ungabúrinu var skipað upp á undan og þegar birnan sér það rífur hún utan af sér búrið og stekkur í cinu vet- fangi upp á bryggju. Þar var töluverður hópur manna og það var ekki að sökum að spyrja að hann tvístraðist eins og hráviði í allar áttir og við strákarnir stukk- um hæð okkar í loft upp, og upp á einhvern kassa. Sporvagnsbraut lá niður á bryggjuna og vildi það til, að í sömu mund kom sporvagninn akandi, við það stökk birnan í sjóinn og það tók fleiri klukku- tíma að ná henni með neti á nýjan leik. Ég held ég hafi aldrei orðið eins hræddur á minni ævi og þarna á bryggjunni í Bergen. Bíðum þolinmóðir eftir því að þorsk- stofninn stækki „ÞAÐ hefur verið þokkalegur afli hjá okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Gísli Arnbergsson skipstjóri á Dag- stjörnunni KE 9, í samtali við Mbl. „Að síðasta túr frátöldum þá er aflinn hjá okkur um 2200 tonn. Nú vorum við að koma úr fjögurra sólarhringa útivist og erum með fullt skip, 150 — 160 tonn, er þetta aðallega grálúða og karfi sem við tókum djúpt út af Víkurál,“ sagði Gísli. „Þorskveiðibannið hefur komið bagalega við okkur. Bæði peninga- lega og einnig skapar það okkur miklar keyrslur, við þurfum alltaf að vera að leita að fiskinum. En við bíðum þolinmóðir eftir því að þorskstofninn stækki. Vegna þorskveiðibanna hefur skrapdög- unum fjölgað gífurlega undanfar- in ár, en þetta þýðir aukna sókn í aðra stofna sem sagðir eru full- nýttir. Ég held að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér.“ „Við togarasjómenn erum ekki ánægðir með okkar kjör, þau hafa versnað. Við getum aðeins náð Gísli Arnbergsson. þokkalegri krónutölu með miklum afla og mikilli vinnu. Einnig stöndum við illa í samanburði við þá á Vestfjörðum, þeir hafa hag- stæðari samninga en við. Þá liggja þeir betur við hinum gjöfulu fiskimiðum. Ég vona að nýju samningarnir á Vestfjörðum verði stefumarkandi fyrir landið allt.“ — Telur þú að taka eigi upp kvóta á skip? „Það væri hægt að jafna mis- mun á fiskeríi frá einu skipi til annars með því móti, og jafnframt að jafna stöðu sjómanna og út- gerðarmanna í landinu. Ef tekin yrði upp kvótaskipting í einhverri mynd þá yrði reksturinn hag- kvæmari. Það yrðu minni keyrslur og skipstjóri sem bundinn væri af kvóta myndi veiða þegar hann ætti best með það, þegar stutt væri á miðin og aðstæður væru góðar. Auk þess held ég að þetta væri hagkvæmara fyrir útgerð- ina.“ Fjölgun skuttogara? „Togararnir eru nógu margir í dag, en það þarf að stuðla að nauðsynlegri endurnýjun flotans, en togararnir ganga fljótt úr sér. Ég held að fjölgun togara við þessar aðstæður bitni aðeins á þeim sem fyrir eru, það verður minna til skiptana fyrir þá. Ann- ars er fiskverðið stóra málið hjá okkur, en það er fyrir neðan allar hellur. Ég hef ekki trú á því að það hækki í samræmi við hækkanir í landi. En sjómenn eiga fullan rétt á því að fiskverðið hækki ekki minna en kaup fólksins í landi," sagði Gísli Arnbergsson. Sigurbjörn, stýrimaður, ræðir við farþega um borð í Akraborg. I siglingiim í 16 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.