Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 „Laun sjómanna verði á ný sama hlutfall af launum fiskvinnslu- fólks og fyrir sólstöðusamningana“ „Eins og er má segja að biðstaða sé í kjaramálum okkar sjómanna, utan það að íiskverðs- ákvörðun nú um mánaðamótin hefur vitanlega veruleg áhrif á tekjur sjómanna,“ sagði óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands íslands, i samtali við Morgunblaðið í tilefni af sjó- mannadeginum. Félagar Sjó- mannasambandsins eru nú rúm- lega 3000 en óskar er einnig formaður Sjómannafélags Ilafn- arfjarðar. „Sjómannasambandið hefur unnið að mótun kröfugerðar sinn- ar í væntanlegum kjarasamning- um í samráði við aðildarfélögin og nú liggja fyrir kröfur okkar á hendur útgerðarmönnum,“ sagði Óskar, „og meginatriði þeirra krafna eru leiðréttingar og lag- færingar á þeim kjarasamningi, sem í gildi var. Auk þess, sem við förum fram á aukin félagsleg réttindi sjómannastéttinni til handa. Við förum meðal annars fram á hækkun á greiðslum í lífeyrissjóði vegna sjómanna á bátaflotanum en núverandi greiðslur eru miðaðar við lægri upphæð en lágmarks kauptrygg- ingu sjómanna. Við teljum algjör- lega óviðunandi fyrir okkar um- bjóðendur að verða svo réttlitla, þegar þeir hætta störfum og eiga að fara að lifa á lífeyrisgreiðslum, eins og raunin er nú. Þá erum við með kröfu um að allir sjómenn fái frítt fæði en þetta er ekki ný krafa. Hún hefur verið á oddinum hjá okkur undan- farin ár en við teljum það í hæsta máta óeðlilegt að sjómenn, sem þurfa að vinna fjarri heimilum sínum skuli ekki fá frítt fæði, eins og tíðkast í öðrum atvinnugrein- um, þegar starfsfólk er sent til fjarlægari staða til vinnu." Farið fram á samræmda skiptaprósentu um allt iand í þeirri kjaradeilu, sem sjómenn á ísafirði, háðu í vetur var nokkuð rætt um þann mun, sem væri á skiptaprósentu sjómanna á þar og annars staðar á landinu. Fer Sjómannasambandið fram á hækkun skiptaprósentu nú til samræmis við samninga ísfirð- inganna? „I kröfugerð okkar förum við fram á hækkun skiptaprósentu og þessi krafa er komin fram af gefnu tilefni, því að í verkfalli Isfirðinga í vetur, kom það fram við lausn þeirrar kjaradeilu hjá formanni Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, að það sam- komulagið þar hefði verið gert með fullu samþykki LÍÚ. Þetta var í fyrsta sinn, sem formaður LÍÚ hefur lagt blessun sína yfir hærri skiptaprósentu en LÍÚ hef- ur samið um við Sjómannasam- bandið. Því teljum við eðlilegt að nú verði skiptaprósentan um allt land samræmd. Sem dæmi um þennan mismun nú má nefna að á skuttogara með 15 manna áhöfn, sem gerður er út fyrir vestan er skiptaprósentan 29,3% en hjá Sjómannasamband- inu 28,8%.“ En hvað með kaupliðina? „Við höfum samþykkt að í þeim efnum verði kröfur okkar innan þess 5% marks, sem Alþýðusam- band Islands hefur sett. Við telj- um að það verði að leiðrétta þann mun sem nú er orðinn á kaupi fiskivinnslufólks í landi og sjó- manna frá því að sólstöðusamn- ingarnir voru gerðir. Frá því að þeir samningar voru gerðir hafa óskar Vigfússon tekjur fiskvinnslufólks hækkað meira en lágmarks kauptrygging sjómanna. Það er krafa okkar að tekjur sjómanna hækki þannig að á ný verði náð því hlutfalli, sem var milli launa sjómanna og fiskvinnslufólks fyrir sólstöðu- samningana." Stangast þessi stefna ykkar ekki á þá marg umtöluðu jafn- launastefnu? Rætt við Óskar Vigfússon, for- mann Sjómanna- sambands Islands „Ég tel að svo sé ekki þegar litið er til þess, hvernig lágmarks kauptrygging sjómanna er reikn- uð út en í þeim útreikningi er miðað við 10 tíma vinnu verka- fólks í landinu. Ef þessi lágmarks kauptrygging sjómanna væri reiknuð sem eðlileg mánaðarlaun fiskvinnslufólks miðað við 8 tíma, þá væri kaup sjómanna lægsta kaup í landinu." Gerum kröfu um fisk- verðshækkun í fullu samræmi við 11.70% hækkun verðbóta Eru fleiri atriði í kröfugerð Sjómannasambandsins, sem ástæða væri til að nefna? „Eins og áður förum við fram á löndunarfrí á öllum útilegu skip- um og leggjum áherslu á að þessi krafa nái fram að ganga nú. Löndunarfrí er nú á skuttogurum og skipum, sem eru á veiðum í lengri tíma en 5 daga. Þessi krafa okkar um löndunarfrí nær ekki eingöngu til veiða á ísfiski heldur einnig til veiða á bræðslufiski, svo sem loðnu. Það tíðkast hvergi í nágrannalöndum okkar að sjó- menn þurfi að landa afla sínum sjálfir." En nú ráðast laun sjómanna ekki eingöngu af beinum kjara- samningum, heldur hefur fisk- verðið þar veruleg áhrif? „Sjómannastéttin gerir sér grein fyrir því að allar tilraunir hennar til að fá hækkun á launum sínum verður að sækja að mestu leyti í gegnum það fiskverð, sem við fáum hverju sinni. Sjómenn eru sér líka meðvitandi um það hvaða afleiðingar núverandi ástand í sjávarútvegsmálum okk- ar íslendinga kann að hafa, og ekki má horfa framhjá því að þetta er undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar. Hins vegar er sérhver tilraun ríkisvalds og áhrifamanna, þegar fiskverðsákvörðun er tekin, um að skírskota til góðrar afkomu sjó- manna sem því miður hefur heyrst að undanförnu, að okkar mati í hæsta máta óeðlileg. Það er og að okkar mati rökleysa að verðbótaþáttur sjómannastéttar- innar sé með öðrum formerkjum heldur en annara launþega í landinu. Fyrir liggur að verðbætur á laun verða nú á sjómannadaginn reiknaður 11.70%. Sjómannastétt- in mun gera kröfu um fiskverðs- hækkun í fullu samræmi við þær verðbætur. Er í raun ríkis- valdið sem ákveður fiskverð hverju sinni Við gerum okkur ljóst að hækk- un á fiskverði hefur að undan- förnu verið mætt með gengissigi „Betra líf hér um borð en í fiskibátum,“ segir Valdimar 1. stýri- maður á Akraborg „SÍÐAST liðin 12 ár hef ég verið í siglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en var áður á fiski- bátum," sagði Valdimar Ágústs- son, 1. stýrimaður Akraborgar. „Þetta er allt annað líf og munar þar mestu um regluleg frí sem maður fær, viðunandi vinnutíma og betra kaup. Hér er líka mjög gott að vinna, skipverjar allir samhentir og gott andrúmsloft. Að vísu er þetta að sumu leyti tilbreytingarlaust, en alltaf eru samt ný og ný andlit að birtast og maður kynnist ýmsu.“ Útvarpsráð ræðir málin: Tengsl á milli herstöðvaand- stæðinga og kjarnorkuþáttar? Átelja fréttastofu vegna forsetakosningafrétta Á ÚTVARPSRÁÐSFUNDI í gær var m.a. tekin fyrir efnismeðferð í Víðsjárþætti sem fjallaði um kjarnorku- vopn. Var þar lögð fram greinar- gerð frá Hallgrími Thor- steinssyni fréttamanni, gögn um þáttinn og ljósrit af flutt- um fréttum og handrit um aðgerðir herstöðvandstæð- inga, en þessi gögn voru lögð fram að beiðni Markúsar Arn- ar Antonssonar til þess að kanna hvort samhengi væri og samband á milli téðra málefna og málsmeðferðar í útvarpinu, en sú frétt, sem fjallaði mjög ítarlega um aðgerðir her- stöðvaandstæðinga, og kjarn- orkuþátturinn voru unnin af sama fréttamanninum sem fyrr getur um. Mun útvarps- ráð ræða nánár við frétta- stjóra um þessi mál. Þá átaldi útvarpsráð fréttastofuna fyrir það að út- varpa ekki samtímis viðtölum við alla fjóra forsetaframbjóð- endurna í Víðsjá 27. maí s.l. ella fresta útsendingu þar til unnt hefði verið að senda öll viðtölin út í sama þætti. Ljósm. Ól. K. M. Við eitt hornið á aðalbyggingu Landsbankans i Reykjavík kraup múrarasveinninn í gær og lagfærði múrhúðunina á hornsteininum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.