Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 27 ingum nú og það ræðst allt af gangi mála hjá Alþýðusamband- inu, hvort við höfum samflot með þeim. Heildarkröfur farmanna svara til um 49% hækkunar launa Þegar á heildarkröfur vegna farmanna er litið svara þær til um 49% hækkunar launa. Meginkrafa okkar er sú að farmenn hafi ekki lakari laun en hafnarverkamaður við Reykjavíkurhöfn, auk sér- stakrar greiðslu fyrir fjarvistir, og vega þessir liðir þyngst í kröfugerðinni. Af kröfum, sem þegar er ljóst að settar verða fram varðandi fiski- mennina má nefna kröfu um frítt fæði um borð og hækkun á greiðsl- um í lífeyrissjóði. Fram til þessa hefur verið mikill munur á ið- gjaldageiðslum og réttindum sjó- manna innbyrðis hvað snertir lífeyrissjóðina. Allir þeir, sem nú taka laun samkvæmt bátakjara- samningum greiða nú í lífeyris- sjóð af upphæð, sem er lægri en kauptryggingin en aftur á móti greiða farmenn og sjómenn á stærri togurunum í lífeyrissjóð af brúttótekjum sínum. Þessi munur á iðgjaldagreiðslum sjómanna hefur í för með sér að þeir fyrrnefndu ná að vinna sér inn um 1 stig á ári en þeir síðarnefndu vinna sér aftur á móti inn 3 til 5 stig á ári. Þetta þýðir einfaldlega að, þegar að lífeyrisgreiðslum kemur til dæmis í sambandi við geiðslur til eftirlifandi maka sjó- manns, þá er jafn gífurlegur mismunur á þessum greiðslum. Slík mismunun getur vitanlega ekki staðið til lengdar. í kröfu- gerðinni verður líka krafist hækk- unar á líf- og örorkutryggingu. Sérstök samningsákvæði um spærlings-, kolmunna- og djúp- rækjuveiðar eru og í kröfugerð- inni, auk þess sem almennt verður farið fram á löndunarfrí í allflest- um veiðigreinum. Þá eru ýmsar lagfæringar á samningsákvæðum en kaupliðirnir verða í samræmi við kröfur Alþýðusambandsins." Fiskverndunarmálin orðin hreinn skrípaleikur Að undanförnu hefur fiskveiði- stjornun töluvert verið til um- ræðu. Eru sjómenn ánægðir með þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til í þeim efnum? „Það má segja að það sé að verða hreinn skrípaleikur, hvernig staðið er að þessum fiskverndun- armálum. Á sama tíma og verið er að takmarka alls konar veiðar og ýmsar veiðigreinar, er verið að bæta við fiskiskipastólinn. Með þessum hætti er verið að gera sjómennsku illstundanlega sem starf, nema það verði tiltekinn hópur manna, sem fer milli skipa eftir því hvar driftin er hverju sinni. Eins og málin standa í dag eru þessar takmarkanir það að- gangsharðar að sjómenn ganga langtímum saman tekjulausir í landi og það sjá allir að slíka tekjuskerðingu getur sjómanna- stéttin ekki búið við í langan tíma. Ég tel hins vegar sjálfsagt og eðlilegt fyrst að hið opinbera vill hafa fingurna í fiskveiðunum þá verði það líka að hafa miklu ákveðnari stefnu í nýsmíði fiski- skipa og sölu gamalla skipa úr landi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að skipastóllinn verði endurnýj- aður með tilliti til hagræðingar og bætts aðbúnaðar fyrir áhafnir, en eldri skip á þá að selja úr landi eða höggva upp.“ Aukið vinnuálag á farskipum vegna fækkunar í áhöfn Ýmislegt bendir til að fyrirhug- aðar breytingar á kaupskipaflota landsmanna kunni að hafa í för með sér fækkun í áhöfnum skip- anna. Hver er afstaða sjómanna gagnvart þessum breytingum? „Það er rétt að það hefur. fækkað í áhöfnum farskipanna og margt bendir til að sú þróun haldi eitthvað áfram enn. Ég tel að stéttarfélög sjómanna geti ekki um ókomna framtíð barið hausn- um við steininn og horft framhjá þeirri þróun, sem orðið hefur varðandi mönnun á kaupskipum almennt í heiminum. Breytingin hefur verið fólgin í því að ákveðið hlutfall vinnunnar er flutt frá skipverjum til starfsmanna í landi. Samt sem áður hlýtur alltaf ákveðinn hluti vinnunnar við lest- un og losun að vera unnin af skipshöfn og þá sérstaklega við að ganga frá og sjóbúa farm skipsins. Þessi þróun er hins vegar athygl- isverð, þegar sífellt er verið að minnka vinnuálag á vinnustöðum hér í landi á sama tíma og sífellt er verið að auka það á skipunum vegna fækkunar í áhöfn. Víða erlendis hefur þetta verið leyst með því að sérstök sjóbúnings- gengi koma um borð til frekari frágangs á farmi. Meginstörfin verða þó aldrei tekin af áhöfninni og á ég þá við eftirlit og endan- legan frágang, þannig að skip, skipshöfn og farmur komist heill milli hafna." Sjóm tnnafélagið 65 ára í haust Guðmundur sagði, að í haust eða nánar tiltekið 23. október yrðu 65 ár liðin frá stofnun Sjómanna- félags Reykjavíkur. „Það er því ástæða til þess á þessum tímamót- um að líta aftur og skyggnast yfir farinn veg og minnast þeirra brautryðjenda, sem hafa með ein- urð og atorku stuðlað að þeim kjarabótum og aðbúnaði, sem sjó- menn búa við í dag. Með þetta í huga sendi ég öllum sjómönnum kveðjur í tilefni dagsins," sagði Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur að lokum. Sigurbjörnsson, Jón R. Þor- steinsson og Einar V. Bjarnason. Guðjón Guðjónsson fékk í verð- laun fyrir hæstu einkunn vasa frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni og fyrir hæstu einkunn hlýtur hann Verðandiúrið á sjómanna- dag. Guðjón hlaut einnig verðlaun úr verðlaunasjóði hjónanna Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar frá Oddgeirshólum, en það var málverkabók Sverris Har- aldssonar, fyrir ástundun og prúð- mannlega framkomu. Friðfinnur afhenti í sjóð þeirra hjóna nú kr. 25.000.00. Samtals hafa þau þá gefið í sjóðinn kr. 70.000.00. Frú Þorsteina Jóhannsdóttir frá Þingholti var heiðursgestur við skólaslitin, en hún er amma 5 drengja, sem útskrifuðust úr II. stigi. Af því tilefni heiðraði skóla- nefnd hana með smágjöf. Kynnt var skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð hjónanna Áslaugar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Eyj- ólfssonar frá Miðbæ. Gefendur og stofnendur eru eftirlifandi synir þeirra hjóna Björn Guðmundsson útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um og Tryggvi Guðmundsson kaupmaður í Garðabæ. Markmið sjóðsins er að styrkja efnalitla nemendur til náms við skólann. Með sjóðnum og styrk- veitingum úr honum vilja stofn- endur minnast og heiðra sjó- mannastéttina, aðstendur þeirra, ekkjur sjómanna og þeirra börn. I sjóði þessum eru nú kr. 2.500.000.00 tvær milljónir og fimmhundruð þúsundir. Á skóla- slitum afhentu þeir bræður í sjóðinn kr. 250.000.00 tvöhundruð og fimmtíu þúsundir. Formaður sjóðstjórnar er Björn Guðmunds- son, Oskar Matthíasson gjaldkeri, Kristinn Pálsson ritari og Friðrik Ásmundsson varamaður. Skóla- stjóri, Friðrik Ásmundsson, þakk- aði þeim bræðrum, gefendum verðlauna svo og öðrum, sem greitt hafa götu skólans fyrir velvilja og hlýhug. Til sölu er trillubáturinn Ýmir KE 66, 5,3 tonn að stærö, ásamt dýptarmæli, 4 ráfm'Sgnsrúílum og 4ra yummiDat. Batur- inn er smíðaður af Jó- hanni Gíslasyni í Hafnar- firöi. Upplýsingar í síma 92- 2232 og 2850. Vegna mjög hagstæöra samninga viö hinar heimsþekktu verksmiöjur, er okkur nú kleift aö bjóöa þessi gæöatæki á afspyrnu hagstæöu veröi. TILBOÐ Dæmi: Verö: Seguibandstæki Sambyggð útvarpssegul- frá 35.800.- bandstæki frá 100.000.- Hátalarapariö frá 8.800.- Kraftmagnarar frá 20.000.- Tónjafnarar meö kraftmagnara frá 37.900.- Gerið verð og gæðasamanburð. VERSLIÐ í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.