Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 33
Varðskipin: Aðstoða fleiri erlend veiðiskip en þau hirða fyrir veiðiþjófnað Varðskipin okkar og varðskipsmenn eru yfirleitt lítið í fréttum, nema þegar við höfum staöið í þorskastríðum, og þeir gómað erlenda veiðiþjófa innan landhelginnar. Þessi „floti“ okkar telur ekki mörg skip. Þau hafa þó staðið fyrir sínu og ekki látið deigan síga, þó mikið hafi gengið á. Er baráttan við brezka Ijónið eflaust minnis- stæðust í því sambandi. Varðskipin eru ætíö á ferðinni við gæzlustörf í kringum landið og úthaldstími 15 dagar, síðan hvíld í Reykjavíkurhöfn í fjóra daga. Þau gegna einnig mikilvægu hlutverki við ýmiss konar björgunar- og hjálpar- störf og hafa oftast haft meiru að sinna viö að aðstoða erlend veiöiskip en aö hirða þau fyrir veiðiþjófnað. Þá er ótalinn þáttur þeirra til aðstoðar við auknar slysavarnir við strendur lands- ins, og hafa þau ætíð veriö slysavarnafélögum til reiðu í því sambandi. Eftirlit meö vitum hafa þau einnig annast og margt fleira mætti telja. Meöfylgjandi myndir voru teknar af blaðamanni Morgunblaðsins Fríðu Proppé, er hún fór með varðskipinu Óðni í eftirlitsferð í björgunarskýli Slysavarnafélags íslands á Hornströndum fyrir skömmu. Skipherra var Helgi Hallvarösson, en myndirnar skýra sig bezt sjálfar og gefa smáinnsýn í störf varöskipsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.