Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 39 hefur tíðkast hér, að við höfum alltaf samið sér, þá væri eðlilegra að við héldum okkur við Alþýðu- samband Vestfjarða og þá með því að styrkja Alþýðusamband Vest- fjarða og það gerði þá meira í því að skapa samstöðu innan sjó- mannasamtaka á Vestfjörðum. Við höfum ekki haft nein not af Sjómannasambandinu enda ekki langt síðan við gengum í það, nema hvað við höfum mátt mæta á ráðstefnum og fundum hjá því.“ Nýr kjarasamningur verði gerður áður en sá gamli rennur út Eru einhver sérstök hagsmuna- mál, sem brenna öðrum fremur á vestfirskum sjómönnum um þess- ar mundir? „Það eru þá frekast okkar inn- anríkismál og þá innan sjómanna- samtakanna á Vestfjörðum. Það hlýtur að vera meginverkefni Al- þýðusambands Vestfjarða að skapa meiri einingu innan Vest- fjarða. Eins og sýndi sig í síðustu deilu þá vantaði alla samstöðu hérna, og ég held að við munum leggja höfuðáherzlu á að þetta verði lagað að einhverju leyti. Eins munum við leggja mikla áherslu á í framtíðinni að nýir samningar verði gerðir áður en sá gamli rennur út. Við erum alls ekki sammála þeirri verkalýðs- pólitík, sem virðist vera í landinu í dag, að fólk stundi sín störf kannski með lausa samninga mán- uðum saman og jafnvel heilu árin. Verkfallið ekki síst til að kref ja um viðræður Eru þið ánægðjr með þá kjara- samninga, sem þið gerðuð í vetur? „Togarasjómenn geta kannski sæmilega vel við unað en hér á ísafirði er ekki stunduð nema línuútgerð og togaraútgerð. Varð- andi línumennina, þá held ég að þeir hljóti að vera óánægðir og ég á jafnvel von á átökum í haust áður heldur en haustvertíðin byrj- ar. Ég á eftir að sjá það að menn sætti sig við þessa samninga fyrir línumenn. Við teljum okkur með þessum samningum hafa gert þá samninga, sem Sjómannasam- bandið er nú að fara út í. Af kröfugerð þess er sýnt að þeir fara helst fram á lengri frítíma og í þeim efnum náðum við töluverðu fram. Og auðvitað vonum við að það geti orðið til að greiða fyrir hjá þeim.“ En sú spurning var sett fram, þegar þessir kjarasamningar voru undirritaðir, hvort þetta verkfall hefði verið þess virði að fara í það? „Það er auðvitað alltaf spurn- ing, hvort verkföll séu þess virði að fara í þau. En það var alveg ljóst á sínum tíma að það hefði ekki verið samið, og við værum ekki búnir að semja enn þann dag í dag, ef við hefðum ekki farið í verkfall. Útgerðarmenn neituðu hreinlega viðræðum og við vorum kannski ekki síst með verkfallinu að krefja þá um viðræður, til að ná fram samningum. Og þá kem ég aftur að því, sem ég var að segja Þetta teljum við algjörlega óeðli- legt.“ Erum hræddastir við að fiskveiðikvóti verði settur á okkur Hvað segja vestfirskir sjómenn um þær veiðitakmarkanir, sem gripið hefur verið til og stjórnun fiskveiðanna? „Menn eru auðvitað aldrei alveg sáttir við það, því þetta er geysileg tekjuskerðing. Og við sjáum varla fram á að hægt verði að halda úti öllum þessum flota í þetta langan tíma í þorskveiðibanni. Þá er annað, sem okkur finnst vera algjörlega óeðlilegt en það er að verið sé að fjölga í og stækka skipastólinn á meðan sífellt er verið að auka þorskveiðibönn. Auðvitað er eðlilegt , að það þurfi að lengja þorskveiðibannið eftir því, sem skipunum fjölgar. Auð- vitað þarf að endurnýja skipin en það hlýtur að verða að setja einhverjar hömlur á hversu mörg og stór þau eiga að vera. Að öðru leyti erum við ekki í mikilli andstöðu við þessar stjórn- unaraðgerðir meðan ekki verður settur á okkur fiskveiðikvóti. Það er það, sem við erum hræddastir við að verði gert. Slíkt kvótakerfi kæmi verst niður á okkur Vest- firðingum, því skipin hér hafa alla tíð verið þau aflahæstu. Okkar megin röksemd gegn kvótakerfinu er sú að hér er minnsti kostnaður- inn við hvert tonn, sem kemur að landi og þar af leiðandi hlýtur það að vera þjóðhagslega hagkvæmast að gera út skip einmitt héðan. Við teljum að þjóðin hafi alls ekki efni á því að stoppa þessi skip meira heldur en gert er.“ um þessa verkalýðspólitík, sem rekin er í landinu, að nýir kjara- samningar séu ekki gerðir fyrr en þeir fyrri eru helst löngu úr gildi fallnir." Nú ert þú ekki búinn að vera lengi á sjó. Hvað dregur unga menn í sjómennsku? „Sjómennskan er öðruvísi at- vinna heldur en þessi venjulega tímavinna í landi og á sjónum er ekki neitt sem heitir tilbreyting- arleysi. Það er alltaf eitthvað að gerast og það er alltaf viss spenn- ingur í sjómanninum, þegar mikill afli berst um borð. Á sjónum lærir maður líka að meta ýmislegt, sem menn gera ekki, sem eru alltaf í landi og það er eitthvað sérstakt, sem dregur mann að sjónum og í mínu tilviki, þá er ég ekki búinn að vera sjómaður nema í 3 ár en hafði áður alltaf unnið í landi. Það er rétt að fjarvistir sjó- manna frá heimilum sínum eru miklar og nú þegar fáum við þær að vísu nokkuð bættar með þeim 10% frádrætti, sem veittur er við skattaálagningu. En þessar miklu fjarvistir hafa sína galla og kosti. Það hefur alltaf verið sagt að það sé hvergi meiri hamingja, heldur en í sjómannsfjölskyldum. Ég held að það hafi við nokkur rök að styðjast. Eins og ég sagði er ýmislegt, sem menn læra að meta, þegar þeir eru þetta lengi fjarri heimilum sínum, sem aðrir kunna ekki að meta. Það er alltaf til- hlökkun að koma heim, og þegar menn stoppa kannski sólarhring í landi, þá er þetta nokkurs konar hátíð á heimilinu, sem aðrir menn hafa ekki. Vissulega förum við á mis við margt og erum til dæmis útilokaðir frá öllu félagslífi. Okk- ar félagslíf hlýtur að vera bara um borð," sagði Gunnar Bændaferðir til Norðurlanda Samvinnuferðir-Landsýn efnir tii tveggja bændaferða tii Norðurlanda í júní. Enn eru örfá sæti laus i báðum ferðunum og eru þeir sem hafa áhuga hvattir til að hafa samband sem fyrst Noregur Ferð I - 20.-29. júní Fararstjóri verður Guðmundur Stefánsson fulltrúi hjá fram- leiðsluráði landbúnaðarins Noregur, Svípjóð, Finnland Ferð II - 20. júní - 3. júlí Fararstjóri Matthías Eggertsson ritstjóri búnaðarblaðsins Freys. Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk Samvinnuferða- Landsýnar. Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 ^ J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.