Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 40

Morgunblaðið - 01.06.1980, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 VIÐ BANDARISKA SENDIRAÐIÐ I TEHERAN: Vopnaður vörður og fátt um mannaferðir Ekki er annaö aö sjá en aö allt sé meö kyrrum kjörum viö banda- ríska sendiráöiö í Teheran og er blaöamaður Mbl. var þar á ferö sl. fimmtudag var þar fátt um mannaferðir innan sem utan sendiráöslóöarinnar. Byltingar- vöröur meö vélbyssu aö vopni sat þó í sandpokabyrgi viö hliöiö og haföi vakandi auga meö blaða- manni er hann tók nokkrar myndir en fékkst aö ööru leyti ekki um þaö. Eftir fáar mínútur kom ungur maöur innan úr byggingunni og spuröi hvort komumaöur væri frá Bandaríkjunum, en þegar hann fékk aö vita aö þar var íslendingur á ferö veifaöi hann bara og hvarf aftur inn í húsiö. Og íslendingnum varö svo mikiö um þessa einu spurningu aö hann haföi ekki rænu á aö mynda þennan úr „stúdentahópnum“, sem haföi setiö yfir gíslunum og ekki vildi hann svara spurningum. En sendiráösins er áfram gætt og víöa um borgina má sjá merki um róstur eins og t.d. á hótelher- bergjum þar sem kúlnagöt voru á veggjum eftir aö skotiö haföi veriö á útlendinga. Enda eru fáir útlend- ingar í landinu og aöeins í brýnum erindagjöröum og á öllum opin- berum byggingum tróna myndir af Khomeini. — jt. Vopnaður vörður í sandpokabyrginu Við hlið bandaríska sendiráðsins sem er vandlega girt og gætt af verði eru ýmsar áletranir og mannaferðir litnar hornauga. IjÓMnt. jt. Vörðurinn gefur til kynna að maður á sendiráðslóðinni vilji tala við blaðamann. „Stúdentinn“ gengur burt eftir orðaskiptin við blaðamann, sem hann virtist ekki telja hættulegan óvin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.