Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980
Undirbúningur Alþingishátíð-
arinnar á Þingvöllum hófst mörg-
um árum áður en hún skyldi
haldin. Lengi hafði verið rætt í
blöðum og tímaritum á hvern hátt
yrði best viðeigandi að halda slíka
hátíð og þar settar fram ýmsar
skoðanir, m.a. um lengd, stað og
dagskráratriði. Sjö manna hátíð-
arnefnd var skipuð í október 1926
og 15. nóvember var formaður
hennar kosinn og hún hefur störf
fyrir alvöru. Hér verður á eftir
gerð nokkur grein fyrir starfi
nefndarinnar á sjálfum hátíða-
höldunum, og er efniviður sóttur í
bók Magnúsar Jónssonar, Alþing-
ishátiðin 1930, og að nokkru í
Morgunblaðið frá þessum tíma.
I nefndinni sátu allan tímann og
unnu launalaust í fjögur ár að
undirbúningi Alþingishátíðarinn-
ar: Tryggvi Þórhallsson forsætis-
ráðherra, Asgeir Asgeirsson for-
seti Alþingis, Jónas Jónsson
dómsmálaráðherra, Sigurður Egg-
erz fyrrum forsætisráðherra, Jó-
hannes Jóhannesson fyrrum for-
seti Alþingis, en hann var kosinn
formaður nefndarinnar, Magnús
Jónsson síðar ráðherra og Pétur
G. Guðmundsson. Framkvæmda-
stjóri nefndarinnar var ráðinn
Magnús Kjaran stórkaupmaður,
og hóf hann störf þegar nær dró
hátíðinni.
10-14 daga hátíð?
Löngu áður en hátíðarnefndin
tók til starfa, höfðu menn tjáð sig
Sigurður Nordal, Árni Pálsson og
dr. Guðmundur Finnbogason.
Þetta var árið 1927.
Búist við 30
þúsund gestum
Snemma mótuðust að mestu
tillögur um umfang hátíðarinnar
og hvar hún skyldi haldin. Urðu
Þingvellir fyrir valinu og dagskrá
ráðgerð 2—3 daga. Þá var og
áætlað og ráðstafanir miðaðar við
að milli 20 og 30 þúsund manns
myndu sækja hátíðina. Var ákveð-
ið að menn hefðust við í tjöldum á
Þingvöllum og sá nefndin um að
reisa kringum 4 þúsund 5 manna
tjöld og útvegaði hún einnig teppi
ef menn vildu. Að öðru leyti sáu
menn sjálfir um viðleguútbúnað.
Til að fá sem flestar hugmyndir
um hátíðahöld af svipuðu tagi, var
safnað upplýsingum um erlendar
hátíðir, sem nýlega höfðu þá verið
haldnar, m.a. Rúðuborgarhátíð-
ina, Eiðsvallahátíðina 1914, Kan-
adaafmælið 1925, Helsingjaeyrar-
hátíðina og 300 ára afmæli Gauta-
borgar 1923, en nefndin tók öllum
erlendum hugmyndum með varúð,
m.a. vegna sérkenna staðhátta og
hinnar íslensku hátíðar. Margar
ferðir fór hátíðarnefndin til Þing-
valla til að athuga staðhætti og
gera sér sem ljósasta mynd af því
hvernig skipa mætti hinum ýmsu
atriðum, stórum og smáum, en allt
varð að vera skipulagt út í ystu
æsar, þar sem búist var við svo
miklu fjölmenni. Þá er einnig oft
minnst á, í umræðum manna á
meðal og skrifum, að vanda verði
sérstaklega vel til hátíðarinnar
þar sem svo margir erlendir gestir
komi til landsins. Þeir verði að
geta borið hátíðinni vel söguna og
verið um leið landkynning góð.
Hljómsveit Reykjavíkur fékk
styrk til að geta æft sem best og
ráða erlenda kennara. Einar H.
Kvaran var formaður dómnefndar
er valdi hátíðarljóðin og með
honum unnu að því Árni Pálsson,
Guðmundur Finnbogason, Jón
Sigurðsson og Páll ísólfsson. Voru
valdir úr þrír flokkar eftir Einar
Benediktsson, Davíð Stefánsson
og Jóhannes úr Kötlum. Voru
höfundar kvaddir til viðræðna um
ljóðin og þeim gefinn kostur á að
vinna frekar að þeim og síðar
samþykkt að velja flokk Davíðs
Stefánssonar til flutnings. Ljóð
Einars Benediktssonar fengu og
fyrstu verðlaun og ljóð Jóhannes-
ar úr Kötlum 2. verðlaun. Tón-
skáldum, sem höfðu áður lýst
áhuga á að semja hátíðarlög, voru
send ljóðin og kvað dómnefnd að
veita skyldi Páli ísólfssyni fyrstu
verðlaun og Emil Thoroddsen önn-
ur verðlaun. Carl Nielsen, tón-
skáldið danska, sat í dómnefnd
ásamt Sigfúsi Einarssyni söng-
málastjóra og Haraldi Sigurðs-
syni píanóleikara.
íþróttasambandi íslands var
falið að undirbúa þátt íþrótta
ásamt framkvæmdastjóra, list-
sýning og heimilisiðnaðarsýning
voru undirbúnar af sérstökum
nefndum.
Fjöldi boðsgesta
Rúmu ári fyrir hátíðina var
tekin afstaða til þess hverjum
skyldi bjóða og var boðið tveimur
fulltrúum frá Norðurlöndunum og
Bretlandi, írlandi, Hollandi,
Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi,
Sviss, Tékkóslóvakíu, Austurríki,
Portúgal, Spáni, ítalíu, Bandaríkj-
unum og Kanada og einum full-
trúa frá Færeyjum, Isle of Man,
Norður-Dakóta, Minnesota, Mani-
Telft djarft en þriggja
daga hátíðahöld tókust vel
í blöðum og tímaritum um það
hvernig mætti halda upp á þúsund
ára afmæli Alþingis á sem vegleg-
astan hátt. Komu þar fram ýmsar
tillögur um hátíðahöldin og í grein
Jóhannesar Jósefssonar í Lesbók
Morgunblaðsins í nóvember 1926
er þeirri hugmynd varpað fram,
að hátíðin stæði eigi skemur en
10-14 daga og fari hún fram bæði
á Þingvöllum og í Reykjavík. Því
má skjóta hér inn í, að Jóhannes
Jósefsson kom meira við sögu
Alþingishátíðarinnar þótt hún
stæði ekkf svo lengi sem hann
vildi, en Hótel Borg, sem hann
byggði, var einmitt fullsmíðað og
tekið í notkun rétt fyrir hátíðina
og kom í góðar þarfir, enda margt
erlendra gesta þá í heimsókn.
En þrátt fyrir öll skrif um
hátíðina og boilaleggingar manna
var það svo að þær snertu oftast
annað fremur en hátíðina sjálfa.
Menn komu auga á svo margt sem
þyrfti að gera og æskilegt væri að
hrinda í framkvæmd á þessum
tímamótum. Hátíðarnefndin fékk
auk þessara greina, sendar tillög-
ur til sín beint og vinsaði hún úr
það sem nota mætti. í fyrstunni
beindist starf hátíðarnefndarinn-
ar m.a. að þessum málaflokkum:
Staðarval (Reykjavík eða Þing-
vellir), söngur og hljóðfæraslátt-
ur, hátíðarljóð, íþróttir, samstarf
við bæi og héruð, sýningar, hús-
næðismál, vegamál, erlendir gest-
ir og ýmsar aðgerðir á Þingvöll-
um. I sumum málaflokkunum voru
skipaðar undirnefndir, t.d. í tón-
listarmálunum og sátu í henni
Sigfús Einarsson dómorganisti,
Jón Laxdal og Árni Thorsteinsson
tónskáld, Jón Halldórsson söng-
stjóri og Páll Isólfsson, og sérstök
nefnd annaðist undirbúning hátíð-
arljóðanna og skipuðu hana dr.
Hátíðagestir taldir
kringum 30 þúsund
f/i.fiiVgiir/m/in.
Tivhwí bnrhiillivtm. I .ftfir i*ierir**im. Signriíiir Tnnrrz.
Júliiiiiue* Jiiliiiiiiii‘**iin. fiirniin'litr nrluiluriiinar.
Wiiiniii. /iin.Min. I’iinr f. í,ii/)inii/ii/.Moii. Júnu.* /linviiin.
Viðkvæmur staður
Erfiðast viðureignar á Þingvöll-
um var að koma góðu skipulagi á
tjaldstæði, hátíðarsvæðið og svæði
þar sem menn gátu sótt ýmsa og
nauðsynlega þjónutu og samgöng-
ur þarna á milli. Var í því
sambandi t.d. rætt hversu breiðar
brýr þyrfti yfir Öxará til þess að
manngrúinn gæti gengið þar
greiðlega yfir og án þess að alltof
langar raðir mynduðust. Ef þrír
gengju samsíða yfir mjóa göngu-
brú, var búist við, að röðin gæti
náð 5—10 kílómetrum, svo aug-
ljóst var að gönguleiðir yrðu að
vera sem greiðastar milli þeirra
svæða, sem drægju að sér athygl-
ina í það og það skiptið. Þá var og
viðkvæmt að hrófla við nokkru á
þessum sögufræga stað, enda var
gert aðeins það sem með minnsta
móti var komist af með. Er talið,
að það hafi allt tekist vel, og eftir
hátíðina virtist staðurinn ekki illa
útleikinn, enda hafði umgangur
allur verið góður.
Eftir tveggja ára starf, í októ-
ber 1928, þegar nefndin hafði
haldið 55 fundi, var Magnús Kjar-
an ráðinn framkvæmdastjóri
hennar, en þá varð ljóst orðið, að
enn yrði að herða róðurinn svo að
takast mætti að ljúka öllum störf-
um í tæka tíð. Var hann í hálfu
starfi um veturinn, en frá vorinu
1929 ráðinn í fullt starf. Hélt
nefndin 80 fundi seinni hluta
starfsferilsins og starfaði ekki
síður utan funda. Nú var aðallega
unnið að því að fastbinda ýmsar
þær hugmyndir og dagskráratriði,
sem rætt hafði verið um og fá
menn til að annast þau. Jón
Halldórsson og Páll ísólfsson voru
ráðnir söngstjórar, Jón átti að
stjórna karlakórssöng og Páll
flutningi hátíðarljóðanna,
toba og Saskatchewan. Sumar
þjóðir sendu fleiri fulltrúa, land-
inu til meiri sóma, og færðu því
gjafir og fyrirspurnir komu og frá
enn öðrum þjóðum um það, hvort
þau myndu ekki fá boð og hvort
sendiherrar ríkja fengju ekki boð.
í bók sinni segir Magnús Jónsson
m.a. um boð þessi:
„Eins og nærri má geta, var
margt rætt og samþykkt út af
komu þessara boðnu fulltrúa, sem
hér verður ekki skýrt frá. Yfirleitt
var hér mikið vandamál, sérstak-
lega að stýra milli skers og báru
um það, að sýna boðsgestum
heiður og alúð, án þess að um
broslega ofrausn eða nokkur
fleðulæti væri að ræða. Þeim voru
sendar upplýsingar allar um há-
tíðina eftir því sem þær voru fyrir
hendi. Þeir höfðu hér ókeypis vist
meðan hátíðin stóð, var í sjálfs-
vald sett að hafa konur sínar með
sér og reynt að gera þeim það til
skemmtunar sem unnt var. T.d.
voru Elliðaárnar þeim til afnota,
er gaman hefðu af laxveiði. Þá var
fulltrúum hvers lands ætlaður
sérstakur förunautur, er gæti leið-
beint þeim um allt og verið þeim
til aðstoðar og skemmtunar. Voru
það ekki venjulegir ferðamanna-
túlkar, heldur þjóðkunnir menn,
jafningjar fulltrúanna, er fallnir
voru til þess að verða kunningjar
þeirra og vinir. Á sama hátt var
konungi ætlaður förunautur, svo
og ríkisarfa Svía. Mun þetta hafa
mælzt sérstaklega vel fyrir hjá
fulltrúunum og gert þeim komuna
bæði ánægjulegri og gagnlegri til
fróðleiks um land og þjóð.“
Auk þessara sérstaklega boðnu
gesta, var haft sérstakt samband
við íslendinga í Vesturheimi og
komu þaðan hópar. I samráði við
Blaðamannafélag íslands var
skipulögð móttaka erlendra