Morgunblaðið - 27.06.1980, Page 8

Morgunblaðið - 27.06.1980, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 MEÐAL ÞEIRRA sem tóku þátt í Alþingishá- tíðinni, ekki aðeins sem áhorfendur heldur þátt- takendur í dagskrár- atriðum, voru hjónin Kristín Olafsdóttir og dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni. Kristín var þá 18 ára og Harald- ur kominn yfir tvítugt, en á þessum árum þekktust þau ekki og kynntust ekki fyrr en löngu síðar. — Reykjavík tæmdist alveg meðan á hátíðinni stóð og heyrði ég talað um að ekki hefðu svo fáir sést á ferli í Reykjavík síðan er spánska veikin gekk snemma á öldinni, sagði Haraldur er Mbl. ræddi við hann og Kristínu konu hans. — Sérstaklega var eftir þessu tekið annan dag hátíðar- innar, enda veður þá mjög gott, en fyrsta daginn hafði ekki viðrað nógu vel og menn því kannski dregið við sig að koma á Þingvöll. Þau tóku bæði þátt í fim- leikasýningu, Kristín undir stjórn Björns Jakobssonar og Haraldur var í flokki, sem Jón Þorsteinsson stjórnaði. Þessi Rætt við Harald Matthíasson og Kristínu Ólafsdóttur sem tóku þátt í fimleikasýningum okkur öllum með handabandi og kom ég ekki auga á hvað gat verið svona slæmt við hann. — Þennan vetur hafði ég verið í Kennaraskólanum og tók próf þaðan um vorið, segir Haraldur. — Nokkuð lagði ég stund á íþróttir og hljóp m.a. oft í víðavangshlaupi og æfði spretthlaup. Eg var í K.R. og reyndar lengi eftir þetta og allan veturinn fyrir hátíðina vorum við að æfa dagskrá Jóns, en hann var þá kennari okkar. Svipað held ég að þetta hafi gengið til hjá öðrum félögum, alls staðar var æfð sama dagskráin og síðan tók Jón við hópnum, æfði hann endanlega og stjórnaði á sjálfri hátíðinni. Við vorum nokkuð á annað hundraðið og dvöldum við æf- ingar á Þingvöllum einn eða tvo daga áður en hátíðin skyldi hefjast. En af íþróttum á Alþingis- hátíðinni fannst mönnum Is- landsglíman áreiðanlega til- Reykjavík tæmdist með- an hátíðin stóð yfir sýning Jóns var kölluð hópsýn- ing. Hann stjórnaði þar um 20 manna hópi úrvalsleikfimi- manna úr Ármanni — Sumar af fimleikaæfing- unum fundust mér miklu líkari dansi, segir Kristín, — allar þessar hreyfingar þóttu svo kvenlegar og fallegar. Björn samdi þær allar sjálfur og æfði flokkinn, en við sem sýndum vorum 16 stúlkur úr ÍR, flestar um og innan við tvítugt. Við vorum þrjár systurnar í hópn- um, auk mín Guðbjört og Sig- ríður og höfðum allar mjög mikla ánægju af því að vera þarna með. Ég man eftir ýms- um, sem voru þarna, t.d. Jór- unni Viðar, Dóru Guðm., Lauf- eyju Einarsd., Vilborgu Jóns- dóttur og mörgum öðrum sem allar eru í fuliu fjöri enn. En ég held að flokkurinn hafi vakið athygli, enda var leikfimihópur Björns frægur og hafði hann nokkru áður farið með hóp stúlkna til að sýna í Frakklandi og Noregi, sem þótti mikil upphefð. En ég kom ekki í hópinn fyrr en þarna á Alþing- ishátíðinni, en að mestu leyti var þetta sá hópur, sem hafði farið með honum til útlanda. Kristín Ólafsdóttir kvaðst vera alin upp á miklu sjálf- stæðisheimili og þar hefði t.d. Jónas frá Hriflu ekki átt upp á pallborðið. Jónas var þá dómsmálaráðherra og sagði Kristín að hann hefði eitt sinn litið til leikfimihópsins þar sem hann var að undirbúa sig en Gerður, dóttir hans, var þar með. — Ég hafði aldrei séð þennan umtalaða og umdeilda mann fyrr, en á þessum árum voru stjórnmálin þannig að annaö hvort voru menn með Jónasi eða svarnir andstæðingar hans. Og þar sem ég hafði mest verið innan um andstæðinga hans man ég glöggt hversu tilkomu- mikið mér fannst að sjá þennan mann, sem var með afbrigðum kurteis og glæsilegur, þegar hann kom þarna og heilsaði Frá sýningu kvennanna. Ljásm VíkÍús SÍKurKeirss. íþróttamenn ganga inn á pallinn og með þeim Benedikt G Waage sem þá var formaður ÍSÍ er sá um íþróttir, og Jón Þorsteinsson. Ljösm. ói..MaKnúsH«n Haraldur Matthiasson og Kristin Ólafsdóttir i garðin- um við heimili sitt að Laugar- vatni. komumest, heldur Haraldur áfram. — Lokakeppnin fór fram á Þingvöllum, en áður hafði verið lokið við hluta hennar til þess að hún yrði ekki alltof löng. Tónlist skipaði líka háan sess og voru þarna flutt hátíðarljóðin og ýmiss konar samsöngur kóra. Hafði hátíðin mikil áhrif á þá sem hana sóttu ? —Áreiðanlega alla. Hún er sú stórkostlegasta hátíð, sem ég hefi tekið þátt í, en ég var á Þingvöllum bæði á lýðveldis- hátíðinni 1944 og þjóðhátíðinni 1974. Af þessum hátíðum ber Alþingishátíðina hæst, enda stóð hún yfir í 3 daga og allt var svo stórt í sniðun í sam- bandi við hana. Var undirbún- ingur hennar aðalmál þjóðar- innar í langan tíma áður og eftirvænting fólks og tilhlökk- un mjög mikil. Það var almenn- ur ásetningur fólks að komast á hátíðina og komu menn víðs vegar af landinu. Stórir hópar fólks komu t.d. norðan úr landi, flestir ríðandi, enda vart um almennilega bílvegi að ræða. Ég segi ekki að ekki hafi verið um neitt annað talað þennan vetur, en þó liggur það nærri. í pólitíkinni risu deilur hátt og stóðu t.d. eldhúsdagsumræður yfir í níu kvöld, en hugur flestra var meira og minna bundinn við hátíðina, sem framundan var, hún var mál ársins. Haraldur hafði nokkuð góða aðstöðu til að fylgjast með gangi landsmála þennan vetur, því þá var hann þingskrifari, en því starfi gegndi hann í 20 ár. — Talsvert var rætt um vænt- anlega hátíð í þinginu, en sérstök hátíðarnefnd var skip- uð og henni falinn allur undir- búningur. Miklu fjármagni var veitt til hátíðarinnar, m.a. vegna vegamála og annars, sem leggja þurfti fjármagn í til að gera mætti hana sem best úr garði. Ekki vissu þau Haraldur og Kristín gjörla hversu margir hefðu komið til hátíðarinnar, sennilega nær 40 þúsund manns, en þjóðin taldi þá liðlega 100 þúsund manns. Én hvernig var háttað umgengni á Þingvöllum eftir allan fólks- fjöldann ? — Hún var áreiðanlega mjþg góð. Ég minnist ekki að hafa heyrt kvartanir um að illa hafi verið með staðinn farið. Ekki var heldur drykkjuskap fyrir að fara, en talað um að einn maður hefði sést með víni. í þinginu hafði komið fram til- laga um að loka Áfengisversl- uninni fyrir hátíðina, en hún náði ekki fram að ganga, því sumum fannst að þá hlyti mönnum að veitast auðvelt að byrgja sig upp ef ákveðið væri að loka. Ekki voru allir ánægðir með að tillagan féll, en nokkr- um dögum áður en hátíðin skyldi hefjast lét Jónas frá Hriflu loka Áfengisversluninni fyrirvaralaust og hefur það sennilega átt sinn þátt í því að vínföng voru í lágmarki. Á þessum árum var aðallega um svonefnd Spánarvín að ræða, auk nokkurs heimabruggs kannski, en fólk hefur farið vel með það allt. — Alþingishátíðin 1930 lifir áreiðanlega í hugum allra sem hana sótti, sem einn eftir- minnilegasti atburður lífs þeirra og hún var fram- kvæmdanefndinni, ríkisstjórn og þjóðinni allri til hins mesta sóma, segja þau hjón að Iokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.