Morgunblaðið - 27.06.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.06.1980, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980 Einu tjaldi skal ekki gleymt, þó að upptalning tjaida eigi ekki að vera tæmandi, á ég hér við tjald Bandalags íslenzkra kvenna. Þar voru seldar veitingar, einnig var svo um búið að konur gætu hitzt til skrafs og hvíldar og fengið þar geymdan smáfarangur, sem þægi- legt var að losa sig við, því að lítið er það, sem gangandi mann munar ekki um, og mikið var pjakkið um Þingvelli, þó að áætlunarbílar tækju spor af mörgum. Áður var á það minnzt hve þétt mannþröngin gat orðið, þegar troðizt var til að sjá betur. Þeim, sem sáu yfir hópinn, virtist sem þar sætu mörg höfuð á einum stórum búki, en þegar hlé varð mjakaðist hópurinn í sundur og þá fékk hvert höfuð sinn búk. — Lögreglan hafði að sjálfsögðu sína bækistöð. En ekki dró til stórtíðinda á þeim vígstöðvum. Enginn var fangelsaður, óspektir voru því ekki umtalsverðar, há- reysti ekki meiri en vænta mátti, þar sem tugir þúsunda eru sam- ankomnar. Það hafði reynzt eðal- gott ráð, að loka Áfengisverzlun ríkisins nokkrum dögum fyrir Aiþingishátíð, hún var ekki opnuð aftur fyrr en 1. júlí. Gjörvilegir menn, helzt íþrótta- menn, höfðu verið valdir i lög- regluliðið. Foringi þess var Bjarni Bjarnason, síðar kenndur við Laugarvatn. Einkennisbúningar þessara lögreglumanna voru hvít- ir með bláum krögum og erma- uppslögum og hvítar og bláar skyggnishúfur. Einn lögreglu- þjónninn kemur við sögu í Vorið hlær, Kári, sem Tolla „tók fastan". í hópi hinna „hvítu og bláu“ hafði forsjónin í bakhönd manns- efni handa mér. Við kynntumst ekki fyrr en fjórum árum seinna, þegar ég var heima milli Noregs- ferða, hann komst því ekki í Vorbókina mína, þó að við værum samtímis á Þingvöllum. Tölum, sem ég hef heyrt um hátíðagesti á Þingvöllum, þer ekki saman. Sé sú hærri, 35.000, rétt, þegar flest var, svarar það til, að þriðji hver íslendingur hafi komið á Þingvöll miðað við tölu lands- manna í árslok 1930. íslendingar voru þá, eftir því, sem mér hefur verið hermt 108.000, en hefur vafalaust fjölgað á rúmlega hálfu ári, það munar um sláturtíðar- börnin, eitt og annað er sér til dundurs gert, meðan beðið er eftir að fullsoðið sé í sláturpottum. Þá var ekki „pillan", en í stað hennar guðs vilji. Fóstureyðingar varla nema í neyðartilvikum. Lítið um útivinnandi konur, þær bjuggu búi sínu og „ólu manni sínum börn“. Meðan ég er með konur efstar í huga, langar mig til að lauma hér að einni stöku úr hátíðarkantötu Einars Benediktssonar, þar sem hann víkur að sigursælli baráttu íslenzkra kvenna. „Allra kvenna efst á blað oss þá menning setti, þegar stóð vort Alþing að Islands kvenna rétti." Einar Benediktsson hlaut ásamt Davíð Stefánssyni I verðlaun. II verðlaun hlaut Jóhannes úr Kötl- um. Ljóð Davíðs voru flutt með tónlist Páls ísólfssonar og fram- sögn Óskars Borg. Ekki þótti Einari Benediktssyni sýndur sá sómi á hátíðinni, sem honum bar. Einn úr liði hinna „hvít-bláu“ mætti Einari á gangi, vera að stegla í sig vínarbrauð, en þá stóð yfir opinber veizla fyrir útvalda. Lögreglumanninum varð minnisstæð einsemd skáldsins og „veizlukostur þess“. Undir hátíð- arlok mælti Kristján Albertsson fyrir minni Einars Benediktsson- ar, sem hann nefndi „skáldkonung Íslands." Ekki var ríki Einars stórt, þegar hann var setztur að í Herdísarvík. Upp á Einar mætti heimfæra þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar; í kvæði hans um konunginn á Kálfsskinni: „Kvölin var minn konungsauður." Og úr sama ljóði: „Islendingar einskis meta alla, sem þeir geta.“ Sagt hefur verið frá snillingi, sem ekki var leiddur að veizlu- borði, þar sem honum bar að vera. Geta má þess, að í viðbót við Valhöll, út frá henni, voru reistir tveir veizluskálar. Rúmaði sá stærri 400 borðgesti en sá minni 150. I lokin var haldin veizla fyrir gesti víðsvegar að af landinu, sem þóttu þess verðugir að sitja gylli- boð að hátíðarlokum. En einskis glaðnings naut hið þreytta starfslið hátíðarinnar. Hver hefði líka átt að þjóna því? En sannarlega hafði það drýgt dáðir, og lagt fram sitt lið til þess að hátíðin mætti fara fram með prýði, þess mátti vel minnast. „Og dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa, og markmið eitt hjá manni og þjóð, hvern minnsta kraft að æfa. Þann dag, sem þjóðin finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað, — þá byrjar íslands menning." E. Ben. Það er ekki ætlun mín að taka úr klippmyndasafni mínu lýsingu á hinni alkunnu fegurð Þingvalla, sem er svo stórbrotin, en þó með svo undurfagra drætti. Langflest- .ir íslendingar hafa komið til Þingvalla og myndir af staðnum í bókum, málverkum, kortum og á einkamyndum óteljandi. Heldur ekki hef ég hugsað mér að rekja annál staðarins. Sama er um Alþingishátíðina, um hana er mik- ill sagnfræðilegur fróðleikur, sem þeir, sem þess óska, geta átt aðgang að. Þó aðeins nokkur orð: „Alþingi var sett að ráþi Úlfljóts ok allra landsmanna." (Ari fróði). Grímur geitskór kannaði allt Island áður en hann valdi þing- stað. „Glöggt ég skil, hví Geitskór vildi geyma svo hið dýra þing. Ennþá stendur góð í gildi gjáin kennd við Almenning.“ J. HallKrimsson. (Innskot: snemma byrjuðu sam- skot á íslandi, þegar Grímur Geitskór ferðaðist um landið til að velja þingstað gaf hver maður „pening til á landi hér.“ (Búandi maður?) Geitskór gaf féð til hofa.) Þótt Alþingishátíðinni væru gerð verðug skil með upptalningu nafna allra þeirra manna, sem með löngum undirbúningi og þeirra, sem síðar komu til skjal- anna og gerðu hátíðina að því, sem hún varð, dýrgripur á sagna- spjöldum, þá er ekki með neinni lýsingu hægt að framkalla þá úð (stemmningu), sem þar ríkti, svo sérstakur var hugblær þessarar hátíðar og raunar vorsins alls. Kunnugt er, hve mikið var ort í tilefni þessarar hátíðar, miklar kantötur, auk þess mörg einstök ljóð ort með ágætum, ég vil minnast ljóðs Jakobs Smára, Þingvellir, sem hefst með erind- inu: „Sólskinið titrar hægt um hamra og gjár, en handan vatnsins sveipast fjöll- in móðu. Himinninn breiðir faðm jafn fagur- blár sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu." Ljóðið endar á þessum hending- um, sem ég held að flestir muni: „Nú heyri ég minnar þjóðar þús- und ár, sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu." Hvort mun ei skáldgáfa hafa kviknað á Þingvöllum engu síður en það, sem gerðist í Hallorms- staðaskógi? „... hann, sem var áður afglapinn á torgum, er orðinn skáld í Hallormsstaða- skóg.“ Dagbók Svölu Egilsson 27. júní hefst með því að hún situr fram við tjaldskör og mælir fram: „Island sagaöy með draumslör um di panna som ei edel perle sett í blá emalje lyste namne ditt í tusind ár ...“ Dídí með allan hugann við Svíann Karl Victor Hammar- ström, stúdent, spyr: „Er þetta sænska?" Svala svarar neitandi og skýrir ekkert frá kvæðinu, sem er á nýnorsku. Þetta, sem hún fór með voru fyrstu hendingarnar í löngu kvæði. ísland Helsing til tusindsársfesten eftir Hulda Garborg. ísland sagaöy með draumslör um di panna, som ei edel perle sett í blá emalje lyste namne ditt i tusind ár. Island eventyre í várt saga ring- laup, lukkeland der dei hövdingbárne herrar ifrán Norges fjell og underfagre fjordar fann ei fristad för de sprengde odelsætter. Eingang vart min dröm til liv og eg fekk skoda inn i dina jöklars glans og sette foten pá din jord som vigsla var i tider lange til eit heilagt sagafull í Norder- lande.“ „Því skal ei bera höfuð hátt, í heiðursfátækt þrátt fyrir allt.“ Svo yrkir Robert Burns og hlýtur þó að hafa fundið til þess, hvílík hindrun og auðmýking fá- tækt er. Hann var af lágum stigum og fékk ekki notið þess lærdóms, sem hefði hæft honum og hann hlýtur að hafa hungrað eftir. (Innskot: Minnumst Steph- ans G. Stephanssonar, þegar hann horfði á eftir latínuskólapiltum á suðurleið.) Þrátt fyrir snilld sína mun þessi skozki skáldmæringur lengst af hafa búið við þröng kjör, afleiðing menntunarskorts. Af lífsskoðun minni, sem að öðrum þræði er eðlislæg, en að hinum þræði byggð á biturri reynslu get ég ekki fallizt á að neitt sé upphafið við orðið „heiðurs- fátækt," þó að sannreynt sé að heiðarlegt fólk sé oft fátækt, og heiðarleiki geti leitt til fátæktar. En ástæður fyrir fátækt geta verið neikvæðar, meðal annarra lánleysi. Finnst okkur ekki flest- um öfugmæli, þegar Davíð okkar yrkir: „Það er sælt að vera fátæk- ur, eisku Dísa mín“? Og borða af sama hörpudisk! Vænn matar- skammtur það! Ég fellst á bræðralagshugsjón R. Burns: „ ... að vit og drenglund sigri um síð í sannleiksstríði þrátt fyrir allt...“ „ ... að maður manni bindist blítt með bróðurhendi þrátt fyrir allt.“ Og „ ... allt hefðarstand er mótuð mynt en maðurinn gullið þrátt fyrir allt.“ M. Jochumsson þýddi. í öðru ljóði yrkir R. Burns um að „kaupa dýrt sín unaðsblójn-" — Éinhver kann að hugsa sem svo, er Þórunn Elfa ekki að hlaupa út undan sér, farin að fílósófera um fátækt og vitna í ljóð Róberts Burns, sem lézt langt um aldur fram skömmu áður en 20. öldin gekk í garð? Svar: Það er margt í klippmynda- safni mínu, m.a. hugleiðingar og ályktanir um fátækt, sem skýtur alltaf upp kollinum, þó að hún sé misjafnlega mikil og sár. Fátækt tengist líka Alþingishátíðinni. Þegar tölur eru birtar um mann- fjöldann þar, ber að hafa í huga mergð útlendinganna og hinn mikla fjölda starfsfólks, þá mun- aði um heilar fjölskyldur frá Reykjavík, sumar gátu boðið gest- um með sér, einkum þær, sem voru aðeins að degi til. En þeir hafa vafalaust verið margir, sem fóru á mis við hátíðina fyrir fátæktarsakir, eða verið á mörk- um þess að geta staðizt útgjöldin við ferð utan af landi, að viðbætt- um hátíðarkostnaðinum. Ég hafði þann metnað að vilja sjálf standa straum af hátíða- kostnaði mínum og réði mig í vinnu hjá Magnúsi Kjaran, vann á vöktum með Rósu. B. Blöndals, en notfærði mér svo vel, sem mér var auðið, frítíma minn. Fósturforeldrar mínir höfðu, af meiri rausn en efnum, gefið mér forkunnar fagurt silfur, forgyllað, og allt efni til bolbúnings, sjálf varð ég að koma honum upp. Ég var ung látin læra hannyrðir og kjólasaum, og átti frá sautján ára aldri að geta saumað á mig fatnað, jafnvel kápur. Ég baldéraði upp- hlutsborðana með gylltum þræði, lærð frá Guðrúnu J. Erlings, (ekkju Þorsteins Erlingssonar). Upphlutinn saumaði ég með til- sögn Elínborgar Lárusdóttur, skáldkonu. Hún skyggndist djúpt inn í persónuleika minn og sagði mér, að ég hugsaði mikið og ætti mér draum. Fellingapilsi, bol- skyrtu og svuntu kom ég mér upp af eigin rammleik. Skyrtan var úr hvítu prjónasilki, sem þá var kallað trikótín, svuntan úr ljósu silki, mynstruð en þó einlit, litur hennar fór vel við hið gyllta silfur. Auk silfurs á bol og belti fékk ég brjóstnælu með sama mynstri. Ég átti fyrir sérstaklega fallegan skúfhólk, sem ég hafði fengið frá föðurömmu minni, Þórunni Sveinsdóttur, húsfreyju, á Beiti- stöðum í Leirársveit. Hún var ein hinna mörgu systra frá Beigalda í Borgarhreppi. Kynni og samstarf okkar Rósu varð vísir að vináttu í æsku okkar, ég var þá að renna táningaskeið mitt á enda, en hún var yngri. Við brölluðum margt, gerðum m.a. það, sem ég veit ekki til að aðrir hafi gert, þegar blánefjaðir og innvortis kaldir kúnnar komu til okkar að kvöldi dags sjóðhituðum við handa þeim malt. En nú ætla ég að taka dæmi um lágmarkskostnað við hátíðina, miða við hjón með þrjú börn, hina síðar margfrægu vísitölufjöl- skyldu. Far til Þingvalla og til baka aftur: Kr. 20 á mann, ódýr- ara ef farið var með boddíbílum, en þeir þóttu hastir. Börn undir vissum aldri fengu hálft fargjald, en reiknum með fullu fargjaldi, það verða kr. 100. Tjaldleiga í þrjá daga kr. 45. teppaleiga kr. 15. Þessir þrír liðir gera kr. 160. Þá er eftir fæðiskostnaður í þrjá daga, líklega meira magn sakir mikillar útivistar og meira í borið vegna hátíðarinnar, fæði þar af leiðandi dýrara en ef dvalið hefði verið heima. Mjólk var óhjákvæmilegt að kaupa á Þingvöllum, varla hægt að neita sér um svaladrykk, sem heyrði naumast undir munað, Ferðaskrifstofa, búð og banki — allt var þarna við hendina. (LjÓHm. Hö«kuldur JóhanneHHon.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.