Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 vera til“ var sagt um heimili okkar. Auk þess að vera gestrisin, svo af bar, var mamma gædd slikri góövild, að almenn gæði hennar hlutu að koma niður á okkur, sem áttum með henni heimili og þurftum aö sinna því, sem henni var ekki fært vegna heilsubrests. í uppreisnarhug æskunnar fannst mér hún skipta gulli kærleika sins í smámynt. Ég þurfti ekki aðeins að ganga úr rúmi, það var ekki einu sinni pláss fyrir flatsæng fyrir mig, jafn mjó og ég var, um eða rétt yfir 40 kíló að þyngd. Ásamt vinstúlku minni, Hildi Haralds- dóttur frá Austurgörðum, Keldu- hverfi, svaf ég í skólastofu í Lýðskóla Ásgríms Magnússonar, Bergstaðastræti 3. Ekki var langt að fara, því að við bjuggum þá í gömlu einbýlishúsi við Skóla- vörðustíg. Margt bar til tíðinda í þessu húsi, mamma hafði þá trú að lán fylgdi því. Meðan við bjuggum þar var heilsa hennar með betra móti, pabbi hafði stöðuga vinnu við rörlagnir, álitið var að ég hefði sigrast á berklum, sem ekki reyndist allskostar rétt. En mér þykir trúlegt að mamma hafi haft En það voru fleiri en hún, sem syrgðu sárt þingkempuna bróður hennar, Benedikt Sveinsson. „íslands grétu fjöllin forn fossinn gígju stillti. Einar sat og hljóður „horn“ harma sinna „gyllti". Þá var mikil þjóðarsorg þá voru augu á floti, gnístran tanna í glæstri borg, grátur í Tobbukoti". G.G.? Mér vitanlega var þessu sagn- fræga húsi engin skil gerð til varðveizlu, svo sem gera af því líkan, hvað þá merkja efni þess áður en því var splundrað til að rýma fyrir musteri Mammons og Justitiu. Sem vænta mátti bárust Al- þingi fjölmargar veglegar gjafir, sannkallaðir kjör- og listgripir, fjárupphæðir og forkunnar vel gerð heilla-ávörp. Ávarp frá finnska þinginu hófst með þessum orðum: „Alþingi íslendinga er einasta þingið í heimi, sem getur talið sér til gildis sífellda þroskabraut á Alþingishátíðarmerkinu, ég geymi eitt fat sem helgan dóm og Alþingisnæluna mína. Gjörður var hátíðardúkur, sem fremur mátti teljast til veggskreytingar o.s.frv. o.s.frv. Freistandi væri að gera saman- burð á ýmsu, sem var fyrir hálfri öld og er nú í dag, svo sem málfari, blaðamennsku, umgengnisháttum, tízku o.fl. Vissulega hafa framfarir orðið miklar, en hvað hafa þær ekki kostað? Ómanneskjulegra líf, streitu.sem hefur orðið mörgum að aldurtila á miðjum aldri, orsak- að eitthvað, sem líkist viðþols- leysi, annarskonar en það, sem áður var kallað „orkan span“ og „hasi“. Orðið hallærislegt var til í málinu en ekki Hallærisplan, þá var annarskonar mótstaður í mið- bænum, Litli- og Stóri-rúntur. Þá var oft hornablástur á Austur- velli, þá var Hótel ísland og hinn vel kunni veitingamaður Rósen- berg. Hótel Borg tók öllum skemmti- stöðum borgarinnar fram, þar fékk ungt og auralítið fólk að sitja og treina sér límonaði og malt og þá var hart aðgöngu að neita börnunum algerlega um ís eða sleikipinna, öðru munngæti sleppt. Vegna vegalengda varð stöku sinnum að kaupa bílfar, þá voru hátíðarmerki og fleira, sem komið gat til greina, vegna hátíð- arinnar. Yfir þennan kostnað hef ég ekki tölur, enda einstakl- ingsbundið, hverju fólk eyðir, hversu miklu það hefur getað neitað sér um af öllu því, sem á boðstólum var. Varðandi vísitölu- fjölskyldu með eins manns fyrir- vinnu finnst mér að þessi kostnað- ur hafi farið fram úr því, sem hægt var að veita sér, — nema með ítrustu sparsemi og aðgát á öllum sviðum, sem tók til kaup- skapar, hafi verið dregið saman á löngum tíma fé tú hátíðarferðar, og dvalar á Þir.gvöllum. En varla er hægt að gera því skóna að lágtekjufólk með ómegð hafi getað lagt fyrir peninga. Tímakaup verkamanns á Dagsbrúnartaxta komst i maí 1930 úr kr. 1.20 á tímann upp í 1.36. Mánaðarlaun ófaglærðs starfsmanns voru laus- lega reiknuð kr. 270.00, laugardag- ar unnir á venjulegu kaupi, og ekki rekur mig minni til að minnst væri á eftirvinnu. Með fyrirvara um mánaðarkaup: getur hafa ver- ið lægra, vinnuöryggi hefur lækk- að það, auk þess, sem hér er tekið mið af tímakaupi Dagsbrúnar. Niðurstaða: óskert mánaðar- kaup hefur naumast hrokkið fyrir ferðum og öllum dvalarkostnaði fimm manna fjölskyldu á þriggja daga útihátíð. Það þótti happ að hafa fasta atvinnu, öryggi, sem gat haft áhrif á launin. Til samanburðar tek ég stétt með tilskylda starfsmenntun til að gegna trúnaðarstarfi fyrir þjóðfélagið, barnakennara við níu mánaða skóla, árslaun byrjenda voru kr. 2.250 + dýrtíðaruppbót, sem var óveruleg. Eftir fimm ár eða lengri starfsferil urðu árslaun kr. 2,750 + dýrtíðaruppbót. Laun miðuð við heilt ár, en ekki kennt í þrjá mánuði. „Lítið en tryggt" var sagt um þá, sem störfuðu fyrir „hið opinbera", þau orð voru oft endurtekin meðan heimskreppan með atvinnuleysi sínu stóð yfir. Þetta eru lítil dæmi, mér vel kunn, um vinnuarð launafólks 1930. Þeir kennarar, sem ekki unnu á Þing- völlum vorið 1930 voru komnir út um hvippinn og hvappinn í sumar- vinnu, sem var betur greidd en ábyrgðarstarf þeirra. Um þann munað að taka sér sumarleyfi var vart að ræða. Finnst ekki fleirum en mér holhljómur í orðinu „heiðursfá- tækt“? Gestkvæmt var á reykvískum heimilum þetta vor, og því margt um manninn á heimili fósturfor- eldra minna, sem bæði var í alfaraleið og alltaf „opið hús,“ þar sem mamma var sífellt heima vegna fötlunar. „Ókeypis verts- hús“ og „svona heimili þurfa að rétt fyrir sér í því, að góður andi hafi verið í húsinu, ekki spillti hún honum. Við fluttum úr þessu húsi sakir þess að húsakynnin þar voru okkur ónóg og var flutt í stærri íbúð. Regluleg boð var ekki hægt að halda á svona heimili, sem líkja má við skála um þjóðbraut þvera, en enga stund var gestalaust, þá mátti ganga út frá því sem vísu að hverjum dívan fylgdi næturgest- ur. Eg kastaði tölu á gesti, „sem litu inn“ á einum degi, það voru tuttugu þann daginn, og það var meira en rétt litið inn, orðið streita var ekki til í málinu, fólk flýtti sér hægt. Hver sat ofan á öðrum, sumir stóðu, ég og stöllur mínar vorum á sífelldum þeytingi milli stofu og eldhúss með stóran trébakka hrokaðan af sætabrauði, hverskonar, og berandi leirtau inn og fram. Yrði hlé á uppvartning- unni kippti mér einhver á hné sér og talaði um að engan munaði um að halda á þessum fífuhnoðra. Mamma vildi láta vita af því, að ekki væri allt undir stærðinni komið og sýndi hannyrðir mínar. Húsið sem við bjuggum í var lítið að flatarmáli, ein hæð og ris. Það var hlaðið úr höggnum, límd- um steini, með þaki eins og burstabær, svefnherbergi okkar voru því mikið undir súð. Framangreint hús gekk undir nafninu Tobbukot, Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir, hafði látið reisa það, og stílaði ekki upp á vegleg húsakynni, hlýtur oft að hafa verið þröngt á palli hjá henni, svo margir, sem dvöldu á heimili hennar. Þorbjörg var skörungur að allri gerð, skapheit og tilfinningarík. þeim þúsund árum, sem nú eru liðin ...“ Eftir þjóðhátíðina voru gjafirn- ar til sýnis í Alþingishúsinu. Þjóðhátíðarnefnd vann á löngum tíma mikið undirbúningsstarf, sem ég minnist ekki annars en hafi verið mikils metið, munað og þakkað. Þetta voru sannkallaðir höfðingjar, sem fólk vill geta litið upp til og treyst. I nefndinni voru eftirtaldir menn, nöfnum raðað hér eftir stafrófsröð: Ásgeir Ásgeirsson, forseti Alþing- is,’ Jóhannes Jóhannesson, for- maður nefndarinnar, fyrrv. forseti Alþingis, Jónas Jónsson (frá Hriflu), dómsmálaráðherra, Magnús Jónsson, síðar ráðherra, Pétur G. Guðmundsson, Sigurður Eggerz, fyrrum forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, forsætisráð- herra. Framkvæmdastjóri var, sem áður hefur verið greint frá, Magnús Kjaran, stórkaupmaður, ritari nefndarinnar Jón Sigurðs- son (Jón „Kaldi") skrifstofustjóri Alþingis. Mikið var um veitingu hverskonar íslenskra heiðurs- merkja, einnig erlendra. I fljótu bragði minnist ég þess að einn ættingi minn, Guðmundur Gríms- son, dómari, var gerður að heið- ursdoktor við Háskóla íslands. Hann var meðal þeirra Vestur- íslendinga, er ávörp fluttu á Þingvöllum. Margt var framkvæmt fyrir Alþingishátíðina, sem engin leið er hér upp að telja, auk alls undirbúnings varðandi gesti og öll atriði hátíðarinnar. Svo á eitthvað sé minnst voru slegnir minnispen- ingar, hátíðarnælur hannaðar, svo og allur borðbúnaður, hann var með drekamynstri, höfðaletri og Ys og þys á tjaldnvæðinu á Þingvallatúni þar sem hvers kyns þjónusta við hátíðagesti var veitt. L)ó«m. ö»m. SiaurAHHon. dansa að vild. I gyllta salnum vígði ég minn fyrsta samkvæm- iskjól, það var stílkjóll úr ljósbláu, hömruðu efni, styttri að framan, síddin aflíðandi aftur fyrir. Kann- ast einhver við sjörsett- og crep- dúsin kjólana? (skrifað eftir fram- burði.) Fínt var að eiga complet, (kjól og jakka úr sama efni). Svo komu ensku buxurnar til sögunn- ar, sportsokkar og skyrtur með Byronskrögum. Hártízkan: uppsett hár eða passíuhár, ekki „lagt“ heldur „ondúlerað". Stúlkur með hár í síðara lagi, ótilhaft, voru kallaðar flakatrúss. Dans lærður hjá Ástu Normann eða Rigmor Hansson. Þá lærði maður hinn tælandi argentíska tangó, allar varíasjónir í Charli- ston og gekk á Charlistonskóm. Ég notaði þá skónúmer 35 og gat fengið fallegustu sýnisskó með góðum kjörum. Þá var list að kunna að gefa undir fótinn, láta ganga á eftir sér, vera „snertu-mig-ekki-blóm, senda hýrleg augnatillit, dular- fullt bros, hálfgefin loforð, álengd- ar-ástleitni, fjoll og flirt. „Vill du försaka en enda liten stilla flört? Stunden kommer kanske aldrig tilbaka." Nei, þessar stundir koma aldrei aftur, ekki fyrir atómald- ar-æskuna. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt nafnið Listahátíð fyrir hálfri öld, en svo sannarlega var listahátíð í Reykjavík vorið 1930. Tökum hina fjölbreyttu heimil- isiðnaðarsýningu, þar sem var mikið þjóðlegra og listrænna muna, þá var samsýning lista- manna, einkasýningar kunna að hafa verið fleiri en ein en ég minnist í svipinn sýningar Kristj- áns Magnússonar. Þá hljómaði bæði kórsöngur og einsöngur: Pétur Á. Jónsson, óperusöngvari hélt konsert, einnig Dóra Sigurðsson, kona Haraldar Sigurðssonar, píanóleikara, frá Kaldaðarnesi. Aðal danskennarar bæjarins héldu fjölbreyttar danssýningar, dönsuðu sóló, nemendur þeirra dönsuðu, allt að börnum. Börn í námi hjá Ástu Normann dönsuðu Tarantella. Konungleg ballerína Margrethe Brock Nielsen, kom frá Danmörku, dansaði sóló og dúett með Ástu Normann. Hawaigítarleikur var afar vin- sæll hér um þessar mundir, Um- berto Romagnoli lék á hawaigítar, Aage Overgárd básúnusóló. Kvikmyndahúsin Gamla- og Nýja-bío sýndu margar stór- myndir þetta vor. Ég nefni aðeins þær, sem ég sá: Lailu, sem var norsk mynd, tekin að nokkru leyti í Lapplandi. ísland í lifandi mynd- um, kvikmynd Lofts Guðmunds- sonar. Saga Borgarættarinnar, sem gerð var eftir samnefndri sögu Gunnars Gunnarssonar, leik- in hér á landi, nokkrir íslenzkir leikarar léku í myndinni, meðal þeirra Muggur, Guðmundur Thor- steinsson. Þegar Ketill og Rúna reikuðu um í sumarnóttinni var leikið lagið: „Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjallaheiða ...“ Ég hafði ekki heyrt lagið áður, það heillaði mig og heillar enn ef til vill meira af því að það hefur alltaf síðan í huga mínum tengst landslaginu og unga parinu, sem ég horfði á meðan ég hlustaði á lagið. Haraldur Björnsson lyfti merki leiklistarinnar hátt með hátíða- sýningunni á Fjalla-Eyvindi, þar fór saman þúsund ára minning Alþingis, og 50 ára afmæli Jó- hanns Sigurjónssonar í þessum mánuði, en hann lézt 1919. Þá var eitt kvöldið helgað 40 ára leik- afmæli Friðfinns Guðjónssonar, sem mun hafa leikið Jón bónda á öllum sýningum á Fjalla-Eyvindi hér í Reykjavík fram á háan aldur. Haraldur fékk Önnu Borg til að koma heim frá Kaupmanna- höfn og leika Höllu. Glæsileg var hún og leikur hennar þótti sér- stæður, sérstaklega var rætt um atriðið á fjöllum, þar sem hún leikur á móti Arnesi, en hann lék Haraldur Björnsson, sem hafði leikið Fjalla-Eyvind á móti Önnu Borg í Kaupmannahöfn. Ég hef séð fjórar, ef ekki fimm leikkonur í hlutverki Höllu. Ég var mjög ung telpa, er ég fékk að sitja á fremsta bekk í Iðnó og horfa á Fjalla-Eyvind. Guðrún Indriðadóttir lék þá Höllu. Á eftir lék ég af mikilli innlifun og ítrustu kröftum atriðið, þar’ sem Halla fleygir Tótu í fossinn. „Hvolpinum skulu þeir ekki.ná." Fólk, sem sá mig og heyrði stóð á öndinni af undrun. Svo hljóðaði ég með barninu af sorg og samúð. Ég var sjálf ofurlítil Tóta. — Gæfist tími til að slá í slag á síðkvöldi voru tekin fram hin listavel gerðu spil Tryggva Magn- ússonar. Mannsspilin voru forn- sagnapersónur, á ásunum fagurt landslag. Vel var að við íslendingar viss- um ekki vorið 1930 hvað framtíðin bar í skauti sínu, heimskreppu og heimsstyrjöld II. Það var vorhugur í íslendingum: „Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfs og veit að hún sigrar allt. Framtíðin er eins og fagur draum- ur en fortíðin draumanótt." D. Stefánsson Með Alþingishátíðinni var brotið blað i menningarsögu ís- lendinga. Megi varðveitast minn- ing þeirra manna, sem með viti, þjóðhollustu. manndáð og giftu skópu okkur svo dýrlega hátið. Meðan hátfðin stóð var smáþjóð breytt í stórþjóð, sem vakti heimsathygli. Júni 1980. Þórunn Elfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.