Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 49 félk í fréttum Minningin um Marilyn skal lifa! + Suður á ítaliu hafa miklir aðdáendur amerisku kvik- myndaleikkonunnar, Marilyn Monroe, sem lézt árið 1962, stofnað til klúbba, sem vinna að þvi öllum árum að halda minn- inKU leikkonunnar á lofti og skapa virðingu fyrir henni. — Einn slíkur félagsskapur er til dæmis i borginni Milano ok telur um 3000 félagsmenn. I Róm hefur ungt tónskáld búið til óperuna „Marilyn*4 og hún tekin til flutnings i Rómaróperunni. — Kvikmyndir með Marilyn eru sýndar og plagataútgáfa, með myndum af henni hefur verið umtalsverð. Þá er þess að geta að þessi féiagsskapur hefur með dómsákvörðun stöðvað birtingu mynda í ritinu „Playboy“ af hinni látnu kvikmyndaleikkonu þar eð myndir þær sverti minn- inguna um hina látnu. Ýmislegt fleira hafa þessir klúbbar gert til þess að sýna minningunni um Marilyn Monroe sem mestan sóma. — Á þessari mynd er italska söngkonan — sópran- rödd — Emilia Ravaglia sem söng í „Marilyn-óperunni“ í Róm. Bardot dýravinur tapaði + Dýravinurinn mikli og kvikmyndaleikkonan Brig- itte Bardot var nýlega dæmd í nær 500 doliara sekt suður í hafnarborginni Mar- seilles fyrir órökstudda gagnrýni á hendur prófess- or einum í blaðagrein. Hann hefur með höndum tilrauna- og vísindarannsóknir í sam- bandi við krabbameins- rannsóknir. Sagði Bardot þau dýr sem vísindamaður- inn notaði sættu iliri með- ferð í rannsóknarstofunni. Professorinn, Henri Sarl- es, neitaði áburði leikkon- unnar, sem birtist í grein sem hún hafði skrifað fyrir nokkru í franska vikuritið Paris-Match. Vísindamaður- inn, sem vann málið. sem fyrr segir, kvaðst í einu og öllu fara að fyrirmælum stjórnvalda um meðferð dýr- anna. Þurrkar og hungur + Þetta litla barn er eþiópiskt og er i hópi mikils fjölda lands- manna, sem gifuriegir þurrkar á stórum svæðum i landinu valda hreinni neyð. — Myndin var send út frá AP-fréttastofunni, i sam- bandi við tilk. Hjálparstofnunar dönsku kirkjunnar þess efnis að hún hefði lagt fram 130.000 dollara til aðstoðar við fólkið á þurrkasvæðunum. Þar sverfi hungur að, auk þess sem hin danska kirkja muni senda tvær hjúkrunarkonur til viðbótar þcim tveim, sem þegar starfa á svæðinu og einkum annast hjúkr- un barna. — Talsmaður hjálpar- stofnunarinnar sagði að á sumum stöðum á þurrkasvæðunum væri ástandið svo alvarlegt, að full- yrða mætti að um 95 prósent barna þar væru vannærð. FERÐASKRIFSTOFAN lönaöarhúsinu v/Hallveigarstíg — Símar 28388 — 28580 □ VIÐGERÐAR- OG VATNSÞÉTTINGA- EFNIN VINSÆLU Það er staðreynd, að þeim mann- Thoro efnin hafa um árabil verið virkjum sem legið hafa undir notuð hér á íslandi með góðum skemmdum vegna raka í steypunni árangri. Þau hafa staðist hina hefur tekist að bjarga og ná raka- erfiðu þolraun sem íslensk veðrátta stiginu niður fyrir hættumork með er og dugað vel, þar sem annað notkun Thoroseal. hefur brugðist. THOROSEAL kápuklæðning Thoroseal er sements- málning sem fyllir og lokar steypunni og andar eins og steinninn sem hún er sett á. Thoroseal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatnsþétt, flagnar ekki og er til i mörgum litum. THOROSEAL F.C. sökklaefni Þetta er grunn og sökkla- efni í sérflokki. Fyllir og lokar steypunni og gerir hana vatnsþétta. Flagnar ekki og má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. verður harðara en steypa og andar til jafns við steypuna. Borið á með kústi. steinprýði v/Stórhöfða, símar 83340 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.