Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 vlK> KAmm *,| j ^ V f p p 'M: ?,p* ■^v XI/. Verður ekki sundlaug að vera nokkru stærri um sig en þetta? -PTL Flýttu þér að ausa maður. áður en við sökkvum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Er hugsanleg sú staða, að spilari með spil í aðeins einum lit geti lent í vandræðum með afkast og getur þá spil frá þessum eina lit gefið slag? betta getur gerst en er þó fremur sjaldséð. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. .D7642 H. .85 T. .743 L. .ÁG10 Vestur Austur S. .K S. .10983 H. .KD1072 H. .ÁG643 T. .95 T. .102 L. .97632 L. .85 Suður S. .ÁG5 H. .9 T. .ÁKDG86 L. .KD4 COSPER Stjörnumerki mitt er fiskurinn og hér segir að ég muni í dag njóta mín, í mínu rétta umhverfi! Suður var sagnhafi í 6 tíglum og vörnin byrjaði með að spila tvisv- ar hjarta. Suður trompaði, tók tvisvar tromp og svínaði stuttu síðar spaðagosa — einn niður. Ut af fyrir sig ekkert óeðlilegt en lítum aðeins á hvað gerist ef sagnhafi tekur alla slagi sína á tromp og síðan 3 á lauf. Staðan þegar síðasti laufslagurinn er tek- inn verður þá þessi: Norður S. .D76 H. - T. - Vestur Austur S. .K S. .10983 H. D H. - T. - T. .- L. 97 L. .- Suður S. .ÁG5 H. .- T. .- L. .4 Tilneydur lætur austur spaða í ásinn og fylgir þegar sagnhafi spilar næst spaða frá blindum. Draga má þá ályktun, að austur hafi átt fjóra spaða, þar sem hann hefði áður varla látið spaða frá kóng og tveim smáspilum. Það er því ekkert sem heitir. Kóngurinn er í vestur og verður að koma í ásinn. ÁSTIIILDUR Logadóttir og vinkona hennar Heiða Jóhannsdóttir efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða Kross fslands og söfnuðu þær 3.600 krónum. ÞESSAR ungu stúlkur hafa afhent „Sundlaugasjóði1* Sjálfsbjargar — landsamb. fatlaðra 11.700 kr. sem var ágóði af hlutaveltu sem þær héldu. — Telpurnar heita Petra og Sólveig. Málvillur í blöð- um og útvarpi Heiðraði Velvakandi. Ég hef orðið þess vör í seinni tíð að ýmsir sem koma fram í fjöl- miðlum, — þar á meðal skólastjór- ar, sjónvarpsmenn, blaðamenn og þingmenn, hafa áráttu til nýrra beytingar kvenkynsorða sem enda á -ing. Þeir segja: Til eflingu, til lendingu, til byltingu, til setningu; í stað: Til lendingar o.s. frv. eins og tíðkast hefur hingað til. Nú ætla ég ekki slíkum mönnum að þeir kunni ekki algengar fallbeyg- ingar heldur hljóta þeir, af ein- hverjum mér óskiljanlegum ástæðum, að gera þessa breytingu af ráðnum hug. Éf slíkir menn leggjast á eitt, kemst þessi breyt- ing á. Ef svo fer tel ég rökrétt að samræma þann urmul af samsett- um orðum sem þessi nafnorð eru hluti af. Tek ég hér nokkur dæmi. Kerlingufjöll, Drekkinguhylur, henginguhús, rigningudagur, þekkinguskortur og virðinguleysi. Ég vona að fyrrnefndir framá- menn komi þessari breytingu sem fyrst á framfæri í fjölmiðlum. Ýmislegt fleira þykir mér kyn- legt í útvarpi og blöðum. íþrótta- frömuður gat þess nýlega um sig og nokkra aðra að þeir hefðu orðið „var“ við eitthvað. Skyldi hann halda að orðið sé óbeygjanlegt. Flestir íþróttamenn verða enn þá varir við hluti. Bið ég þennan að minnast þess. — Forsetninga notkun í fjölmiðlum finnst mér oft næsta fátækleg. Um þessar mund- ir eru „fyrir“ og „vegna" geisi vinsælar. Þegar kennd eru erlend mál, er mikil stund lögð á að lærð sé rétt notkun forsetninga. Er þessa nógu vel gætt við móður- málskennslu? Væri ekki ráð að halda forsetninganámskeið fyrir fjölmiðlara? Mörg málefni hefur borið á góma í umræðum um forsetaemb- ættið. En fáir hafa í því sambandi minnst á íslenska tungu. Ég er persónulega mótfallinn því að forsetinn beiti sér mikið í stjórn- málum. Það er ekki hans hlutverk samkvæmt stjórnarskránni. Rætt er um forsetann sem sameiningar- tákn þjóðarinnar. Við eigum ann- að slíkt og það er málið. Á sviði málfars getur forsetinn haft mikil og góð áhrif. Vandað málfar herra Kristjáns Eldjárns hefur verið hverjum íslendingi fyrirmynd og leiðarljós. Vonandi er að eftirmað- ur hans verði einnig fær um að gegna þessu hlutverki. Þórunn. • Tilvonandi forsetafrúr og Vigdís Mig langar til að koma því á framfæri við sjónvarpið að það kynni tilvonandi forsetafrúr fyrir sjónvarpsáhorfendum. Ég tel STÖLLURNAR Kristjana Ilelga Thorarensen og Rakel Linda Kristjáns- dóttir, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þær söfnuðu 8.200 krónum. bær heita Elín Hjálmsdóttir og Helga Sigurbjarnardóttir, þessar hnátur. — bær efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Dýraspitala Watsons og söfnuðu 5000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.