Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 55 Farþráin út og utan áttbatt vort kyn og háttu. Höfðingjar garðs og hirðar heimtryggðir festu byggðum. Halir, horskir í sölum, hófu skál, Sighvats máli. Vestur of ver og austur vann ríkið sæmdir granna. Vitframa, málsvald, metnað máttkaði aldinn háttur. Skálda orð flutning skýrðust, skrifum þau lifðu yfir. Bragliðir stefja stóðu stund alla minni bundnir. Leið seint úr hugum lýða lögsagan fornra daga. Frelsisöld föl að kveldi fé bar til æðstu véa. Brot stóðu ofar bótum. Bál sást, und slæðum, Njáli. Þáðist fyrst Þangbrands kristni þúsund siðárum liðnum. Sár og hel Arasonar siðbótum komu móti. Stjórnleysi lífs og hernaðs lýðveldi íslands felldi. Sturlunga stíls og tungu, stríð friðar aldrei líður. Málið af Eddum alið orðbindur tímans myndir. Víðspurðust heiti verða vorra — Sæmunds og Snorra. EINSÖNGUR Tignum Alþing tíu alda, tjaldborg Islands fornu valda. Véin Úlfljóts veggjahá verndar æðri stjórn og geymir. Meðan Öxarmóðan streymir, menn og ættir líða hjá, ljóst og hátt, með létta brá landið nýja tíma dreymir. Fyrir innri áheyrn lætur eins og traðki þúsund fætur. Örlög ráðast yfir jörð. Ættland vort er frjálst að málum. Tíminn hafnar hefndarbálum, heimur býður friðargjörð. Ríkið yzta á sinn vörð. Aldrei skal hér brugðið stálum. Vættir tímans rökin rekja. Raddir jafnaðs kalla, vekja. Sögu vorrar djúpu drög deila höldinn lítt frá þjóni. Látum oss á feðra Fróni finna vorra hjartna slög. héðan skulu lífsins lög lesin yfir höfði Jóni. TVÍSÖNGUR Saga vors ættlands er ung, en eldfornum vaxin af stofni. Framtíð oss vitrar í von voldugu aldanna mið. Öfl, sem oss fortíðin fól, fjötruð í algeima djúpi, leysast nú lífdögum á, leikföng í barnanna hönd. MANVÍSUR Hefjast yfir stund og stað stef, sem þjóðin unni. Máist skrif og blikni blað, bindast ljóð á munni. Gleymdi sjaldan Grettis láð gildi braga um aldir, meðan valdi og vopnadáð voru dagar taldir. Eddustorð lét heið og há horfna menning segjast. Hví skal orðstír fornöld frá frægra kvenna þegjast? Jöfnum lögum karl og kvon keppa að órum miðum. Enn býr sögu íslands son yfir stórum sviðum. Bretar súðum beittu fram bæði veiði og hjarðar. Djúprar úðar Auður nam óðul Breiðafjarðar. Allra þjóða efst á blað oss þá menning setti, þegar stóð vort Alþing að Islands kvenna rétti. Að oss hlóðu öfl og völd. Elda klungur streymdu, meðan ljóðin öld af öld Islands tungu geymdu. Undir vítum öldin bar Óðni og Kristi lotning. Ekkjan Hvíta Ólafs var okkar fyrsta drottning. Reis til hæðar rík og virð. Rétt hún bauð með valdi. Þar var bæði höll og hirð, hvar sem Auður dvaldi. Meðan andi mæðra skal manna landsins sonu, öndveg standi í alda sal Unnar strandnáms konu. SÖNGUR Nú stíga svipir upp af alda straumi, sem áttu sæmd af dáð og ráði lands. Og tímar vitna. Dagur skín mót draumi. Vér dæmum kotung halla og lofðung ranns. Hér námust lönd, hér lögbauðst Alþing forna, hér lagðist erfð á veldi höfðingjans. Vor æðsta fremd, að heiðra tímann horfna, er heimi kunn í dag, til fjærsta manns. Af meginstofnum tveim er lands vors lýður, með ljosum svip og hvarmablakkri ætt. Að austan feðraheimur veldisvíður, en Vestureyja blóðið ótalþætt. Þeim tengdum merkist andi vor og iðja. Til öfga á vegu tvo er kynið fætt. Að jöfnu gengu nám til brezkra niðja. En norræn æð og hyggð var dýpra rætt. Vér áttum heima í byggð, en ekki borgum, við býli strjál og fámenn ólst vor þjóð. Þar hófust ekki turnar yfir torgum, en tindar bláir mændu að sólar glóð. Hér risu ekki voldug minnismerki. Við moldir fjöldans Saga þögul stóð. I stein og málm var manni ei lýst né verki. Vor mikla fold hún stóð í eyði og hljóð. Vor ríku goðorð áttu þjóðarþegna, sem þekktu frelsið sjálft, með eigin völd. Sú aldastofnun stóð. Lát jörðu fregna, vor stjórn ber þroska fyrir konungsöld. Vér intum fórnir vegna þungra víta, en veröld síðar bauð oss endurgjöld. Nú taka skal vorn hlut og láta hlíta. Vér hðfum réttinn fyrir sverð og skjöld. —Vor myndasöfn þau gnæfa í hugarheimi, svo hátt sem andi býst í jarðnesk orð. Og hirðmál er vor tunga í guðageimi, þar greppar sækja eld við konungsborð. Af öldnum slögum óma vorir salir við orð, sem tímar hagga ei úr skorð. Af Braga dáðum varðast íslands valir, um Vínland góða, Frón og Eiríks storð. III Hátídarljóð Jóhannesar úr Kötlum: i Ó, Guð! Þú, sem ríkir í himnunum háu, sem huggar þá föllnu, sem lyftir þeim smáu! Ó, Guð! Þú, sem ljómar í sindrandi sólum og sigur þinn birtir í mannanna jólum! Vér krjúpum nú hér og þökkum þér, hin þunglyndu moldarbörn. í lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, — náð þína, hjálp og vörn. Ó, Guð! Þú, sem titrar í alheimsins æðum, í úthafsins djúpum, í ljósvakans hæðum! Ó, Guð! Þú, sem horfir í barnsaugað bjarta og boðorð þín ritar í smælingjans hjarta! Vér söfnumst nú hér og þökkum þér, því þú ert vor eina hlíf. I lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss líf! Ó, Guð! Þú, sem hrópar í klukknanna köllum og kærleikann, sannleikann boðar oss öllum! Ó, Guð! Þú, sem hvíslar í þeynum, sem þýtur, og þorstanum svalar og hlekkina brýtur! Vér syngjum nú hér og þökkum þér. — og þú ert vor allra sál. I lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss mál! Ó, Guð! Þú, sem skapaðir tign vorra tinda, svo takmark vort hófst upp úr duftinu blinda! Ó, Guð! Þú, sem bjóst oss hér norrænu nyrstu! svo næðum vér sigri - og yrðum þeir fyrstu! Vér fögnum nú hér og þökkum þér, sem þyrmdir, er ægði grand. í lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss land! Ó, Guð! Þú, sem ríkir í aldanna öldum, í upphafsins gárum, í lokanna földum! Ó, Guð! Þú, sem ræður þeim eilífa arfi, er ávöxtinn gefur í kynslóða starfi! Vér krjúpum nú hér og þökkum þér vor þúsund blessuðu ár. í lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, sólnanna jöfur hár! II Knúði þrá um kaldan sjá knerri háum voðum Noregs bláum fjörðum frá, fram hjá gráum boðum. Þar á flótta hélt um haf hávadróttin bjarta. Langt var sótt, en ljósið gaf landnámsþrótt í hjarta. Frelsisorði fólk það ann, föstum skorðum eigi. Nýja storðu fegið fann fjarst í norðurvegi. Djúpin grófu Dofra-höll, drauma ófu nýja. Aldin hófust Islandsfjöll úti í kófi skýja. Jöklaflóðið — eyjan auð, orpin glóð og hjarni — faðminn Óðins aðli bauð, eins og móðir barni. Liðið hrausta stýrði að strönd, stefndi í naustin skeiðum. Svam þá laust frá sjónarrönd sól á austurleiðum. III Ó, feðragrund! Ó, lífs vors land! sem ljómar skært við yztu höf, með ísa-hjálm og elda-brand. Þú ert vor dýrsta náðargjöf. I þínu skauti er vagga vor, öll vaxtarþrá, hvert manndómsspor vor gleði, sorg — og gröf. Ó, sólskinsland með eld í æð! Vor æska hyllir þína tign. Hún klifar upp í heiða hæð og horfir á þig, djörf og skyggn. Hún undrast, hve þitt fjall er frítt og fossinn stór og hafið vítt og lind þín tær og lygn. Ó, óskaland, vor óðalsgrund! Vér elskum þig af lífi og sál. Það skóp oss táp og trygga lund að tefla djarft við ís og bál. Vér lofum þig við ljóssins yl, svo lengi sem vér finnum til og mælum íslenzkt mál. Ó, draumaland! Vér hyggjum hátt og helgum þér vor störf og ljóð. Vér hófum við þinn hjartasiát hvern harmagrát, hvern siguróð. Og þér vér helgum lífá vors lag, svo lengi sem vér kveðum brag og brennur íslenzkt blóð. Ó, feðragrund! Ó, lífs vors land! Vér lifum þér, vér deyjum þér. Við þig oss hnýtir heilagt band, og hvar sem Islendingur fer, hann dáir þig, hann dreymir þig, og drekkur kraft þíns anda í sig, og guð þinn guð hans er. IV Sjá, Þingvellir skarta! Um þinghelgi bjarta nú þjóðvættir sveima, er minjarnar geyma. Ei sæmir að kvarta, því sól er í hjarta. Vor sál er nú heima — og öðru skal gleyma. Ó, guð vors lands! Ó, guð vors lands er gestur dagsins í björtum ljóma. Og hugir vor allra hljóma við ylinn frá augliti hans. Hér náttúran kallar. — Hún kallar oss alla frá kotungsins harmi að skaparans barmi. Með hæð sinna fjalla, með vídd sinna valla, í vonanna bjárma hún lyftir nú armi. Og vorið hlær og grasið grær og gleðin ómar í hverjum hljómi, er Alþingi einum rómi á stilltustu strengina slær. V Hlusta, íslenzka drótt! Heyr þú aldanna þyt! Veit þú örlögum feðranna gaum! Finn hinn sigrandi þrótt gegnum sársauka og strit! Vinn úr sögunnar gnótt allt þitt framtíðar vit! Heyr þú dáinna kynslóða draum! FRAMSÖGUÞÁTTUR: Sögulýður höfði hneigi! Hvílíkt bákn og fullt af táknum: Minning þjóðar, þjóðar menning, þingsins saga liðna daga! Þingvöll helgan sigursöngvar signa nú — það er vor trúa. — Þjóðin öll í brag sinn býður brosi og tárum þúsund ára. Reis í griðum æðstu Ása opin höll á þessum völlum. — Gjörði Logi. — Veggir vurðu voldug klif — en himinn yfir. Hugði skyggn að breiðum byggðum bóndinn Grímur forðum tíma. Svörin goða sungu í eyrum: Sjá þú, maður! Hér er staður! Þing var sett að lýðsins löngun. Lögin tjáð að Úlfljóts ráði. Lék um göfugt goðaríki giftusól að höfuðbóli. Bjartur Hrafn á bergi svörtu birti orð hins frjálsa norðurs. Heimi fæddust dýrir dómar djúprar speki, — skelfdust sekir. Heiði skein of heillar þjóðar hjartaslætti, andardrætti. Slyngir fluttu ferðalangar frægðarsögur, skreyttar brögum. Sveinar léku sigurkænir, — svall þá blóð af hetjumóði. Ræddu meyjar, horfðu og hlýddu, — hiti og fjör í sál og vörum. Tíminn leið við tign og ljóma. — Týndust goð, — en kristni boðuð kveikti eld, er aldrei slökkti illra daga raunasaga. — Sátu munkar, — röktu í riti reynslu sanna, örlög manna. Hóf þó Snorri öllum ofar andans skálm und sigurhjálmi. Brunnu eldar beztu manna. — Bjart er kringum Þveræinginn. — Frelsi og vor, — unz konungs-kalsi kom með haust og dauða að austan. Sturlu-tíðar styrjarferli, stefnt var brátt til neyðar-sátta. — Aldir liðu. — Feigð um foldu fór sem röst í þungum köstum. Mildi guðs að afturelding eyddi þoku og hungri að lokum. — Fjölnir lífsmark fann í valnum, — fylkti Jón til nýrrar sjónar. Höftin brustu. — Hresstist aftur hjartasláttur, andardráttur. Frjálsu þjóðabþingi heilsa þúsund ár — með brosi og tárum. Hlusta, íslenzka þjóð! Heyr þú aldanna nið' Gegnum áranna minningar svíf! Sjá hið storknaða blóð! Lít hið stórfellda svið! Heyr þú stígandi óð! Sjá þú hnígandi lið! Mun þú látinna kynslóða líf! VI Vér börðumst við böl og sorgir og bjuggum við þröngan kost og norðursins næturfrost. — En dagurinn rann, — vér hylltum hann og byggðum oss nýjar borgir. Oss bent var á fornöld frána, — þá fylltumst vér nýrri dáð. Sú saga mun síðar skráð. — En sungið var dátt og hugsað hátt um frelsi vort, þing og fána. Vér héldum aftur á hafið og hlóðum vor ungu skip, með fögnuð í sál og svip. — Þá ljómaði um rann og fólkið fann það gull, sem var týnt og grafið. Vér litum á nakið landið og landnámsþráin oss snart, — að skrýða moldina í skart. Og gróðurinn spratt svo hátt og hratt, að allt varð sem ilmi blandið. Vor öld hefur sigrað sorgir með samhljómi starfs og óðs, og gengið veginn til góðs. — En dagur er enn og muni menn, að enn þarf að byggja borgir. VII Sjá, framtíðin ljómar með leyndardómssvip, — svo lokkandi var hún ei fyr. Vor æska á öndinni stendur við ókunnra hásala dyr. Hún brosir í barnslegri von, — í bardagann leggur hún senn. Hún söng og hún þráði í þúsund ár og þráir og syngur enn. Vor æska er kjarni hins eilífa draums, því óskirnar stefna svo hátt. — En framtíðin guðdómleg gáta, sem gefur hinn sigrandi mátt. I æskunnar óljósu þrá hvert einasta fyrirheit var. Að sérhverju stórvirki öld af öld, er upphafið jafnan þar. Að komast æ hærra, æ lengra til lífs, er ljóðið á æskunnar streng. — Og eiga ekki draumarnir allan hvern óspilltan, vaxandi dreng? Eða’ er ekki útþráin hrein og ástin vort fegursta hrós? Hjá æskunni varðveitist tímans tákn, og táknið er — meira ljós! Hve dýrðlegt, þá stefnt er í heiðblámans hæð og húminu vísað á bug! Hve bjartar þær vængjuðu vonir og voldugt hið leikandi flug! Því æskan vill sumar og sól — og sigurinn er henni vís. Hún syngur, hún leitar unz sumra fer og sólin úr djúpi rís. Sjá, framtíðin ljómar og laðar til sín, — svo lokkandi var hún ei fyr. Hvert hjarta af tilhlökkun titrar, við töfrandi, hálfopnar dyr. Hvert orð á sinn eggjandi hljóm, — hvert auga sitt biðjandi tár. Vor syngjandi æska skal sækja fram til sigurs — í þúsund ár! VIII Hjálpa oss, herra! Hjálpa þú! Yngdu vorn anda! Auk oss trú! Ó, bú þú í hönd vorri og hjarta! Ó, hreinsa þú sál vora af meinum! Ó, lyft oss í blámann þinn bjarta! Ó, bind oss þér einum, — þér einum! Leið oss til ljóssins! Lækna vor sár! Þitt verði ríkið í þúsund ár, — í ótal þúsund ár! Hjálpa oss, herra! Heyr vort kvak! Viðkvæmra vona vængjablak. Ó, gef þú oss gullaldarljóma! Ó, gef þú, að merki vort sjáist! Ó, gef þú oss gleðinnar hljóma! Ó, gef þú, að sigurinr. náist! Þyrm oss í þrautum! Þerra vor tár! Þinn verði máttur í þúsund ár, — í ótal þúsund ár! Hjálpa oss, herra! Hjálpa þú! Opna vor augu! Auk oss trú! Vér biðjum: Ó, brautina greið oss að bjartari, fegurri degi! Frá eilífð til eilífðar leið oss á andans og sannleikans vegi! Hefji’ oss þinn himinn, heiður og blár! Þín verði dýrðin í þúsund ár, — í ótal þúsund ár!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.