Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 1
40 SÍÐUR
172. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Billy Carter:
að haf a
fengið
opinber
skeyti
Washington. 1. ágúst. AP.
BILLY Carter, bróðir Bandaríkja-
forseta, viðurkenndi í dag á fundi
með fréttamðnnum, að „einhver“ i
Ilvita húsinu hefði fengið honum
skeyti frá sendiráði Bandarikjanna
i Tripóli til utanrikisráðuneytisins
varðandi ferð hans til Libýu árið
1978. En hann bætti þvi við, að
skeyti þessi hafi einungis haft að
geyma ómerkilegar upplýsingar
sendiráðsstarfsmanna um ferð
hans. Blaðafulitrúi Bandarikjafor-
seta, Jody Powell, sagði einnig i
dag, að engar viðkvæmar upplýs-
ingar eða ieyndarmál hafi verið að
finna i þessum skeytum.
Billy Carter viðurkenndi einnig í
dag að hafa hinn 31. desember sl.
lagt 20 þúsund dollara á banka í
heimaríki sínu, en þessa peninga
fékk hann að láni hjá Líbýustjórn.
Billy hafði harðneitað því í samtali
við starfsmann dómsmálaráðuneyt-
isins 16. janúar sl. að hafa tekið við
peningum frá Líbýumönnum. Um-
ræddur starfsmaður, Joel Lisker að
nafni, sagði í viðtali fyrr í vikunni,
að Billy hefði „logið" að sér um þetta
atriði. Hann sagðist einnig hafa í
fórum sínum bankakvittun, sem
sýndi að þessir peningar hefðu verið
lagðir í banka umræddan dag.
Undirnefnd dómsmálanefndar
öldungadeildarinnar, sem ætlar að
rannsaka tengsl Billy Carters við
Líbýumenn, kom saman til lokaðs
fundar í dag til að reyna að ná
samkomulagi um ráðningu lögfræð-
ings til að annast rannsókn málsins.
Ákveðið var að nefndin hefði opnar
yfirheyrslur vegna málsins á mánu-
dag. . .____
10 farast í
Dublin, 1. ágúst. AP.
TÍU menn fórust og tugir slösuðust
i járnbrautarslysi á Irlandi i dag.
Slysið varð þegar hraðlest, sem í
voru um 400 ferðalangar á leið í
sumarfrí, fór út af sporinu skammt
frá bænum Buttevant á Suður-
írlandi. Lestin var á leið til Cork frá
Dublin. Tuttugu og sex hinna slös-
uðu eru taldir alvarlega slasaðir og
sumir þeirra í lífshættu. Ekki er enn
vitað, hvað slysinu olli.
DC-8 f órst
um við Mexikóborg.
í þotunni voru fjórir farþegar
auk þriggja manna áhafnar. Ekki
er ljóst, hvað slysinu olli, en
flugvélin hafði villzt af réttri leið
og flaug á fjall skammt frá
borginni. Mjög erfitt er að komast
á slysstaðinn, en brakið úr vélinni
liggur dreift um stórt svæði, að
sögn þeirra, sem fyrstir komu á
vettvang.
í Mexíkó
Mexikóborg, 1. ágÚHt. AP.
DC-8 flutningaþota frá Perú
fórst í dag i aðflugi að flugvellin-
lestarslysi
á írlandi
Forseti íslands. Vigdís Finnbogadóttir, undirritar eiðstafinn við embættistökuna í gær, en hann hljóðar þannig: „Ég undirrituð,
sem kosin er forseti íslands um kjörtímabil það, er hefst 1. ágúst 1980 og lýkur 31. júlí 1984, heiti því, að viðlögðum drengskap
mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá lýðveldisins Islands.“ Ljósm.: ói.k.m.
Vigdís Finnbogadóttir tók
við embœtti forseta í
Vigdís Finnbogadóttir tók i gær
við embætti forseta ísiands við
athöfn, sem fram fór i Dómkirkj-
unni og Alþingishúsinu að við-
stöddum fjölda gesta og nokkur
þúsund manns, sem fylgdust með
athöfninni frá Austurvelli, en
þar hafði veriö komið fyrir gjall-
arhornum. Klukkan 15:30 gengu
frá Alþingishúsinu til Dómkirkj-
unnar Vigdís Finnbogadóttir,
handhafar forsetavalds, dr.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra, Björn Sveinbjörnsson for-
seti Hæstaréttar og Jón Helgason
forseti Sameinaðs Alþingis, einn-
ig fráfarandi forseti, dr. Kristján
Eldjárn og frú Haildóra Eldjárn.
biskup íslands hr. Sigurbjörn
Einarsson, Guðmundur Bene-
diktsson ráðuneytisstjóri, Björn
Helgason hæstaréttarritari, Frið-
jón Sigurðsson skrifstofustjóri
Alþingis og Birgir Mölier
forsetaritari.
í Dómkirkjunni voru fyrir ráð-
herrar, forsetar Alþingis og vara-
forsetar, hæstaréttardómarar,
ráðuneytisstjórar, fulltrúar er-
lendra ríkja og fulltrúar ýmissa
landssamtaka og stéttarsam-
banda. Dómkórinn söng undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar
sem einnig lék orgelverk. Voru
sungnir sálmarnir Kristur hinn
sterki, Víst ertu Jesú kóngur klár
og Gefðu að móðurmálið mitt við
nýtt lag dr. Gunnars Thoroddsen.
Biskup Islands flutti ræðu og lagði
út af 8. versi í fjórða kafla
Dómarabókar, „fara mun ég, ef þú
fer með mér“. Lauk athöfninni
með blessunarorðum biskups og
bæn og að sungið var Island
ögrum skorið.
Að lokinni athöfninni í Dóm-
kirkjunni, sem tók um það bil
hálfa klukkustund gengu gestir til
Alþingishússins og þegar þeir
höfðu fengið sér sæti í sal fylgdu
handhafar forsetavalds Vigdísi
Finnbogadóttur til sætis. Við upp-
haf athafnarinnar söng Sigríður
Ella Magnúsdóttir Hlíðin mín
fríða og síðan lýsti Björn Svein-
gœr
björnsson forseti Hæstaréttar for-
setakjöri. Þá las hann einnig
eiðstafinn, sem Vigdís Finnboga-
dóttir undirritaði. Er hann í
tveimur eintökum, sem varðveitt
verða af Alþingi og þjóðskjala-
safninu. Þá gekk forsetinn út á
svalir þinghússins og fagnaði
mannfjöldinn honum með lófataki
og minntist fósturjarðarinnar
með húrrahrópi.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, flutti síðan ræðu í
Alþingishúsinu og að lokum söng
Dómkórinn þjóðsönginn. í anddyri
Alþingishússins tók forsetinn síð-
an við árnaðaróskum og gestir
þágu veitingar.
Sjá nánar miðopnu.
Sovétmenn óttast frekari
uppreisn afganska hersins
Nýju Delhl. 1. ágúst. AP.
SOVÉZKAR hersveitir hafa
umkringt nokkrar bækistöðvar
afganska hersins, þar sem Sov-
étmenn óttast frekari uppreisn-
ir innan hersins, að því er
fréttir frá Kabúl hermdu í dag.
Hópur afganskra foringja var
handtekinn i herstöðinni Pul-i-
Charki skammt frá Kabúl ný-
lega, eftir að upplýstist að þeir
hefðu uppi áform um að gera
uppreisn og beina vopnum sin-
um gegn sovéska innrásarlið-
inu og þeim hluta stjórnarhers-
ins, sem enn er hollur Karmal
forseta.
Uppreisnir ýmissa hersveita
afganska hersins og aukinn órói
í ýmsum héruðum landsins hafa
orðið þess valdandi, að sovéskir
hermenn taka nú meiri beinan
þátt í bardögum og hefur mann-
fall í röðum þeirra aukizt að
sama skapi. „Rússarnir eru ekki
lengur að berjast við skæruliða,
heldur við herinn," sagði vest-
rænn stjórnarerindreki í Kabúl í
dag.
Sovéskir ráðgjafar í höfuð-
borginni hafa einnig orðið fyrir
árásum leyniskyttna undanfarið.
Þannig var sovézkur ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar skotinn til
bana á götu þar í vikunni og
sömuleiðis rússneskur læknir,
sem sagður var í þjónustu Sam-
einuðu þjóðanna.