Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
3
Farafononv á sam-
ráðsfundi með ís-
lenskum diplómötum
GEORGÍ Farafonov, fyrrum
sendiherra Sovétríkjanna á fs-
landi ok nú yfirmaður Skandi-
navíudeildar sovéska utanrík-
isráðuneytisins í Moskvu er
væntanlegur hingað til lands í
næstu viku. Mun hann eiga
viðræður við íslenska dipló-
Síbrotamað-
ur í gæzlu-
varðhald
RÚMLEGA tvítuKur maður. sem
mjög oft hefur komizt í kast við
lögin, hefur verið úrskurðaður i 89
daf;a Kæzluvarðhald i sakadómi
Reykjavikur.
Maður þessi er viðriðinn fjársvika-
mál, sem er til rannsóknar hjá RLR.
Maðurinn slapp undan lögrefilunni
til Kaupmannahafnar en var hand-
tekinn þar og sendur heim til
Islands. Þá hlaut maðurinn mjög
nýlega tvo fangelsisdóma í saka-
dómi Reykjavíkur vegna afbrota
sem hann hafði framið, samtals 6
mánaða fangelsi.
mata dagana 7. til 8. ágúst. að
því er Ilörður Ilelgason ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneyt-
isins sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins i gær.
Tilefni komu Farafonovs hingaö
til lands að þessu sinni, sagði
Hörður vera venju sem komin
væri á, um að íslenskir og sovéskir
diplómatar héidu samráðsfundi
fyrir Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna í New York. Að þessu
sinni yrði skipst á skoðunum um
Allsherjarþingið, og einnig um
Madridráðstefnuna sem fjalla
mun um Helsinkisamkomulagið
og þróun mála síðan það var
undirritað.
Um Madridfundinn mun Níels
P. Sigurðsson sendiherra ræða við
Farafonov, en þeir Hannes Haf-
stein, Ólafur Egilsson og fleiri um
Allsherjarþingið.
Að sögn Harðar Helgasonar, er
þetta í fyrsta skipti sem Fara-
fonov kemur hingað til lands
þessara erinda, í fyrra hefði hann
ekki verið búinn að taka við stöðu
sinni sem yfirmaður skandinav-
ísku deildarinnar, og þá hefði
fyrirrennari hans komið.
Frá Hrafnseyri.
Hrafnseyrarhátíð
HRAFNSEYRARHÁTÍÐ verfk
ur haldin 3. ágúst n.k. i tilefni
af 100 ára ártið Jóns Sigurðs-
sonar. Gestir Ilrafnseyrarhátið-
ar munu fara frá Reykjavik til
Ilrafnseyrar með varðskipinu
Ægi laugardaginn 2. ágúst kl.
20.30 og er mælst til að þeir séu
mættir um borð kl. 20.00. Farið
verður i land á Ilrafnseyri kl. 9
á sunnudagsmorgun. Safn Jóns
Sigurðssonar og kapellan verð-
ur skoðuð en siðan verður ekið
inn að Dynjanda. Ilrafnseyrar-
nefnd heídur hádegisverðarboð
kl. 12.00 fyrir gesti sína.
Hátíðin verður sett kl. 14.00 af
formanni Hrafnseyrarnefndar,
Þórhalli Ásgeirssyni. Þá mun
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, flytja minni Jóns
Sigurðssonar og er þetta fyrsta
embættisverk hennar. Guð-
mundur Ingi Kristjánsson mun
flytja „Hrafnseyrarkvæði" sem
er ort í tilefni af hátíðinni og
loks mun Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, flytja ávarp.
Á milli atriða munu karlakór-
inn Ægir frá Bolungarvík og
karlakór Þingeyrar syngja.
Hannibal Valdimarsson stjórnar
útisamkomunni.
Að útisamkomunni lokinni
mun biskupinn, herra Sigur-
björn Einarsson, vígja kapell-
una. Honum til aðstoðar verður
séra Lárus Guðmundsson, próf-
astur í Holti, Önundarfirði.
Kirkjukór Þingeyrar, undir
stjórn Marie Mercer, syngur.
Síðan verður Safn Jóns Sigurðs-
sonar opnað.
Gert er ráð fyrir að farið verði
frá Hrafnseyri kl. 18.00 á sunnu-
dag og komið til Reykjavíkur á
mánudagsmorgun.
Fargjald
hjá SVR
hækkar í
260 kr.
FARGJÖLD strætisvagna
Reykjavíkur hakka frá og með
deginum í dag. cftir að rikis-
stjórnin heimilaði 9% hækkun á
þjónustu fyrirtækisins. Almenn
fargjöld hækka því úr 230 krón-
um í 260 krónur. hvert einstakt
fargjald.
Stór farmiðaspjöld með 26 mið-
um kosta nú 5000 krónur, en áður
fengust 28 miðar fyrir sömu upp-
hæð. Þá fást nú 9 miðar fyrir 2000
krónur, en voru 10 áður, og 26
miðar fást nú í stað 28 áður á 2500
krónur á sérstöku verði til aldr-
aðra.
Einstök fargjöld til barna verða
óbreytt, og kostar miðinn þar
áfram 50 krónur.
Kærufrest-
ur 30 dagar
ÁLAGNINGU opinberra gjalda
er nú lokió á alla þá er skatt-
skyldir eru hér á landi, nema
born sem sértaklega eru skatt-
lögð, segir m.a. í frétt frá skatt-
stjóranum í Reykjavik.
Þar segir ennfremur að álagn-
ingarseðlar hafi þegar verið póst-
lagðir.
Kærur vegna allra álagðra opin-
berra gjalda sem þessum aðilum
hefur verið kynnt með álagningar-
seðli, þurfa að hafa borizt skatt-
stjóra innan 30 daga frá og með
deginum í dag að telja.
Luxemborgarar kippa ef-
laust að sér höndunum
- ef við verðum látnir greiða lendingargjöldin hér,
segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða
Tilbúnar í útiloguna. moð svoínpoka. tjald «g oldunar-
ahöld. l.jiiMn.: Kmilía HjórnKdóltir
„MÁLIÐ cr allt hið
einkennilegasta, því fyrri
ríkisstjórn var búin að
taka af skarið með, að
fella niður öll lendingar-
gjöld af Norður-Atlants-
hafsfluginu,“ sagði Sig-
urður Helgason, forstjóri
Flugleiða, í samtali við
Mbl„ er hann var inntur
álits á þeim orðum fjár-
málaráðherra, að Flugleið-
um væri aðeins veittur
greiðslufrestur á lend-
ingargjöldum fram til 20.
nóvember.
„Samhliða ákváðu Luxem-
borgarar að fella niður öll
lendingargjöld fyrir árið 1979
og 1980, auk þess sem fyrirheit
Bæjarráð Keflavíkur og Njarðvíkur:
Ekki verði hvikað frá
um um framkvæmdir í
BÆJARRÁÐ Keflavikur og bæj-
arráð Njarðvikur héldu sameigin-
legan fund i fyrradag, þar sem
ræddar voru fyrirhugaðar fram-
kvæmdir vegna aðstóðu til upp-
skipunar og geymslu eldsneytis i
Helguvik. Meðfylgjandi ályktun
var samþykkt og send utanrikis-
ráðherra:
Sameiginlegur fundur bæjarráða
Keflavíkur og Njarðvíkur haldinn
fimmtudaginn 31. júlí, fagnar þeirri
ákvörðun utanríkisráðherra að
hefja undirbúning að framkvæmd-
um við olíuuppskipunarhöfn í
Helguvík. Jafnframt lýsir fundur-
inn yfir ánægju sinni með mikil og
góð störf nefndarinnar sem vann að
undirbúningi málsins.
Bæjarráðin benda á að tillögur
nefndarinnar eru í meginatriðum í
samræmi við óskir og ályktanir
bæjarfélaganna sem árum saman
hafa farið fram á úrbætur í þessum
málum og bendir í því sambandi á
eftirfarandi samþykkt bæjarráð-
anna frá 20. marz 1978: „Á undan-
förnum árum hafa farið fram um-
ræður og kannanir á milli Keflavík-
urbæjar, Njarðvíkurbæjar og
Varnamálanefndar um möguleika á
að eldsneytisleiðslur varnarliðsins
frá Keflavíkurhöfn að Keflavíkur-
flugvelli verði fluttar með tilliti til
þess að leiðslurnar standa i vegi
fyrir skipulagi hafnarsvæðisins í
Keflavík og íbúðasvæðis í Njarðvík.
Á siðastliðnu ári skemmdist olíu-
skipunarbryggja í Keflavíkurhöfn í
óveðri og í framhaldi af því var
óskað eftir því af stjórn Landshafn-
ar Keflavíkur og Njarðvíkur, að
ákvörðun yrði tekin um framhald
uppskipunar á eldsneyti í höfninni.
Bæjarráð Keflavíkur og Njarðvíkur
hafa leitað umsagnar nokkurra rík-
isstofnana um málið. Fram kemur í
áliti þeirra að nauðsynlegt sé að
kanna aðrar leiðir til uppskipunar á
eldsneyti og er bent á tvo valkosti,
Helguvík og Innri-Njarðvík. Bæj-
arráðin eru sammála um að leggja
til við samstarfsnefnd um skipu-
lagsmál, að hún láti gera ítarlega
könnun á því hvort að fært sé að
gera í Helguvík uppskipunarhöfn
fyrir eldsneyti og að upp af víkinni á
„Berginu" verði útbúið tankasvæði
fyrir allt eldsneyti sem um er rætt.
Nefndinni verði falið að flýta þessu
verkefni og taka það sérstaklega til
meðferðar, svo að unnt verði að taka
sem fyrst ákvörðun um framtíðar-
stað fyrir uppskipun og geymslu
eldsneytis á svæðinu" (tilvitnun
lýkur).
Bæjarráð Keflavíkur og Njarðvík-
ur ítreka fyrri samþykktir sínar í
ráðagerð-
Helguvík
þessu máli og benda jafnframt á þá
miklu mengunarhættu sem vatns-
bólum bæjanna stafar af núverandi
olíugeymum sem eru orðnir gamlir
og hættulega nálægt byggð, en í
fjölda mörg ár hafa bæjaryfirvöld
bent á þessa hættu og krafist
úrbóta.
Mörg undanfarin ár hefur öllu
eldsneyti sem notað er vegna far-
þegaflugs frá Keflavíkurflugvelli,
verið ekið um Reykjanesbraut frá
Reykjavík og Hafnarfirði. Akstur
þessi hefur valdið miklu sliti á
Reykjanesbraut og skapar mikla
slysahættu á þjóðveginum.
Bæjarráðin leggja áherslu á að öll
framangreind atriði séu höfð í huga
við endanlegar ákvarðanir og skorar
á stjórnvöld að kvika ekki frá
ráðgerðum framkvæmdum í Helgu-
vík.
var gefið um, að ekki yrðu
innheimt nein gjöld á næsta
ári. Þeir reyndar endurgreiddu
okkur þær fjárhæðir, sem við
höfðum greitt inn fyrir lend-
ingar á árinu 1979,“ sagði
Sigurður ennfremur.
Sigurður sagði að lend-
ingargjöld Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli á árinu 1979 hafi
numið um 300 milljónum króna
og að lendingargjöldin í Lux-
emborg væru ívið hærri.
„Það er viðbúið að Luxem-
borgarar kippi alveg að sér
hendinni í þessu máli og krefji
okkur jafnvel um greiðslu á
þeim fjármunum, sem þeir hafa
endurgreitt okkur, ef kemur til
þess að við verðum krafðir um
þessi lendingargjöld hér
heima,“ sagði Sigurður Helga-
son að siðustu.
60% félaga í
Sæfara eru
með réttindi
JÓNAS Eyjólfsson formaður Sæfara,
félags sportbátaeigenda á ísafirði
sagði í samtali við Mbl að um 60%
félaga í Sæfara hefðu réttindi til að
sigla bátum sínum.
—Við höfum staðið fyrir nám-
skeiðum fyrir félagsmenn og hefur
þátttaka verið mjög góð. Rúmlega
100 félagar eru í Sæfara og um 60%
þeirra hafa þegar fengið réttindi á
bátana, sagði Jónas.