Morgunblaðið - 02.08.1980, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
Rœtt við
Jón Gíslason
á Hofi áttrœðan
Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Svarfað-
ardal um fjögurra áratuga skeið, á
áttræðisafmæli í dag. Hann var
merkisbóndi, tók mikinn þátt í félags-
lífi og gegndi mörgum trúnaðarstörfum
í sveit og héraði um árabil. Hann
dvelur nú á heimili Gísla sonar síns,
menntaskólakennara á Akureyri. —
Mbl. ræddi við hann stundarkorn í
tilefni afmælisins, og fer viðtalið hér á
eftir.
hrepp, eftir að Dalvík gerðist
sérstakt sveitarfélag. Gunnlaug-
ur bróðir minn var oddviti, og
við unnum þar saman eins og í
mörgum öðrum félögum. Svo var
ég vitanlega í Búnaðarfélaginu,
Nautgriparæktarfélaginu o.fl.
o.fl. Forðagæslumaður var ég í
tugi ára og í nýbýlanefnd Eyja-
fjarðarsýslu með þeim blessuðu
vinum mínum Katli Guðjónssyni
á Finnastöðum og Einari Sig-
fússyni í Staðartungu. Það vill
oft verða svo, að öll hugsanleg
félagsmálastörf lenda mikið á
sömu mönnunum.
— Er gott að búa í Svarfaðar-
dal?
— Þar búnast mönnum yfir-
leitt vel, en þeir verða líka að
nenna að vinna. Sveitin er
sumarfögur og grösug og um
margt gjöful og góð undir bú.
Þar er enginn vandi að láta sér
líða vel. Nóg er af berjalandinu,
og þó nokkur silungsveiði í ánni,
sem er yfirleitt spök og bakka-
fögur, en getur orðið fljót að
vaxa og gerst algerlega ófær á
skammri stundu. Það hefur allt-
af verið mikill samgangur milli
bæjanna báðum megin hennar.
Snemma var smíðuð göngubrú
yfir hana, og fyrrum var ferja
gegnt Hofi. Stundum óð maður
yfir ána, en það var nú slark-
samt stundum.
— Eru ekki mikil snjóþyngsli
á veturna?
— Jú, snjóþyngsli eru oft til
Ég hef alltaf verið
bjartsýnismaður"
— Hvar komstu í heiminn,
Jón, og hvar varstu bernskuár-
in?
— Ég fæddist á Syðra-Hvarfi
í Skíðadal 2. ágúst aldamótaárið.
Faðir minn var Gísli Jónsson frá
Syðra-Hvarfi og móðir mín Ingi-
björg Þórðardóttir frá Hnjúki.
Við vorum sex systkinin, og ég
var sá fjórði í aldursröðinni.
Elsta systir okkar dó kornung og
önnur síðar af barnsförum. Enn
lifum við fjögur, Gunnlaugur
bóndi á Sökku, Soffía, sem býr
hér á Akureyri, og Dagbjört, gift
Áskatli Sigurjónssyni bónda á
Laugafelli í Reykjadal. — 1904
fluttust foreldrar mínir að Hofi.
— Manstu eftir þér á Syðra-
Hvarfi?
— Ég man einstaka atvik, en
mjög stopult. Ég man til að
mynda þegar ég datt í bæjarlæk-
inn, sem er nokkuð mikill, og var
að skríða upp úr honum, þegar
komið var að hjálpa mér. Én ég
var á fjórða árinu, þegar við
fórum að Hofi, og þar hef ég átt
heima síðan, þar til nú fyrir
þremur árum. Ég hef aldrei farið
neitt nema í búnaðarskolann á
Hólum. Þar vorum við samtímis,
bærðurnir, veturinn 1920—1921.
Ég hafði mjög gott af þeirri
skólavist og hefði ekki viljað
vera án hennar. Ég sé það alltaf
betur og betur.
— Þú hefur átt glaða og góða
bernsku og æsku.
— Já, það er mér óhætt að
segja. Það var haldinn skóli
heima á Hofi, og börn af næstu
bæjum gengu þangað. Svo var
fastur skóli á Grund, og þangað
fór ég, þegar ég var á tólfta
árinu. Þá var farið gangandi í
skólann á morgnana og gengið
heim á kvöldin, engin heimavist.
Þangað sóttu börn af allstóru
svæði. Ólafur nokkur Jónsson
kenndi heima á Hofi, en Tryggvi
Kristinsson, bróðir sr. Stefáns á
Völlum, í Grundarþinghúsinu.
Þar voru 20 til 30 börn og öll í
einni deild. Eftir að barnaskóla-
námi lauk, tokum við okkur
saman eitthvað fimm unglingar
og gengum yfir að Tjörn til
Þórarins Eldjárns, sem þá var
barnakennari, og hann tók okkur
í kennslutima, eftir að kennslu
hans í barnaskólanum var lokið
á kvöldin. Við Þórarinn vorum
síðan miklir vinir og félagar alla
tíð og kvæntumst systrum, enda
var alltaf mikill samgangur og
vinskapur milli heimilanna á
Hofi og Tjörn.
— Hverjir voru helstu leik-
bræður þínir?
— Það voru synir sr. Stefáns,
Pétur, Kristinn og Sæmundur.
Þeir voru miklir félagar okkar
Gunnlaugs, einnig þeir Þorleifur
á Hofsá og Oddur á Hánefs-
stöðum, sem síðar var skósmiður
hér á Akureyri. Við þessir strák-
ar komum oft saman á Hofi eða
Völlum og lékum okkur saman á-
skíðum og skautum. Stundum
börðumst við með trésverðum og
æfðum bogfimi.
— Hvernig var félagslífið í
sveitinni?
— Það var gott, eftir því sem
þá gerðist. Tryggvi Kristinsson
stofnaði söngflokk, sem kom
víða fram og mikið orð fór af. Ég
var ekki í honum sjáifur, en þær
voru þar systur minar. Svo var
náttúrlega stofnað ungmennafé-
lag, sem hafði aðsetur á Dalvik. í
því starfaði ég í mörg ár, og þar
var mjög fjölmennt. Einkum
voru haldnir þar málfundir, en
nokkuð fengist við fótbolta. Að-
allega spiluðum við innbyrðis, en
þó kom fyrir, að við kepptum við
aðra, til dæmis við fótboltafélag-
ið Þór á Akureyri. Svo voru
haldnar skemmtanir á veturna,
en ekki oft. Kannski voru þær
því fjörugri sem þær voru færri.
Við piltarnir smíðuðum líka
ýmsa hluti og stelpurnar saum-
uðu, og svo voru þeir seldir á
basar til að hafa svolitlar tekjur.
Það var mjög létt yfir þessu öllu
saman. Ungmennafélagið skipt-
ist síðar í Ungmennafélag Svarf-
dæla á Dalvík og Ungmennafé-
lagið Þorstein svörfuð frammi í
sveitinni.
— Hvað þótti þér skemmti-
legast að fást við?
— Ég var alveg brjálaður í
fótbolta. Mér þótti engin
skemmtun komast í hálfkvisti
við hann, — ekki einu sinni dans.
Ég hafði reyndar aldrei gaman
af að dansa. Konan mín var
mikil dansmær og reyndi allt
hvað hún gat til þess að fá mig
með á danssamkomur. Það gekk
fyrst framan af, en fljótlega fór
að draga mjög af mér við
dansmenntina.
— Konan þín, segirðu. Hvenær
genguð þið í hjónaband?
— Við Arnfríður giftum okkur
18. nóvember 1924. Hún var
Sigurhjartardóttir frá Urðum.
Við hófum búskap á Hofi 1925, á
hálfri jörðinni á móti föður
mínum, en 1927 tók ég við henni
allri. Þarna bjuggum við, þangað
til Arnfríður dó 1952. Eftir það
bjó ég mörg ár með Soffíu systur
minni sem ráðskonu, eða til
1964. Þá hætti ég búskap og
leigði fóstursyni mínum, Agnari
Þorsteinssyni, jörðina og var í
heimili hjá þeim hjónum, honum
og Láru Stefánsdóttur frá Mið-
bæ. Agnar hafði komið til okkar
9 mánaða gamall frá Siglufirði
og ólst upp hjá okkur eftir það.
Árið 1970 seldi ég honum jörðina
og áhöfnina, en hans naut þó
ekki lengi við, þvi að hann
drukknaði í Svarfaðardalsá 1975.
Ekkjan hélt þó áfram búskap á
Hofi og býr þar enn. — Við
Arnfríður eignuðumst sjálf tvo
drengi. Annar var lamaður frá
fæðingu og dó 4 ára gamall, en
hinn er Gísli, menntaskólakenn-
ari hér á Alcureyri. Ég hef átt
heima hjá honum síðan 1977.
Mér hefur liðið vel hjá þeim
Gísla og Bryndísi. Hún vill allt
fyrir mig gera, blessunin.
— Ég vænti þú hafir unnið
allmörg félags- og trúnaðarstörf
um dagana, Jón?
— Ég held, að mér sé óhætt að
segja, að ég hafi unnið í flestum
félögum og nefndum, sem til
voru í hreppnum. Ég var í
hreppsnefnd hvað eftir annað,
fyrst fyrir óskiptan hrepp og svo
síðar aftur fyrir Svarfaðardals-
baga. Eftir að mjólkurbú var
stofnað á Akureyri og farið að
senda þangað mjólk utan að, var
oft erfitt að koma henni. Menn
stóðu oft í mokstri með skóflu
heilu sólarhringana. Það var oft
erfitt, en undravert, hvað þetta
tókst. Eftir að ýtur og heflar
komu, er þetta allt annað.
— Én beitin?
— Hún er yfirleitt ekki mikil á
veturna, en talið var sjálfsagt
hér áður að láta féð út og beita
því, meðan nokkur snöp voru.
Menn reyndu að standa yfir því
og halda því til haga, en nú er
þessu alveg hætt.
— Og heyskapurinn?
— Reynt var að heyja á
engjum, eins og hægt var. Oft
var meiri útheyskapur en töðu-
fengur. Nú má heita, að allur
engjaheyskapur sé úr sögunni og
allt hey sé tekið á ræktuðu landi.
Það er þá frekast á Tjörn, að
engjar eru slegnar, þar sem
kýrgæft hey fæst, en það er að
hverfa líka.
— Hvað viltu segja í örstuttu
máli um fortíð og framtíð?
— Mér hefur alltaf samið vel
við nágranna mína og sveitunga,
og þeir eru allir vinir mínir. Ég
held mér sé óhætt að segja það.
— Ég hef alltaf verið bjartsýnis-
maður og litið björtum augum
til framtíðarinnar, og svo er enn.
Gunnlaugur bróðir sagði ein-
hvern tíma, að ég væri „spáglað-
ur maður“, og ég held, að hann
hafi farið nærri sannleikanum