Morgunblaðið - 02.08.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.08.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 Ræða Vigdísar Finnbogadóttur forseta við embættistökuna Niðjar okkar eiga til- kall til að við séum þeim til fyrirmyndar Góöir samtíöarmenn. Við stöndum á þessari stundu á þeim tímamótum, að nýr forseti íslands tekur við embætti. Sem einstaklingi verður mér fyrst fyrir að hugleiða það traust, sem mér hefur verið sýnt með kjöri mínu til mikils virðingarembættis í ís- lensku samfélagi, sem hefur verið nefnt sameiningartákn okkar allra. Ofar öðru ríkir þó í hugan- um — og mun ríkja — einlæg ósk um að lýðræðislegur háttur þjóðar okkar á þessu kjöri og allri stjórnskipan okkar megi verða landinu og okkur öllum til gæfu, í skiptum okkar hvers við annað og við aðrar þjóðir. Við þekkjum það öll af eigin raun, að á tímamótum verður hugsunin fleygari en ella. Við hugsum til fortíðarinnar og látum okkur dreyma um framtíðina, því „þangað er vonunum vorkunnar- laust, sem vegina minningin lagði“. En raunar er líf okkar á hverri stund ofið af minningum og draumum, og draumamir eru gullþræðimir í vefnum. Án þeirra yrði ekki unað við lifið frá degi til dags, hvorki gleði þess né sorgir. „Vér emm þelið sem draumar spinnast úr. “ Við erum oft á það minnt, að það er íslensk tunga, sem öðru fremur gerir okkur að íslending- um. Tungan geymir sjóð minn- inganna, hún Ijær okkur orðin um vonir okkar og drauma. Hún er hið raunverulega sameiningar- tákn okkar og sameiningarafl. En íslensk tunga gerir okkur ekki bara að íslendingum; hún gerir okkur að mönnum. Hún gerir okkur að heimsþegnum, sem ber skylda til að leggja sem mestan skerftil stöðugra framfara manns- andans. Þetta hlutskipti höfum við þegið í arf frá gengnum kynslóðum til þessa dags. Það hefur löngum verið talið að skerfur okkar til menningarsamfélags þjóðanna hafi fyrst og síðast verið fornar bókmenntir okkar og sá víðfeðmi skáldskapur og þjóðlifslýsingar, sem þær hafa að geyma og ekki hafa varðveist með öðrum þjóðum. Þá vilja oft gleymast margvíslegir gimsteinar orðsins, semjrá öld til aldar hefur geíslað af á Islandi. Og þá vill líka gleymast að með hverri kynslóð voru uppi menn á íslandi, sem gerðu menningarstrauma úr víðri veröld að sínum og færðu þjóð sinni að gjöf. Þeir bjuggu nýjum hugmyndum stakk ís- lenskra orða og léðu þeim þar með nýjan svip af landinu, sem við byggjum, og þeim lífskjörum, sem það býr okkur. Því hver þjóð tileinkar sér hugmyndir á sinn veg, og á þar með ný viðhorf við sömu lifshugsjón að gefa öðrum eins og heimsþegnum ber. Orðin eru kastalar okkar íslend- inga. í fámenni og fátækt týndum við aldrei manndómi okkar. Við gleymdum aldrei að setja í orð — hinn eina varanlega efnivið sem við eigum — allan hag okkar og alla hugsun. Einmitt þess vegna hefur okkur reynst svo létt verk að skapa okkur fjölskrúðuga nútíma- menningu. Menning hverrar þjóð- ar er harpa með þúsund strengj- um. Okkar menning, sem lengi var fábreytt, á nú hljóma hörpunnar allrar: ríka myndlist, heillandi tónlist og leiklist og mikla skáldlist ekki síður en hugmyndaríka verk- menningu. En hvað höfum við að segja okkur sjálfum um mannlega veik- leika okkar, sem við neitum af nokkru stolti að bera á torg? Við lifum á erfiðum tímum, víst er um það, og verðum að gera okkur Ijósa þá ábyrgð, sem við hljótum að axla í samtíðinni til að búa í haginn fyrir framtíðina. Niðjar okkar, sem nú lifum manndómsár okkar, eiga tilkall til að við séum þeim til fyrirmyndar, án þess að við heft- i I Ræða hr. Sigurbjörns Einarssonar i biskups í Dómkirkjunni „Fara mun ég, ef þú fer með mér“. Svo féllu orð á örlaga- stund. Segir frá því í 4. kap. Dómarabókar. Það rit heilagrar Ritningar heitir svo vegna þess, að þar er það tímabil til frásagnar, þegar þeir menn voru kallaðir dómarar, sem kjörnir voru höfðingjar fyrir þjóðinni. Debóra var sá þjóðhöfðingi um I þessar mundir. Það er ekki víst, að ‘ nafnið sé svo gagnsætt eða að biblíusögurnar séu öllum svo í minni fastar, að það sé þeim augljóst, að Debóra var kona. Þrír höfðu verið dómarar í ísrael á undan henni. Nú var það hún, sem hafði mestan veg og stærst- an vanda meðal landa sinna. Ekki er ég hér að bera neitt saman, * enga ósambærilega hluti, * hvorki tíma, þjóðir, menn eða aðstæður. En án alls samjafnaðar má rifja þetta upp, Debóra hét j höfðingi smárrar þjóðar og var kona. Sumir hér fræddust um þetta í barnaskóla. Öðrum kann að koma það á óvart. Mun hvoruga saka, þótt nefnt sé. Nú stóð svo á í landi Debóru, Í að hún þurfti að kveðja menn til vopna til þess að hrinda ánauðar- oki af þjóðinni. Og sá maður, sem hún bauð að safna liði og stýra því út í mikla raun og tvísýnu, sagði þetta: „Fara mun ég, ef þú fer með mér“. Það eru fyrna margar aldir síðan þetta gerðist. Vér teljum ekki, að konur hafi notið mikillar tiltrúar til forustustarfa né haft aðstöðu til þess að beita sér á almennum vettvangi i þann tíma og þvi landi, né i annan tima og með öðru fólki heldur á liðnum öldum. Vitaskuld er þetta rétt. En þó er það staðreynd, að til og frá í Biblíunni koma konur við sögu, skörulega stundum, minni- lega oft. Af því er allmikil saga, sem verður ekki rakin hér. Taka má eftir því, að nokkrar þessara kvenna mæltu ljóð af munni fram eða sungu þau stef á hæstu stundum, sem festust í minni og geymast í helgum ritum. Fremst þar í flokki er sú kona, sem mest er blessuð meðal kvenna, María frá Nazaret. Þegar háskinn var hjá og friður orðinn, hafði Debóra for- sögu fyrir siguróði. Hann hefst svo: „Að foringjar veittu forustu í ísrael, að fólkið kom sjálfvilj- Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson óskar Vigdísi Finnbogadóttur forseta til hamingju. Lj*.m. ói.k.m. ugiega, fyrir það lofið Drottin. Heyrið, þér konungar, hlustið á, þér höfðingjar! Drottin vil ég vegsama, lofsyngja Drottni, ísraels Guði“. Ekki er þess að dyljast, að margt er framandlegt í orðafari þeirra hendinga, sem Debóra kvað með þjóð sinni. Þar heyrist bergmál frá hjartaslögum, sem hljóðnuðu fyrir meira en 30 öldum. En þó að fjarskinn sé mikill, þá blasir við mynd af þjóð sem eina háa og helga stund er einhuga og gagntekin af þökk fyrir það, að hún fær að vera til. Slíkar stundir eru dýrmætar í lífi þjóðar. Enginn maður er tignaður eða dýrkaður í Ijóðinu forna, engin mannleg dáð til himins hafin. „Drottinn steig ofan til hjálpar, Drottin vil ég vegsama". En það var vitrum mönnum ljóst þá sem nú, að örugg og traust forusta er þakkarefni og náðargjöf og nauðsyn hverri þjóð, og því meiri sem smærri er þjóðin. Debóra gleymdist ekki þjóð sinni, drengileg framganga hennar og gipta var í minnum höfð. Hún hlaut til þess Guðs fulltingi að gegna þeim vanda, sem henni var á herðar lagður. íslendingar þurfa vonandi aldrei að snúast við sams konar háska og þeir fornu menn, sem í þann tíma áttu líf sitt að verja. Án þess að vita það, voru þeir að berjast fyrir tilveru og fram- tíð þjóðar, sem ætlað var öðrum þjóðum meira hlutverk í sögu mannkyns. Þá voru herskáir tímar og róstursamir, þótt að vísu væru þeir ekki eins blóðugir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.