Morgunblaðið - 02.08.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
17
um þá í okkar viöjar. Sú kynslóö,
sem er aö kveðja, á tilkall til aö
vita, aö viö höfum veitt athygli
stórbrotnu framlagi hennar til
aukinna lífsgæöa í haröbýlu landi.
En erfiöleikarnir eru til aö takast
á viö þá af hugprýði, raunsæi og
sigurvissu. HefÖu fyrri tíma menn
ekki staðið af sér erfiöleika líöandi
stundar, stæöum viö ekki hér i
dag, frjáls til orös og æöis.
Frelsinu fylgir, aö hver og einn
veröur að lifa viö sannleik sinnar
samtiöar og taka afstööu til hans
hverju sinni. í margbrotnu mann-
lifi, þar sem engar tvær manneskj-
ur eru eins, er sannleikur þjóölifs-
ins síbreytilegur, því enginn hefur
höndlaö allan sannleika mannlegr-
ar hugsunar. ViÖ framgöngum i
trú og skoöun, og á þeim vegi er
dýpsta gryfjan sú vanahugsun,
sem tekur gagnrýnislaust viötekn-
um hugsunarhætti. Listir og vís-
indi hafa aldrei unaö viöteknum
hugmyndum, heldur leitaö þrot-
laust aö nýjum leiöum. Hvoru
tveggja eigum viö aö þakka lát-
lausa endumýjun og ótalin skref
fram á viö. ViÖ íslendingar erum
fámenn þjóö, og oröiö flýgur hratt
frá manni til manns. Því er okkur
leikur einn að vekja hvert annaö
til gagnrýnnar umhugsunar um
vandamál líöandi stundar. Þaö er
ekki ráöamanna einna aö leysa
þau, heldur okkar sjálfra, hvers og
eins.
En allt frelsi, jafnt frelsi þjóöa
sem einstaklinga, krefst aga. Agi
hvers einstaklings, i hugsun og
háttemi, getur aldrei leitt til
annars enfarsældar allrar þjóöar-
innar. Viö megum aldrei ganga
svo lengi á sjóöi, hvorki andlega né
veraldlega, aö ekkert sé lengur
eftir til að gefa. Viö höfum þegiö
góöar gjafir, frá fyrri kynslóöum
og öörum þjóöum. Mesta gæfa
okkar væri sú aö gefa ekki minna.
ViÖ göngum nú, íslendingar, í
Forseti íslands Vigdís Finnbof'ndóttir flytur rædu sína í Alþingishúsinu
í ffær. LjÓNm. ÓI.K.M.
fjóröa sinn í sögu lýöveldisins, til
samstarfs viö nýjan forseta ís-
lands. Forsetar okkar hafa til
þessa dags veriö farsælir í sam-
skiptum sínum viö þjóöina. ViÖ
geymum í minni viturleg orö
þeirra, sem oft hafa oröiö fleyg, og
þökkum þeim fyrir aö hafa rutt
ungu lýöveldi brautina meö mann-
kostum sínum og viömóti. ViÖ
minnumst meö þakklæti herra
Sveins Björnssonar og konu hans,
frú Georgíu Bjömsson og herra
Ásgeirs Ásgeirssonar og konu
hans, frú Dóru Þórhallsdóttur.
Fráfarandi forseta íslands, dr.
Kristjáni Eldjám og frú Halldóm
Ingóífsdóttur, vil ég fyrir hönd
íslendinga þakka fyrir aö hafa
áfram gert garöinn kunnan og
virtan, sem fyrirrennarar þeirra,
og fyrir þaÖ vinarþel sem ætíö
hefur af þeim stafað hvar sem þau
hafa fariö. Þaö er gott aö vita af
þeim meöal okkar meö svo sóma-
ríkan feril sem raun ber vitni.
Þeim munu ávallt fylgja óskir um
heillaríka daga.
Að lokum vildi ég minnast þess
manns, sem allir íslendingar
muna og þekkja eins og náinn
ættmann og fyrstur naut þess
heiöurs aö vera nefndur forseti af
þjóö sinni, Jóns SiyurÖssonar. í
byrjun þessa ágústmánaöar, í ein-
hverri mestu veðursæld sem kom iö
hefur yfir ísland, minnumst viö aö
Hrafnseyri viö Arnarfjörö hundr-
aö ára ártíöar hans. Líf hans og
starf fyrir land og þjóö verða
okkur alla daga hugstæö fyrir
þann skerf sem hann lagöi til
sjálfstæöis okkar og frelsis. Þó er
ennþá betra til þess aö vita, aö Jón
SigurÖsson var góöur íslendingur
af því að hann var mikill maöur.
Grafskrift hans vildi ég, aö allir
íslendingar geröu aö einkunnar-
orðum sínum, hvar sem þeir eru
staddir: aö vera ávallt sómi ís-
lands, sverð þess og skjöldur.
Forseta er falið að styrkja
sjálfsvirðingu þjóðarinnar
og tæplega grimmari en vorir.
Þjóðin varð að gangast undir
harða kosti til þess að bjarga lífi
sínu undan kúgun, frá tortímingu.
Þeirri baráttu, sem íslenska
þjóðin hefur orðið að heyja og
mun þurfa að heyja, er á annan
veg háttað. Henni mun vart
hætta búin af óvinum utan
landamæra, ef hún kann að vera
vinur sjálfrar sín í raun. Ef hún
kann rétt að meta og rækja kosti
sína en varast ókosti. Ef hún
kann að þakka gæfu sína í hollri
auðmýkt fyrir þeim Guði, sem gaf
henni einstætt land með dýrt
„hlutverk í höndunum fáu“.
Þar þarf valdar hendur, valda
menn í hverju rúmi, og einkum að
sjálfsögðu við stýrið, í lyftingu
sjálfri.
„Fara mun ég, ef þú fer með
mér“. Svo var sagt við Debóru.
Islenska þjóðin hefur kjörið
sér forseta. Áfangi í sögu lands-
ins er framundan. Og með niður-
stöðu þeirrar kosningar, sem
afstaðin er, hefur þjóðin sagt
við þá konu, sem tekur við
forsetaembætti í dag: Fara vil ég
með þér. Þann veg, sem nú er
framundan næst, vil ég fara
með þig í forsæti.
En ekki er það síður forset-
inn nýi, sem svo hugsar og mælir
til þjóðar sinnar. Hún þarf þess að
óska og mun þess biðja, að hún
megi vita og finna, að þjóðin er
að baki henni einhuga. Þess
þarfnast hver forseti Islands. Þess
þarfnast vort land. Það skilja
flestir, að þjóðarvitund hefur
styrk af því, að landsmenn líti
samhuga upp til forseta síns.
Þjóðleg samkennd á þar eina af
stoðum sínum. Forsetastaðan
er æðsta ytra tákn og áminning
þess, að vér eigum eitt land allir,
land, sem er og á að verða
frjálst. Og forseta er falið það
stóra hlutskipti að styrkja með
persónu sinni heilbrigða sjálfsvit-
und og sjálfsvirðingu þjóðarinn-
ar. Honum er ætlað að styðja
rökin fyrir þvi með sjálfum oss
og í augum annarra, að vér, fáir og
smáir, höfum til þess burði og
þroska, rísum undir því með
fullri sæmd, að vera fullveðja
þjóð.
Það eru jafnan tímamót,
þegar nýr forseti lýðveldisins
tekur við embætti. Vér hugsum
með virðingu og heilli þökk til
fráfarandi forseta, og þeirra
annarra, sem hafa skipað þessa
stöðu í landi hér hingað til. Vér
biðjum Guð og treystum Guði til
þess að sama gipta fylgi for-
setadómi á íslandi áfram alla
stund. Til þess vilja allir lands-
menn leggja sitt fram, sína
hollustu og skilning, sitt hlýja
þel og fyrirbæn. Forsetaskiptin
eru að því leyti sérleg tímamót að
þessu sinni, að það er kona, sem
við tekur. Þess skal hún hvorki
njóta né gjalda. Hún er maður.
Sjálf hefur Vigdís Finnbogadóttir
réttilega minnt á það, að ís-
lenska orðið maður tekur til
beggja kynja jafnt. Mennsk vera
er hvorki starfskraftur né önnur
ónefna eða ónáttúra, heldur
blátt áfram maður. Sú mann-
eskja, sem Guð skapaði í sinni
mynd, er karl og kona. Vilji Guðs
og tilgangur hans hefur hjúpast
á margan veg í meðförum
syndugra manna og mun svo
verða meðan heimur stendur, þar
til hið fullkomna kemur og það
líður undir lok, sem er í molum
og brestum lýtt og lamað. En
það skal ekki dylja þann sannleik,
að skaparinn hefur markað
grunn og stefnu mannlegs lífs
og að þá horfir vel, þegar
eitthvað miðar í átt við það, sem
hann vill. Og eitt af því, sem
ótvírætt stefnir rétt, er það,
þegar aðstæður, hverjar sem
eru, fá ekki að hindra neinn í
því að njóta sín og koma sér við í
lífinu, þegar hvorki stétt eða
kynferði né efnahagur stendur í
vegi fyrir því, að menn geti
neytt hæfileika sinna og beitt
sér í lífinu á þann veg sem hneigð
og hæfni vísar til.
Jesús Kristur hefur látið
eftir fyrirmynd og sagt til vegar
í hverju mikilvægu efni. Þess má
minnast, að meðal lærisveina
hans voru margar konur. Það
er svo áberandi, að í því meðal
annars verður engum trúarhöf-
undi til hans jafnað.
Nokkrar þær, sem hann hafði
í námi hjá sér á jarðlífsdögum,
fengu það hlutverk í kirkju hans
hinni eistu, sem engum öðrum
var trúað fyrir. Hann sagði:
„Hver sem gjörir vilja föður
míns á himnum, hann er bróðir
minn og systir og rnóðir". Og
postuli hans, Páll, skrifar:
„Hér er ekki gyðingur né grísk-
ur, hér er ekki þræll né frjáls
maður, hér er ekki karl né kona,
því að þér eruð allir einn
maður í samfélaginu við Krist'
Jesú“. Það var líka kona, sem varð
fyrstur lærisveinn Jesú í Evrópu
og vakti með Páli til lífs og
stýrði til þroska fyrsta söfnuði
kristinna manna í álfunni.
„Fara mun ég, ef þú fer með
mér“. Framundan er samfylgd
þjóðar og forseta, hafin í gagn-
kvæmu trausti. Verði hún báð-
um gæfa.
Förin er hafin í kirkju. í því
er játning fólgin. Hér er það
Jesús Kristur og hans heilagi Guð
og faðir, sem vér leitum og
lútum og biðjum að vera með í
för. Þess biður þjóðin með for-
seta sínum, að Kristur hinn sterki,
kóngur allra lýða, leiði oss
brautina fram, stýri hugsun,
viti og vilja, verndi, helgi og
blessi hvert spor á vegi íslenskrar
þjóðar um aldur.
Fyrsti og eini ríkisstjóri ís-
lands, sá er og varð fyrsti
forsetinn, tók svo við starfi, að
hann bað Guð að gefa sér
kærleika og auðmýkt, svo að
þjónusta hans mætti verða ís-
landi og íslensku þjóðinni til góðs.
Vaki sú bæn með hverjum þeim,
sem íslandi ann. Gæti hver sín
og Guð vor allra.