Morgunblaðið - 02.08.1980, Page 27

Morgunblaðið - 02.08.1980, Page 27
ólafur M. Jóhannesson MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 27 myndar Kveðja til Svar til Elínar Benediktsdóttur Ég þakka þér fyrir greinarkorn- ið, Elín. Til þess var grein mín skrifuð að hún vekti umræður. Ég varð alveg hissa þegar ég sá ljósmyndina af þér sem fylgdi greinarkorninu. Hafði einhvern- veginn ímyndað mér að þú litir allt öðru vísi út eftir að hafa lesið textann daginn áður, myndlausan. Svona getur ein mynd sagt meir en þúsund orð. Ég nennti nú ekki að telja orðin í texta þínum en þau virðast því miður flest byggjast á misskilningi, sem ég hirði ekki um að leiðrétta af ótta við að þú skrifir aðra grein, byggða á mis- skilningi á útskýringum mínum. Eitt vil ég þó leiðrétta og það snarlega. Mér virðist þú gefa í skyn í greinarkorninu að ég sé „ ... fylgjandi trumbuslætti and- setinna afríkunegra ... frá morgni til kvölds". Sé sem sagt andstæðingur tónlistar klassískr- ar ættar og þeirrar sem kemur úr smiðju yngri, alvarlegra tón- skálda. Nei, Elín, ég vil veg þessarar tónlistar sem mestan og þá sérstaklega að stutt sé við ólafur M. Jóhannesson. bakið á ungum íslenskum tón- skáldum með öilum ráðum. En þau lifa ekki án almennings í landinu. í grundvallaratriðum fjallaði grein mín um samskipti almennings í landinu við Ríkisút- varpið, á tónlistarsviðinu. Fjöldi lesendabréfa i blöð og pósthólfs- þátt Ríkisútvarpsins fyrr á árum svo og kannanir hafa sýnt að almenningur er ekki ánægður með þessi samskipti hvað varðar klass- íska tónlist. Ég álít því að ég tali hér hiklaust fyrir munn meiri- hluta þjóðarinnar. Það er svo mín persónulega skoðun að við heftum framgang klassískrar tónlistar og tónlistar yngri tónskálda með því að útvarpa slíkri músik í grið og erg á háannatíma. Ég tel að við stuðlum að framgangi þessarar tónlistar með því að hljóðvarpa henni á næðisstundum. Mér sýnist, Elín, greinarkorn þitt og sá misskilningur sem þar birtist ýta undir hlustun annarrar útvarpsstöðvar sem starfrækt er hér á landi, hver veit nema hann verði til þess að sá ótti sem þú hefir lengi alið með þér verði að veruleika og þú heyrir „ ... frumskóginn öskra ... úr hverju einasta viðtæki frá morgni til kvölds". Kær kveðja og þar með lokaorð mín í þessu máli. Hrafn Sæmundsson: Að lítilli hugmynd verði fylgt eftir í haust Þann 28. júni sl. skrifaði ég örstutta grein um litla hugmynd hér í Morgunblaðið. Nú hef ég, að gefnu tilefni, sannfærst um það, að þessi litla hugmynd getur hæglega vaxið og stækkað ef rétt er á haldið. Hugmyndin var sú, að setja málefni aldraðra og fatlaðra inn á námsskrá framhaldsskólanna. Að það yrði metið inn í námsefni framhaldsskólanna í sálar- og félagsfræðikennslu, að aðstoða fatlaða og aldraða við að halda félagslegum tengslum í þjóðfélag- inu. Ég er orðinn, vegna umræðna um málið, sannfærður um að þessi hugmynd er vel framkvæmanleg og gæti orðið nokkuð snar þáttur í skólastarfi framhaldsskólanna. Hún myndi auk þess verða kær- komið tækifæri fyrir þetta skóla- stig til að tengjast raunveruleika þjóðfélagsins og koma nemendum í samband við þá þætti þjóðlífsins, sem alltaf verða fyrir hendi, hvað sem annars gerist í þróuninni. Ekki sist ættu skólamenn hér á Stórreykjavíkurstæðinu að huga í alvöru að þessari hugmynd. Hér í Reykjavík eru 10% allra íbúanna ellilífeyrisþegar. Fatlaðir eru ekki eins afmörkuð tala, en trúlega gætu þeir verið að jafnaði um 5% af heildaríbúafjöldanum. Þessar staðreyndir segja svo mikla sögu að ekki verður fram hjá henni gengið. Malefni aldr- aðra og öryrkja eru orðin eitt af stærstu og vandamestu málefnum þjóðfélagsins. Fram hjá þessum staðreyndum verður sem sagt ekki gengið. Og málefnið skiptist í tvær höfuð- greinar. Annarsvegar hina fjár- hagslegu. Hinsvegar siðferðilegu hliðina. Ég er hér að reifa hugsanlegar úrbætur á hinni siðferðilegu hlið málsins. Þá hlið er hægt að setja inn í núverandi kerfi að nokkru leyti, eins og sú hugmynd bendir á sem ég hef viðrað hér í Morgun- blaðinu. Þennan mannlega þátt málsins verður aldrej hægt að leysa einhliða með fjármagni, jafnvel þó að það væri fyrir hendi. Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á fjölskyldunni undan- farna áratugi, hafa tengsl ungs fólks og hinna öldruðu losnað. Núverandi kjarnafjölskylda gerir ekki ráð fyrir svipuðum tengslum, hvorki í innri gerð eða húsakynn- um, milli kynslóðanna, og voru nokkuð ráðandi í þeirri fjölskyldu sem var uppistaðan í bændaþjóð- félaginu gamla, sem leið undir lok að mestu leyti um og upp úr siðari heimsstyrjöld. Til að sameina kynslóðirnar aftur verður þvi að leita nýrra leiða. Ein þeirra er hugsanlega sú sem ég er að benda á. Ég held að þetta sé ískalt raunsæi. Sú leið, sem ég bendi á, er að visu svolítið ópersónulegri en hin gömlu ættartengsl voru. Hitt sýn- ist mér ljóst, þrátt fyrir það, að þessi leið sé vel fær og gæti í framkvæmd bundið kynslóðirnar nokkuð hliðstæðum tilfinninga- legum böndum og tengsl ömmunn- ar og afans við barnabörnin gerðu áður. Mér er nær að halda að þessi hugmynd sé nokkuð rökrétt fram- hald og samsvari á raunsæjan hátt þróuninni. Eins og ég hef oft drepið á áður, þá eru margir aldraðir vel settir. Stór hluti aldraðra býr við góðar aðstæður eða sæmilegar í efna- hagslegu tilliti. Hinir eru hinsveg- ar ótrúlega margir sem búa við þröngan kost og þeir eru þó miklu fleiri sem búa í meira og minna félagslegri einangrun. Félagslegt samneyti verður sem sagt ekki alltaf keypt nema að óverulegu leyti fyrir peninga. Það er vegna þessara staðreynda sem það er svo mikil nauðsyn nú að rjúfa ein- angrun gamla fólksins eftir öðrum leiðum. Þessi sömu rök koma einnig í sjónmál hvað fatlað fólk áhrærir. Fatlað fólk og aldraðir eiga afar marga hluti sameiginlega. í sum- um tilvikum er fatlað fólk þó sínu ver sett. Fatlað fólk er í mörgum tilvikum fangar í þjóðfélaginu. Margt fatlað fólk er algjörlega heilbrigt, með oft á tíðum óveru- lega skerta starfsorku, sem haldið er í skefjum með hindrunum i umhverfinu, með ytri hindrunum að komast til vinnu og ótrúlega lífseigum fordómum um að fatiað- ir séu verri starfskraftar en aðrir. Fyrir utan þetta hefur fatlað fólk svo einnig ákaflega lík félags- leg vandamál við að glima og aldrað fólk. Það er oft á tíðum einangrað í félags- og menningar- lífinu, vegna þess einfaldlega að það kemst ekki leiðar sinnar án einhverrar uppörvunar og aðstoð- ar. Vegna allra þessara staðreynda, held ég enn á lofti hugmyndinni um að unga fólkið okkar í skólun- um komi þarna inn í dæmið og vinni þetta nauðsynlega og ánægju- lega verk. Ég er sannfærður um að allir myndu græða á þessu. Og ég vil eindregið hvetja skólamenn og skóla- og félagsmálayfirvöld til að hefja þegar í haust tilraunir með þennan nýja þátt í skólastarfinu. Hrafn Sæmundsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI (iLYSINCÍA- SÍMINN EK: 22480 Þegar teygja þarf hanskana Það má teygja dálítið og stækka skinn- hanska með því, að rúlla þeim innan í rakt handklæði og láta liggja um stund. Ef síðan er farið í hanskana eiga þeir auðveldlega að teygjast og laga sig eftir hendinni. I stað ermabrettis Enn eru til flíkur, sem þarf að hand- strauja, þó allskonar straufrí efni séu nú mikið notuð. Ermabretti þóttu áður mjög nauðsynleg við frágang á þvotti, þ.e. þegar strauja þurfti ermar á skyrtum og blússum. En í staðinn fyrir ermabretti, sem er sjálfsagt ekki til á hverju heimili lengur, má notast við annað, þegar strauja á ermarnar á spariblússunni. Á myndinni, sem hér fylgir með, má sjá, hvernig upprúllað þykkt handklæði kemur í stað ermabrettis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.