Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
BRETLAND
Stórar plötur
1 1 THEGAME ....................... Queen
2 2 EMOTIONAL RESCUE ........ Rolling Stones
3 7 XANADU ............ Olivia Newton John &
Electric Light Orchestra
4 3 DEEPEST PURPLE ........... Deep Purple
5 4 FLESH & BLOOD ............. Roxy Music
6 - SEARCHING FOR THE
YOUNG REBELS .... Dexy’s Midnigt Runners
7 - GIVE ME THE NIGHT ....... George Benson
8 6 UPRISING ....... Bob Marley & The Wailers
9 — OF THE WALL ............ Michael Jackson
10 9 ME MYSELF I .......... Joan Armatrading
Litlar plötur
1 2 USE IT UP AND WEAR IT OUT ...... Odyssey
2 1 XANADU ............. Olivia Newton John &
Electric Light Orchestra
3 10 MORE THAN I CAN SAY ........... Leo Sayer
4 3 JUMP TO THE BEAT .......... Stacy Lattisaw
5 5 COULD YOU BE LOVED ........ Bob Marley &
The Wailers
6 4 CUPID/I’VE LOVED YOU FOR
A LONG TIME ............. Detroit Spinners
7 7 BABOOSKHA .................... Kate Bush
8 - UPSIDE DOWN ................... Diana Ross
9 - EMOTIONAL RESCUE ........... Rolling Stones
10 6 MY WAY OF THINKING/
I THINK IT’S GOING TO RAIN ....... UB40
BANDARÍKIN
Stórar plötur
1 1 EMOTIONAL RESCUE ......... Rolling Stones
2 3 GLASS HOUSES .................. Billy Joel
3 9 HOLD OUT ............... Jackson Browne
4 4 THE EMPIRE STRIKES BACK
Kvikmyndatónlist
5 8 URBAN COWBOY ........ Kvikmyndatónlist
6 - THEGAME ........................ Queen
7 5 EMPTY GLASS ............ Pete Townshend
8 7 HEROES ..................... Commodores
9 — DIANA ...................... Diana Ross
10 10 McCARTNEY II ........... Paul McCartney
Litlar plötur
1 2 MAGIC ................ Olivia Newton John
2 1 IT’S STILL ROCK N ROLL TO ME .... Billy Joel
3 3 LITTLE JEANNIE ............. Elton John
4 4 CUPID/I’VE LOVED YOU
FOR A LONG TIME .............. Spinners
5 5 SHINING STAR ............... Manhattans
6 9 TAKE YOUR TIME ............. S.O.S. Band
7 6 COMING UP
(Live in Glasgow) . Paul McCartney & Wings
8 8 TIRED OF TOEING THE LINE . Rocky Burnette
9 - EMOTIONAL RESCUE .......... Rolling Stones
10 — SAILING ................ Christopher Cross
Jazz piötur
1 2 RHAPSODY & BLUES ............ Crusaders
2 1 THIS TIME ................... Al Jarreau
3 3 H ........................... BobJames
4 4 CATCHING THE SUN ............ Spyro Gyra
5 5 WIZARD ISLAND ......... Jeff Lorber Fusion
6 7 HIDEAWAY ................. David Sanborn
7 6 ROCK PEBBLES & SAND ...... Stanley Clarke
8 10 SPLENDIDO HOTEL ............ Al DeMeola
9 9 MONSTER ................. Herbie Hancock
10 8 A BRAZILIAN LOVE AFFAIR ... George Duke
„KVEOJUSTUND"
Upplyfting
(SG hljómplötur SG 132) 1980
Flytjendur:
Upplyfting: Magnús Stefáns-
son: Songur og bassagítar/ Sig-
urður V. Dagbjartsson: Gitar,
söngur, hijómborð og bazouki/
Ingimar Jónsson: Trommur/
Kristján B. Snorrason: Söngur og
hljómborð/ Birgir S. Jóhanns-
son: Gitar./ Auk þessu eru: Hauk-
ur Ingibergsson: Söngur, gitar
pianó og raddir/ Kristján
Oskarsson: Hljómborð/ Magnús
Baldursson: Alt saxófón/ Láren-
tinus Kristjánsson: Trompet/
Ingibjörg Vagnsdóttir: Kven-
raddir/ Gústaf Guðmundsson:
Synth trommur.
Stjórn upptöku: Jóhann G. Jó-
hannsson.
Tæknimaður: Sigurður Árna-
son (Tóntækni).
- O -
Það er staðreynd að erfitt hefur
verið fyrir óþekkta tónlistarmenn
að komast á plötu. Bæði það að
markaðurinn hérlendis virðist
mettur af þeim sem þegar hafa
komist á plötu og plötur yfirleitt
ekki gefnar út nema með þeim
sem hafa gert það gott. Undanfar-
ið hefur verið reynt að berjast
gegn þessari þróun og má þar
nefna plötu Bubba Morthens, Tív-
olí og svo nú Upplyftingu. Upp-
lyfting fyllir þó ekki upp í neitt
tómarúm hvað tónlistina snertir
heldur bætast við í hóp þeirra sem
hafa ráðið stefnu í íslenskri tón-
list. Jóhann G. Jóhannsson á til
dæmis afar mikið anda plötunnar,
hans lög eru fjögur á plötunni og
flutt í hans stíl, það er lag í stíl
Björgvins og Brimklóar, Spilverks
þjóðanna og Ljósanna í bænum
svo nokkuð sé nefnt. En þeir gera
þetta vel og platan kemur vel út í
heildina og er nokkuð áheyrileg.
Söngur þeirra Sigurðar, Snorra
og Kristjáns er á við það besta
sem heyrst hefur á plötum hér og
Haukur Ingibergsson, sem syngur
tvö laganna, syngur með sínum
sérstaka stíl.
Hljóðfæraleikur er allur eins og
hann á að vera, og jafnvel fjöl-
breyttari en gengur og gerist.
Gítarleikur Sigurðar er sérstak-
lega skemmtilegur. Þess má geta
að síðasta lagið, „Angan vor-
draumsins", er samið af Sigurði,
en það minnir óneitanlega mjög
mikið á Santana, og er nokkuð
fallegt.
Lög Jóhanns eru öll í hans
þekkta stíl, en tvö laganna eru
líklega þau bestu á plötu, allavega
til vinsælda. Það eru lögin „Finn-
urðu hamingju" og „Traustur vin-
ur“. Magnús syngur bæði lögin, en
þó með rödd Jóhanns, lögin þannig
að þau rugla nokkuð ímynd hljóm-
sveitarinnr og setja stíl hennar
ekki skýr mörk.
Upplyfting er hljómsveit sem
spilar á dansleikjum og þar af
leiðandi eiga að vera á plötunni
nokkur hress og lífleg danslög.
Þeir bregðast ekki því hlutverki
því á plötunni eru 4 lög sem geta
flokkast undir lífleg danslög,
„Mótorhjól" og „Dansað við mána-
skin“ sem eru í diskóstíl, bæði
eftir Sigurð (auk annarra) og svo
eru lög Hauks Ingibergssonar,
„Langsigling" og „Upplyfting", en
það eru lögin sem Haukur syngur
sjálfur.
Falleg róleg lög eru „Kveðju-
stund“, „Vor í lofti“ og „Útrás".
Þessi lög hafa öll sínar sterku
hliðar. „Vor í lofti“ minnir nokkuð
á lög og söng Sigurðar Bjólu
Garðarssonar í Spilverki þjóð-
anna. „Útrás“ minnir aftur á móti
á Björgvin Halldórsson. Þrátt
fyrir allar samlíkingar er hér á
ferðinni ágætisplata sem stendur
fyrir sínu. Tónlistin er fjölbreytt,
vel flutt, og síðast en ekki síst,
Jóhanni hefur tekist ágætlega upp
í stöðu upptökustjóra því margar
af hugmyndum hans falla hér vel
inn í heildina.
HIA.
„ME MYSELF lu
Joan Armatrading
(A&M)
Joan Armatrading hefur hald-
ið vinsældum I Bretlandi um
nokkurra ára skeið og nýjasta
plata hennar, „Me Myself I“,
virðist ætla að verða sú vinsæl-
asta. Joan syngur um ástir sínar
og Hfsreynslu og skoðanir á
daglegum hlutum á afskaplega
einfaldan og venjulegan hátt sem
virðist falla i góðan jarðveg. Hún
hefur nokkuð karlmannalega
rödd af kvenmanni að vera, en
notar hana nokkuð vel. Aðeins
fjórar plötur eru komnar á und-
an þessari, “Whatever’s for Ús“,
„Back to the Night“, „Joan
Armatrading“ og „Back to Zero“.
Tónlist hennar hefur fram að
þessu verið að mestu órafmögn-
uð, það er lágvær og gerð fyrir
ljúft undirspil.
En á þessari plötu kemur rokkið
upp á yfirborðið. Bestu lögin á
þessari plötu eru t.d. nokkuð
rokkuð, „Me Myself I“, „Me Ma
Beach“ og „All the Way from
America".
Armatrading hefur löngum átt
fylgi hljóðfæraleikara að fagna og
verið eftirlæti þeirra, enda lítil
vandræði verið hjá henni að fá
hæfa hljóðfæraleikara.
Á „Me Myself 1“ leika t.d. Chris
Spedding (gtr), Will Lee (bs),
Danny Federici (orgel), Clarence
Clemons (sx) og frábær trommu-
leikari Anton Fig.
Auk rokksins sem er áberandi á
plötunni eru reggae taktar í
nokkrum laganna, og tekst vel í
laginu „Feeling in My Heart for
You“.
Platan hefur verið á „fóninum"
undanfarnar tvær vikur.e n hvort
hún er það meistaraverk sem aðrir
telja hana þori ég ekki að fullyrða,
en þægileg og veldur ekki neinni
truflun!
HIA.
„SÖNN ÁST“
Björgvin Halldórsson & fl.
(Steinar plat 502) 1980
Flytjendur:
Björgvin Halldórsson: Söng-
ur/Gunnar Þórðarson: Gítar/
Magnús Eiríksson: Gitar/Pálmi
Gunnarsson: Bassagítar/Sigurð-
ur Karlsson: Trommur/Heigi
Guðmundsson: Munnharpa.
„Sönn ást“ er eitt af fallegri
lögum Magnúsar Eiríkssonar og
sungið af fagmanni og spilað og
útsett á góðan hátt. Þar fyrir utan
er Magnús orðinn einn skemmti-
legasti textasmiður okkar og tekst
mjög vel í þessum texta.
Af einfaldari lögum Magnúsar
er lagið í flokki með „Ég er á
leiðinni" nema hvað þetta lag
hefur meira að bera en það.
Gítarleikurinn í laginu er líka
stílhreinn og fagmannlegur.
„Sönn ást“ er þegar orðið vin-
sælt, og á vinsældirnar skilið.
Stefin á bakhliðinni sem eru eftir
Gunnar Þórðarson eru eins og
heitin benda til (Reykjavíkurstef
og Sveitastef) lagstúfar. Þau eru
einföld og fyrst og fremst gerð
sem bakgrunnstónlist í kvikmynd.
Seinna stefið er þó mun áheyri-
legra eitt sér, en það heitir
Sveitastef. Minnir það nokkuð á
tónlist þá sem Bob Dylan gerði
fyrir kvikmyndina „Pat Garrett &
Billy The Kid“.
HIA.
ROXY MUSIC
+ FLESH & BLOOD +
(Polydor)
ÞAÐ hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan fyrsta plata Roxy
Music gerði hálfgerða byltingu i
tónlÍHtarheiminum, fyrir ná-
kvæmlega átta árum.
Lögin, flutningurinn og söng-
ur Bryan Ferrys þótti mjög
framandi en um leið mjög heill-
andi og framkoma hljómsveitar-
innar vakti afar mikla athygli á
sinum tima.