Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 37

Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 37 • Hárin risu á pabba Steíánsdætur skrifa: „Kæri Velvakandi. Það er orðið nokkuð langt síðan við höfum skrifað þér, en eftir að hafa lesið greinina um „eggjakorn og rækjutæjur" sáum við að tími var til kominn. Enginn á okkar. heimili þolir fúsk, enda var það einstaklega fjölskrúðugur orðaflaumur frá pabba (við gátum ekki betur séð en hárin væru þegar farin að rísa á höfði hans, það gerist alltaf í slíkum tilfellum), sem vakti at- hygli okkar á viðkomandi grein. Það skal tekið fram að þegar fúsk ber á góma þá er það yfirleitt ekki prenthæft sem pabbi segir fyrstu vikurnar á eftir, svo að við höldum að best sé að sleppa öllum athuga- semdum frá honum í þessu bréfi. Við sjáum hins vegar í anda viðkomandi okrara reyna að fá pabba til þess að greiða 10.550 krónur (við erum sjö) fyrir svikna okurvöru, sem er 3—4 munnbitar af formbrauði með mæjónes- klessu, skreyttri eggjakornum og rækjutægjum. • Hvaða sjúkdómur er þetta? Við skiljum ekki hvaða sjúk- dómur það er sem fær fólk til þess að leggjast svona lágt með slíku okri og fúski, og það fólk sem sættir sig við slíka meðferð. Er fólki virkilega sama þótt það sé haft að fíflum og okrarar hlæi að því? Vafalaust hefur okur ávallt verið til. En er þetta dæmi kennslustund sem kennir okkur að taka okur og svindl sem sjálfsagð- an hlut? Er ekki svolítið hæðið fyrir foreldra að reyna að kenna börnum sínum heiðarleika og muninn á réttu og röngu þegar þeir sjálfir bókstaflega virðast „rækta" okur og svindl í þjóðfélag- inu eins og dæmin sýna. Bestu kveðjur." Þessir hringdu . . . • Ónæði hjá öldruðum Stef. Jóh., Norðurbrún 1, hringdi og kvartaði undan ónæði vegna háreysti og boltaleikja barna fyrir utan elliheimitið. — í • Reykingabann á ökumenn E.S. hringdi og vildi koma þeirri hugmynd á framfæri að leitt yrði í lög að ökumönnum yrði bannað að reykja undir stýri. — Það hafa hlotist alvarleg slys af völdum reykinga ökumanna, svo að mér finnst engin goðgá að lögleiða slíkt bann. • Blekkjandi upplýsingar Jóhann Jakobsson hringdi og sagði að sér hefði brugðið í brún er hann las í Mbl. greinargerð frá fjármálaráðuneyti um dagpeninga ráðherra á ferðalögum erlendis. Þar kom fram að ráðherrar fengju 20% hærri dagpeningagreiðslur en aðrir embættismenn — en að vísu fengju þeir að auki greiddan allan hótelkostnað. Hvaða til- gangi þjónar svona málflutning- ur? Hann á augsýnilega að blekkja almenning. í dagpen- ingagreiðslum embættismanna er innifalinn hótelkostnaður, þ.e.a.s. þeir verða að greiða allan kostnað af dagpeningum sínum, þ.m.t. hótelkostnað, sem er verulegur hluti ferðakostnaðar. Það liggur því í augum uppi að dagpen- ingagreiðslur til ráðherra eru því miklu meiri en 20% hærri en til annarra embættismanna vegna ferðalaga erlendis. Mér finnst ósæmilegt að vera með svona blekkingar. Æskan, aflahæsti humarbáturinn. Ljósmynd Mbl. Einar. Humarvcrtíð lokið á Ilöfn: Æskan aflahæst eins og endranær Höfn, 31. jiilf. OUMARVERTÍÐINNI lauk í gær, 30. júlí, hér á Höfn. Alls bárust á land rúmlega 194 tonn af slitnum humri. og er þetta ein betri vertiðin frá upphafi ef ekki sú bezta, ef miðað er við vertið- artimann, en þessari vertið lauk óvenjulega snemma. Humarvertíðin í ár hófst 27. maí sl. og stóð þar til í gær, eins og áður sagði. Framan af vertíð var humarinn frekar smár, en fór siðan stækkandi þegar leið á vertíðina og hefur humarinn verið þokkalega vænn til loka vertíðar. Stærsti löndunardagurinn var 6. júní sl., en þá báruzt á land rúmlega 12,5 tonn. Veðráttan á vertíðinni var mjög góð, nema hvað veður hamlaði nokkuð veið- um í upphafi vertíðar í örfáa daga, og má segja ða humarsjómenn séu vel búnir að vinna fyrir hlut sínum, eins og endra nær og sem næst sleitulaust hefur verið róið. Aflahæsti báturinn á þessari vertíð er Æskan SF 140, en þetta er í fjórða sinn í röð, sem hún er aflahæsti báturinn á humarvertíð. Afli Æskunnar á þessari vertíð var 21.689 kíló og að sögn skip- verja mun aflaverðmæti vera um 70 milljónir króna og hásetahlut- urinn um 4—4,5 milljónir króna fyrir úthaldið. Þó þetta virðist mikil upphæð liggur óvenjulega mikil vinna þar að baki. Þá má geta þess að Æskan er einnig aflahæsti báturinn á landinu. Skipstjóri er Björn L. Jónsson. Annar hæsti humarbáturinn er Hvanney SF 51 með 16.407 kíló og þriðji í röðinni er Steinunn SF 10 með 16.377 kíló og munar því aðeins um 30 kílóum á öðrum og þriðja bát. Aðrir bátar hér á Höfn eru með 9—15 þús. tonn að meðaltali. Að lokum má geta þess að flestir bátanna fara að gera klárt fyrir síldveiðarnar, sem hefjast 20. ágúst og að sögn eins skipstjórans hér á Höfn er ekki ólíklegt að síldin verði stærri í upphafi síldarvertíðar en oft áður. Hann færði þau rök fyrir þessu, að óvenjulega mikil hlýindi í sjónum að undaförnu gætu haft þetta í för með sér. Fjórir bátar héðan munu fara á fiskitroll fram að síldar- veiðum. — Einar. allt sumar höfum við vaknað upp við ólætin í börnunum á kvöldin, og þá er það svo með okkur gamla fólkið að við verðum andvaka jafnvel fram eftir nóttum. Á miðvikudagskvöldið komu hingað stálpaðir unglingar og ólmuðust með bolta á húsinu svo ekki fékkst stundlegur friður. Er ekki hægt að gera eitthvað til að við gamla fólkið hérna í Norðurbrún fáum notið friðar þegar degi hallar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Úkraínska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Chervonov, sem hafði hvítt og átti leik, og Dumansky 17. He8+! - Kxe8, 18. De3+ - kf8, 19. Dxh6+ — I)xh6, 20. Bxh6+ - Ke8, (Eða 20. ... Kg8, 21. Hel) 21. Hel+ - Be7, 22. Hxe7+ — Kd8,23. Bxf7 og svartur gafst upp því að eftir 23.... d6 24. Bg7 fær hann ekki einu sinni peð fyrir hrókinn. HÖGNI HREKKVÍSI SIGC-A V/öGA * \íLVZ9AU Frá lögreglunni: • Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í Reykjavik hefur beðið Morg- unhlaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borg- inni. Þeir, sem geta orðið lögregl- unni að liði við að upplýsa þessi mál svo að eigendur ökutækjanna fái tjón sitt bætt, eru beðnir að hafa samband við lögregluna i sima 10200. Föstudaginn 11. júlí var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-1764, sem er Daihatsu, rauð að lit, á móts við Pennann á Lauga- vegi. Átti sér stað þann 8. júlí frá kl. 22,00 til 00,30. Skemmd er á hægra afturaurbretti. Fimmtudaginn 17. júlí var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-62955, sem er Austin Mini, rauð að lit, fyrir framan Laugar- nesveg 37. Átti sér stað frá kl. 23,00 þann 16. júlí og fram til kl. 08,00 þann 17. júlí. Vinstri hurð er skemmd á bifr. Sunnudaginn 13. júlí s.l. var ekið á bifreiðina G-11433, sem er Mazda fólksbifreið, silfurgrá að lit á bifr.stæði við Regnbogann á Hverfisgötu. Vinstri hurð er skemmd á bifreiðinni. Átti sér stað frá kl. 15,00 til 17,00. í skemmdinni er gulur litur og væri hugsanlegt að tjónvaldur væri Citroen G.S. Fimmtudaginn 17. júlí var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-7915, sem er Chevrolet Nova gul að lit, á bifr.stæði við Miklubraut 50 Rvík. Skemmd er á hægri fram- og afturhurð. Hefur átt sér stað frá því á miðvikudagskvöld og fram á fimmtudagsmorgun þann 17. júlí. Laugardaginn 19. júlí var ekið á bifreiðina R-1879 sem er Sunbeam fólksbifr. en bifreiðin var gegnt Hörðalandi 20 Rvík. Skemmd er á hægra framaurbretti og er blár litur í skemmdinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.