Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 39

Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 i 39 • Coe HÍKraði Ovett i fyrsta sinn. Wessig með heims- met í hástökkinu GERD Wessig frá Austur-Þýska- landi setti í gær nýtt og glæsilegt heimsmet i hástökki á Olympiu- leikunum i Moskvu. Eftir geysi- lega harða keppni, þar sem Ólympiumetið féíl hvað eftir ann- að, féllu keppinautarnir loks úr og Wessig lyfti sér yfir 2,36 metra. Tveir félagar deildu með sér heimsmetinu sem féli, þeir Jacezc Wzola frá Póllandi og Dietmar Mogenburg frá Vestur- Þýskalandi. Var gamla metið 2,35 metrar. Hver keppandinn féll úr af öðrum allt þar til hæðin var komin í 2,31. Gamla Ólympíumet- ið var 2,30 metrar. Wessig, Wzola og Austur-Þjóðverjinn Jorg Frei- muth lyftu sér allir yfir 2,31 og var gamla metið þar með þrífallið. Wessig stökk síðan yfir 2,33 metra, en þá féllu Freimuth og Wzola úr keppni. Wessig gerði síðan tilraun við heimsmetið og gekk dæmið upp, hann fór yfir 2,36 metra. Wzola hreppti silfur- verðlaunin, þar sem hann felldi ekki eins oft og Þjóðverjinn Jorg Freimuth. Cierpinski vann mara- þonið annað árið í röð WALDEMAR Cierpinski frá Áustur-Þýskalandi sigraði i maraþonhlaupinu á ólympiuieik- unum i gær. Það gerði hann einnig á siðustu Ólympiuleikum og hafa aðeins tveir menn unnið það afrek að vinna tvö skipti i röð, Cierpinski nú, en áður hafði Abebe Bikila frá Eþiópiu leikið sama leikinn árin 1960 og 1964. Sigurtími Cierpinski var 2:11:2,41 klst. Gerard Nijdoer frá Hollandi varð annar á 2:11:20,0 og Setymkhul Dzhumanazarov frá Sovétríkjunum varð þriðji á 2:11:35,0 klukkustundum. Það varð því þunnur þrettándi hjá Lasse Viren sem ætlaði að vinna a.m.k. tvenn gullverðlaun á þessum leik- um. Hann sat eftir með sárt ennið og engan pening. Hann getur þó vel við unað þrátt fyrir allt, með fjóra peninga frá tveimur síðustu leikum. Yifter (t.h.) krækti enn i guli. — sigraði í hlaupinu — Ovett varð að láta sér lynda þriðja sætið. Straub varð annar SOVÉTMENN sigruðu í 4x400 metra boðhlaupi, bæði í karla- og kvcnnaflokki. í karlaflokki var tími sovésku sveitarinnar 3:01,1 mínútur. í öðru sæti varð sveit Austur-Þjóðverja á 3:01,3 minútum og þriðja varð sveit ítala á 3:04,3 minútum. 1 kvennaflokki var sigurtimi Rússanna 3:20,2 minútur. Aust- ur-Þjóðverjar voru hér einnig í öðru sæti á 3:20,4 og Bretland varð í þriðja sæti á 3:27,5 minút- um. SEBASTIAN Coe fékk uppreisn æru, er hann sigraði í 1500 metra hlaupinu á Olympiuleikunum i Moskvu i gærdag. Grét kappinn af gieði i lok hlaupsins, enda hafði hann orðið fyrir miklum vonbrigðum i 800 metra hlaup- inu, en i þvi sigraði helsti keppi- nautur hans Steve Ovett. Ovett gerði ekki betur en að hafna i þriðja sætinu að þessu sinni, Austur-Þjóðverjinn Jurgen Straub hafnaði mjög óvænt i öðru sæti. Talið var öruggt að þeir Coe og Ovett myndu taka bæði gullið og silfrið. Timi Coe var 3:38,4 sem er um 6 sekúndum lakari timi heldur en heimsmet hans og Ovetts. Tími Austur-Þjóðverjans Straub, var 3:38,8 og Ovett kom í mark á 3:39,0 minútum. Straub tók forystuna snemma í hlaupinu og hafði hana lengst af. Komu Coe og Ovett skammt á hæla hans og aldrei Iangt undan. Á síðustu beygjunni skaust Coe fram úr Straub og Ovett reyndi að fylgja eftir. Oft hefur verið talað um að Coe skorti keppnisskap, en að þessu sinni sýndi hann að það er fjarstæða, hann hélt forystunni til loka hlaupsins og Ovett komst ekki einu sinni fram hjá Straub. Þetta var í fyrsta skiptið sem þeir Ovett og Coe keppa saman í 1500 metra hlaupi þótt ótrúlegt sé. Aðeins tvisvar höfðu þeir att kappi í 800 metra hlaupi áður en til Moskvu kom, sem táningar í smámóti í Skotlandi. Og þetta var í fyrsta skiptið sem Coe tekst að sigra Ovett. Var vel við hæfi að þessir tveir risar millivegalengd- anna deildu með sér gullverðlaun- — Eþíópíubúinn smái sigraði í 5000 m. EÞÍÓPlUBÚINN smávaxni, Mir- uts Yifter, bætti öðrum gullverð- launum i safnið, er hann sigraði í 5000 metra hlaupinu á ólympíu- leikunum i Moskvu i gærdag. Yifter hafði áður sigrað í 10.000 metra hlaupinu. Yifter var ör- skammt á undan Tanzaniumann- inum Suleiman Nyambui í mark- ið. Háðu þeir mikla rimmu sem lauk með sigri Yifter. Tími sigur- vegarans var 13:21,0 mínútur, en tími Tanzaniumannsins var 13:21,6 minútur. Finninn Kaario Maaninka hreppti bronsverð- launin, hann hljóp á 13:22,0 minútum. Fjórði keppandinn mældist á 13:22,8 minútum. en það var Eamon Coughland frá írlandi. Fimmti var Markus Riffel frá Sviss á 13:23,1 minútu og sjötti varð Dietmar Millonig frá Aust- urriki á 13:23,3 minútum. Tvö ný Rússagull um, en áður hafði Ovett sigrað í 800 metra hlaupi eins og áður er sagt. Fjórði í 1500 metra hlaupinu varð Andreas Busse frá Austur- • Ovett varð óvænt í þriðja sæti. Þýskalandi á 3:40,2, fimmti var Vittorio Fontanella frá Ítalíu á 3:40,4. Þriðji Bretinn í lokakeppn- inni var Stephen Cram, hann endaði í 8. sæti á 3:42,0. Yifter krækti í annað gull Coe var heldur betur með á nótunum í 1500 m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.