Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 40

Morgunblaðið - 02.08.1980, Side 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 B)er0unbl«tittk lÁ£ff/ Síminn á afgreiðslunm er 83033 |M«r0tmbInbie LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 Unnið að björgunar- og slökkvistörfum að Langholtsvegi 77 í gær. Lézt í eldsvoða ELDRI kona lét lifið þegar eldur kom upp i húsinu Lang- holtsvegur 77 í Rcykjavik i gærdag. Konan var 62ja ára gömul. Ekki er hægt að birta nafn hennar að svo stöddu. Eiginmaður konunnar var einn- ig i húsinu þegar eldurinn kom upp. Hann brenndist og liggur nú á Landspitalanum. Tilkynning um eldinn barst klukkan 17,30. Húsið Langholts- vegur 77 er forskallað timburhús. hæð og ris. Mikill eldur logaði í risinu þegar lögregla og slökkvi- lið komu á staðinn, en konan dvaldi í risinu. Maðurinn var hins vegar á neðri hæðinni. Þegar konan náðist út úr húsinu var hún látin. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins er óvíst um eldsupptök. Efri hæð hússins er stórskemmd og miklar skemmdir urðu einnig á neðri hæðinni af vatni og reyk. Ljóem. Mbl. RAX. Varúðar er þörf við Krossá og Hvanná FÆRÐ ER nú ekki sem best yfir árnar i Þórsmörk, Krossá og Hvanná, að þvi er lögreglan á Hvolsvelli tjáði blaðamanni Morgunblaðsins i gærkvöldi. Hitabylgjan undanfarna daga hefur aukið verulega vatnsmagnið í ánum, og þær hafa breytt sér nokkuð. Þó mun færðin vera að batna aftur, og ætti öllum tveggja drifa bílum að vera óhætt að leggja í árnar ef fyllstu varúðar er gætt, að sögn lögreglunnar. Lögreglumenn frá Hvolsvelli munu verða í Þórsmörk um helg- ina, til eftirlits og aðstoðar ef með þarf. Útlit fyrir hagstæð- ast veður á Vestfjörð- um og Norðurlandi VEÐUR verður að öllum líkind- um bærilegt viðast hvar um landið um versiunarmannaheig- ina, að þvi er Hafliði Jónsson, veðurfræðingur, hjá Veðurstofu tslands sagði i samtaii við blaðamann Morgunbiaðsins i gærkvöidi. Best verður veðrið að öllum likindum á Vestfjörðum og á Norðurlandi, en lakast á Aust- urlandi. A landsvæðinu frá Vík í Mýrdal og vestur um til Faxaflóa er gert ráð fyrir skúraveðri og skýjuðu veðri, en þurru inn á milli. A Vesturlandi er búist við skúraleið- ingum einnig, en þó taldi Hafliði að veður myndi þar fara batnandi eftir því sem liði á helgina og gæti jafnvel orðið ágætt veður í helg- arlokin. Á Vestfjörðum er búist við blíðskaparveðri, heiðríkju og hægviðri, svipað veður verður trú- lega á Norðurlandi vestra, en þó ef til vill meira skýjafar. Á Norður- landi eystra er einnig búist við blíðskaparveðri, skýjað með köfl- um en sólskin inn á milli. Aust- firðirnir verða aftur á móti að öllum líkindum þungbúnir, ein- hver rigning og hugsanlega súld á nóttunni. Hlýindi verða mest í sólskininu á Norðurlandi og á Vestfjörðum, en hvergi mjög kalt. Líklegt hita- stig er 10 til 15 stig sunnanlands og upp í 20 á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Ríkisstjórnin segir þvert nei við 60 ára eftirlaunaaldri Gæzluvarð- hald „sölu- mannanna" framlengt SAKADÓMUR Reykjavikur framlengdi i gær gæzluvarð- hald „sölumannanna" svo- nefndu um 15 daga eða til 15. ágúst. Báðir hafa setið inni í nokkr- ar vikur. Þórir Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóri tjáði Morgunblaðinu í gær að ran- nsókn þessa máls væri mjög umfangsmikil og hefði þótt nauðsynlegt í þágu rannsókn- arinnar að krefjast framleng- ingar á gæzluvarðhaldi beggja mannanna. KJARAMÁLIN voru til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar f gær- morgun. Þar var einkum verið að ræða stöðuna i samningum við BSRB. Aigjör andstaða mun hafa verið gegn þeirri kröfu BSRB manna að eftirlaunaaldur verði lækkaður niður i 60 ár, en liklegt er að samþykktur verði réttur til að semja um samningstima. Full- trúar BSRB ræddu við fjármála- ráðherra að loknum fundi ríkis- stjórnarinnar. Og vænta þeir þess, að samninganefnd ríkisins muni koma með gott veganesti til samn- ingafundar á þriðjudaginn og lin- ur fari að skýrast eftir það. Samningafundur var haldinn i gærmorgun á milli ASÍ og VMS. Litið þokaðist í áttina á þeim fundi og virðist einhver afturkippur kom- inn í viðræðurnar. ASÍ menn leggja mikla áherzlu á, að leiðrétt verði það ósamræmi, sem er á milli launa fyrir sömu störf. Til dæmis munu lagermenn og bílstjórar m.a. hjá Olíufélaginu tilheyra þremur félög- um, þ.e. Iðju, Dagsbrún og Verzlun- armannafélaginu. Félagar í VR munu hafa 10—15% hærra kaup en hinir fá fyrir sömu störf. Fulltrúar VMS vilja ekki samþykkja þessa leiðréttingu, nema að mjög litlu leyti, og ríkir mikil ólga meðal ASÍ manna út af þessu atriði. Ennfrem- ur eru sjónarmiðin gjörsamlega andstæð í vísitölumálinu og hvor- ugur aðilinn vill gefa sig. Fulltrúar VMS munu óttast mjög alla sam- ninga sem hafa í för með sér einhverjar kostnaðarhækkanir. Staða Vinnumálsambandsins í þessum viðræðum virðist hafa þrengst mjög. Þeir horfast nú í augu við að vera að semja við stóran hóp launþega, sem þeir hafa alls ekki í vinnu og þar af Ieiðandi þekkja lítið til og hafa takmarkaðar upplýsingar að styðjast við. Þetta veldur erfiðleikum í að meta rétt meðaltal þegar verið er að fjalla um áhrif prósentuhækkana mismun- andi hópa og verða VMS fulltrúarn- ir því í raun að leggja matið í hendur hins samningsaðilans þ.e. ASÍ. Næsti samningafundur ASI og VMS verður haldinn í dag kl. 10. Járniðnaðarmenn hafa nú tekið upp viðræður við Samband málm- og skipasmiðja. Á fundi þeirra í dag var rætt um möguleika á beinum samningum. Niðurstaða fékkst ekki og hefur annar fundur verið ákveð- inn á morgun. 20% hækkun á svartolíu SVARTOLÍA hækkar nú um 20% samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar á fundi hennar f gærmorgun. Hækkunarbeiðni þessi er til komin vegna hækkana erlendis frá, en eins og sagt hefur verið í fréttum, var siðasti svartolíufarmur dýrari en verið hefur, en hann kom frá Bret- landi. Álagning gjalda í Reykjavík: VEGNA sumarleyfa kemur Lesbók Morgunblaðsins ekki út um þessa helgi. Eignaskattur hækkar um 93%, tekjuskattur um 70% í G/ER birti Skattstjórinn i Reykjavík helstu aiðurstöður að- alálagningar gjaldárið 1980 á þá einstaklinga, sem eru skattskyld- ir í Reykjavik, þó ekki barna sem skattlögð eru. í yfirlitinu kemur fram að tekjuskatt greiða 32.399 aðilar að upphæð kr. 25.635.237.794 og nemur hækkunin tæpum 70% á milli áranna 1979 og 1980. Eign- arskattur er greiddur af 14.363 aðilum að upphan) kr. 2.177.065.015 og nemur hækkunin á milli ára um 93%. Kirkjugjald hækkar um 56,33%, kirkjugarðsgjald hækkar um 67,64%, sjúkratryggingargjald hækkar um 54,05%, útsvar hækkar um 63,26% og skattur af skrif- stofu- og verslunarhúsnæði hækk- ar um 53,35%. Samtals álögð gjöld eru kr. 55.949.615.214 og fjöldi á skrá er 62.036. Samtals hækka álögð gjöld því um 67,0%. Persónuafsláttar til greiðslu út- svars njóta 16.356, persónuafslátt- ar til greiðslu sjúkratryggingar- gjalds njóta 17.061 og barnabóta njóta 21.960. Þegar tekið hefur verið tillit til þessara frádráttarliða verður hækkun á nettó álagningu 63,85% á milli ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.