Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 5

Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 5 Blikur á lofti í atyinnumálum á ísafirði ^ísafiröi 6. áKÚst 1980. ÝMSAR blikur eru nú á lofti í atvinnumálum hér vestra. Mestu veldur þar erfið rekstrarstaða fisk- vinnslufyrirtækja vegna birgðasöfnunar pg óhagstæðs gengis. Fréttaritari Morgunblaðsins á ísafirði hafði samband við nokkra aðila til að kanna ástandið hér nánar. Niður í Sundahöfn voru Helgi Geirmundsson útgerðarmaður og Guðmundur Sigurðsson skipstjóri að bíða eftir ís fyrir bátinn. Þeir létu illa yfir ástandinu, sögðu að vont hefði verið að losna við aflann fyrir þorskveiðibann, og nú væru horfurnar miklu verri. „Þótt vælið í frystihúsunum sé nú venjulega bara helvítis píp,“ sagði Guðmundur, „er ábyggilegt að útlitið er nú mjög svart." Frysti- geymslurnar halda nú ekki lengur frosti á því mikla magni sem troðið er í þær, að þær afskipanir sem nú fara fram eru rétt nægi- legaar til að koma jafnvægi á í geymslunum. „Ég hef heyrt,“ sagði Helgi, „að frystihúsin ætli ekki að hefja móttöku þann 18. eins og gert var ráð fyrir. Við fáum upplögn hjá Rækjuverk- smiðjunni í Hnífsdal, með því fororði að við veiðum ekki að austanverðu." Finnbogi Jónasson útgerðar- maður og kona hans Elísabet Guðlaugsdóttir voru á fullri ferð um bryggjuna. Þau sögðu þó fréttamanni á hlaupunum, að þeim hefði ofboðið aumingjaskap- urinn. Því hefðu þau tekið sig til og tekið fisk af fimm bátum um verslunarmannahelgina og unnið í salt og skreið. Þau fengu inni í rækjuverksmiðju O.N. Olsen, og svo mikið gekk á sagði frúin, að ekki fengust flökunarhnífar „og hefur mest verið notast við eld- húshnífinn minn!“ Aðspurður sagði Finnbogi, að hann vissi raunar enn ekkert um útkomuna, hann hefði enn ekki haft tíma til að spyrjast fyrir um útflutnings- verðið. „En það er alveg saman,“ sagði Elísabet, „við skömmuðumst okkar fyrir að borga 100 krónur fyrir kílóið eins og frystihúsin buðu, en borguðum í staðinn 200.“ Guðmundur Marselliusson hjá F. Bernharðsson h.f. sagði að nóg verkefni væru hjá stöðinni, og frekar vantaði mannskap. Þeir eru nú með í smíðum 150 lesta togskip, og á hafnarbakkanum bíður skrokkur stórrar seglskútu sem þeir ætla að innrétta í vetur. Þeir höfðu hugsað sér að þekja hálfgert horn við stöðina, til að koma skútunni undir þak, en þá kom í ljós að borga varð 30 milljónir króna í nýbyggingargjald til ríkis- ins, auk ótalinna milljóna í gatna- gerðargjald til bæjarins. Sigurður Helgason stöðvarstjóri Vörubílastöðvarinnar sagði að mun lakara ástand væri hjá vöru- bifreiðastjórum en í fyrra. Munar þar mestu um minni vegagerð. Sem komið er hefur sáralítil vinna verið fyrir vörubíla hjá Vegagerð ríkisins. Taldi hann uppá að horf- urnar væru ekki góðar. Gestur Halldórsson fram- kvæmdastjóri hjá Vélsmiðjunni Þór sagði, að mikil vinna væri hjá fyrirtækinu, og yfirdrifið nóg að gera í öllum deildum þess. Helstu viðskiptavinir eru skuttogararnir og fiskiðjuverin. Viðskiptin við þessa aðila hafa gengið mjög vel, en ef breyting yrði þar á mætti búast við mjög skjótum breyting- um til hins verra. Um 30 manns Seltirningar greiða 10.5% í útsvar SELTIRNINGAR greiða nú 10,5% útsvar. samkvæmt álagn- ingu gjalda fyrir árið 1979. Hefur Seltjarnarnesskaupstaður því hækkað útsvarsálagningu um 0,5% frá því í fyrra, en er samt sem áður með lægsta útsvarshlut- fall sveitarfélaga á landinu. Magnús Erlendsson forseti bæj- arstjórnar Seltjarnarnesskaup- staðar sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, að samþykkt um fyrrgreinda hækkun hefði verið gerð samhljóða í bæj- arstjórn í fyrra mánuði. Ástæð- una fyrir hækkuninni sagði Magn- ús vera þá, að með 10% útsvari hefðu ekki fengist nema 680 millj- ónir króna, en fjárhagsáætlunin var miðuð við að 750 milljónir króna kæmu inn í útsvarsgreiðsl- um, svo 70 milljónir króna bar á milli. Þegar upplýsingar bárust um það frá Þjóðhagsstofnun, að tekj- ur sveitarfélagsins yrðu aðeins um 680 milljónir króna, hefði verið tekin ákvörðun um hækkun, sagði Magnús. Nú er áætlað að tekjur Seltjarnarnesskaupstaðar af út- svörum verði um 728 milljónir króna. Til þess að þurfi ekki að grípa til frekari skattheimtu, sagði Magnús að mismuninum milli þessara 728 milljóna og þeirra 750 sem fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir, yrði náð með niðurskurði á framkvæmdum. Sem fyrr segir er Seltjarnar- nesskaupstaður enn með lægstu útsvarsálagningu á landinu, en á síðasta þingi var samþykkt að veita sveitarfélögum heimild til allt að 12,1% útsvarsálagningar. Einn sótti um Hof, enginn um Asa UMSÓKNARFRESTUR um tvö prestaköll. Hof í Vopnafirði og Ása i Skaftártungum, rann út fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum er Morg- unblaðið fékk í gær hjá skrifstofu biskups, sótti einn um Hofspresta- kall, en enginn um Ása. Umsækjandi um Hof er Sigfús J. Árnason, prestur á Sauðárkróki. Tvö skip seldu ytra TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn ytra í gærdag. Það voru Már. sem seldi um 159.9 tonn i Cuxhaven og fékk fyrir það 69.5 milljónir króna, eða um 435 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. Þá seldi Klakkur um 120 tonn i Fleetwood og fékk fyrir það 56.Ö milljónir króna, eða um 467 krónur að meðaltaii fyrir hvert kíió. „Gera bæinn fínan — leggja gangstéttir og svoleiðis,“ svöruðu þcssir hressu ísfirðingar, er þeir voru spurðir að þvi hvað þeir væru að gera. Ljósm. Mbl. F.P. vinna hjá fyrirtækinu. Magnús Sigurðsson hjá Rækju- vinnslunni hf. í Hnífsdal sagði að allt væri þar í fullum gangi. Þeir væru með rækjuvinnslu og salt- fiskverkun. Tveir bátar eru nú á rækju, og sá þriðju, Helga II er nýhætt. Þeir taka fisk af níu færabátum, og hafa ekkert stopp- að nema í þorskveiðibanni báta- flotans. Hann sagði að markaður væri ekki of stöðugur, en þokka- legt verð fengist fyrir framleiðsl- una. Ekki tókst að ná sambandi við forráðamenn frystihúsanna á staðnum, en Kristján Jóhannsson viðskiptafræðingur hjá Ishúsfé- lagi Isfirðinga, sagðist ekki hafa heyrt annað en byrjað yrði að vinna hjá þeim þann 18. ágúst eins og um var talað. Hann sagði að þeir hefðu nokkuð breiða vinnslu- línu, vinna auk frystingar bæði flattan og flakaðan fisk í salt, auk skreiðarvinnslu. Það er greinilegur órói í mönnum hér vestra, vegna hins ótrygga ástands, en ennþá óttast menn ekki alvarlegt kreppu- ástand, nema þá helst sjómenn minnstu fiskibátanna, en þeim finnst mörgum að reynt sé að koma útgerð þeirra fyrir kattar- nef. - Úlfar. LPTOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hun er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 lítra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liöur um gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Verö kr. 115.300.- mm ip ! . > V:" I "'i.. Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka (Made inUSA) , HOOVER er heimilishjálp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.