Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980
15
Deilt um húsakaup
Karls Bretaprins
London fi. áKÚst. AP.
KARL Bretaprins, 31 árs gamall erfingi bresku
krúnunnar. hefur fest kaup á nýju heimili, 18.
aldar óðali í hjarta enskrar sveitasælu. að því er
haft var eftir fasteignasölunum í dag.
Óðalið, sem heitir Highgrove og er í Gloucester-
skíri, kaupir hertogadæmið Cornwall, sem er helsta
tekjulind prinsins og er kaupverðið sagt vera ein
milljón punda eða 1,1 milljarður ísl. króna.
Þegar sagt var frá því í bresku blöðunum, að þessi
kaup væru fyrirhuguð, urðu margir til að mótmæla
þeim og skoski þingmaðurinn Willie Hamilton, sem
er fremstur í flokki þeirra sem berjast gegn bresku *
krúnunni, sagði, að skammarlegt væri að verja heilli
milljón punda til að koma þaki yfir höfuðið á Karli
prins á sama tíma og þjóðin ætti í miklum
efnahagsörðugleikum.
1 < - <
W ' « ' '
Húsið hans Karls Bretaprins: Fjögur anddyri, níu svefnherbergi,
barnaherberKÍ...
Vitnaleiðslur
um Billygate
Washington, 6. ágúst. AP.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ fór
fram á það i dag við þin«ið. að
það fengi aukin völd til að
framfylgja þeim lögum sem Billy
Carter sniðgekk um 18 mánaða
skeið áður en hann lét skrá sig
sem umboðsmann líbýsku stjórn-
arinnar.
Robert L. Keuch, varadóms-
málaráðherra, bar í dag vitni fyrir
sérstakri undirnefnd öldunga-
deildarinnar, sem hefur tekið til
við vitnaleiðslur um málefni Billy
Carters, bróður Jimmy Carters
Bandaríkj aforseta.
Dómsmálaráðherrann, Benja-
min Civiletti, viðurkenndi í dag,
að hann hefði fengið í hendurnar
leyniþjónustuskýrslur þar sem
fram kasmi, að Billy Carter hefði
fengið fé frá Líbýumönnum. Hann
viðurkenndi einnig að hann hefði
ekki afhent rannsóknarmönnum
dómsmálaráðuneytisins skýrsl-
urnar fyrr en þeir hefðu komist að
efni þeirra á annan hátt.
Oánægja með hljómburðinn,
þrátt fyrir fúllkomin tæ/d?
ADC TONJAFNARINN
erráðvió þw.
Kýpur:
Friðarviðræður
hefjast að nýju
Nicosiu, Kýpur 6. ágúst AP
TILKYNNT var í Nicosíu í dag,
að Kýpurviðræðurnar hæfust
að nýju á laugardag eftir 13
mánaða hié. Friðarviðræðurn-
ar hafa legið niðri vegna þess,
að deiluaðilar hafa ekki getað
sæst á það hvaða mál skuli
fjallað um.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
á Kýpur sagði, að viðræðurnar
hæfust á laugardaginn með ávarpi
Kurt Waldheims aðalritara SÞ og
að 15. september nk. kæmu síðan
fulltrúar Grikkja og Tyrkja sam-
an til að ræða Kýpurvandamálið
frá öllum hliðum. Meginviðfangs-
efni friðarviðræðnanna verður að
ákveða stjórnarskrárlega stöðu
Kýpur en með innrás Tyrkja árið
1974 var eyjunni í raun skipt í
tvennt.
Veður
víða um heim
Akureyri 18 skýjaó
Amsterdam 20 skýjaö
Aþena 37 heiöskírt
Berlín 22 skýjaó
BrUssel 19 skýjaö
Chicago 30 skýjaó
Feneyjar 31 heiðskírt
Frankfurt 25 skýjað
Faareyjar 10 skýjaó
Genf 30 heióskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Jerúsalem 32 lóttskýjaö
Jóhannesarborg 17 skýjaö
Kaupmannahöfn 21 skýjaö
Las Palmas 32 heiðskírt
Lissabon 31 heiöskirt
London 20 skýjaö
Los Angeles 29 skýjaö
Madrld 35 heiöskírt
Malaga 27 hólfskýjaó
Mallorca 30 heiðskírt
Miami 30 skýjaó
Moskva 23 skýjaó
New York 34 rigning
Osló 20 heiðskírt
París 25 skýjaö
Reykjavík 12 rigning
Rio de Janeiro 31 skýjaö
Rómaborg 36 heiðskirt
Stokkhólmur 20 skýjað
Tel Aviv 30 lóttskýjaö
Tókýó 25 heióskirt
Vancouver 20 skýjað
Vínarborg 29 skýjaö
Slæmur hljómburður er ekki óvana-
legur, enda löng leið frá hljómlistar-
mönnunum til eyrna þinna.
Leiðin liggur um hljóðnema, upp-
tökutæki, pressun hljómplötunnar,
tónhöfuðið og plötuspilarann þinn,
magnarann og hátalarana. Þessi
tæki hafa öll verið próuð og endur-
bætt í áratugi og eru nú yfirleitt há-
þróuð völundarsmíð.
En endastöð leiðarinnar er enn
ónefnd. Þó er hún einna mikilvæg-
ust. Það er húsnæðið, sem þú notar
til flutningsins og aðstæður þar.
Húsakynni þín eru ekki hönnuð sem
upptöku- eða hljómleikasalur. Hlut-
föll lengdar, breiddar og hæðar,
húsgögn og hurðir, klæðningar,
teppi, gluggatjöld og rúður geta spillt
hljómburðinum, ýkt eða kæft ein-
staka tóna á ákveðnum tíðnisviðum
og bjagað þar með heildina.
ADC TÓNJAFNARI
Ráð gegn þessu er ADC tónjafnari
(Frequency-equalizer), sem þú
tengir magnara þínum.
Bygging ADC tónjafnarans grund-
vallast á þeirri staðreynd, að mis-
munandi tónar hafa mismunandi
tíðni. Hver tónn á plötunni þinni ligg-
ur að öllum líkindum einhvers staðar
á tíðnisviðinu 60—16000 rið. Á ADC
tónjafnaranum hefur þú fjölmargar
stillingar til að auka eða draga úr
styrk tóna með mismunandi hárri
tíðni, t.d. tóna, sem liggja nálægt 60
riðum, s.s. dýpri tóna píanós, eða
1000 riðum, s.s. hærri flaututóna. Á
þennan hátt getur þú leiðrétt þá
þjögun, sem verður, og fengið
hljómburó, sem nálgast þann, sem
var í upptökusalnum.
AÐRIR KOSTIR ADC
TÓNJAFNARANS
1. Hann eykur hljómstyrk magnar-
ans.
2. Hann stórbætir gæðin á þínum
eigin upptökum.
3. Hann eyðir aukahljóðum, sem
liggja á hárri tíðni (suð) eða lágri
(drunur), án þess að hafa umtals-
verð áhrif á tóngæðin.
TÓNJAFNARI 1
Fimm tíðnistillingar 60—10000 rið
Tvöfalt kerfi (hægri og vinstri)
Bjögun: 0.02%
TÓNJAFNARI 2
Tólf tíðnistillingar 30—16000 rið
Hægra og vinstra kerfi aðskilið
Bjögun: 0.02%
Leiðandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).