Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 18

Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 Loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen hafnar OhIó 6. áicúst. Frá fróttaritara Morgun- hlaAsins. Jan Erik I>auré. TVEIR aí þeim hundrað hátum, sem hófu loðnuveiðar við Jan Mayen á miðnætti í nótt, fengu afla um 100 sjómílur vestur af Jan Mayen og héldu heimleiðis með 70 tonn hvor. Morgunblaðið hafði í dag sam- band við skipstjórann á Melöyvær, sem fyrstur norskra skipstjóra veiddi loðnu við Jan Mayen 1968, en hann sagði aðra loðnubáta ekki hafa fengið neitt og að um lítil- fjörlega loðnugöngu væri enn að ræða. Um 100 norskir loðnubátar eru farnir á miðin við Jan Mayen, en 166 bátar verða í flotanum, sem má veiða allt að 120.000 tonnum. Sumarloðnuveiðarnar í Bar- entshafi hefjast 25. ágúst. Þangað mun sækja 181 bátur, en heild- arkvótinn er 450.000 tonn. Bobby Harrison poppari: Bíður nýrrar plötu á Islandi Um verslunarmannahelgina kom til landsins maður að nafni Bobby Harrison. Harrison er söngvari sem leikið hefur og sungið með ýmsum hljómsveitum þ.ám. Procol Ilarum, Freedom og Snafu. í viðtali við Slagbrand sem birtist um næstu helgi kom fram að Harrison er hér að bíða eftir útkomu sólóplötu í Bretlandi, en mun á meðan reyna sig með íslenskum hljómlistarmönnum og hefur verið boðið að syngja inn nokkur lög á plötu. Harrison sem byrjaði feril sinn 1961, eftir a að hafa þurft að hætta í fótboltaliði West Ham eftir alvarlegt slys, hefur undanfarin ár verið búsett- ur í Chicago, en hyggst nú sækja á heimasióðir í Englandi plötu sinni. Bobby Harrison lýsti einnig yfir áhuga sínum á að taka upp efni hér og kvaðst vel geta hugsað sér að búa á íslandi. Bobby er mikill íþróttaunnandi og sagðist hann hlaupa minnst 5 mílur á dag, þannig að hann ætti að sjá eitthvað af borginni á þeim sex vikum sem hann dvelst hér til að byrja með. SKÚLI Jón Sigurðarson hjá Loft- ferðaeftirlitinu hafði samband við Mbl. vegna myndar sem hirtist i blaðinu í gær af flugi lítillar flugvélar yfir sportbátum í Aðal- vik 8.1. sunnudag. Sagði Skúli að fyrirspurnir og kvartanir hefðu borist vegna flugmátans og sagði siðan: „Eftir að hafa séð mynd af þessum atburði og heyrt lýsingar fólks þá virðist allt benda til þess að um gróft brot á flugreglum hafi verið að ræða, þar sem öryggi flugvélar og lifi fólks hafi verið stofnað í hættu. Loftferðaeftirlitið hefur nú þegar svipt flugmennina tvo sem hlut áttu að máli, réttind- um til bráðabirgða meðan málið verður rannsakað.“ Þá bað Skúli Mbl. um að brýna fyrir fólki að fara a reglum og stofna ekki lífi fólks í hættu með slíkum leik. „Við höfum orðið vitni að nægilega mörgum flugslysum og horft upp á afleiðingar þeirra, þó svo menn bjóði ekki hættunni heim á þennan hátt," sagði hann — „því tökum við svo hart á broti sem þessu“. Páll við tvö verka sinna Páll ísaksson sýn- ir 28 verk í Eden PÁLL ísaksson myndlistarmaður opnar á morgun myndlistarsýn- ingu i Eden í Hveragerði, en á sýningunni verða 28 verk, flest þeirra oliupastel og tússpenna- verk. Páll sagði í samtali við Mbl., að þetta væri önnur einkasýning hans, en hann var með litla sýningu í Fossnesti á Selfossi á sl. ári. Flestar myndirnar, sem á sýn- ingunni eru, eru málaðar á þessu ári eða því síðasta og eru allar til sölu. Páll er að mestu sjálfmenntað- ur, nema hvað hann var einn vetur í kvöldskóla. Sýningin opnar sem sagt á morgun 8. ágúst og stendur yfir til 18. ágúst. Hún er opin á opnunar- tíma Eden, eða frá 09.00—23.30. Keflavíkurflugvöllur: Sæta aðkasti við innheimtu flugvallarskatts STARFSMENN Flugleiða í flugafgreiðslunni á Keflavik- urflugvelli hafa farið fram á að verða leystir undan þeirri skyldu, að innheimta flugvall- argjald ríkisins við brottför farþega, þar eð þeir hafi orðið fyrir „verulegum óþægindum og jafnvel aðkasti“, eins og segir i bréfi þeirra til Jóns Óskarssonar stöðvarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Starfsmennirnir segja er- lenda farþega bregðast reiða við þegar þeir séu krafnir um gjaldið, og telja að þessi inn- heimta Flugleiða fyrir ríkis- sjóð hafi valdið félaginu álits- hnekki í augum erlendra gesta. Flugvallargjaldið er nú kr. 8.800 á hvern farþega sem ferðast frá íslandi (650 kr. í innanlandsflugi), og segir í „Félagspósti" þeirra Flugleiða- manna, að gjaldið hafi hækkað um 586,67% undanfarin fjögur ár, og sé hvergi hærra í heiminum nema í ísrael, enda hafi erlendir ferðamenn gefið því heitið „killer-tax“. Fáskrúðsfjörður: Fiskvimisluhús lokuð og skipin sigla til útlanda með aflann Tveir flugmenn sviptir réttindum til bráðabirgða Allt bendir til grófs brots á flugreglum Fáskrúðsfirði 5. ágúst 1980. VINNA liggur nú niðri í Ilraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar h.f. og er kallað að starfsfólk fyrirtækisins sé i sumarleyfi. Er stefnt að því að vinna í frystihúsinu heíjist á ný eftir næstu mánaðamót. Hjá fyrirtækinu Pólarsild h.f. hefur ekki verið unnið í allt sumar vegna endurbóta á tækjum og húsna'ði. og skip Sólborgar h.f. hefur siglt með afla sinn. Atvinna hefur þvi ekki verið mikil hér i sumar i fiskvinnslunni, og er aðeins unnin dagvinna. Til atvinnuleysis hefur þó ekki komið. Annar togara Hraðfrystihússins, Ljósafell, hefur að undanförnu selt afla sinn erlendis, og er nú í siglingu, selur afla sinn í Englandi. Hinn togarinn, Hoffell, er hins vegar bundinn hér við bryggju vegna þorskveiðibanns, en fer væntanlega í vikunni á „skrap", hefur verið rætt um að sá afli verði seldur í Færeyjum. Að loknum þeim túr mun skipið síðan hefja þorskveiðar á ný. Minni bátar hafa svo aftur getað lagt afla sinn upp hjá Hraðfrystihúsinu, og er sá fiskur tekinn í salt. Hjá Pólarsíld hf. hafa bátarnir Torfi og Guðmundur Kristinn báð- ir siglt með afla sinn í sumar, en þeir hafa nú að undanförnu verið í þorskveiðibanni einnig, en annar þeirra er að fara út nú í dag. Sólborg, skip Sólborgar hf. hefur einnig siglt með afla sinn sem fyrr segir. Rekstrarerfiðleikar hafa verið miklir hjá Hraðfrystihúsinu að undanförnu að sögn Gísla Jóna- tanssonar kaupfélagsstjóra, og hef- ur fyrirtækið verið í erfiðleikum með greiðslur til sveitarfélagsins og hafnarsjóðs af þeim sökum. Nú nýlega fékkst hins vegar 20 millj- óna króna fyrirgreiðsla hjá Lands- bankanum, í formi vaxtaaukaláns, og ætti það að hjálpa til um stundarsakir. Ekki hefur enn komið til at- vinnuleysis hér eins og áður er að vikið, en þó hefur mjög kreppt að, vegna þess að einungis er um dagvinnu að ræða, og vegna þess að sveitarfélagið hefur lent í erfiðleik- um vegna bágrar greiðslugetu fyrirtækja á staðnum. Mikil vinna hefur aftur á móti verið í bygg- ingariðnaðinum hér í sumar, og er tii dæmis unnið að byggingu nýs húss Landsbanka ísiands. Hafa þær framkvæmdir meðal annars orðið mönnum hér tilefni vanga- veltna um, hvort húsið sé ef tii vill byggt fyrir vaxtaaukalán hjá Seðlabankanum. En menn vona að birti til innan tíðar, og ekki hefur annað verið ákveðið en frystihúsið taki til við fiskvinnslu aftur í næsta mánuði, þrátt fyrir erfiðleika og mikla birgðasöfnun, enda er það hreint ófremdarástand, að hér skuli ný og glæsileg fiskvinnsluhús standa auð og ónotuð á meðan siglt er með aflann til útlanda. — Albcrt. Bændafundurinn í Eyjafirði: Hlaupið úr einu í annað með stjórnunaraðgerðir í landbúnaði Myndin sem birtist i blaðinu í gær. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögreglunn-- ar í Reykjavík hefur beðið Morgun- blaðið að auglýsa eftir vitnum að umferðaróhappi, sem varð á Klepps- vegi, rétt vestan Dalbrautar klukk- an 9.20 í gærmorgun, miðvikudag. Rauð Lada bifreið ók aftan á strætisvagn og þarf lögreglan nauð- synlega að ná tali af vitnum að atburðinum og aðdraganda hans. HÉR fer á eftir i heild samþykkt bændafundarins að Freyvangi: Almennur bændafundur Búnað- arsambands Eyjafjarðar, haldinn að Freyvangi 5. ágúst 1980, harm- ar þá lítt hugsuðu tilraun til stjórnunar á framieiðslumálum landbúnaðarins, sem felst í álagn- ingu 200% kjarnfóðurskatts. Fundurinn telur að slík aðgerð valdi bændastéttinni skaða, og sé með öllu óþörf, þar sem aðalfund- uk- Stéttasambands bænda 1979, ákvað að taka upp búmarkskerfi, til að stjórna búvöruframleiðsl- unni í landinu. Til rökstuðnings framansögðu vill fundurinn benda á eftirfar- andi: 1. Tilgangur búmarkskerfis nú er að draga úr framleiðslunni. Telja verður að það hafi þegar borið verulegan árangur. 3. Mjólkurframleiðslan er minni í ár, en á síðasta ári, t.d. var hún 6,8% minni í maí, en í maí 1979. Er vart að búast við að meiri árangur náist í samdrætti á framleiðslu, á fyrsta ári bú- marks þegar tekið er tillit til þess, að ekki hefur verið ljóst hvenær búmarkið ætti að taka gildi, og að hvaða marki. Kjarnfóðurskattur í þeirri mynd sem hann er nú lagður á, kemur mjög misjafnt niður á bændum m.a. vegna þess að aðstaða fóðursala til blöndunar á fóðri úr innlendu hráefni er misjöfn. Þá stuðlar kjarnfóðurskattur mjög eindregið að aukningu í framleiðslu sauðfjárafurða og verður ekki séð að það sé nein lausn að færa vandann á milli búgreina. Hér verður búmarkið að koma til stjórnunar. 4. Þeir bændur sem dregið hafa úr framleiðslu sinni vegna fyrirhugaðs búmarks, verða nú fyrir enn auknu tekjutapi vegna kjarnfóðurskattsins. Tekjuskerðing kemur bæði sem minnkandi framleiðsla og auk- inn kostnaður við kjarnfóð- ursnotkun. 5. Samhliða þessu er síðan tekið hæsta innvigtunargjald á mjólk sem nokkurn tíma hefur verið tekið, þrátt fyrir það að búmarkskerfið á að koma til framkvæmda á árinu, sem ætti að draga mjög úr þörfinni fyrir verðjöfnun á mjólk. Ekki verður séð hvernig bændur eiga að fjármagna rekstur búa sinna með slíkri skattheimtu og til viðbótar því er útborgun á fram- leiðslueiningu nú lægri en hún nokkurn tíma hefur verið. Fundurinn telur eðlilegra að tekin verði upp skömmtun á kjarnfóðri á afurðaeiningu og um- frammagn síðan skattlagt. Ekki verður talið skynsamlegt að safna í sjóði í þjóðfélagi með 60% verðbólgu, jafnvel þó aðeins sé til þriggja mánaða. Fundurinn leggur áherslu á að útreikningi á búmarkskerfi verði hraðað, þannig að hver framleið- andi viti um það framleiðslumagn, sem hann má framleiða, og geti nú þegar hagað framleiðslu sinni á þann veg, sem honum er hagstæð- ast í samræmi við búmarkið. Fundurinn harmar að hlaupið skuli úr einu í annað með stjórn- unaraðgerðir, en gerir kröfur til forráðamanna landbúnaðarins að framleiðslustefnan sé ljós og stjórnunaraðgerðir einnig, þannig að bændur geti hagrætt rekstri sínum í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.