Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 19

Morgunblaðið - 07.08.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 19 Þegar ekið er eftir veginum milli Keflavíkur og Hafnarfjarð- ar blasa fjöllin á Reykjanesskag- anum við í suðri. Þótt þau séu ekki há, setja þau sérstakan svip á landslagið, sem er ekki ýkja aðlaðandi næst veginum. Ætla má, að eitt þessara fjalla veki þó sérstaka athygli ferðamannsins. Það skilur sig frá fjallgarðinum, stendur eitt sér og er því meira áberandi en öll hin. Þetta er Keilir. Nafnið er dregið af lögun- inni, og er sannnefni. I þetta sinn skulum við bregða okkur í gönguferð á Keili og nægir að leggja af stað um hádegisbil. Við verðum komin heim fyrir kvöld- matinn, ef allt gengur sam- kvæmt áætlun. Fyrir vestan álverksmiðjuna í Keilir. Ljosm : Grétar Eirlksson. Gengið á Keili Straumsvík liggur vegurinn upp á hraunin, en þau hafa runnið til sjávar frá eldstöðvum sunnar á skaganum. Hafa þau myndað nes milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur. Vegurinn ligg- ur þvert yfir þetta nes en kemur aftur að sjó fyrir botni Vatns- leysuvíkur. Þar heitir Kúagerði, og var fyrrum vinsæll áningar- staður þeirra, sem gengu þessa leið, því óþrjótandi vatn kemur þar undan hraunbrúninni. í Kúagerði beygjum við til vinstri út af veginum, og höldum eftir ruddum vegi suður á Afstapa- hraun, en svo nefnist bruninn, sem vegurinn liggur um allt að Höskuldarvöllum. Afstapahraun er komið úr gigum fyrir sunnan Driffell, vestan undir Vestur- hálsi og hefur runnið þaðan alla leið fram í sjó við Vatnsleysuvík. Ekki er vitað um aldur þess með vissu, en það er þó með yngri hraunum á þessu svæði. Við Höskuldarvelli skiljum við bíl- inn eftir og göngum suður eftir Oddafellinu, en það er um 3 km langur hryggur úr bólstrabergi. Það borgar sig að ganga eftir fellinu, því Afstapahraunið, sem hefur runnið milli þess og Keilis, er mjög illt yfirferðar, en mjókk- ar er sunnar kemur, og því hyggilegra að taka á sig þennan krók. Þegar yfir hraunið er komið, stefnum við að suð-austurhorni Keilis, því þar ganga flestir á fjallið. Eins og fyrr segir sker Keilir sig mjög úr nærliggjandi fjöllum. Lögun fjallsins er reglu- leg keilulögun, og því mjög svipað útlits, hvar sem á það er horft. Hæð Keilis er 379 m yfir sjó, en frá rótum er það rúmir 200 m. Er fjallgangan því ekki löng, en samt nokkuð strembin, því hlíðar fjallsins eru þaktar lausum skriðum, sem renna mjög undan fæti og því seinfarn- ar. Jón Jónsson jarðfræðingur hefur rannsakað Keili og um- hverfi hans. Kveður hann neðri hluta fjallsins vera að hluta úr lagskiptu túffbergi, en í toppn- um á Keili sé grágrýti og virðist það einnig koma fram á nokkr- um stöðum utan í honum. Hann telur, að Keilir sé eldstöð frá jökultíma. Á meðan við höfum verið að rifja þessi fræði upp, hefur okkur miðað vel upp skriðurnar. Best er að þræða slóðir, sem myndast hafa eftir fyrri göngu- menn. Þar er nokkuð fastara undir fæti. Að lokum stöndum við uppi á toppi fjallsins. Þaðan er all víðsýnt, einkum til norðurs og vesturs yfir Vatnsleysu- ströndina og Flóann. Kortið, sem við höfum meðferðis, bendir okkur á heistu kennileiti, en þótt fjallið sé ekki hátt, greinum við samt vel alla byggð frá Garð- skaga og inn til Hafnarfjarðar, ef skyggni er gott. Ef tími vinnst til, ættum við að skreppa í Sogin, en þar er ýmislegt að skoða. Þar eru all- margir gígar, sem hraunin milli Oddafells og Vesturháls hafa runnið frá. Þau liggja m.a. undir Höskuldarvöllum. Cr Sogunum rennur lækur, sem hefur borið með sér leir út yfir hraunin, og við það hafa Höskuldarvellir orðið til. Fyrrum höfðu bænd- urnir niðri við ströndina bú- smala sinn í seli suður við fjöllin. Þessi sel voru mörg, og sjást rústir þeirra víða um þessar slóðir. Eitt slíkt sel var í Sogunum, Sogasel. Var það í stórum gíg, sem er austan við lækinn, þegar komið er upp undir Grænudyngju. Gaman er að ganga þar um og virða fyrir sér þessar fornu rústir. En ef við ætlum að skoða Sogin vel, þurfum við annan dag. Þá má í leiðinni skreppa á Grænudyngju, Trölladyngju eða ganga á Grænavatnseggjar. Þetta eru hæstu fjöllin fyrir austan Keili og bjóða upp á margt athyglisvert og skemmti- legt, ekki síst stórkostleg um- merki eftir eldsumbrot og jarð- hita, sem enn er þar víða að finna. En sú gönguferð bíður betri tíma. VA TNSLEYSUyiK liijni-Vafnsleysa _—Arríarklettur 2 Stekkjarvík Aícurjjfrfdn Kortið er klippt og vantar hluta af leiðinni. Vegurinn frá Kúagerði að Höskuldarvöllum er um 9 km. 1979 — ítaiski fjármála- maðurinn Michelle Sindona hverfur mánuði fyrir réttar- höld vegna mestu bankasvika í sögu Bandaríkjanna. 1976 — íran semur um kaup á bandarískum hergögnum fyrir 10 milljarða dollara. 1971 — Appolo 15 lendir á Kyrrahafi eftir tunglferð. 1964 — Alþýðulýðveldi stofn- að i Kongó. 1960 — Fílabeinsströndin fær sjálfstæði. 1959 — Kínverjar gera inn- rás í norðausturhluta Ind- lands. 1945 — Rússar segja Japön- um stríð á hendur sjö dögum fyrir uppgjöf Japana. 1942 — Landganga Banda- ríkjamanna á Guadalcanal, Kyrrahafi. 1941 — Fyrstu loftárásir Rússa á Berlín. 1912 — Rússar og Japanir semja um skiptingu hags- munasvæða í Mongólíu og Mansjúríu. 1897 — Súdan leiðangur Frakka kemur til fljótsins Bahr-el-Ghazal — Egyptar taka Abu Hamed í Súdan — Alfred Milner verður stjórn- arfulltrúi Breta í Suður- Afríku 1858 — Ottawa valin höfuð- borg í Kanada. 1830 — Kjör Loðvíks Filipp- usar til konungs staðfest af franska þinginu. 1804 — Bandarísk flotaárás á Tripoli. 1790 — Alexander McGilli- vray, höfðingi Muskogian- Indíána, undirritar friðar- og vináttusamning við Wash- ington forseta. 1647 — Enskur her sækir inn í London þegar tillögum til krúnunnar er hafnað. 1502 — Frakkar hrekja Spánverja frá Canossa, Suð- ur-ítalíu. 1485 — Orrustan um Guine- gatte. 1409 — Pisa-þingið leyst upp. Afmæli. Stanley J. Weyman, brezkur rithöfundur (1855— 1928) — Ralph Bunche, bandarískur stjórnmálaleið- togi (1904-1971). Andlát. 1941, Rabindranath Tagore, rithöfundur. Innlent. 1802 Hólar í Hjalta- dal seldir á uppboði — 1874 Vigður spítali á Akureyri — 1874 Þjóðhátíðarveizla á Þingvöllum — 1907 Kolviðar- hólsræða Friðriks VIII — 1909 Samningur um gufu- skipaferðir undirritaður í Kaupmannahöfn — 1933 Flugkappinn Grierson kemur til Reykjavíkur — 1960 Vil- hjálmur Einarsson stekkur 16,70 — 1948 f. Vilmundur Gylfason. Orð dagsins. Ekkert líður eins fljótt og árin — Ovidus, rómverskt skáld (um 43 f.Kr. til 17 e.Kr.). Já, það er ótrúlegt en samt er það satt, aö í JUNO bakarofni er hægt aö steikja kjöt og/eöa fisk um leiö og bakaö er. Sem sagt, þér getiö bakaö meö eftirmiödagskaffinu um leiö og þér steikiö „sunnudags- steikina". Nú, eöa þá aö baka fjórar mismunandi kökutegundir samtímis, til dæmis smákökur og/eöa formkökur. Meö því aö nota JUNO ofn spariö þér rafmagn og tíma. JUNO bakarofninn er sjálfhreinsandi. JUNO tæki. Vestur-þýzk gæöavara. Leitiö nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum JUNO verksmiöjanna á íslandi. J0N J0HANNESS0N & C0. S.F. Hafnarhúsinu. Slmar 26988 og 1 5821.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.