Morgunblaðið - 07.08.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.08.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 31 • Guðmundur markvörður Breiðabliks átti góðan leik í gærkYöldi. Hér hirðir hann boltann af Albert Guðmundssyni Val á síðustu stundu. Gunnlaugur Helgason UBK er við öllu búinn. Ljósm. Kristján Kinarsson. Markaliðin skoruðu ekki Lið Vals og UBK gerðu markalaust jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöidi. Bæði þessi lið hafa skorað mikið í leikjum sinum í mótinu til þessa en ekki tókst leikmönnum liðanna að koma boltanum í netið að þessu sinni. Valsmenn hafa skorað 28 mörk i deildinni en Breiðabliksmenn 19. Veðurguðirnir áttu sinn stóra þátt i þvi að illa gekk að koma boltanum i netið. Völlurinn var mjög þungur eftir mikla rigningu fyrr um daginn og ekki bætti úr skák að úrhelli var á meðan á leiknum stóð. Var mesta furða hversu vel leikmönnum beggja liða tókst að fóta sig á glerhálum vellinum og sýna góða knattspyrnu. Lið Vals sótti meira í leiknum og átti mun hættulegri marktækifæri. Þeir léku greinilega upp á sigur og ekkert annað. Lið UBK fór varlega í sakirnar og lagði greiniiega áherslu á vörnina. Engu að síður áttu framlinumenn liðsins góða spretti, en voru ekki nægilega vel studdir af miðjuleikmönnunum. Valsmenn áttu tvö umtalsverð marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Á 14. mínútu átti Albert Guð- mundsson fasta sendingu inn í vítateig og þar náði Matthías til boltans og skaut en Guðmundur markvörður UBK náði til boltans á síðasta augnabliki. Þarna voru Valsmenn nálægt því að skora. Síðara tækifæri Vals var á 40. mínútu, þá átti Matthías skot af löngu færi en það var varið. Eina tækifæri UBK var er Vignir átti þrumuskot af um 25 metra færi. Sigurður var hins vegar vel á verði og sló boltann yfir þverslána í horn. Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og á 51. mínútu voru þeir mjög nálægt því að skora mark eftir mikla pressu á mark UBK. Jón Einarsson braust upp kantinn og komst inn í vítateig, skaut þar föstu skoti á markið og Guðmundi markverði UBK rétt tókst að slá boltann sem hrökk í stöngina og út til Matthí- asar, sem skaut í fang Guðmund- ar. Þaðan hrökk boltinn út og Sævar Jónsson átti lokaorðið, en hann skallaði í bláhornið, en Guðmundur var vel á verði og varði. Þarna áttu Valsmenn sín bestu marktækifæri í leiknum. Lið Vals sótti nú stíft en vörn Blikanna gaf ekkert eftir og Guð- mundur var öruggur í markinu. Er líða tók á síðari hálfleikinn jafn- aðist leikurinn nokkuð en Vals- menn voru þó ákveðnari aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora. Lið Vals lék vel miðað við þær slæmu aðstæður sem leikið var við. Því hefur oft verið haldið fram að Valsmenn léku ekki góða knattspyrnu nema í sól og sumar- yl, en þeir sýndu í gærkvöldi að það er ekki rétt. Hvað eftir annað sýndi liðið góðan samleik, og náði hættulegum sóknarlotum. Matthí- as Hallgrímsson var besti maður liðsins og gerði mikinn usla í vörn UBK. Þá átti vörn Vals og miðju- leikmenn góðan leik. Sigurður Haraldsson í markinu var öruggur og greip vel inn í leikinn þegar þess var þörf. Lið UBK barðist vel í leiknum. Vörnin var betri hluti liðsins. Einna helst var miðjan ekki nægi- lega sterk, og fylgdi framlínu-. mönnunum ekki nægilega vel eftir í sóknarlotunum. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild UBK—Valur 0—0. Gult spjald: Magnús Bergs og Magni Pétursson Val. Áhorfendur 1052. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi hann leikinn mjög vel. ÞR. Pétur afgreiddi Þróttara FRAM SIGRAÐI Þrótt örugglega 3 — 1 í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu ú Laugardalsvellinum í gærkvöldi í annars fremur slökum leik, enda aðstæður ekki upp á það allra bezta. hellirigning og biautur völlur. Það var Pétur Ormslcv, bezti maður Fram, sem sá um að afgreiða Þróttarana, en hann skoraði öll mörk leiksins. Mark Þróttar skoraði Ólafur Magnússon. í fyrri hálfleik var nokkurt jafnræði með liðunum, þau skipt- ust á um að sækja, en án mikillar uppskeru. Á 10. mínútu brýzt Guðmundur Torfason laglega upp að endamörkum eftir langt út- spark nafna síns í Frammarkinu og sendir boltann fyrir markið, þar sem Pétur Ormslev var fyrir og afgreiddi hann boltann snyrti- lega í netið framhjá Jóni Þor- björnssyni markverði Þróttar. Á 15. mínútu fær Sigurkarl Aðal- steinsson sendingu inn fyrir Framvörnina en skýtur naumlega framhjá. Á 23. mínútu eru þeir Guðmundur og Pétur enn á ferð- inni, Guðmundur vinnur boltann og sendir á Pétur, sem lék á einn Þróttara og skoraði af öryggi af vítateigslínu. Síðan var fátt um fína drætti, fyrr en Þrótturum tókst að minnka muninn á 32. mínútu. Jóhann Hreiðarsson sendi þá langa sendingu yfir í vítateigs- hornið fjær þar sem Harry Hill var staddur og skallaði inn á markteiginn, þar kom Ólafur Magnússon aðvífandi og var ekk- ert að tvínóna við hlutina heldur tók boltann viðstöðulaust og þrumaði honum í netið. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var svo tíðindalítið, en á 44. mínútu skaut Jóhann Hreiðarsson naumlega framhjá Fram markinu af stuttu færi. Seinni hálfleikur var ákaflega tiðindalítill og slakur, einkum af hálfu Þróttara, sem virtust alger- lega heillum horfnir. Það eina, sem gladdi augað, var mark Pét- urs Ormslevs á 70. mínútu, er hann fékk laglega stungu frá Gústaf Björnssyni og skoraði af öryggi, eins og honum er einum lagið. Eins og áður sagði var leikurinn fremur slakur einkum af Þróttar hálfu og ef þeir fara ekki að gera betur geta þeir fljótlega bókað fa.ll. Allir leikmenn Þróttar áttu fremur slakan dag og varla hægt að segja að nokkur þeirra hafi staðið upp úr meðalmennskunni, þó voru þeir skástir Jóhann Hreið- arsson og Jón Þorbjörnsson, sem varla verður sakaður um mörkin. Fram-liðið hefur oft leikið betur, en er þrátt fyrir það aftur á toppnum ásamt Val og enn á fullri ferð í baráttunni um íslandsbikar- inn. Þeirra beztu menn voru Pétur Ormslev og Marteinn Geirsson. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur. Fram — Þróttur 3—1 (2—1). Mörk Fram: Pétur Ormslev á 10., 23. og 70. mínútu. Mark Þróttar: Ólafur Magnússon á 32. mínútu. Gult spjald: Harry Hill, Þrótti. Áhorfendur: 460. Dómari: Ingi Jónsson, sem dæmdi Valur og Víkingur taka ekki þátt ÍSLANDSMÓTIÐ í útihand knattleik hefst við Austurbæjar- skólann í kvöld kl. 18.00. Það er Þróttur sem sér um mótið að þessu sinni. Það vekur nokkra athygli að lið Vals og Víkings taka ekki þátt í útimótinu að þessu sinni. Þrír leikir fara fram í kvöld. Kl. 18.00 leika KR og Breiðablik í Mfl. kvenna og kl. 19.00 leika FH og Fylkir í Mfl. karla, strax að þeim leik loknum leika Fram og Haukar í Mfl. karla. — þr. Danir í 9. sæti HÉR Á eftir má sjá úrslit í handknattleikskeppni 01- leikanna er löndin léku um endanlega röð sína. Danir höfnuðu í 9. sæti. Pólverjar í 7. Og athyglisvert er að lið Spánar hafnar í 5. sæti. sigrar lið Júgóslóvakíu með einu marki eftir framlengd- an leik. I- 2: A-Þýzkaland - Sovétríkin 23:22 3-4: Rúmenía - Ungverjaland 20:18 5-6: Spánn - Júgóslavía 24:23 (e. framl.) 7-8: Pólland — Sviss 23:22 9-10: Danmörk - Alsír 28:20 II- 12: Kúba - Kuwait 32:24 Gústaf í Stjörnuna Handknattleiksmaðurinn kunni Gústaf Björnsson úr Fram. hefur nú skipt um félag og gengið yfir í Stjörn- una. Gústaf mun þjálfa 2. og 3. flokk féiagsins jafnframt því sem hann mun þjálfa og leika með Mfl. karla. — þr. Handboltaskóli Stjörnunnar DAGANA 11.-22. ágúst mun handknattleiksdeild Stjörnunnar starfrækja handboltaskóla fyrir börn fædd árin 1967-72. Öll starfsemi skólans fer fram við Flataskóla, i iþróttahús- inu og i Garðaskóla. Leið- beinendur verða fjórir, auk unglinga úr Stjörnunni. Farið verður í gegnum öll helstu grundvallaratriði handknattleiksiþróttarinn- ar. Einnig verða kvikmynda- sýningar. Skráning fer fram við anddyri Garðaskóla i dag og á morgun milli kl. 13.00-14.00. íslandsmót í handknattleik ÍSLANDSMÓT í handknatt- leik utanhúss i 2. flokki kvenna verður haldið á Seyð- isfirði dagana 9. og 10. ágúst. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaidi kr. 20.000 berist Pétri Böðvars- syni, Firði 7, Seyðisfirði, fyrir miðvikudag 6. ágúst. Enn vantar þátttöku- tilkynningar KÖRFUKNATTLEIKSSAM- BANDIÐ vill minna aðiid- arfélög á, að frestur til að sklla þátttökutilkynningum í næsta íslandsmót rann út 1. ágúst. Enn vantar þátttökutil- kynningar frá ýmsum félög- um, sem sæti eiga í Úrvals- deild og 1. deild. Á síðasta Körfuknatt- leiksþingi var samþykkt, að bæta við keppni í tveimur aldursflokkum, 3. flokki kvenna 12—14 ára og 5. fiokki karla 12 og 13 ára. Því má búast við auknum fjölda þátttakenda í yngri flokkum og samkvæmt reynslu fyrri ára verður ekki auðvelt að skipuleggja keppnina í ár en fyrstu drög að mótaskrá eiga að iiggja fyrir 20. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.