Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgretöslunni er 83033 Pfferflxinblaiiib ^ Síminn á afgreiöslunm er 83033 3W»rounbInbi> FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Halda má þorskaflan- um við 400 þús. tonn — með viðbótartakmörkunum um jólin „ÉG tel að það hefði verið mjög skynsamleKt og hæfilegt að haída sík við 350 þúsund lesta þorsk- afla á árinu og ég harma að sú þorskveiðistefna. sem ákveðin var. skuli ekki ná þvi marki. En um það er ekki að ræða. Okkur sýnist nú, að með viðbótartak- mörkunum í kring um jólin me>{i reikna með því að ársaflinn fari hátt upp undir 100 þúsund lestir, þar sem ég get varla farið yfir skrapdagamörkin og fjölgað Pólverj- arnir ekki kærðir FRIÐJÓN Þórðarson, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Mbl., að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um kæru á hendur skipstjórum pólsku togaranna, sem staðnir voru að ólöglegum veiðum um fimm sjómílur innan 200 mílna mark- anna sl. mánudag, en Landhelgisgæzlumenn vísuðu þeim út fyrir og sinntu þeir því. „Þetta var talið afsak- anlegt gáleysi hjá þeim,“ sagði dómsmálaráðherra. þeim meira en reyndin verður samkvæmt þeim reglum, sem þegar hafa verið ákveðnar,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Mbl. í gær, en í dag heldur ráðherrann sinn fyrsta fund með hagsmunaaðilum um framkvæmd þorskveiðitakmarkana eftir 15. ágúst. Sem kunnugt er lagði Hafrannsóknarstofnunin til 300 þúsund tonna hámarksafla, en hagsmunaaðilar kváðust geta sætt sig við 350 þúsund tonn. Steingrímur sagðist telja að þorskaflinn væri nú orðinn um 300 þúsund lestir þrátt fyrir styttingu á vetrarvertíð og fjölgun skrap- daga hjá togurunum. Það væri því augljóst mál, að erfitt og varla framkvæmanlegt yrði að tak- marka aflann við þau 350 þúsund tonn, sem menn hefðu orðið ásátt- ir um. Steingrímur sagði, að reglur kvæðu svo á um, að ef þorskafli togaranna væri kominn fram yfir 110 þúsund lestir, þá skyldu togar- arnir vera í þorskveiðibanni í einn dag fyrir hver 500 umframtonn. Þetta þýddi, að ef togaraaflinn væri til dæmis kominn í 130 þúsund lestir, þá þýddi það 40 skrápdaga hjá togurunum. Frek- ari fjölgun þeirra væri því ekki fýsileg. Aðalveiðitími bátanna væri að baki og því vart hægt að reikna með frekari takmörkunum hjá þeim, nema þá viðbótartak- mörkunum um jólin , sem Stein- grímur sagði að, með hliðsjón af öllum atriðum, væri liklegasti kosturinn bæði varðandi báta og togaraflotann. Guðmundur J. Guðmundsson: Þessi skellinöðrutegund. sem heitir víst að dómi sérfræðinga Riga, hefur ekki i háa herrans tið sést á götunum. Þó vildi svo tii að 1 fyrrakvöld sást ungur piltur bruna fram og aftur Strandgötuna i Hafnarfirði á einni slfkri. Við nánari athugun kom i Ijós að þar var um að ræða aðalsöguhetjuna f kvikmyndinni „Punktur punktur komma strik“, sem verið er að kvikmynda um þessar mundir. Sjá nánar á miðopnu. Ljósm. Mbl. RAX. Tilboð YSÍ hnefahögg framan í láglaunafólk Dagsbrún leitar eftir verkfallsheimild „ÞETTA tilboð frá vinnuveitend- um er hreint út sagt hneykslan- legt og þó að ég hafi lengi verið i samningum hef ég sjaldan verið jafn undrandi yfir tilboði." sagði Guðmundur J. Guðmundsson, Sólarlandaferðir hafa hækkað um 68 þús. kr. í sumar: Farþegum hef ur f ækkað um helming frá því 1978 VERÐ á sólarlandaferð í þrjár vikur fyrir fullorðna. hcfur hækkað um G8 þúsund krónur frá því f vor. Verðhækkunin fyrir börn nemur 40 þúsund krónum, að þvi er Steinn I.árusson formaður Félags ferða- skrifstofueigenda sagði i samtali við Morgunbiaðið f gær. Steinn sagði verðið hafa verið reiknað út fyrir 1. mars í vor, en olíuverðshækkanir, gengissig og fleiri atriði hefðu valdið þessum hækkunum. Leiguflugsverð væri jafnan reiknað út í bandarískum dollurum, og hótel erlendis stundum einnig. Því hefði óhjákvæmilega orð- ið um verðhækkanir að ræða. Steinn sagði að hér væri um að ræða sömu hækkun hjá ölium ferðaskrifstofun- um, sem selja sólarlandaferðir. Að sögn Steins er sætaframboð í sóiarlandaferðum nú í sumar um það bil 12 þúsund sæti, og kvað hann líklegt að þar af seldust um 11 þúsund farseðlar. Væri þetta mun betri nýting en áður, þótt farþegar væru mun færri en þegar mest var. Hámark í sólariandaferðum kvað Steinn líklega hafa verið árið 1978, og hefðu þá farið um það bil 20 þúsund farþegar suður í sólina á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Um leið og farþegum hefur fækkað hefur sú þróun einnig orðið, að fólk velur nú í ríkari mæli eins og tveggja vikna ferðir í stað þriggja vikna áður. Þriggja vikna sólarlandaferðir kosta nú um og yfir 400 þúsund krónur, án fæðis. Um leið og rætt er um samdrátt í sólarlandaferðum, er rétt að geta þess að aukning hefur orðið í öðrum utanlandsferðum íslendinga, svo hér er ekki um jafnmikinn samdrátt að ræða í utanferðum landans og tölur um sólarlandaflug gætu gefið til kynna. formaður Verkamannasambands- ins, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann i gær út af samningaviðræðum ASI og VSÍ. „Ég trúi því ekki að láglaunafélög muni semja á þessum grundvelli og ef myndin breytist ekkert á næstu dögum þá er ekki útlit fyrir sam- komulag. í raun er þetta tilboð hnefahögg framan í láglaunafólk,“ sagði Guðmundur. Á samningafundi Vinnuveitenda- sambandsins og Alþýðusambandsins í gær var rætt um tilboð vinnuveit- enda, sem felur í sér nýja flokka- skipan og kauphækkanir, sem fyigja í kjölfar hennar. Þær kauphækkanir munu vera eitthvað minni en rætt var um í viðræðum ASÍ og VMS og koma misjafnlega niður á launahóp- um. Eins og fram kemur í orðum Guðmundar J. Guðmundssonar ríkir megn óánægja hjá ákveðnum hópum ASÍ og telja sumir þetta tilboð vera skref aftur á bak frá því sem var, þegar þessir aðilar ræddust við síðast. Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins vildi ekkert segja um gang viðræðna í gær. Til iiýs fundar hefur verið boðað í dag kl. 14:00. Verkamannafélagið Dagsbrún hélt stjórnarfund í gær að ioknum samn- ingafundinum og ákvað að boða til fundar á föstudaginn og leita eftir heimild til verkfallsboðunar. Félag járniðnaðarmanna mun hafa aflað sér slíkrar heimildar í maí síðast liðnum. Ekki munu fleiri félög hafa leitað eftir verkfallsheimild. Lítið miðar áleiðis í samningavið- ræðum BSRB og samninganefndar ríkisins. Á fundi þeirra í gær var haldið áfram að ræða hin ýmsu atriði og er búist við að til úrslita dragi í lok vikunnar. Aðalsamninga- nefnd BSRB hefur verið boðuð til fundar á mánudaginn. Bændafundur í Eyjafirði um fóðurbætisskattinn: „Lítt hugsuð tilraun til stjórnunar* — í framleiðslumál- um landbúnaðar ALMENNUR bændafundur. sem haldinn var á vegum Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar í fyrrakvöld samþykkti ályktun með öllum þorra atkvæða gegn 6. þar sem hörmuð er „lítt hugsuð tiiraun til stjórnunar á framleiðsiumálum landbúnaðarins, sem felst i álagn- ingu 200% kjarnfóðursskatts". f ályktun þessari segir ennfremur, að „slík aðgerð valdi bændastétt- inni skaða og sé með öllu óþörf". Bændafundurinn í Eyjafirði var fjölmennur og sóttu hann á þriðja hundrað manns. Frummælendur á fundinum voru Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra og Ingi Tryggvason, formaður Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. í ályktun bændafundarins er minnt á búmarkskerfið, sem ákveð- ið hafi verið að taka upp og segir að það hafi þegar borið verulegan árangur. Mjólkurframleiðslan hafi t.d. verið 6,8% minni í maí í ár en í fyrra. Kjarnfóðursskattur komi mjög misjafnt niður á bændum og stuðli að aukningu í framleiðslu sauðfjárafurða. í lok ályktunarinnar er harmað að „hlaupið skuli úr einu í annað með stjórnunaraðgerðir" og sú krafa er gerð til forráðamanna landbúnaðarins að „framleiðslu- stefnan sé ljós og stjórnunarað- gerðir einnig, þannig að bændur geti hagrætt rekstri sínum í sam- ræmi við það“. Sjá ályktun bændafundarins í heild á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.