Morgunblaðið - 15.08.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980
Sigríöur Friðriks-
dóttir - Minning
Fædd 10. október 1912
Dáin 6. áKÚst 1980
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinkonu minnar Sig-
ríðar Friðriksdóttur sem lést að
morgni 6. þ.m.
Um ættir og uppruna hennar er
mér ekki kunnugt enda skiptir það
ekki máli í þessu sambandi, þetta
+
Faðir minn,
ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON,
Hátúni 10a,
andaöist 13. þ.m. í Borgarspítalanum.
Guörún Nanna Þorsteinsdóttir.
Systir okkar. +
ÁSTRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR
Skaftahlíð 4, R.,
er látin.
Ðálför hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Jón S.Jakobsson Jóhann Jakobsson Björn Jakobsson.
Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi
SIGMUNDUR K. GUÐMUNDSSON
garóyrkjumaöur,
Heiómörk 58, Hverageröi
er lést 10. ágúst veröur jarösunginn frá Hverageröiskirkju
laugardaginn 16. ágúst kl. 14.00.
Kristín Jónsdóttir
Guöfinna Sigmundsdóttir, Árni Guömundsson,
Karlinna Sigmundsdóttir, Magnús Gíslason,
Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hreinn Kristófersson,
og barnabórn.
+
Ötför
GUDBJARGAR EINARSDÓTTUR,
Hrafnistu, Hafnarfiröi
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi í dag föstudag 15. ágúst kl.
14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfiröi
eöa líknarstofnanir.
Helgi Þórarinsson,
Erla Guömundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson,
Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson.
+
Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi okkar
ÞORLEIFUR ÞOROARSON
Laugarásvegi 29
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 18. ágúst kl. 3.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en bent er a líknarstofnanir í
minningu hans.
Kristjana Kristjánsdóttir,
örn Þorleifsson, Elsa Árnadóttir,
Rosemarie Þorleifadóttir, Sigfús Guömundsson
Einar Kristján Þorleifsson,
María Þorleifsdóttir,
Björg Þorleifsdóttir,
Olga Bergljót Þorleifsdóttir,
og barnabörn.
- +
Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför fööur okkar,
afa og langafa
GÍSLA SIGURDSSONAR
Óöinsgötu 16
Fyrir mína hönd og annarra aöstandenda
Einar K. Gislason.
+
HJartans þakkir færum viö ölium sem sýndu okkur hjálpsemi,
velvild og samúö við andlát og jaröarför eiginkonu, móöur,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÞORBJARGAR BALDVINSDÓTTUR
Helguhvammi.
Guö blessi ykkur öll.
Jóhannes Guömundsson, Helga Magnúsdóttir,
Guömundur Jóhannesson, Guörún Bjarnadóttir,
Valdimar Jóhannesson, Auöur Hauksdóttir,
Eggert Jóhannesson, Ólafur Þórhallsson,
Halldóra Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
eiga aðeins að vera nokkur minn-
ingabrot frá kynnum okkar. Við
hittumst fyrst er ég hóf störf í
íþróttahúsi Kennaraháskólans
haustið 1977, þar starfaði hún við
ræstingar af alkunnri alúð og
vandvirkni. Var leitun að betri
starfsmanni en henni.
Strax í upphafi tókust góð kynni
sem urðu að einlægri vináttu milli
okkar, öll hennar framganga lýsti
festu og ákveðni en um leið
mannlegri hlýju og umhyggju,
minnist ég allra bitanna og sop-
anna frá þessari yndislegu konu.
Hinar mörgu stundir sem við
áttum saman bæði á heimili
þeirra hjóna Stefáns Ágústs
Kristjánssonar og Sigríðar verða
mér minningar sem ég þakka af
alhug.
Að lokum beini ég minni kveðju
til aidraðs eiginmanns hennar,
sem hefur ?vo mikið misst og sér
nú á bak annari eiginkonu sinni.
Megi algóður guð gefa honum
styrk að bera þessa þungu byrði.
Eins sendi ég innilegar samúðar
kveðjur Annelu og Friðrik og
öðrum ástvinum.
Að leiðarlokum þakka ég guði
fyrir að hafa kynnst Sigríði Frið-
riksdóttur og eignast vináttu
hennar. Drottinn blessi Sigríði og
varðveiti. Hafi hún þökk fyrir allt.
Haraldur Þór.
Sá atburður hefir nú gerzt og er
okkur að höndum borinn er við
höfðum sízt óskað, en lengst vonað
að mætti sem fjarstur vera, andlát
frú Sigríðar Friðriksdóttur hús-
freyju frá Akureyri, eiginkonu
Stefáns Ágústs Kristjánssonar
forstjóra og skálds, til heimilis að
Bólstaðarhlíð 54, R. Fregnin um
andlátið kom á óvart, föstudaginn
1. ág. sl. urðum við samferða í
verzlunina Herjólf, og var frú
Sigríður að ráðgera ferð norður á
fornar slóðir um miðjan mánuð-
inn, með eiginmanninum og njóta
um leið samvista við ástkæran,
hjartfólginn dótturson sinn Ólaf
lækni Magnússon og fjölskyldu
hans, en Ólafur gegnir nú um
stundarsakir læknisstörfum á
Dalvík. „Hugur minn er alltaf
fyrir norðan" sagði frú Sigríður.
Vitandi þó, að von barðist mót
vissu, að hún fengi að dvelja
lengur meðal okkar, eftir mjög
alvarlegt áfall síðdegis þriðjudag-
inn 5. ágúst. Við máttum ekki
missa hana, hug hennar og stað-
festu, sjón hennar og skilning,
djörfung hennar og sérstakt
drenglyndi, ást hennar og fast-
heldni við allt er gat orðið öðrum
til vaxtar og gæfu.
Háttsemi frú Sigríðar og fram-
koma var ávallt einarðleg og
skörugleg, hér bar heimili þeirra
hjóna og heimilishættir þar ljós-
astan og fallegasta vitnisburðinn.
Frú Sigriður sameinaði á svo
margan hátt kosti og atgjörfi
hefðarkonu, viðmótið jafnan vin-
gjarnlegt, samúðarfullt.
Skörungskapur hennar, glað-
værð, bjartsýni, frjálslyndi og
víðsýni vakti athygli hvarvetna,
hjálpfýsi hennar og drenglyndi og
hvatning sem aldrei brást þeim
yngri til manndóms og framfara.
Umhyggja frú Sigríðar fyrir
ástvinum sinum lýkur ekki í
dauðanum, hefst á æðra stig,
dauðinn víkkar og stækkar
starfssvið hennar, gerir hana færa
um og veitir henni kost á, að vera
í samvinnu við æðra mannfélag.
Við getum haft stöðugt sam-
band við framliðna, miklu víðtæk-
ara ef við gæfum okkur meiri
tíma, ró og næði, það stendur ekki
á vinunum fyrir handan, því loftið
úti og inni hér á íslandi, er
þrungið ether-bylgjum, er gerir
sambandið við annan heim, mögu-
legt hvenær sem er og hvar sem
er, ef við viljum sjálf. Skilyrðin
eru bezt á morgnana og á kvöldin
fyrir sambandinu við Paradísar-
sviðið. Frú Sigríður hafði bjarg-
fasta skoðun á að líf að loknu
þessu væri raunveruieiki, nú hefur
hún sannreynt það.
Guð algóður, vörður og verndari
fylgi þér Sigríður.
Dýpstu samúðarkveðjur til
Stefáns Ágústs, barna hans, Ann-
ellu og Friðriks, tengdabarna og
niðja.
Helgi Vigfússon.
Sigríður Friðriksdóttir var
fædd á Kambhóli í Arnarnes-
hreppi við Eyjafjörð 10. febrúar
1912. Hún andaðist á Landa-
kotsspitala 6. þessa mánaðar, eftir
að hafa veikzt skyndilega á heim-
ili sínu daginn áður. Útför hennar
verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag.
Foreldrar Sigríðar voru hjónin
Anna Guðmundsdóttir og Friðrik
Daníel Guðmundsson bóndi á
Arnarnesi, Kambhóli og víðar við
Eyjafjörð. Þau flutttist til Akur-
eyrar árið 1925, en það sama ár
andaðist Friðrik fyrir aldur fram.
Atli Þór Helga
son — Kveðja
Fæddur 19. janúar 1950.
Dáinn 7. ágúst 1980.
„DauAinn er bekur. en lifið er strá.
Nkjálfandi starir þaA atraumfalHA á.
Hálfhnett og hálffengiA hluatar þaA tll,
dynur undir bakkanum draumfafeurt spil.
VariA ykkur hlómstrá á bakkanum fóat.
bráAum snýst sá lækur I fossandi róst."
(DaviA Stef.)
Badmintonfélag Akraness er
ekki aldið að árum, aðeins þriggja
ára, en þar hafa margir fundið
góðan vettvang frístunda, og þar
hafa mörg vináttubönd verið
knýtt á undanförnum árum.
Átli Helgason hefur verið þar
mikil driffjöður og hjálparhelia.
Ekki sóttist hann eftir stórum
sigrum, heldur fyrst og fremst að
hreyfa sig og hjálpa þeim yngri til
að kynnast þessari ágætu íþrótt.
Alltaf var hann hress og kátur, og
lyfti undir aðra með leikgleði
sinni. Hann hafði gaman af að
taka myndir og á Badmintonfélag-
ið honum þar mikið að þakka.
Hann var fulltrúi þess í stjórn Í.A.
og gjaldkeri þess síðastliðin tvö
ár.
Badmintonfélag Akraness á nú
á bak að sjá góðum leiðtoga og
drífandi starfsmanni.
Það er erfitt að hugsa sér, að
honum skuli nú svipt burt á
miðjum starfsdegi frá konu og
þrem ungum börnum.
En höfuðskepnurnar láta ekki
að sér hæða.
„DauAinn er hafsjór, en holdiA er strá.
en sálin er sundlétt og sókkva ei má."
Við badmintonfélagar á Akra-
nesi stöndum hnípnir á bakkanum
og horfum niður í hylinn. Við
kveðjum góðan félaga hinstu
kveðju og biðjum honum blessun-
ar á nýjum völlum annars lífs. Við
vottum eiginkonu hans Sigríði
Ólafsdóttur og börnum þeirra
þremur okkar dýpstu samúð. Þá
vottum við einnig samúð okkar
foreldrum hans, systkinum og
öðrum ættingjum.
Guð blessi minningu hans.
Badmintonfélagar * Akranesi.
Þau Anna og Friðrik eignuðust
sex börn. Dóttur misstu þau unga,
og þrír synir þeirra, Andrés,
Guðmundur og Jónas, létust á
bezta aldri, en fjórði sonurinn,
Pálmi, andaðist árið 1970. Sigríð-
ur var yngst barna þeirra Önnu og
Friðriks. Ráðvendni og góðvilji
einkenndu þau hjón, og komu
þessir eðliskostir fram í börnum
þeirra. Anna, sem andaðist árið
1956, vissi ekkert dýrmætara í
þessu lífi en að gera öðrum gott og
rétta hjálparhönd, enda mun hún
mörgum minnisstæð sökum
mannkosta og hjartahlýju. Mikið
ástríki var með þeim mæðgum,
önnu og Sigríði.
Sigríður fluttist með foreldrum
sínum til Akureyrar árið 1925.
Árið 1930 gekk hún að eiga Stefán
Ágúst Kristjánsson frá Glæsibæ,
síðar sjúkrasamlagsstjóra á Akur-
eyri. Börn þeirra eru Ánna Gabri-
ella, gift undirrituðum, og Friðrik
Daníel framkvæmdastjóri í
Reykjavík, giftur Ólafíu Sveins-
dóttur. Barnabörnin eru fjögur, og
barnabarnabörn einnig fjögur.
Er Stefán Ágúst lét af störfum
sem sjúkrasamlagsstjóri á Akur-
eyri, fluttust þau Sigríður til
Reykjavíkur, og var heimili þeirra
þá fyrst í Drápuhlíð 20, en nú
síðustu þrjú árin í Bólstaðarhlíð
54.
Auk starfs síns við sjúkrasam-
lagið sinnti Stefán Ágúst mjög
ýmsum félasmálum á Akureyri.
Hann stóð framarlega í góðtempl-
arareglunni, var forstjóri Borgar-
bíós og síðar Hótel Varðborgar,
sem rekin eru af IOGT, formaður
Tónlistarfélags Akureyrar, og
fleira mætti upp telja.
Umsvif húsbóndans áttu sinn
þátt í því, að jafnan var gest-
kvæmt á heimili þeirra hjóna á
Akureyri, fyrst í Oddeyrargötu 24,
en síðar í Eiðsvallagötu 6. En þar
kom ekki síður til, að Sigríður var
einstaklega gestrisin. Hvergi undi
hún sér betur en á heimili sínu, og
þá ekki sízt, er góða gesti bar að
garði. Ekki er það ofmælt, að
Sigríður var mikil húsmóðir.
Heimilisbragur allur bar henni
fagurt vitni, snyrtimennskan og
reglusemin svo að af bar, og
viðurgerningur svo sem bezt má
verða.
Sigríður var fríð kona og fín-
gerð í útliti og fasi. í engu mátti
hún vamm sitt vita, fremur dul og
vönd að vinum. Hún var mjög
frændrækin, og í hópi fjölskyld-
unnar og nánustu vina átti hún
sínar beztu stundir. Þess utan
gerði hún ekki miklar kröfur til
lífsins. Heimilið og fjölskyldan
var hennar heimur. Hún var
ákaflega vinnusöm og unni sér
helzt ekki hvíldar. Þær stundir,
sem heimilið ekki krafðist, vann
hún ýmis störf utan heimilis,
meira af eljusemi en nauðsyn.
Ekkert aumt mátti hún sjá, og
gerði mörgum gott, án þess að
hafa orð á.
Þótt Sigríður yndi hag sínum
vel hér í Reykjavík, leitaði hugur
hennar oft norður. AUtaf saknaði
hún yndislegu Akureyrar sinnar
og góðra vina þar, á Dagverðar-
eyri og víðar í Eyjafirði. Sem í öllu
hennar lífi kom þar fram trygg-
lyndi hennar.
Sambúð þeirra Sigríðar og Stef-
áns Ágústs var ástrík og fögur.
Þótt hún tæki ekki beinan þátt í
félagsstörfum hans, sökum hlé-
drægni . 'nnar, þá var þáttur
hennar í margslungnu lifsstarfi
hans mikill. Hún var honum stoð