Morgunblaðið - 15.08.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1980
25
fclk í
fréttum
Pabba-
stelpan
/
í
Monakó
+ Stephanie prinsessa af
Monakó er nú orðin fimm-
tán ára gömul. Hún hefur
ekki verið mikið í sviðs-
ljósinu fram að þessu, það
getur hún þakkað stóru
systur sinni Caroline en
öll athyglin hefur beinst
að henni.
Nú er Stephanie farin
að vekja athygli og er hún
farin að taka þátt í sam-
kvæmislífinu af fullum
krafti.
Stephanie er yngsti
meðlimur furstafjölskyld-
unnar og hefur hún löng-
um verið uppáhaldið hjá
þeim. Sérstaklega á hún
auðvelt með að vefja
pabba sínum um fingur
sér.
+ Stephanie er í miklu
uppáhaldi hjá pabba sin-
um, Ranier fursta.
+ Stephanie er mikið fyrir iþróttir eins og systkini hennar
og er sundið i miklu uppáhaldi hjá henni.
Marinó L. Stefánsson:
Um skrift o g
skriftarkennslu
Skrift var ein af undirstöðu-
námsgreinum barnaskólanna
ásamt lestri og reikningi. Hún var
iengi í hávegum höfð. „Að lesa og
skrifa list er góð“, stendur þar. Nú
er öldin önnur. Skrift er orðin
hornreka, hún á ekki að standa á
stundaskrá sem sérstök náms-
grein, er mér tjáð. Hvers vegna
ekki? Er kannski kennsla í skrift
óþörf? Nei, mikil ósköp, en eitt-
hvað varð að víkja fyrir greinum
s.s. erlendum málum, sem nú átti
að hefja kennslu í fyrr en áður,
eðlisfræði o.fl.
Það er vitanlega ágætt að kentia
erlend mál, en fyrst eiga íslenzk
börn að verða læs og skrifandi.
Heyrt hef ég frá ágætum kennur-
um, að allmargir nemendur í efri
bekkjum grunnskólans séu í raun
hvorki læsir né skrifandi.
Ég hef rökstuddan grun um að
skrift barna og unglinga hafi
hrakað síðustu árin, þegar á
heildina er litið, og muni að
líkindum fara versnandi. Þegar
yfirstjóm skólamála ákvað, að
skrift skyldi ekki talin sérstök
námsgrein heldur innifalin í móð-
urmálinu, þ.e. á stundaskrá skal
standa aðeins móðurmál, þá var
skólastjórum og kennurum í
sjálfsvald sett, hvort skrift væri
kennd eða ekki, eða hve löngum
tíma yrði varið til hennar. Vill þá
víða fara svo, að naumur tími, sem
ætlaður er móðurmálinu, fer að
mestu eða öllu í málfræði, staf-
setningu, ritgerðir o.fl. auk lestr-
ar, en skriftin verður útundan.
Kennari í einum skóia, sem hefur
6—12 ára börn, sagði: „Við leggj-
um nú ekki mikla áherzlu á
skrift.“ Ég hef um fjölda ára
kennt skrift. Og þótt ég sé hættur
kennslu í skóla, er ég stöðugt
beðinn að laga hjá börnum, sem
engum tökum ná í skóianum. Mér
virðist bera mjög á kæruleysi
bæði hjá börnum og fullorðnum
um frágang á rituðu máli. .
Nú mum verða sagt að ekki sé
nauðsynlegt að kenna skrift, því
að mest allt sé hvort sem er
prentað eða vélritað. Satt er það,
en er ekki viðkunnanlegra að geta
a.m.k. skrifað nafnið sitt, svo
hægt sé að vita hvað maðurinn
heitir. Oft er krafizt eiginhandar
undirskriftar, en nafnið er ólæsi-
legt. Þá er því bjargað með því að
vélrita það neðan við. Það virðist
reyndar vera í tízku að skrifa nafn
sitt ólæsilegt. (Að vísu margar
góðar undantekningar.) Væri þá
ekki bezt að velja sér bara eitt-
hvert merki og auglýsa: Þetta
merki þýðir nafnið mitt Jón
Jónsson? Ég hef stundum fengið
nótur eða reikninga yfir vörur þar
sem bæði nafn vörunnar og af-
greiðslumannsins var ólæsilegt.
Margt slíkt iná benda á. Nei,
handskrift er ekki úrelt ennþá.
Ritvél er ekki alltaf við höndina.
Prófúrlausnir þurfa að vera skil-
merkilega skrifaðar. Og ef þú
skrifar elskunni þinni, verður hún
að geta lesið bréfið. Það á að vera
metnaður hvers manns að geta
skrifað sæmilega rithönd.
Oft þarf að flýta sér við skriftir
bæði í skóla og ýmsum störfum, en
þrátt fyrir það á markmikið alltaf
að vera læsileg skrift. Ekki er
hægt að búast við fagurri skrift
yfirleitt, en við eigum að krefjast
skriftar, sem er auðvelt að lesa.
Hvaða gagn er líka að ólæsilegu
krassi? Ekki skiptir miklu hvaða
tegund eða gerð skriftar er notuð,
hvort það er hin gamla íslenzka
stafagerð, sem mér líkar að vísu
bezt, eða svokölluð formskrift,
ellegar einhvers konar prentlet-
ursgerð eða blokkskrift, aðeins að
hún sé læsileg og helzt stílhrein.
Sagt er að ekki þurfi að verja
sérstökum tíma í beina skriftar-
kennslu af því að börnin skrifi svo
mikið í hinum ýmsu námsgrein-
um, og kennari geti bara leiðbeint
þeim um skriftina jafnframt öðru
sem þau skrifa. En þessi röksemd
stenzt nú ekki. Börn læra ekki
skrift af því eínu að skrifa mikið,
og kennari kemst ekki yfir það,
þótt hann sé allur af viljá gerður
að leiðbeina svo að gagni komi,
enda upptekinn af öðru sem hann
er að kenna. Aðeins örfáum nem-
endum nægja slíkar ábendingar.
En ef skrift hefur verið kennd
áður svo að gagni hafi komið,
getur kennari fremur notað slíkar
ábendingar með árangri til við-
halds þeirri skrift, sem áður var
náð, og má þó hvergi slaka á.
Marinó L. Stefánsson.
Það er ekki auðvelt að kenna
skrift svo að gagni verði, og sumir
kennarar hliðra sér hjá því, gefast
upp, kasta forskriftarbókum í
börnin og segja þeim að skrifa,
setjast svo í stólinn sinn og lesa
sögu fyrir börnin. Þannig fær
kennari e.t.v. kyrrð í bekknum, en
slíkt er auðvitað engin kennsla.
Forskriftarbækur eru ágæt hjálp-
artæki, en þeim verða að fylgja
útskýringar frá töflu eða/og til
einstaklinga með því, að kennari
gengur milli nemenda eða kallar
þá til sin.
Þegar ég var í barnaskóla í
gamia daga sagði kennarinn okkur
að skrifa í forskriftarbækurnar,
sat síðan og las fyrir sjálfan sig
allan tímann. Mér fór sáraiítið eða
ekkert fram í skrift. En þegar ég
kom í unglingaskóla, tók sá kenn-
ari okkur eins og byrjendur í
skrift, kenndi fyrst hvern staf og
síðan orð og setningar, einnig
hvað þarf til að fá samræmi í
skriftina o.s.frv. Þá kom greinileg
framför.
En meðal annarra orða: Er
kennaraefnum í Kennaraháskóla
íslands kennd skrift og að kenna
skrift? Gott væri að fá svör við
því frá þeim sem vita.
Nú er mikið talað um endur-
menntun fullorðinna. Fullorðið
fólk, 20—40 ára og jafnvel eldra,
getur bætt skrift sína jafnvel af
sjálfsdáðum en þó fremur ef það
fær tilsögn. Ég læt hér fljóta með
eitt dæmi. Fertugur maður, sem
þurfti að handskrifa mikið, átti að
hætta á skrifstofunni sökum þess
að erfitt þótti að lesa skrift hans.
Hann tók 15 kennslutíma í skrift,
og þegar hann kom aftur á
skrifstofuna hafði rithönd hans
batnað svo mikið, að hann fékk að
halda stöðu sinni.
Ég endurtek það sem ég sagði
fyrst: Skrift var og á að vera ein af
þremur undirstöðunámsgreinum
gunnskólans, en hún er og mun
verða á undanhaldi, ef svo fer sem
horfir. Ég álít að erlendu málin
eigi að bíða, koma inn í grunnskól-
ann síðar eins og var áður. Margir
krakkar hafa hvort sem er ekki
þroska til slíks náms á þeim aldri
sem nú er byrjað. í staðinn væri
hægt að kenna skrift a.m.k. upp í
10—11 ára, og það gæti bjargað
miklu.
Þetta er fyrst og fremst mál
skólayfirvalda og Kennaraháskól-
ans, en auk þess tekur það til
kennaranna í hverjum skóla og þá
auðvitað skólastjóranna.
Trúlega eru þeir að ganga frá
stundaskrám þessa dagana, og
vænti ég þess, að þeir láti skrift-
ina fá svo drjúgan tíma, sem þeim
er unnt.