Morgunblaðið - 24.08.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980
15
eldflaugum í samræmi við ákvörð
un ráðherra Atlantshafsbandal-
agsins og jafnframt stefnir breska
stjórnin að þvi að taka í notkun
nýja tegund kjarnorkukafbáta svo-
nefnda Trident-kafbáta.
Umræðurnar um það, hvort
kjarnorkuvopn séu á Islandi eru af
allt öðrum toga. Engin herfræðileg
rök mæla með því, að nauðsynlegt
sé að koma slíkum vopnum fyrir í
landinu. Kafbátaleitarvélarnar á
vellinum gætu grandað kafbátum
væri þess krafist af þeim, með
venjulegum vopnum. Orrustuvél-
arnar, sem á flugvellinum eru,
hafa það hlutverk að bægja
óþekktum flugvélum úr lofthelgi
landsins, til þess þarf ekki kjarn-
orkuvopn. Hér eru engar lang-
drægar eldflaugar og ekki þörf
fyrir þær, sem skammdrægari eru,
til varnar landinu. Þá er hér ekki
að finna kjarnorkuvopn til nota í
návígi gegn skriðdrekaárás eins og
er að finna í Vestur-Þýskalandi.
Deilurnar hér á landi má einvörð-
ungu rekja til þess, að af pólitísk-
um ástæðum telur Alþýðubanda-
lagið það henta sér að ala á
grunsemdum um tilvist kjarnorku-
vopna í landinu og er það í raun
leikur að eldi, því að slikar grun-
semdir gætu leitt til þess, að
hugsanlegur árásaraðili teldi það
réttlætanlegt að varpa kjarnorku-
sprengju á landið.
★
Um leið og rætt er um kjarn-
orkuvopnavígbúnaðinn er nauð-
synlegt að minnast á viðleitni
manna til afvopnunar og vígbún-
aðareftirlits. Of barnalegt er að
ímynda sér, að með einhliða yfir-
lýsingum verði ákveðið að þurrka
öll kjarnorkuvopn af yfirborði
jarðar. Eina vonin er sú úr því sem
komið er, að jafnvægið raskist ekki
svo mjög, að Sovétstjórnin telji sig
hafa í fullu tré við Vesturlönd og
neiti þess vegna að ræða afvopnun
og vígbúnaðareftirlit. SALT samn-
ingaviðræðurnar komu ekki til
sögunnar, fyrr en báðir aðilar voru
sannfærðir um, að þeir gætu samið
af styrkleika. Athyglisvert er, að
Sovétmenn féllu frá skilyrðum
sínum vegna viðræðna um tak-
mörkun á kjarnorkuvopnabúnaði í
Evrópu, þegar þeir höfðu sann-
færst um það, að Atlantshafs-
bandalagsríkin ætluðu að koma á
fót gagneldflaugakerfi í Evrópu.
En þessi árangur náðist á fundi
þeirra Helmut Schmidts og Leonid
Brezhnevs nú í sumar.
Eftir þvi sem hernaðartæknin
verður háþróaðri þeim mun erfið-
ara verður að koma á raunhæfu
vígbúnaðareftirliti og afvopnun. I
umræðum um afvopnunarmál
verða menn að hafa hinar pólitisku
forsendur í huga. Það er óneitan-
lega mikill aðstöðumunur að þurfa
að ræða um alla þætti varna sinna
fyrir opnum tjöldum og ieggja það
undir dóm skattgreiðenda í kosn-
ingum, hvort varnir skuli efldar,
eða vera með allt í felum og ákveða
herútgjöld með einu pennastriki. I
fyrri flokknum eru lýðræðisríkin í
vestri en hinum síðari komm-
únistaríkin í austri.
I tilefni af því að Jimmy Carter
gaf út „forsetafyrirmæli 59“ birtist
eftirfarandi í sovéska blaðinu ís-
vestía 19. ágúst: „Það ætti að vera
hverjum ábyrgum stjórnmála-
manni ijóst, að tilraunir til að ná
hernaðaryfirburðum yfir Sovét-
ríkjunum eru jafnvel óraunhæfari
en nokkru sinni fyrr. Sovétríkin
eru megnug að svara hverri hólm-
gönguáskorun sem að þeim er
beint, að bregðast við hverri ógnun
og vernda bandamenn sína fyrir
hernaðarsamsæri og yfirgangi."
Með hinar pólitísku forsendur í
huga og bilið milli lýðræðisríkj-
anna og einræðisríkja kommún-
ísmans þarf enginn að vera í
neinum vafa um, hvaðan einlæg-
ustu óskirnar um samdrátt her-
afla, vígbúnaðareftirlit og afvopn-
un koma. Ofbeldishneigð Sovét-
manna í Afganistan og annars
staðar sýnir mönnum, að þeir hika
ekki við að beita afli sinu og fara
sínu fram í því efni hömlulaust.
Enginn frjálshuga maður getur
efast um nauðsyn varðstöðunnar
gegn þeim.
Björn Bjarnason
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐENU
Hellesens
rafhlöður
lifa lengur...
Hellesens
l.
S
!
í Alpa básnum í Laugardalshöll,
hangir uppi stafli af Alpa smjörlíki.
Sýningargestir geta reiknaö út hve
mörg stykki og hve mörg kíló af
Alpa eru í honum.
Svörum er síöan skilaö á staönum.
Aö lokinni sýningu veröur dregiö úr
réttum lausnum og þrenn aöalverö-
laun veitt auk 10 aukaverölauna.
Alpa — ómissandi á brauöiö,
í baksturinn, á pönnuna.
smjörlíki hf.
TAKIÐ
Heimilið
/o¥:T.)
r
4