Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 16

Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 fltagti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ftitstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Ofanígjöf sjávar- útvegsráðherra Afmælisdagur ríkisstjórnar- innar, þegar hún var hálfs árs, leið svo, að á yfirborðinu yrðu engar misfellur greindar á stjóm- arsamvinnunni. Allt var slétt og fellt og forsætisráðherra lét það eftir sér yfir kaffibolla að lýsa því yfir, að ríkisstjórnin myndi von- andi lifa út kjörtímabilið. Nýtt tungl hafði þó ekki runnið upp, áður en formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Her- mannsson, sá ástæðu til að setja ofan í við samráðherra sína og minna þá á, að það væri einkum ætlast til þess af ríkisstjórn, að hún tækist á við þann vanda, sem við væri að glíma i þjóðlífinu. Ef allt yrði látið danka kynni svo að fara, að dagar ríkisstjórnarinnar yrðu senn taldir, — „enda er engri ríkisstjórn vært með 60 til 70% verðbólgu", sagði hann. Ofanígjöf sjávarútvegsráðherra var ekki að ástæðulausu. Hrað- fristiiðnaðurinn hefur verið rek- inn með tilfinnanlegum halla og þar er einnig um uppsafnaðan vanda frá fyrra ári að ræða, eins og ráðherrann tók réttiiega fram. Þetta hefur m.a. valdið því, að sumum frystihúsum hefur verið lokað vegna rekstrarörðugleika og annars staðar jaðrar við stöðvun. Svipaða sögu er af öðrum greinum útflutningsatvinnuveganna að segja. Hjörtur Eiríksson forstjóri Iðnaðardeildar SÍS lét svo um- mælt í Morgunblaðinu á föstudag- inn, að staða ullar- og skinnaiðn- aðarins væri mjög alvarleg. — „Þessa dagana er verið að skoða stöðuna mjög nákvæmlega og enn er ekki ljóst hver niðurstaða þeirrar athugunar verður, en því er ekki að neita að ef í ljós kemur að einstakar rekstrareiningar standa mjög illa, þá er ekki um annað að ræða en að hætta þeim,“ sagði Hjörtur Eiríksson. Eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu höfum við Islendingar þegar orðið að kippa að okkur hendinni varðandi markaði er- lendis, sem hefur kostað okkur mikla fjármuni og fyrirhöfn að vinna. Og þess hefur líka orðið vart, ekki sízt í samkeppnisiðnað- inum, að fyrirtækjum hefur verið lokað eða fjölda manns sagt upp atvinnunni eins og í kex- og sælgætisiðnaðinum. I útvarpsviðtali hefur Stein- grímur Hermannsson talað um, að grípa þurfi til gengisfellingar eða hraðs gengissigs til þess að rétta við hag hraðfrystiiðnaðarins, þar sem aðrar ráðstafanir hrykkju ekki til. Hann hefur jafnframt lagt áherzlu á, að þvílíkum dýrtíð- arráðstöfunum yrði að haga á þann veg, að þær ykju ekki á verðbólguna, — eða m.ö.o. að áhrifa þeirra gætti ekki í verð- bótavísitölunni, a.m.k. ekki að fullu. Svavar Gestsson heilbrigðis- ráðherra segir að vísu, að stjórnin eigi líf sitt undir mörgum þáttum og „meðal annars þeim, að menn fari hóflega í yfirlýsingar". Hann tekur þó undir þau sjónarmið Steingríms Hermannssonar að tryggja verði rekstrargrundvöll atvinnuveganna fram hjá vísitöl- unni, þegar hann segir: „... von- andi verður hægt að halda þeim ráðstöfunum utan við verðbólguna að einhverju leyti.“ Það er athyglisvert, að helzti talsmaður Alþýðusambandsins Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri, þykist hvorki sjá né heyra þær umræður, sem nú fara leynt og ljóst fram um það, að leysa vanda atvinnuveganna fram hjá verðbótavísitölunni. Einhvern tíma hefði minni ávæningur en nú er fram kominn, gefið honum og skoðanabræðrum hans innan verkalýðshreyfingarinnar tilefni til meiri háttar yfirlýsinga. En nú er sem sagt komið annað hljóð í strokkinn, hvaða ályktun sem svo á að draga af því. Ef einstakar yfirlýsingar ráð- herra Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags eru lesnar ofan í kjölinn og sömuleiðis skrif ann- arra pólitískra málgagna ríkis- stjórnarinnar en Dagblaðsins kemur í ljós, að það skiptast á hnig og ris í stjórnarsamstarfinu eins og við Kröflu. Það kraumar undir og enginn getur sagt um það með vissu, hvort né hvenær upp úr sýður fyrir alvöru. Deilurnar um olíutankana í Keflavík hafa verið settar á svið af kommúnistum til að eiga útgönguleið, ef með þarf, og hefur vakið athygli, að forsæt- isráðherra kaus að halla sér að Þáttaskil í * Aaðalfundi Flugleiða hf. í sumarbyrjun kom fram, að það myndi ráðast af framvindu mála á þessu sumri, hvernig rekstri félagsins yrði háttað á Atlantshafsleiðum á vetri kom- anda. Morgunblaðið sagði í um- sögn sinni um þann fund, að iífvörður félagsins stæði yfir á þessari flugleið. Stjórn Flugleiða hf. hefur nú ákveðið að draga verulega saman ferðir sínar frá Islandi til New York og Luxem- borgar. Til dæmis verða ekki nema tvær ferðir farnar til New york á viku samkvæmt næstu vetraráætlun, en þegar umsvifin voru mest hjá félaginu á þessari leið voru farnar 23 ferðir á viku. Ljóst er, að íslendingar eru ekki lengur stóraðilar að Atlantshafs- fluginu, þar sem risarnir heyja nú hatrammt verðstríð, sem enginn veit hvernig muni lykta. Þessi niðurstaða er síður en svo sár- þeim í þessum átökum fremur en að styðja fornvin sinn, Ólaf Jó- hannesson utanríkisráðherra. Hið sama er að segja um framsókn- armenn að þeir eru við öllu búnir og láta heyra æ meira til sín í sambandi við atvinnumálin. Og á meðan þetta dankar svona og hjakkar í sama farinu, heldur áfram að síga á ógæfuhliðina hjá þjóðinni, lífskjör versna, kaup- máttur og ráðstöfunartekjur minnka, öryggisleysis er farið að gæta í atvinnumálum. Þetta er sá skattur, sem við verðum að greiða af þeirri ævintýramennsku, sem nú veður uppi á hæstu stöðum í þjóðfélaginu. Núverandi „mið- vinstri stjórn" hefur öll sjúkdóms- einkenni venjulegra vinstri stjórna. Og nú ganga klögumálin á víxl eins og í öðrum vinstri stjórnum. flugmálum saukalaus fyrir starfsmenn Flug- leiða hf., sem verið hefur meðal stærstu atvinnurekenda hér á landi og verður að vona, að þeir sem þegar hafa orðið að láta af störfum eða munu hætta innan fárra mánaða hjá fyrirtækinu fái allir ný verkefni við sitt hæfi. Á þessari stundu skal ekki spáð neinu um það, hverjar verða afleiðingar þessara síðustu ákvarðana, þegar frá líður. Megin- máli skiptir, að flugsamgöngur milli íslands og annarra landa séu í því horfi, að eðlilegt samband við umheiminn rofni ekki. Tækjakost- ur þarf að vera fullkominn og vel búinn, og menn verða að geta treyst á þær áætlanir, sem aug- lýstar hafa verið. Einkaaðilar eru best til þess hæfir að halda flugþjónustunni í hæfilegu horfi. Ekki má leggja neinar óeðlilegar opinberar hömlur á þá, heldur veita þeim sanngjarna aðstoð til að bjarga því sem bjargað verður. .♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« | Reykjavíkurbréf *►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 23. ágúst ♦♦♦♦•• ♦♦♦♦♦«* Sjónhverfingar Að hætti fyrri vinstri stjórna leggur sú ríkisstjórn, sem nú situr, mesta áherslu á sjónhverfingar. Með alls kyns töfrabrögðum, ef ekki beinum fölsunum, er reynt að telja mönnum trú um, að ekki sé allt sem sýnist. Fjármálaráð- herra, Ragnar Arnalds, gengur í þessa átt í opinberum tilkynning- um, sem hann lætur frá sér fara um skattamálin. Þar er meðal annars komist að þeirri niður- stöðu, að vegna þess að ekki innheimtist nema 87% álagðs tekjuskatts, sé skattbyrðin ekki nema einum milljarði þyngri nú en í fyrra. Tækju einstakir skatt- greiðendur orð ráðherrans bók- staflega, ættu þeir nú þegar að tilkynna viðkomandi yfirvöldum, sem starfa undir stjórn ráðherr- ans, að þeir ætli ekki að greiða nema 87% álagðs tekjuskatts. Ekki skulu menn þó að óathuguðu máli hvattir til að halda eftir 13% af því, sem þeim ber að greiða í tekjuskatt. Orð ráðherrans eru nefnilega líklega markleysa eins og flest annað^em frá honum og ríkisstjórninni kemur, það gæti leitt til hinna hæstu dráttarvaxta- greiðslna og annarra óþæginda að taka mark á þeim. Sjávarútvegsráðherra, Stein- grímur Hermannsson, lýsir sig andstæðan innlendum skipasmíð- um, því að gamla togara þurfi að flytja úr landi. Næsta sem gerist er, að fram koma upplýsingar um að 11 nýir togarar séu að bætast við fiskiskipastólinn og 2 muni hverfa úr landi. Að vísu er það í samræmi við annað hjá sjávarút- vegsráðherra, að hann segist ekki vita, hvers vegna menn tali um 11 nýja togara, hann hafi ekki heyrt um nema 6 og ef til vill 7. Sumir héldu, að ráðherrann væri að telja skuttogara, þegar hann átti að sitja fund með verkalýðsforingj- um á fimmtudagsmorguninn. En reyndin var sú, að hann var að setja djúpsprengju undir stjórn- arskútuna. Niðurtalningarstefna fram- sóknarmanna, sem ríkisstjórnin fylgir í „baráttu" sinni við verð- bólguna, er dýrkeypt sjónhverfing. Þar stendur ekki steinn yfir steini. Samkvæmt stefnunni áttu vörur og þjónusta ekki að hækka yfir 7% 1. ágúst. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, sat fyrir svörum í sjónvarpssal 21. maí sl. Þá sagði hann, að hann byggist ekki við, að unnt yrði að halda verðhækkunum á vöru og þjónustu innan 7% efri markanna 1. ágúst, en sagðist vona, að þær héldust innan 8% marka. Þessi von for- sætisráðherra varð að engu, því að vara og þjónusta hækkaði um 10,12% 1. ágúst samkvæmt þeim tölum, sem birtar voru í vikunni. Samkvæmt niðurtalningarstefn- unni eru efri mörk hækkana 5% 1. nóvember næstkomandi, þegar liggur fyrir spá Þjóðhagsstofnun- ar um að hækkunin verði nær 13%. Á fundi með atvinnurekendum skýrðu ráðherrar úr öllum fylk- ingum stjórnarsamstarfsins frá því, að gengisfelling væri fram- undan. Sama dag og Morgunblaðið birti frétt um þetta, var skýrt frá því á baksíðu Tímans, að í ræðu á fjórðungsþingi Vestfirðinga hefði sjávarútvegsráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, látið að því liggja, að hækkunaráhrifum geng- isfellingar yrði haldið utan vísi- tölubóta á laun. Þóttust menn þá sjá, hvers vegna kommúnistar töldu svo mikilvægt að hraða samningum um laun opinberra starfsmanna og láta fjármálaráð- herra í té sjálfdæmi um fyrir- komulag vísitölubóta. Um leið og þessar gengisfellingarfréttir bár- ust, boðaði Alþýðubandalagið til fundar, þar sem verkalýðsrekend- ur flokksins voru látnir votta ráðherrum kommúnista, ríkis- stjórninni og Ólafi Ragnari Grímssyni virðingu sína og holl- ustu. Var af mörgum talið ein- kennilegt, að á fundinum skyldi Kristján Thorlacius, formaður BSRB, ekki hafa verið verðlaunað- ur fyrir að vera ávallt ósamkvæm- ur sjálfum sér, en samkvæmur stefnu Alþýðubandalagsins. Samhliða þessum pólitísku sjónhverfingum, sem rikisstjórnin stundar sér til framfærslu, kynnt- ust landsmenn því í greinargóðum sjónvarpsþætti í vikunni, hvaða blekkingum er beitt í verðlagn- ingu á öllum nauðsynjum þeirra. Má í því sambandi minna enn einu sinni á, að Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokk- ur telja það meðal æðstu skyldna sinna að halda verndarhendi yfir þessu spiilta og morkna kerfi. Allar breytingar á því eru af hinu illa í þeirra augum. Kommúnistar og kenningin Hugarfar ritstjóra Þjóðviljans kom skýrt fram í vikunni, þegar hann taldi verkamönnum í Pól- landi sæmst að ákalla Lenín sér til hjálpar í baráttu sinni við harð- stjóra, sem eru einmitt að fram- fylgja hugmyndafræði þeirra Marx og Leníns. Greinilegt er, að Þjóðviljinn eða boðskapur hans berst ekki til verkfallsmanna í Póllandi, sem betur fer, er óhætt að segja. Daginn eftir að blaðið hafði bent Pólverjum á Lenín sér til sáluhjálpar, birtist mynd í dagblöðum um heim allan, þar á meðal hér í Morgunblaðinu, af verkfallsmönnum í Lenín-skipa- smíðastöðinni í Gdansk, þar sem þeir krjúpa á kné og biðja til Guðs sér til hjálpar. Það var áhrifamik- il mynd. Verkamenn og alþýða í Póllandi hafa sterkan bakhjarl, þar sem kaþólska kirkjan er — og Pólverji í sæti Péturs postula. Óhætt er að fyllyrða, að síst af öllu nenna þjáðir íbúar kommún- istaríkjanna að leggja við hlustir þegar makráðir stofukommúnist- ar á Vesturlöndum taka sig til í því skyni að leggja þeim lífsregl- urnar. í augum þessa fólks er Lenín átrúnaðargoð þeirra, sem ástunda kúgunina og þola ekki hina minnstu skímu frelsisins án þess að snúast til sjálfsvarnar eins og þeir hafi fengið ofbirtu í augun. Ritstjórar Þjóðviljans ættu því að sjá sóma sinn í því að láta vera að gefa þessu fólki nokkur ráð. Einkennilegt er þó að sjá það á því herrans ári 1980, að ritstjóri Þjóðviljans skuli aðeins hugsa af hlýjum hug til Leníns gamla, þegar hann myndast til þess að fara nokkrum orðum um ástandið í Póllandi. En Kjartan Ólafsson komst svo að orði: „Máske geta verkfallsmennirnir í Gdansk sótt til Leníns nokkurn fróðleik um baráttuaðferðir gegn alræðis- stjórnum." Slík trúfesta við kenn- inguna hlýtur að vera mikils metin í musteri æðstu prestanna í Kreml. Hvernig ætli Gyðingar hefðu tekið ábendingum um að lesa fræði Hitlers? A íslensku er sagt, að snara skuli ekki nefnd í hengds manns húsi. Var Lenín á móti stóriðju? Fullyrt er, að Lenín hafi á kommúnistaþingi um 1920 talað um þá þýðingu, sem ísland kynni að hafa sem kafbátastöð eða fyrir kafbáta í hugsanlegri stórstyrjöld. Séu þessi ummæli rétt eftir Lenín höfð, hljóta þau að vega þungt í hugum fylgismanna hans hér og skýra, hvers vegna þeim er svo illa við aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Hún kemur nefni- lega í veg fyrir, að Sovétmenn geti slegið eign sinni á landið og notað það í þeim tilgangi, sem Lenín nefndi. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 1 7 Birgir ísl. Gunnarsson: Úr Kínaferð: flauta sig í gegnum reiðhjóla- mergðina. Hvernig lifir allt þetta fólk? Hvernig eru kjör þess og lifnaðar- hættir? Að því reyndum við að komast. Kínverjar telja það sér til hróss, að þeir hafi nú unnið bug á hungrinu, hinu aldagamla böli Kínverja. Vissulega er það afrek að hafa náð því valdi á matvæla- framleiðslunni að geta brauðfætt allan þennan fjölda. Þó þarf ekki mikið út af að bregða til að erfiðleikar skapist og sögusagnir eru um, að enn geti brugðið til beggja vona með næg matvæii í sveitahéruðum í afskekktari hlut- um Kína. Kínverjar eru heldur ekki þurft- arfrekir og allur samanburður við lífskjör okkar Vesturlandabúa er tilgangslaus. I öllum samtölum viðurkenndu gestgjafar okkar, að lífskjör Kínverja stæðu langt að baki því, sem við ættum að venjast. „En allt stendur það til bóta“ — bættu þeir við. Eitt aðalvandamálið í borgun- um er skortur á húsnæði. Nánast allt íbúðarhúsnæði er í eigu ríkis- ins og í Peking t.d. eru uppi mikil „Flestir útlendingar sem koma til Kína, fara að Kinamúrnum mikla. en hægt er að komast að honum með þriggja tima bilferð frá Peking. Kfnamúrinn er um 6000 km langur og er fyrsti hluti hans byggður á árunum 221—207 fyrir Krist. Hann er annað tveggja mannvirkja á jörðunni, sem tunglfarar gátu greint. Myndin sýnir horgarfulltrúana frá Reykjavfk i hópi kinverskra gestgjafa við múrinn.“ Lífskjör í Fyrri hluta júlí-mánaðar fórum við þrír borgarfulltrúar úr Reykjavík í ferðalag til Kína í boði Peking-borgar. Lengst var dvalist í Peking, en síðan heimsóttar fjórar aðrar borgir, þ.e. Nanking, Soochow, Shanghai og Canton. Eg hef hugsað mér að rita í Mbl. nokkrar stuttar greinar um ýmis- legt sem fyrir augu og eyru bar á þessu athyglisverða ferðalagi og reyna jafnframt að lýsa þeim áhrifum, sem ég varð fyrir í þessu fjarlæga landi. íslendingur sem kemur til Kína er í rauninni kominn í annan heim. Hugsunarháttur, menning, verðmætamat — allt er þetta svo gjöróíkt því, sem við eigum að venjast og erum alin upp við, að samanburður er nánast út í hött. Þó freistast maður til þess að bera saman og hugsa þá útfrá þeim sjónarhóli, sem maður vanalega stendur á. Þótt flest sé gjörólikt, þá skynja menn þó fljótt, að Kínverjar eru hjartahlýtt og gott fólk, sem gaman er að kynnast. Eftir 12 tíma beint flug frá París til Peking í Boeing 747, með kínverska ríkisflugfélaginu, þar sem m.a. var á leiðinni sýnd nýjasta glæpamynd með Charles Bronson, — og eftir stutta mót- tökuathöfn á Peking-flugvelli er- um við staddir á götum Peking- borgar á leið að hótelinu. Hver eru fyrstu áhrifin? Hvað vekur mesta athygli? Enginn vafi er á því að það er mannmergðin. Endalaus straumur fólks, ýmist gangandi eða á reiðhjólum, liðast um götur og torg. Bílar eru fáir og fyrst og fremst í eigu ríkisins eða kommis- aranna. Hinsvegar eru 3,5 milljón reiðhjól í Peking, en hin opinbera tala um ibúafjölda í borginni er 8 millj. íbúar en heildaríbúatala í Kína er um 900 milljónir. „Það versta við reiðhjólin," sagði leið- sögumaður okkar, „er að þau eru til svo mikils trafala í umferð- inni“. Þetta sagði hann, þegar bíllinn okkar var að reyna að áform um byggingu íbúðarhús- næðis og þá nær eingöngu í fjölbýlishúsum. Ríkið er aðal- byggjandinn, en afhendir síðan íbúðirnar til verksmiðja eða hverfisstjórna, sem síðan úthluta íbúðunum til þeirra fjölskyldna, sem taldar eru-verðugar. í Shanghai heimsóttum við t.d. nýlegt íbúðarhverfi. Stærð meðal- íbúðar þar var um 30 fermetrar, en gróft reiknað er talið, að hver íbúi hafi um 5 fermetra í íbúðar- húsnæði. (í Reykjavík eru um 40 fermetrar á hvern ibúa). í því íbúðarhúsi, sem við heimsóttum voru 6 manns í 30 fermetra íbúð, en tvær íbúðir voru saman um eldhús og snyrtiherbergi. í Kína búa kynslóðirnar saman. Þegar okkur bar að garði var amman ein heima, maður hennar var úti, en auk þeirra bjuggu í íbúðinni dóttir þeirra og tengdasonur með tvö börn. Gamla konan var hress í tali. Hún sagði, að áður en þau fengu þessa íbúð hefðu þau búið í litlum kofa með stráþaki, sem hefði verið kaldur og rakur. Þau hefðu sótt um betra húsnæði og Kína fengið það. „Og allt er þetta að þakka okkar miklu leiðtogum" — bætti gamla konan við — „hin mikla forysta hefur tryggt okkur aukið öryggi." Sem fyrr segir er þó húsnæð- isskortur mikill og stór hverfi í borgunum eru mjög frumstæð, rennandi vatn í vatnspóstum á götum úti og hýbyli þröng og vafalaust köld á vetrum, en í Peking t.d. er meðalhiti mun lægri en hér í janúar eða tæplega 5 gráðu frost, þegar við erum rétt neðan við frostmark. Mjög er einkennandi fyrir Kín- verja hversu snyrtilegir og hrein- legir þeir eru, þótt hreinlætisað- staða sé víða ófullkomin. Hvernig er efnahagur fólks og lífskjör að öðru leyti? Við skulum reyna að átta okkur á því, með því að skoða nokkrar tölur. Aðalmynt- in í Kína heitir yuan og er verðmæti hennar um 350 ísl. kr. Laun voru nokkuð misjöfn eftir vinnustöðum. Algeng laun voru þó 50—70 yuan á mánuði eða frá 17.500,- ísl. kr. - 24.500.-. Hafa ber í huga, að oftast vinnur fleiri en einn í fjölskyldu og stundum vinna allir, þ.e. afi og amma, pabbi og mamma og unglingarnir.Ef nefna á verðlag á nokkrum nauð- synjum, þá lítur það svona út: Húsaleiga fyrir 30 fm íbúð er um 7 yuan (þ.e. allt af 10% af launum einstaklings). Ef íbúðin er búin rafmagni og gasi, kostar það að auki 5 yuan á mánuði. Ef barn er á barnaheimili, kostar það 6 yuan á mánuði. Það er niðurgreitt verð, en ef börnin verða fleiri en eitt hækkar verðið á barn. Á þann hátt reyna Kínverjar m.a. að halda niðri fólksfjölgun. Reiðhjól kostar 150—170 yuan (þ.e. allt að þrenn mánaðarlaun). 12 tommu svart/ hvitt sjónvarpstæki, sem margir Kínverjar reyna nú að eignast, kostar um 400 yuan. Kíló af fiski kostar 1—2 yuan og önd, sem er veislumatur.kostar um 4 yuan stykkið. Allt eru þetta meðaltalstölur úr stórborgunum og geta þær að sjálfsögðu sveiflast eftir atvikum, en þó gefa þær nokkra hugmynd um lífskjör og efnahag venjulegra kinverskra fjölskyldna. Unnið er 6 daga vikunnar og jafnlengi á laugardögum sem aðra daga. í Kína eru engin sumarfrí. Frídagar eru samtals um 70 dagar á ári, þ.m.t. sunnudagar. „Við höfum svo mikið að gera í okkar uppbyggingu, að við höfum ekki efni á því að taka sumarfrí" — sögðu gestgjafar okkar, þegar tal- ið barst að þessu efni. Ekki er til þess vitað, að Lenín hafi í ræðum sínum eða ritum lagt bann við því, að íslendingar réðust í stórvirkjanir og orkufrekan iðn- að í tengslum við þær. Engu er þó líkara en núverandi iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttorms- son, hafi numið einhvern slíkan vísdóm, þegar hann lærði fræði Marx og Leníns í Austur-Þýska- landi fyrr á árum og stjórnaði sellustarfsemi ungkommúnista eins og menn geta kynnt sér með því að lesa Rauðu bókina — leyniskýrslur SÍA — skýrslurnar, sem Einar Olgeirsson krafðist, að yrðu brenndar. Áhugi kommúnista í Alþýðu- bandalaginu á því að komast í iðnaðarráðuneytið hefur verið óeðlilega inikill. Sérstaklega þegar til þess er litið, að í þeim þremur ríkisstjórnum, sem þeir hafa átt iðnaðarráðherra síðan 1971, hefur það verið þeirra helsta kappsmál að tefja framgang allra skynsam- legra framkvæmda. Ekki liggur fyrir nein stefna í virkjanamálum og aðgerðarleysið í því efni getur haft hinar alvarlegustu afleið- ingar, þegar fram líða stundir — og e.t.v. ónauðsynlegt atvinnu- leysi, þegar þjóðinni fjölgar og aðrir atvinnuvegir geta ekki mætt fólksfjölguninni. En það verður dýrt spaug að láta menn, sem eru á móti stóriðju og nauðsynlegri virkjun fallvatna, stjórna stór- iðjumálum. Er vert að minnast þess, að nú eru um 10 ár síðan Alþingi samþykkti lögin um heim- ild til að virkja við Hrauneyjafoss og framkvæmdir við þá virkjun standa nú yfir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu stór- virkjun, og tími til þess styttist óðfluga, vilji menn ekki láta þráð- inn í skynsamlegum virkjunum slitna. Fleiri stunda Lenín-frædi Hjörleifur Guttormsson er ekki eini ráðherrann í ríkisstjórn ís- lands, sem lagt hefur stund á fræði Marx og Leníns í Austur- Þýskalandi, sem löngum hefur verið talið tengiland kommúnista á Islandi við máttarvöld heims- kommúnismans. Svavar Gestsson núverandi heilbrigðis-, trygginga- og félagsmálaráðherra sat í Austur-Þýskalandi þegar sovéski herinn og leppar hans, meðal annars austur-þýskir, kæfðu frels- ishreyfinguna í Tékkóslóvakíu 1968. Nam Svavar þá fræði Leníns og undirbjó íslenska útgáfu á úrvalsritum Karls Marx og Fried- rich Engels. Fróðlegt er að kynnast þeim sjónarmiðum, sem fram koma hjá kommúnistum á íslandi, á meðan þeir dveljast undir harðstjórn kommúnismans. í skýrslu um kosningar í Austur-Þýskalandi, sem Hjörleifur Guttormsson sendi 16. nóvember 1958, segir svo sam- kvæmt Rauðu bókinni: „Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræð- ur né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósialism- ans, og þá síst Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst, að „frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlöndum gefa alranga mynd af vilja fólksins. Hins vegar finnst okkur kosn- ingar hafa lítið gildi, þegar um ekkert er að velja nema mjög þröngt afmarkaða stefnu, þó hún að vísu sé leið til sósialisma. Fyndist okkur heiðarlegar að farið, ef valdhafar hér lýstu yfir, að þeir hefðu tekið völdin og létu engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða annað múð- ur.“ Eru það ekki einmitt sjónarmið í þessum anda, sem ráða því nú, að pólska ríkisstjórnin neitar að verða við kröfum alþýðu landsins um bætt kjör? Ráða þessi sjón- armið einnig afstöðu „gáfumanna- hópsins“ í Alþýðubandalaginu til alþýðu manna á íslandi? Hvergi hefur komið fram, að þeir, sem stóðu að þessari skýrslu, er Hjör- leifur Guttormsson undirritaði 1958, hafi breytt um skoðun. Enn ákallar ritstjóri Þjóðviljans Lenín sér til hjálpar. Fátæktarstefnan er stefna kommúnista á íslandi eins og annars staðar. Fólkið skal þjóðnýtt í fjötrum sósíalismans og skammtað svo naumt úr hnefa, að það geti með naumindum dregið fram lífið og ekkert annað. Komid úr felum Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 fóru kommúnistar á íslandi í felur með samskipti sín við löndin í Austur-Evrópu. Vildu þeir þann- ig reyna að komast undan smán- arstimplinum. Tengslin slitnuðu þó aldrei og hafa ekki slitnað enn þann dag í dag. Rúmenía fékk á sig það orð, að hún væri öðru vísi kommúnistaríki en hin, af því að Rúmenar væru sjálfstæðari í utanríkismálum. Af þessu tilefni hafa kommúnistar á Islandi ekki farið alveg huldu höfði í ferðum sínum til Rúmeníu. Geta menn kynnst þeirri samskiptasögu með því að lesa til dæmis bókina Ungverjaland og Rúmenía eftir Þórunni Magnúsdóttur, sem Menningarsjóður gaf út fyrir nokkrum árum, fyrirtækinu til álitshnekkis. Síðustu skýrslur Amnesty Int- ernational benda til þess, að í Rúmeníu sé kommúnismanum jafnvel framfylgt af meiri harðn- eskju en gengur og gerist í kúgun- arríkjunum. Persónudýrkunin á Nicolas Ceausescu, flokksleiðtoga, er takmarkalaus og hann hefur skipað ættmenni sín og tengdafólk í allar þær trúnaðarstöður, sem fjöldi þess leyfir. I lýsingu franska blaðsins Le Monde á 12. flokks- þingi rúmenskra kommúnista kemur fram, að í fjóra daga samfellt hafi 2656 fundarmenn staðið upp á 10 mínútna fresti með lófataki og öðrum hávaða, hrópað sexfalt húrra og síðan, að Ceaus- escu væri maður fólksins. Sjálfur hafi hann setið á palli og horft lítillátur í gaupnir sér. Beðið þolinmóður eftir því, að hrifn- ingarölduna, sem kona hans hafi tekið innilegan þátt í, lægði. Kæmi til þess, að lófatakið stæði lengur en í 45 eða 50 sekúndur, hafi Ceausescu gefið fundar- mönnum merki um að setjast, þeir mættu ekki gleyma því, að á flokksþing kæmu menn til að vinna, en ekki skemmta sér. Bréfritara er ekki kunnugt um, hvort siíkar starfsaðferðir hafi verið teknar upp á fundum Al- þýðubandalagsins. Vafalaust eru ráðamenn í „gáfumannahópnum" ekki búnir að gleyma þeim og þær eru í fullu samræmi við kenningar Leníns. Kann ýmsum að bjóða í grun, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi einmitt valið Alþýðubanda- lagið sér til pólitískrar bólsetu í von um að með þeim Hjörleifi og Svavari yrðu innleiddir þessir rúmensku siðir. En talið er, að Svavar Gestsson verði kjörinn formaður Alþýðubandalagsins á næsta flokksþingi þess og Hjör- leifur Guttormsson varaformaður. Líklega verður flokksþing Al- þýðubandalagsins haldið um svip- að leyti og efnt verður til sérstakr- ar eistlenskrar menningarviku hér á landi. Þar munu félagsmenn MIR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, samgleðjast sovésku herraþjóðinni vegna þess, að í ár eru 40 ár liðin frá því að Rauði herinn hemam Eystrasalts- löndin. Á máli þeirra, sem ákalla Lenín sér til hjálpar, heitir það hernám nú „innganga Eystra- saltsríkjanna í Sovétríkin".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.