Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980
ÍSLENDINGUR komst á
síöur heimsblaöanna nú
í sumar — óvart. í júlí-
hefti tímaritsins Stern
birtist mynd af vörpu-
legum manni í bjarg-
belti, nýsloppnum úr
sjávarháska. — Svei
mér, ef þetta er ekki
Vilhjálmur Ólafsson,
sagöi viö mig maöur. Nú
spyr ég þig fyrst Vil-
hjálmur, hvaö ert þú aö
gera á síöum heims-
blaöanna? — Ja, þaö veit
ég ekki, anzaöi Vil-
hjálmur. En ég get
sagt þér hvaö ég var aö
gera þegar myndin var
tekin. Áöur skulum viö
kynna manninn.
— Ég er Seltirningur, fæddur
1930, sonur hjónanna Ólafs
Jónssonar, gjaldkera hjá Kveld-
úlfi, og Ingibjargar Eiríksdóttur.
Sextán ára fór ég fyrst til sjós, á
síld fyrir norðan á báti frá
Vestmannaeyjum, Reynir hét sá
bátur. Árið eftir fékk ég pláss á
einum Kveldúlfstogaranum, það
var 1947. Þetta var Þórólfur og
Hallgrímur Guðmundsson var
með hann, ágætur maður. Hann
tók við Úranusi skömmu síðar og
ég fylgdi honum. Síðan var ég á
togurum og bátum og síðast á
Ögra. Við Brynjólfur vorum
gamlir skipsfélagar af Marzin-
um. Seinustu árin hef ég verið á
fragtskipum hérlendum, þar til
fyrir einu ári eða svo, að ég réði
mig hjá Nordö-fyrirtækinu í
Malmö. Reyndar er saga i kring-
um það.
— Já, það var það. Þannig var
það, að skömmu eftir að ég réðst
til þessa sænska félags, fékk það
þrjú ný skip, systurskip, 11000
tonn hvert þeirra; flutningaferj-
ur, og ég varð háseti á Zenobíu,
vörubílaferju sem var á rútunni
Koper, Júgóslavíu, Tartas, Sýr-
landi. Við vorum 153 um borð að
meðtöldum vörubílstjórunum.
Allir gengu þessir flutningar
eðlilega fyrir sig, a.m.k. meðan
ég var um borð. Þar til nótt eina
í júní. Dagurinn hafði liðið eins
og venjulega, ég kominn í koju,
eftir vinnu, og sofnaður. Vissi ég
ekki af mér fyrr en ég vaknaði
standandi í kojunni — þetta var
þverkoja. Það tók mig tímann að
átta mig, að skipið var komið á
I hliðina. Ég heyrði hróp og köll
frammi á göngum og þegar ég
fann hallan aukast áfram, leizt
mér ekki á blikuna og dreif mig
upp á dekk með allt mitt hafur-
task. Þar voru menn á harða-
hlaupum, margir á nærklæðun-
um einum saman, hrópandi og
æpandi. Bílstjórarnir voru óvan-
ir sjónum og hræddust hann.
Hallinn á skipinu var nú
orðinn sem svaraði 45 gráðum,
og skipstjórinn skipaði öllum í
bátana. Vegna hallans var að-
eins hægt að koma út tveimur
bátum á bakborðshliðinni. Þang-
að þustu 150 manns og reyndi
hver sem hann gat, að troða sér í
þessa tvo báta. Brllt komst samt
á skikkanleg ró. Flestum varð
ljóst, að 11000 tonna skip sykki
ekki í einu vetfangi. Tvö skip
voru komin okkur til hjálpar,
annað rússneskt, hitt þýzkt.
Áfallalaust komumst við útí
þessi skip, nema skipstjórinn.
Hann einn varð eftir. Það var
mikill ágætismaður, mér þótti
leiðinlegt að þeta skyldi henda
hann. Áhöfn og bílstjórar voru
fluttir til Limmasol á Kýpur.
En Zenobía sökk ekki þarna.
Það tókst að rétta hana við og
draga til ytri hafnarinnar í
Lanarca. Þar voru mættir menn
frá útgerðinni, tryggingarfélög-
um, björgunaraðilum, ennfrem-
ur rannsóknarmenn frá sænska
sjóferðaeftirlitinu. Fyrir augun-
um á öllum þessum mönnum,
gerði Zenóbía það sem enginn
hafði búizt við af Zenóbíu. Hún
lét sig hafa það að sökkva fyrir
framan nefið á þessum merkis-
mönnum. Við höfðum farið
nokkrir um borð, að vinna; ég
þann sjötta júní til að hreinsa i
vélarrúminu. Klukkan ellefu
þetta kvöld hætti ég vinnu og fór
í koju. Ég var rétt í svefnrofun-
um þegar ég fann að skipið var
farið að síga. Við forðuðum
okkur í land, þessir fimmtán
sem voru um borð, og úr landi
fylgdumst við með þessu stóra
skipi síga í hafið. Það var
fullhlaðið, 130—140 flutningabíl-
ar, allir saman hlaðnir; ég gæti
Ein Ijósmynda Vilhjálms, og sýnir Zenobíu i 45 gráðu halla
Zenobía
sökk
Nei, ég hygg ekki á flutning
heim. Kjörin úti eru það góð,
einungis sex vikna vinna og
síðan sex vikna frí. Ég er ennþá
hjá sama félagi, já, fór á annað
systurskip Zenóbíu, Scandinavia
heitir það, og uni mér vel.
trúað að þarna hafi sokkið á einu
bretti kannski 4—5 hundruð
sænskar milljónir — milli 48.000
og 60.000 milljónir íslenzkar.
Orsakirnar eru ókunnar ennþá,
rannsókn stendur enn. En stýri-
maðurinn hélt því fram í
blaðagrein að útgerðin hefði
svikið þá um kjölfestu.
Hvað um það. Þetta vakti
athygli úti, greint var frá þessu
ítarlega í sjónvarpi, o.s.frv. Og
þá kem ég að mér og heimsblöð-
unum.
Þegar við fórum í bátana og
björguðumst í þýzka og rúss-
neska skipið, þá hafði ég með
mér myndavélina 'óg tók 31
mynd af atburðinum. Ég bað
líka einn félaga minn að mynda
mig og skipið, sem við héldum
sökkvandi í baksýn. í Limmason
lét ég framkalla þessa filmu og
þá voru allir stígvélafullir að
eignast þessar myndir, svo við
létum kóperera fleiri en hundrað
eintök af sumum. Án þess, að ég
hefði um það nokkra hugmynd
tóku þessar myndir að birtast í
ólíklegustu blöðum víðs vegar
um heim, og meðal annars í
Stern. Þetta eru mínar myndir,
ég á ennþá filmuna og nú vil ég
að þessi stórblöð greiði mér fyrir
myndbirtingarnar og hef leitað
eftir lögfræðiaðstoð. — En eins
og þú sagðir, það var semsé
alveg óvart, að íslendingur
komst í þetta sinnn í heimsblöð-
in.
Og fyrst við erum hættir að
spjalla, þá gætum við haft að
lokaorðum nokkuð sem ég sagði í
öðru blaði: — Ætli maður
hreiðri ekki um sig í björgunar-
bátunum framvegis.
- J.F.A.
Þessa mynd tók Vilhjálmur I Tarfous á Sýrlandi. Skipið sem þarna heitir Susan er gamia Helgafellið.
Merki Sambandsins er enn á strompinum. Skipið er skráð i Libanon.
Þetta er Islendingurinn sem komst i heimsbiöðin. Vilhjálmur
ólafsson sýnir þarna hver skil timaritið Stern gerði þessu máli...
-en
ekki
ég
íslendingur á síóum heimsblaóanna