Morgunblaðið - 24.08.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 2 5
goðsögn? Felst sannleiksgildið í
því hvort þetta gerðist eins og sagt
er frá því eða felst sannleiksgildið
í því, sem goðsögnin, mýtan, er að
tjá guðlegt eðli Jesú Krists, eitt-
hvað sem ekki er hægt að tjá
beinum orðum? Hver var upp-
spretta þessarar túlkunar? Getum
við spurt þannig? Eða komumst
við hjá því að spyrja þannig, ef
kristindómurinn skiptir okkur
máli?
Hvert er sannleiksgildi atburða
eins og frásagnarinnar um för
ísraelsmanna yfir Rauðahafið?
Það er athyglisvert að sjá, hvernig
sá atburður er túlkaður í Nýja
testamentinu.
Og sannleiksgildi upprisu
Krists? Hryndi allur kristindóm-
urinn, ef hægt væri að sýna bein
hans? Hvað gerðist? Hvað gerðist,
þegar frumsöfnuðurinn upplifði
Jesú sem Mannsson?
Hvaða aðferðum getum við beitt
til þess að komast að þessu?
Úmræður guðfræðinga hafa upp
á síðkastið að talsverðu leyti
snúizt um aðferðafræði. Mönnum
hefur fundizt þeir ekki fá nægi-
lega mikið út úr sagnfræði (hist-
orisk-kritisku) aðferðinni einni,
en hún hefur lengi verið ráðandi í
ritskýringu, og hafa ýmsir leitað
fanga í öðrum fræðigreinum svo
sem málvísindum, bókmennta-
fræði og heimspeki. Áherzlan hef-
ur þannig á vissan hátt flutzt frá
því að kanna sögulegar rætur
textans til þess að kanna hann
eins og hann kemur fyrir og áhrif
hans í nútímanum. Vandinn hefur
þá kannski legið í því hvar draga
skyldi mörkin milli sögu og sam-
tíðar.
Aðferðir málvisinda og bók-
menntafræði hafa tvímælalaust
hieypt nýju blóði í Biblíurann-
sóknir og eiga efalaust eftir að
gera það í miklu ríkara mæli.
Sérstaklega má nefna rannsóknir
á myndmáli Nýja testamentisins,
líkingum, dæmisögum og skáldl-
egu, metafórisku málfari þeirra,
hvernig dæmisögurnar lifa sínu
eigin lífi og ná þannig til lifandi
manna á hverri tíð.
Rannsóknir manna eins og Am-
os N. Wilder, Norman Perrin, Paul
Ricoeur, svo að nokkrir séu nefnd-
ir, eru afar heillandi og má segja
að þeir hafi gefið mörgum þrúguð-
um lærdómsmönnum nýja von í
lærdómsiðkunum þeirra. Hvernig
tengjast nú þessar umræður þeim
störfum, sem við höfum með
höndum, sem hér erum stödd?
Flest okkar vinnum við með
texta Nýja testamentisins á einn
eða annan hátt. Biblíulestrar,
fermingarfræðsla, kennsla í guð-
fræðideild, samning prédikana.
Ný Biblíuútgáfa ýtir einnig von-
andi undir það að ráðist verði í að
semja skýringarrit, sem opni
texta Biblíunnar og veki áhuga
manna á honum og hvetji menn til
að lesa hana.
Svo að ég svari fyrir mig
ofangreindri spurningu, hvernig
störf mín sem kennari í Nýja-
testamentisfræðum í guðfræði-
deild tengist þessum umræðum,
þá hef ég þetta að segja: Af 125
einingum í kjarna guðfræðináms-
ins eru Nýja testamentisfræðin 38
einingar, þar af er gríska 10
einingar, inngangsfræði og sam-
tíðarsaga 2 einingar hvor, ritskýr-
ing 18 einingar og guðfræði 6
einingar. í ritskýringu lesa stúd-
entar tvö samstofna guðspjöll,
Jóhannesarguðspjall, tvö til þrjú
bréf Páls postula auk eins rits sem
stúdentar geta valið í samráði við
kennara. Næsta haust verður t.d.
farið yfir Hebreabréfið. Til þess
að stúdentar geti tekið þátt í
ritskýringu þurfa þeir að hafa
lokið námskeiðum í grísku Nýja
testamentisins, inngangsfræði og
samtíðarsögu. Auk gríska textans
og ýmissa Biblíuþýðinga er stuðzt
við fræðileg skýringarrit á erlend-
um málum stundum fleiri en eitt,
þar sem viðkomandi höfundar
beita öllum tiltækum aðferðum til
þess að útlista frumtextann. Þótt
stúdentar séu hvattir til að vinna
sjálfstætt og fremur hafa hliðsjón
af skýringarritunum, þá fer ekki
hjá því í flestum tilfellum, að þeir
sjái textann með augum þess, sem
samdi skýringarritið. Oftast
byggja líka skýringarritin, sem
valin eru á viðtekinni hefð og á
þrotlausri vinnu færustu og vönd-
uðustu manna, þar sem vitnað er í
mikinn fjölda alls kyns fræði-
greina í tímaritum og bókum. Auk
skýringarritanna er stúdentum
kennt að nota ýmsar handbækur
og ritskrár. í því samhengi má
nefna ritskrá þá, sem gefin er út í
Vatíkaninu og sýnir bezt, hve
gífurlega mikið er gefið út á
hverju ári í guðfræðigreinum. Á
seinustu árum hafa þessar rit-
skrár verið um 1000 bls. þéttskrif-
aðar og aðeins getið fyrirsagna og
höfunda. Þessar ritskrár sýna
glögglega, hve vonlaust það er
fyrir einn mann að fylgjast með
því sem skrifað er nema að mjög
takmörkuðu leyti.
Viðbrögð stúdenta við allri þess-
ari fræðimennsku eru oftast þau,
að þeim fallast hendur. Þó að
skýringarritin séu vönduð og
nákvæm, rekji samvizkusamlega
allar umræður um viðkomandi
texta, þá draga þau oft kjarkinn
úr þeim, sem lesa þau og gera þá
óörugga að beita hugmyndaflugi
sínu og skynsemi. Sjálfstæð
vinnubrögð í ritskýringu verða
þannig því miður oftast til mála-
mynda, þar sem niðurstaðan er
fengin, áður en leitin er hafin.
Þessi viðbrögð eru afar eðlileg og í
raun óhjákvæmileg, þegar allflest
skýringarrit eru skoðuð í grunn-
inn.
Þessi spennitreyja fræði-
mennskunnar gerir líka vart við
sig í ritskýringartímum. Menn eru
hræddir við að rýna sjálfir í
textann og óska eftir að fá hann
matreiddan, fá uppfræðslu um
það, hvernig skilja eigi textann,
áður en hann er tekinn til með-
höndlunar.
Mér er nær að halda, að þetta sé
höfuð vandamál allra okkar, sem
erum að fást við texta Biblíunnar.
Þegar við erum búin að kynna
okkur rannsóknir á textanum,
hvað aðrir hafa sagt um hann, og
erum tilbúin að heimfæra hann á
okkar aðstæður eins og sagt er, þá
er einhvern veginn allur ferskleiki
fokinn út í veður og vind og við
komin í stellingar og eigum erfitt
með að finna sannleiksgildi text-
ans sjálfs.
Enginn má skilja orð mín þann-
ig, að ég sé að kasta rýrð á
fræðilegar rannsóknir á texta
Biblíunnar, enginn getur skilið
2000 ára texta undirbúningslaust.
En vandinn er að uppgötva fersk-
leika textans þrátt fyrir það að
svo margir hafi fjallað um hann
áður, öðlast hugrekki til þess að
kanna sannleiksgildi hans, gera
glímuna við textann að lífsbar-
áttu, lífsmáta og finna sig þannig
vera með í glimunni og eiga
sjálfur hlut í árangrinum.
Það er regin munur á að taka
við staðreyndum og fróðleik og að
vera með í að afla þeirra. Þess
vegna eiga skýringarrit að fá
lesandann með í leitina frá byrj-
un. Réttara sagt með í leikinn.
Ritskýringin þarf að vera leikur
að textanum, þar sem textinn
hremmir okkur og fær okkur til
þess að tjá okkur um lífið og
tilveruna á þann hátt sem okkur
er eðlilegur og aðrir skilja.
Ritskýring og sannleiksleit
mannsins í dag, heimspeki, bók-
menntir, raunvísindi eiga að vera
sambland af leik og alvöru til þess
að hann lendi ekki í of fastmótuð-
um kerfum. í vetur hlustaði ég á
þáttinn „Tækni og vísindi" í sjón-
varpinu, þar sem fjallað var um
stærðfræðingahús í París. Þar var
allt gert til þess að skapa stærð-
fræðingunum sem bezt skilyrði til
vísindaiðkana. í viðtali við einn
stærðfræðinginn kom fram, að
þegar hann setti sig í stellingar og
hygðist einbeita sér að einhveru
viðfangsefni á kerfisbundinn og
hnitmiðaðan hátt, þá væri árang-
urinn oft rýrari en þegar hann
slakaði á og léti hugann reika,
gengi um í náttúrunni og rabbaði
við félaga sína um viðfangsefnið.
Tileinkun mín á texta Biblíunn-
ar verður ávallt að vera fersk,
hvort sem ég kenni ritskýringu,
tek þátt í Biblíulestri eða undirbý
prédikun. Ég verð ávallt að vera
mér meðvitandi um líðandi stund,
og ærlegur. Ef ég fer að hugsa mig
í spor annarra, hvort heldur
þeirra, sem fyrstir lásu eða hlýddu
á Nýja testamentið eða einhverra
annarra, án þess að muna að það
er ég, hér og nú sem tala eða
skrifa, þá er hætta á að texti minn
verði óekta og missi marks. Listin
er að gefa sjálfan sig í textanum
og fá þannig aðra til þess að vera
með.
Jón Sveinbjörnsson
Fyrirlestrar
um nýsköpun og
vöxtiðnaðar á
Norðurlöndum
DAGANA 26. og 28. ágúst n.k
halda stjórnir NORDFOKSk
(samstarfsstofnun norrænna
rannsóknarráða) og NORDISK
INDUSTRI FOND (Norræni iðn-
aðar og tækniþróunarsjóðurinn),
fundi sina hér á landi.
I tengslum við komu hinna
norrænu stjórnarfulltrúa hingað
mun Rannsóknaráð ríkisins í sam-
viniiu við þessar stofnanir efna til
fyrirlestrafundar um tækniþróun
og nýsköpun í iðnaði á norður-
löndum. Verður fyrirlestrarfund-
urinn haldinn að Hótel Esju,
miðvikudaginn 27. ágúst n.k. kl.
14KK).
Dagskrá fundarins verður sem
hér segir:
Ávarp
Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra.
Tækniþekking og samkeppnis-
hæfni Svíþjóðar
Folke Hjalmers, tech. lic. (Ing-
eniör Vetenskapsakademien, Sve-
rige).
Reynslan af aðstoð við iön-
þróun á landsbyggðinni
Harald Smedal, framkvæmda-
stjóri (Iðnþróunarfélag Vestur-
Iands, Noregi).
Nordisk Industrifond — sam-
norræn stofnun til iðnþróunar
Rut Backlund Larson, fram-
kvæmdastjóri (Nordisk industri-
fond).
Illutverk NORDFORSK í að-
stoð við nýsköpun og framfarir í
efnahagslifi
Per Brönborg, stjórnarformað-
ur NORDFORSK.
Öllum sem áhuga hafa er heim-
ill aðgangur.
.félaga" og þeirra full-
komnasti. Steríótœki fyrir
tvœr kassettur Auóveid
upptaka af einu bandi
á annaó 4 bylgiur, 4
hátalarar Hljóóstyrkur
2x11 wött. 2 mnbyggöir
hljóónemar Ofl auó-
vitaó sjálfvirkur laga-
veljari sem finnur allt aó 8
logum hér og þar á
kassettunni Bϗi
fyrir 220v og rafhlöóur
B. 530 tjim H. 320 mm. D
150 mm. Þyngd 9 kg.
Veró 491.000.
GF-8585H/HB
STEREO€JHí
Meiriháttar .félagi' í
steríó 4 bylgjur: LW.
MW, FM, KM og hljóó- I
istyrk 2x4 wött 4 hátal- I
larar. Normal og Cr02 I
stilling. Mœlir, teljan.
hljóónemi — þaó er allt fl
hér ♦ bassa og diskant I
stylli. Sjálfvirkur leitari fl
á kassettu, sem getur
fundió allt aó 7 lögum hér
og þar á bandinu —
Gerl aörlr betur. B.
502 mm H. 270 mm. D.
115 mm. Þyngd 6,1 kg
Baaöl fyrir 220v og raf-
hlööur
Veró kr. 313.100,-
Utsolustaóir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ
Eplió Akranesi — Eplió Isafirói — Álfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri —
fornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum
GF-1754H
er .félagi' meó LW, MW, og FM bylgjum og
hljóóstyrk sem er 1400 m wött. Meö sjálfvlrkri
upptöku, sjálfvirku stoppl á en kassettu og
Innbyggóum hljóðnema. Baeöi fyrir 220v og
rafhlöóur. B. 280 mm. H. 205 mm. D. 84
mm. Þyngd 2.1 kg.
Veró kr. 82.200.
er .félagi" meö mörgum möguleik-
um. 3 bytgjum LW. MW, og FM
bylgjum, og hljóóstyrk 2500 m wött.
Meö .Pásu" — og leitarstökkum og
APPS sjálfvlrkum lagaveljara (leitar
aó rétta laglnu). Bœói fyrir 220v og
rafhlöóur B 318 mm. H. 210 mm. D. 91
mm. Þyngd 2,9 kg.
Veró kr. 131.000.
GF-3800H « APSS
Litli, stóri „félaginn"
með öllu: LW, MW og
FM bylgjum og hljóö-
styrk 2800 m wött.
Meira og minna
sjálfvirkt meö mælum
og teljara, APPS laga-
veljara, stórum hátal-
ara og tengingar-
möguleikum. Bæöi
fyrlr 220v og rafhlööur.
B 335 mm. H. 225
mm. D. 115 mm.
Þyngd 3.4 kg.
Verö kr. 166.500 -
GF-2800H « APSS
GF-6060H ® ÁPSS
STEREO
Nýjasti .félaginn' er
meö 4 bytgjum, FM-
bytgju og segulband í ster-
ió. 4 hátalarar. Cr02
stlllingu, tónstillingu
og fl og fl Bæói fyrir
220v og rafhlöóur B. 450.
H. 258 D. 125 mm
Þyngd 5 kg
Verð kr. 215.000.-
HLJÓMTÆKJADEILD
iLfivwivfjg,
LAUGAVEG 66 SIMI 25999
GF-9494H/HB
STEREO ÐRQ
.Féiagi" i aigerum meiri hattar
fiokki Þetta tæki er meó öllum þeim
möguleikum sem hin tækin hafa og
fteirum aö auki, og hljómurinn er
komdu og hlustaöu Bæöi fyrlr
220v og rafhlöóur B. 556 mm. H. 310
mm. D. 136 mm. Þyngd 7,9 kg.
Veró kr. 425.700 -