Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Verðlaunin afhent að lokinni keppninni á iaugardaginn. Sigurvegar-
inn, Wrður Valdimarsson er í miðið, til hæjíri er Jón S. Halldórsson
o(í Oddur Jónsson til vinstri. Lj<wm. A.S.
Rallýkross á laugardaginn:
Þórður Valdimarsson
á VW hlutskarpastur
Rallýkrosskeppni Bifreiða-
iþróttaklúbbs Reykjavikur var
háð á lauKardaKÍnn í landi Móa á
Kjalarnesi. Um 15 ökumenn tóku
þátt i keppninni að þessu sinni.
Áhorfendur voru allmargir, en
þó færri en oft áður. Keppnin
þótti takast hið besta, og sýndu
ökumenn oft mikil tilþrif.
Sigurvegari varð Þórður Valdi-
marsson, sem ók á sérstyrktum
Volkswagen. Annar varð Jón S.
Halldórsson, sem oft hefur sigrað
í slíkum keppnum, en hann ók á
BMW. Þriðji varð svo Oddur
Jónsson á Volkswagen.
ökumenn sýndu oft mikil tilþrif i keppninni á laugardaginn, eins og
sést á þessari mynd sem tekin var i landi Móa á Kjalarnesi. Ljó»m. a.s.
Athugasemd
frá Ragnari Kjartanssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Ragn-
ari Kjartanssyni:
Hr. ritstjóri,
í blaði yðar 21. september sl. eru
birtar þrjár spurningar til mín frá
Haraldi Blöndal hdl.
Vegna fjarveru erlendis og prent-
araverkfalls hefur dregist að spurn-
ingum þessum yrði svarað. — Það
hef ég hins vegar leyft mér að gera
í persónulegu bréfi til Haraldar,
enda gamlir kunningjar.
Ég dreg í efa, að lesendur Morg-
unblaðsins hafi látið sig spurningar
þessar, sem fjölluðu um ráðningu
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins, miklu varða né beðið í
ofvæni eftir svörum við þeim.
Halli hefur hins vegar fengið
svörin sín.
Rikið að kaupa Fæðingarheimilið?
Kaupsamningur gerður
án vitundar borgarráðs
Makalaus vinnubrögð, segir Davíð Oddsson
undirskrlftardegi þessa samninjs, og skulu
vextirnir greiddir árlega eftir á um leiö
og afborganir kr. 1S4.6?0.000
Samtals kr. 515.4CO.OOC
Vextir reiknast ekki samkvzrot liöun nr. 1-3.
Greiöslustaður er hjú ríkisféhiröi, Arnarhvoll, Reykjavík.
Enga. veðskuldir né aörar kvaóir hvila á þcssurt fasteignum vió
sölu. Veóbékarvottoró, dags. 16. júli 1980, liggju fraaroi viö
samningsgerð, og hafa kaupendur kynnt s'ér þau rzkilega.
Eignirnar allar skulu vera lausar til afnota fyrir kaupcncur
hinn 1. janúar 1981. Hiróa þeir frá þcira degi arð þeirra og greiöa
af þeim skatta og skyldur.
Kaupendur skulu greióa stimpil- og þinglýsingargjöld af öllua
skjölum, er kaupin varóar.
Risi mál út af samningi þcssum, skulu þau rekin fytir b*ja þingi
Reykjavíkur án meóferóar sáttamanna.
öllu þcssu til staófestu eru nöfn samningsaúila rituó hcr ur.dir 1
viöurvist votta.
Reykjavik, 18. september 1900.
Borgarstjórinn i Reykjavik
f.h. borgarsjóós:
FjármálaráóV.erra
f.h. rikissjóós:
r.,
. /. r1
Heilbrigóisráóherra
f.h. heilbrlgðisráóuneytis:
^_. votiari
y —j
Hluti kaupsamningsins. en á honum sjást undirskriftir 2ja
ráðherra. Einungis vantar undirritun borgarstjóra.
Á FUNDI borgarráðs sl. föstu-
dag var borgarráðsmönnum
kynntur kaupsamningur milli
Reykjavikurborgar annarsveg-
ar og ríkisins hinsvegar um
kaup rikisins á Fæðingarheimili
Reykjavíkurborgar. Kaupsamn-
ingur þessi var dagsettur og
undirritaður af tveimur ráð-
herrum. þeim Ragnari Arnalds
og Svavari Gestssyni, en vott-
festur af Brynjólfi Sigurðssyni
hagsýslustjóra. Einungis vant-
aði undirskrift borgarstjóra á
samning þennan. Á fundi kom
fram að til stæði að segja upp
öllum starfsmönnum Fæðingar-
heimilisins frá og með áramót-
um.
Þar sem aldrei hafði verið
kynnt í borgarráði að þessar
samningaumleitanir stæðu yfir,
urðu borgarráðsmenn Sjálfstæð-
isflokksins, þeir Davíð Oddsson
og Birgir Isl. Gunnarsson, for-
viða, spurðu hverju þetta sætti,
og hvenær borgarráð hefði
ákveðið að þessar viðræður
skyldu fara fram. Meirihluti
borgarráðs, þeir Sigurjón Pét-
ursson, Björgvin Guðmundsson
og Kristján Benediktsson ásamt
borgarstjóra munu ekki hafa
getað svarað því, skv. heimildum
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér. Þegar svo var komið var
málið dregið til baka.
„Það virðist vera að meirihluti
borgarráðs, þremenningarnir
Björgvin Sigurjón og Kristján
hafi ekki vitað um að þessar
samningaumleitanir stæðu yfir,“
sagði Davíð Oddsson borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í sam-
tali við Morgunblaðið, þar sem
hann var inntur eftir þessu máli.
„Þrátt fyrir þetta var lagður
fram fullmótaður samningur í
borgarráði og voru tveir ráðherr-
ar búnir að skrifa undir hann. Þá
var á fundinum minnst á það að
segja ætti upp öllu starfsfólkinu
á Fæðingarheimilinu fyrir ára-
mót. Það virðist vera að embætt-
ismenn borgarinnar fari um og
selji eignir borgarinnar án þess
að hafa bein fyrirmæli borgar-
ráðs þar um og að kynna borgar-
ráði stöðuna á hverjum tíma.
Þarna virðist vera glöggt dæmi
um stjórnleysið sem ríkir í borg-
inni undir stjórn núverandi
meirihluta, þetta eru makalaus
vinnubrögð," sagði Davið
Oddsson.
Ótrúlegt að borgin ætli að
selja þetta óskabarn sitt
- segir Hulda Jensdóttir, forstöðukona Fæðingarheimilisins
„ÞÓTT þetta hafi verið til um-
ræðu um tíma þá held ég að
okkur hér finnist þetta eigi að
síður mjög fjarlægt og óraun-
verulegt og í sjálfu sér ótrúlegt
að Reykjavíkurborg skuli ætla
að selja þetta óskabarn sitt, sem
Fæðingarheimilið ávallt hefur
verið I þau tuttugu ár sem það
hefur starfað.“ sagði Hulda Jens-
dóttir forstöðukona Fæðingar-
heimilis Reykjavikur I samtali
við Morgunblaðið er hún var
spurð um afstöðu hennar til
væntanlegrar sölu Fæðingar-
heimilisins, en drög að kaup-
samningi milli ríkis og borgar
hafa þegar verið gerð og undir-
rituð af tveimur ráðherrum. Að-
eins vantar undirskrift borgar-
stjóra.
„Hvatinn að þessu er að dag-
gjaldanefnd hefur ekki greitt
hallann af rekstri Fæðingarheim-
iiisins um tíma, eins og hún gerir
af öðrum sjúkrahúsarekstri borg-
arinnar, en þann halla telur
Reykjavíkurborg sig ekki geta
greitt. Þeir sem hafa með fjár-
málin að gera, líta því þannig á að
þetta sé besta leiðin til lausnar
fyrir borgina, þar sem sýnt er að
ekki er hægt að ieggja stofnunina
niður, þar sem hér er fullt út úr
dyrum allajafnan," sagði Hulda.
„Að sjálfsöðgu er enginn í vafa
um, að þótt eitthvað sé jákvætt í
þessari lausn þá hefur hún einnig
sínar neikvæðu hliðar, m.a. þær
að konur hafa þá ekki valkost
lengur, þ.e. geta ekki lengur valið
sjálfar hvar þær fæða, ef það er
rétt sem okkur er sagt að þetta
muni einungis verða sængur-
kvennastofnun. Ég er ekki í vafa
um að konur almennt eru ekki
sáttar við þessa þróun mála, enda
unnu þær fyrst og fremst, kapp-
samlega að tilurð þessarar stofn-
unar, gerandi sér fulla grein fyrir
nauðsyn hennar," sagði Hulda.
Hvað hugsanlegar uppsagnir
starfsfólks varðaði sagði Hulda:
„Yfirmenn okkar ganga út frá því
vísu við okkur að endurráðning
starfsfólks gangi sjálfkrafa fyrir
sig að mestu, að öðru leyti höfum
við ekkert heyrt nánar um þá hlið
málsins."
Gistifyrir-
lestrar Jarð-
hitaskólans
CIIRISTOPHER H. Armstcad. vrrkfræOinic
ur frá Eniciandi. hrldur um þvssar mundir
fyrirlrstra i boAi JarAhitaskóla IIAskóla
SamrinuAu þjoAanna. Fyrirlrstrarnir hrfj-
ast kl. 9.1.r> ok rru í fyrirlrstrasal Orkustofn
unar. OrrnsásvrKÍ 9. I fyrirlrstrunum rr
fjallaA um ýmsa þatti nýtinxar jarAhita út
frá sjónarholi vrrkfræAinxs. Ollum rr hrim-
III aAKanKur aA þrssum fyrirlrstrum. Ilriti
þrirra fyrirlrstra. srm rftir rr aA flytja. rru:
1. októbrr: Somr rnKÍnrrrinK prohlrms in
planninK of Krothrrmal projrrts.
2. októhrr: Somr rronomir asprcts ot K«>-
thrrmal drvrlopment.
3. októbrr: Futurr Krothrrmal prosprrts:
hrat mininK-
(fréttatilkynninK)
Tvær bílveltur urðu i Kópavogi, önnur um heigina og hin i gær. Á
lauKardagsnóttina valt jeppi á BorKarholtsbraut ok i gær varð 17 ára
piltur. sem fékk ökuleyfi i gær, fyrir þvi óláni að aka á Ijósastaur og missa
bil útaf, þar sem hann valt. Meiðsli urðu ekkl alvarleg. Ljósm. Július.
Fé bjargað úr sjálf-
heldu í Mývatnssveit
Mvvatnssveit 30. sept.
1 SIÐUSTU viku var þess farið á
leit við Björgunarsveitina Stef-
án í Mývatnssveit. að hún bjarg-
aði fjórum kindum sem voru í
sjálfheldu austan i Vindbelgjar-
fjalli. Kindur þessar voru búnar
að vera þarna nokkurn tima, og
sýnt þótti að þær myndu ekki
komast brott af sjálfsdáðum.
Síðastliðinn laugardag fóru
nokkrir menn úr Björgunarsveit-
inni á staðinn. Gekk þeim nokkuð
vel að komast upp fjallið fyrir
ofan kindurnar, þrátt fyrir lausar
skriður og grjót. Tveir menn sigu
á syllu þar sem kindurnar voru
og tókst þeim fljótt að handsama
þær. Voru þau síðan, þrjú lömb
og ein ær, látin síga niður þar
sem fyrir voru björgunarmenn,
sem tóku á móti þeim. Segja má
að þessi björgun hafi tekist
giftusamlega. Fullvíst er að áður
hafi fé hrapað til dauða á þessum
slóðum.
— Kristján.