Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Atlantshafsflugið í vetur:
Um 15 flugfreyjur
ráðnar í viðbót
_VIÐ reiknum með að þurfa að
ráða um 15 flugfreyjur í viðbót í
vetur við þær 68 sem gert cr ráð
fyrir að endurráða ef Norður-
AtiantshafsfluKÍð heldur áfram,“
sagði Erling Aspeiund fram-
kvæmdastjóri stjórnunarsviðs
Flugleiða í samtali við Mhl. í gær,
en ef full áætlun verður á flugleið-
inni næsta sumar þarf að ráða
mikinn fjölda í það verkefni.
Erling sagði að Flugleiðir hefðu
farið fram á það á tveimur fundum
með stjórn Flugfreyjufélagsins að
félagið yrði í ráðum með viðbótar-
ráðningar við þær 68 sem kynntar
Samningaviðræður
við Sovétmenn um
sölu á saltsild
ÞESSA dagana standa yfir í
Moskvu viðræður Islendinga og Sov-
étmanna um sölu á saltsíld til
Sovétríkjanna. Fjórir fulltrúar taka
þátt í viðræðunum af Islands hálfu
undir forystu Gunnars Flóvenz,
framkvæmdastjóra Síldarútvegs-
nefndar. Þegar hafa verið gerðir
samningar um fyrirframsölu á síld
til Finnlands og Svíþjóðar.
hafa verið og einnig hefði verið boðið
upp á viðræður um hlutastörf, en
félagið hefði ekki ennþá viljað ræða
þessi mál.
Gréta Önundardóttir varaformað-
ur Flugfreyjufélagsins sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að Flugfreyjufé-
lagið hefði haldið fjölsóttan fund sl.
mánudagskvöld þar sem liðlega 50
flugfreyjur hefðu mætt, en um 70
flugfreyjur væru nú erlendis og þar
hefði ríkt mikill einhugur um starfs-
aldurslistamálið þar sem félags-
fundur ítrekaði þá kröfu að endur-
ráðið yrði eftir starfsaldri.
Kvað Gréta fundinn hafa verið
haldinn til þess að kynna félags-
mönnum stöðuna og þróun mála að
undanförnu. Kvað hún m.a. hafa
verið rætt um möguleg hlutastörf,
en samþykkt hefði verið að fresta
umræðum um þau mál þar til búið
væri að endurráða flugfreyjur til
félagsins.
Þá kvaðst Gréta vilja taka það
fram að stjórn Flugfreyjufélagsins
hafði ekki haft hönd í bagga varð-
andi þá ákvörðun Flugleiða að velja
ekki til endurráðningar flugfreyjur
úr hópi þeirra 40 sem hætta störfum
1. október, enda legði Flugfreyjufé-
lagið áherzlu á endurráðningu eftir
starfsaldri.
Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands er nú i Hamborg vegna frumsýn-
ingar myndarinnar Paradisarheimtar. Þessi mynd er tekin fyrir
frumsýninguna. Ida Ehre leikhússtjóri i Hamborg og Dieter Meichsner
deildarstjóri í norður-þýska sjónvarpinu heilsa forsetanum.
AP-símamynd.
Júgóslavarnir hættir
við Boeing-þoturnar
„Möguleikarnir á því að
selja Júgóslitvum Boeing-727
þoturnar tvær eru nú afskrif-
aðir að mestu leyti og það er
neikvætt fyrir okkur,“ sagði
Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða í samtali við Mbl. i
gærkvöldi en júgóslavneska
flugfélagið Air Adría gat ekki
staðið við þann samning sem
það hafði gert með fyrirvara /
um kaup á velunum tveimur.
Samkvæmt upplýsingum Sveins
Sæmundssonar blaðafulltrúa
Flugleiða kom forstjóri Air Adría
hingað til lands sl. föstudag og
kannaði þá möguleika á að leigja
aðra Boeing-727 vélina í a.m.k.
mánuð með tveimur flugáhöfnum
í stjórnklefa, en eftir helgina kom
skeyti frá Air Adría þar sem farið
var fram á lægra leigugjald, en því
höfnuðu Flugleiðir. Til hafði stað-
ið að Boeing-þotan færi utan í dag,
en nú hafa Flugleiðir tilkynnt að
það þurfi tveggja sólarhringa
fyrirvara á að senda vél til
Júgóslavíu ef Air Adría vill leigja
vélina. Sagði Sveinn að áfram yrði
unnið að því að selja vélarnar og
afla þeim verkefna á meðan sala
gengi ekki.
Walter Mondale varaforseti Bandaríkjanna og Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra á fundi sínum í
Hvíta húsinu í Washington um helgina. AP-símamynd.
Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra:
Hitti Carter, Mondale og
öldungardeildarþingmenn
ÓLAFUR Jóhannesson, utan-
ríkisráðherra, dvaldi í gær i
Norfolk í Bandarikjunum. að-
alstöðvum yfirmanns Atlants-
hafsflotastjórnar NATO, en
undir hans stjórn heyrir m.a.
varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli og framkvæmdir í tengsl-
um við það. í gær fór Ólafur í
INNLENT
siglingu með herskipi og á eftir
var honum boðið í þyrluflug
yfir herstöðvarsvæðið. Síðar í
gær voru svo á dagskrá viðræð-
ur við yfirmenn í Norfolk, en
þaðan fer Ólafur í dag til New
York.
Ólafur Jóhannesson kom í
fyrradag til Norfolk frá Wash-
ington, en þangað kom hann á
föstudag og að sögn Sverris Hauks
Gunnlaugssonar, sendiráðunauts í
Washington, hitti Ólafur þá um
morguninn Carter Bandaríkjafor-
seta aðeins að máli og ræddi við
Mondale varaforseta. Síðan ræddi
Ólafur við Warren Christopher,
aðstoðarutanríkisráðherra, og
fleiri starfsmenn utanríkisráðu-
neytisins og snæddi hádegisverð í
boði þess. Einnig ræddi Ólafur við
Claytor, aðstoðarvarnamálaráð-
herra og starfsmenn hans ráðu-
neytis.
Á laugardaginn heimsótti utan-
ríkisráðherra m.a. þinghúsið í
Washington og skoðaði húsakynni
beggja þingdeilda og sat hádegis-
verðarboð öldungadeildarinnar.
Haukur Helgason
ráðinn aðstoðarrit-
stjóri Dagblaðsins
HAUKUR Helgason hefur verið
ráðinn aðstoðarritstjóri Dag-
blaðsins, en hann hefur verið
ritstjórnarfulltrúi blaðsins frá
stofnun þess fyrir fimm árum og
verið annar aðalleiðarahöfund-
ur þess. Áður var Haukur á
dagblaðinu Visi.
Haukur er fjörutíu og þriggja
ára að aldri. Hann lauk við-
skiptafræðiprófi frá Háskóla ís-
lands og síðar hagfræðiprófi við
Chicagoháskóla.
Haukur Helgason.
Eimskip fær lóð við Sundahöfn
Hafskip flytur starfsemi sína í austurhöfnina
Sigríöur
Erlends-
dóttir látin
SIGRÍÐUR Erlendsdóttir verka-
kona lést í Hafnarfirði laugardag-
inn 27. september, 88 ára að aldri.
Sigríður fæddist á Merkinesi í
Höfnum 17. júlí 1892 og foreldrar
hennar voru þau Erlendur Marteins-
son og Sigurveig Einarsdóttir. Sig-
ríður fluttist til Hafnarfjarðar 10
ára að aldri og bjó hún þar síðan.
Hún fór ung í fiskvinnu, en einnig
lagði hún stund á útsaum. Hún tók
mikinn þátt í félagsmálum, aðallega
í verkakvennafélaginu Framtíðin, en
þar var hún lengi í forystu. Hún átti
frumkvæði að því að dagheimili
verkakvennafélagsins var stofnað og
var hún þar í stjórn í 30 ár. Einnig
vann Sigríður í kvenfélagi Alþýðu-
flokksins frá stofnun þess og var
gjaldkeri félagsins lengi.
Sigríður bjó að Kirkjuvegi 10, en
síðustu tvö árin dvaldist hún á
Sólvangi.
Hún verður jörðuð frá Hafnar-
fjarðarkirkju á föstudaginn og hefst
athöfnin kl. 14.00.
BORGARYFIRVÖLD ákváðu ný-
lega að úthluta Eimskipafélagi Is-
lands lóð á Kleppsskafti við Sunda-
höfn og er þar um að ræða viðbótar-
lóð við það svæði sem félagið hefur
áður haft, en þessi nýja lóð er 5,5
hektarar að stærð. Samkvæmt
þessu hefur Eimskipafélagió nú
fengið næstum allar þær hygging-
arlóðir sem búið er að gera hafnar-
bakka við á þessu svæði.
Eimskipafélagið mun greiða af
þessu gatnagerðargjald að upphæð
495 milljónir króna. Þá hefur verið
ákveðið að Reykjavíkurhöfn kaupi
Faxaskála af Eimskipafélaginu sem
er við austurhöfnina en kaupverðið
er 1.6 milljarðar króna og greiðist
það á fimm árum. Jafnframt rýmir
Eimskipafélagið svokallaðan A-
skála í austurhöfninni, jarðhæð
Hafnarhússins og jarðhæð Toll-
stöðvarhússins um næstkomandi
áramót. Einnig mun Eimskipafélag-
ið rýma hálfan Faxaskála á tímabil-
inu 1. júní til 31. ágúst 1981 og hinn
helminginn á tímabilinu 1. maí til
31. júlí 1982.
Hafskip, sem einnig sótti um þá
lóð sem Eimskipafélagið nú fékk,
fær til afnota um næstkomandi
áramót landsvæði undir og umhverf-
is A-skálann, sem verður rifinn, en
það svæði er 11330 fm að stærð. Á
sama tíma fær Hafskip jarðhæð
Hafnarhússins og hafnarstjórn mun
hlutast til um að Hafskip fái vöru-
geymsluaðstöðu í Tollstöðvarhúsinu
frá sama tíma. Þá fær Hafskip á
leigu heiming Faxaskála, á þeim
tíma sem Eimskip rýmir þann hluta
hans, þ.e. á tímabilinu 1. júní til 31.
ágúst 1981, og á tímabilinu 1. maí til
31. júlí 1982 fær Hafskip hinn
helming hússins.
Þá hefur hafnarstjórn lýst því yfir
að unnið verði áfram að lausn
umferðarmála að og frá hafnar-
svæðinu, í samræmi við tillögur sem
gerðar hafa verið um lausn á
umferðarmálum við gömlu höfnina.
Einnig mun Reykjavíkurhöfn
breikka austurbakkann til þess að
auka rými á hafnarbakkanum og á
sú breikkun að hefjast haustið 1981.
Þessi ákvörðun borgarinnar hefur
það í för með sér að Eimskipafélagið
mun flytja alla starfsemi sína inn í
Sundahöfn, en Hafskip sína starf-
semi í austurhöfnina.
Sigríður Erlendsdóttir