Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 21 HDróWrl Kristinn Björnsson. Brynjar ÍKR FRÁ bVÍ var skýrt í Mbl. fyrir nokkru. að landsliðsmarkvörð- urinn í handknattleik, Brynjar Kvaran. væri í Stjörnuhujíleið- ingum, þ.e.a.s. hann væri að huKsa um félagaskipti Val i 3. deildar lið Stjörnunnar i Garða- bæ, en hjá því félagi hóf Brynj- ar ferilinn áður en hann gekk i Val og var valinn i landslið. Brynjar hefur nú fallið frá því að hverfa aftur til æskustöðv- anna og bendir allt til þess að hann gangi þess í stað í KR. Hefur Mbl. góðar heimildir fyrir því að félagaskipti séu á næstu grösum ef þau hafa þá ekki þegar átt sér stað. KR-ingar hafa fyrir tvo fram- bærilega markverði, þá Pétur Hjálmarsson og Gisla F. Bjarnason, en engu að siður mun Brynjar styrkja liðið mjög. — KK- Býður Köln í Kristin Björnsson? MORGUNBLAÐIÐ rakst á með- fylgjandi klausu úr enska knattspyrnuritinu SHOOT fyrir nokkru og er innihaldið býsna athyglisvert hversu áreiðanlegt að siðan kann að reynast. Flestir munu geta skil- a spying « I V.É.F.A valch U.É.F.A. Cup opponenls IA Akranes, FC Cologtu boss Karl-Heinz Hedergoit was so impressed by centre-forward Kristlnn Bjomsonn as he scortd a hal-trick againsi ihe UBK Ihat he is trying lo persuade his chalrman lo make an 1 ofjerfor ihe lcelandlc slar. ið textann. en til glöggvunar skal hér greint frá málinu í stuttu máli. í textanum stendur að þjálfari FC Kölnar hafi komið til íslands í sumar í njósnaleiðangur, er ljóst var að Köln myndi mæta IA í Evrópukeppni í knatt- spyrnu. Samkvæmt frétt SHOOT var Heddergott meðal áhorfenda á leik ÍA og Breiða- bliks á Akranesi, en þar sigraði ÍA 3—1 og skoraði Kristinn Björnsson öll mörk Skaga- manna. Stendur í frétt SHOOT, að Heddergott sé um þessar mundir að reyna að telja for- ráðamenn Kölnar á að gera ÍA tilboð í Kristinn. Hvers á Guðni eiginlega að gjalda? Magnús úr FH MAGNÚS Teitsson, handknatt- leiks- og knattspyrnumaðurinn kunni úr FH, hefur tilkynnt félagaskipti úr handknattleiks- deildinni yfir i Stjörnuna i Garðabæ. Magnús hefur leikið knattspyrnu með FH um nokk- ura ára skeið, en hafði aðeins eitt ár að baki með handknatt- leiksliði félagsins. Magnús var jafnan ein styrkasta stoð Stjörnunnar áður fyrr og stóð sig vel eftir atvikum með FH á siðasta keppnistimabili. — gg- HEIMSPRESSAN hefur bitið i sig furðulega meinloku um þjálfara islenska landsliðsins i knattspyrnu. Fyrir nokkru var sagt frá landsleik Svia og ís- lendinga i Stokkhólmi þar sem landinn náði jafntefli. Stóð i textanum „Icelandic trainer Helgi Danielson was well pleas- ed“, eða „landsliðsþjálfari ís- lands. Helgi Dan, var mjög ánægður“. Nú vita tslendingar að landsliðsþjálfarinn heitir Guðni Kjartansson og Helgi er hins vegar formaður landsliðs- nefndar. • lceland’s 1-1 draw away lo Sweden in Stockholm was considered a moral victory in Reykfavlk and a triumph for new manager — ‘ nielsson■ At _______ ígetmgtrvlnsson (Slandard Liege) was ihe lcelandic slar, bul centre-forward Gudmundur Thorbjomsson gol ihe vital goal tnree mlnutes from ihe end. í SHOOT er vitleysan étin upp eins og sjá má af meðfylgj- andi úrklippu. barna greinir SHOOT frá úrslitunum í Stokk- hólmi og segir þau mikinn sigur fyrir Helga Daníelsson, hinn nýja landsliðsþjálfara ís- lands... Standard á toppinn Standard Liege. lið Ásgeirs Sigurvinssonar í Belgíu. náði um helgina forystunni í belg- isku deildarkeppninni með sigri gegn Waregem á heima- velli. De Matos og De Graf skoruðu mörk Standard. en Ásgeir var eitthvað miður sín og hvarf af leikvelli i hálfleik. Standard smeygði sér í toppsæt- ið vegna þess að Anderlecht tapaði illa, 1—4, á útivelli gegn Beveren. Úrslit leikja í Belgiu urðu annars sem hér segir. Beveren—Anderlecht 4—1 Molenbeek—FC Liege 2—1 Standard—Waregem 2—1 Cercle Brugge—FC Brugge 1—2 Winterslag—Lokeren 2—0 Lierse—Beringen 5—0 Courtrai—Beerschot 0—0 Gent—Antwerp 1—1 Berchem—Waterschei 2—2 Lokeren tapaði seni sjá má á útivelli og er nú þremur stigum á eftir Standard sem hreykir sér í efsta sætinu. Standard hefur 10 stig, en Lokeren 7 stig. Á ntilli þeirra eru þó Anderlecht og Molenbeek með 9 stig hvort félag, Lierse, Beveren og Ber- chem með 8 stig hvert og Brugge—liðin tvö, FC og Cercle með sjö stig eins og Lokeren. Sex umferðum er lokið. Pétur í skurð Anders Dahl til IR! HINN kunni danski handknatt- leiksmaður Anders Dahl Niel- sen er væntanlegur til íslands á næstunni og mun hann æfa um stund með liði ÍR. Anders Dahl er kunnur landsliðsmaður og hefur um margra ára skeið verið einn af burðarásum danska landsliðsins og þar af leiðandi gert íslendingum marga skráveifuna. • Knattspyrnustjarnan Pétur Pétursson fagnar einu af þeim fjöldamörgum mörkum sem hann hefur skorað með liði sínu Feyenoord í Hollandi. Nú liggur ljóst fyrir að Pétur þarf að gangast undir skurðaðgerð á hné og getur ekki leikið knattspyrnu um hríð. En vonandi verður þess ekki langt að biða að hann getur farið að fagna mörkum sinum aftur. Pétursson gat ekki leikið með liði sínu Feyenoord um siðustu helgi vegna meiðsla. Og rtú liggur ljóst fyrir að Pétur þarf að leggjast inn á sjúkrahús og gangast undir skurðaðgerð á hné. Pétur hefur um nokkurt skeið átt við þrálát meiðsli að etja í hnénu og þrátt fyrir að hann hefði leikið með í haust og staðið sig vel og skorað nokkur mörk hafa meiðslin háð honum verulega. bað var því ekki um annað að ræða fyrir Pétur en að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er ljóst hversu lengi Pétur verður frá æfingum og keppni en varla lengur en tvo mánuði. • Anders Dahl Nielsen. Það mun ekki vera ætlun Nielsens að setjast hér að eða neitt þess háttar, hann ætlar einfaldlega að æfa um hríð hjá félaga sínum, hinum danska þjálfara ÍR. Vafalítið munu leik- menn ÍR njóta góðs af því að starfa með jafn snjöllum hand- knattleiksmanni og Anders Dahl Nielsen er, en ÍR leikur nú í 2. deild. Pétur hvorki með gegn Kínverjum eða Zagreb UÓST þykir nú, að Vals- menn geta varta notað Pétur Guðmundsson í Evrópuleik sinum i körfuknattleik gegn júgóslavneska liðinu Zagr- eb. Strax og ljóst var hverjir mótherjar Valsmanna myndu verða, fóru forráða- menn félagsins að kanna aðstæður allar og um tima leit út fyrir að Pétur gæti leikið Evrópuleiklna báða, sem fram fara um svipað leyti og landsleikirnir við Kínverja. En nú er annað hljóð komið i strokkinn. Pétur á leik með liði sinu River Plate í Argentinu 13. október og fær sig ekki lausan. Verði engin breyting, getur Pétur ekkert frekar verið með gegn Kínverjum og er það náttúrulega bagalegt. Pétur er hins vegar væntan- legur til landsins i byrjun desember og mun hann eftir það taka þátt í öllum undir- búningi landsliðsins fyrir C-keppnina í Sviss sem hald- in verður í apríl. Hefur Pétur neitað nokkrum girnilegum tilboðum í Argentínu til þess eins að geta leikið með ís- ienska landsliðinu eftir ára- mótin. aðgerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.