Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 37 Guðmundur Kristinn Helgason — Minning Fæddur 1. apríl 1955. Dáinn 21. september 1980. Guðmundur minn, eins og ég ávallt kallaði hann, er svo skyndi- lega horfinn á braut. Foreldrar hans eru Helgi Guðmundsson, bankastarfsmaður og Hrafnhildur Thoroddsen. Síðast þegar ég talaði við hann var fimmtudagskvöldið fyrir slysið. Var hann þá einmitt að segja mér sínar framtíðaráætl- anir, þær hafði hánn reyndar talað um áður, og var hann alveg ákveðinn hvaða lífsstarf hann ætlaði sér. Guðmundur var prýðisvel gef- inn og hagur svo af bar. Það lék allt i höndum hans sem hann snerti á. Hann var listrænn vel og hafði glöggt listamannsauga. Allt- af var hann boðinn og búinn að hjálpa ef til hans var leitað. Ég minnist hve afi hans, Guðmundur I. Guðjónsson, sem látinn er fyrir 9 árum, átti margar gleðistundir með nafna sínum. Þeir skildu hvorn annan svo vel. En lífið er dulúðugt og rök þess torráðin. Hér eru leiðarlok. Ég kveð og þakka Guði sem gaf, Guð er kærleikur og vonin um endur- fundi á vormorgni eilífðarinnar mun milda sárasta söknuðinn. Ég votta konunni hans, Ester Kristjánsdóttur, og litla Helga syninum þeirra, dýpstu samúð, eins foreldrum hans, systkinum og öllum ástvinum. Sigurrós Ólafsdóttir. Kveðja frá systkinum. ó. þú brostir svo blitt, o(E ég brosti með þér. Eitthvað himncskt og hlýtt kom við hjartað i mér. (Stefín fri Hvitadal) Nú þegar hausta tekur hafa knattspyrnumenn lagt skóna á hilluna í bili, gera upp árangur tímabilsins og hugsa til þess næsta með eftirvæntingu með áformum um meiri árangur. í félagi okkar, Knattspyrnufélaginu Þrótti, var þessari hugsun skyndi- lega raskað sunnudaginn 21. sept- ember, þegar þau hörmulegu tíð- indi bárust, að félagi okkar, Guð- mundur Kristinn, hefði farizt af slysförum þá um nóttina. Skarð hefur verið rofið í fylkingarsveit félagins í knattspyrnunni, þ.e. meistaraflokk. Okkur setur hljóða, piltur á bezta aldri, aðeins 25 ára, er héðan kallaður frá eiginkonu, barni, ættingjum og félögum í Fæddur 18. ágúst 193G. Dáinn 22. september 1980. Kynni okkar Olgeirs hófust fyr- ir einu ári, þegar ég fluttist til íslands. Hann varð brátt góður Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. blóma lífsins. Guðmundur kom til liðs við Þrótt mjög ungur að árum og má segja að hann hafi alizt hér upp með félaginu á nýjum slóðum inn við Sæviðarsund. Ekki var langt að fara á æfingar, völlurinn var þröskuldinn og piltur örugg- lega hvattur af foreldrum, sem í hugum okkar hefur fengið viður- nefnið „Þróttarafjölskylda", því bræður Guðmundar fylgdu í spor hans til þessa félags og Helgi, faðir hans, hefur staðið í fylk- ingarbrjósti þess undanfarin ár. Guðmundur lék knattspyrnu fyrir félagið í öllum aldursflokkum. Hann gerði síðan hlé á knatt- spyrnuiðkun sinni, þegar hann hafði leikið með 2. aldursflokki, því nú tók við alvara lífsins og á næstu árum stofnar hann heimili með eiginkonu sinni, Ester Krist- jánsdóttur, og eignast þau eitt barn, Helga að nafni. Nú síðastliðinn vetur kom Guð- mundur aftur af fullum krafti til æfinga og keppni og lék marga leiki fyrir félagið í meistara- og 1. flokki á þessu nýlokna sumri. Ahugann vantaði ekki, ætíð reiðu- búinn að fórna tíma í sitt áhuga- mál og stoltur að leika fyrir félag sitt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við í Knattspyrnufélaginu Þrótti þakka Guðmundi samfylgd- ina og framlag hans til félagsins, en það var mikið þó aldurinn væri vinur minn og fjölskyldu okkar. Hann var tíður gestur hjá okkur í Hafnarfirði, þar sem við héldum guðsþjónustu. Þegar við skiptum um aðsetur og fluttum til Reykja- víkur hjálpaði Olgeir okkur við að útvega húsnæði og standsetja það fyrir starfsemi okkar. Hann vann verk sitt af mikilli kostgæfni og nákvæmni. Kærleikur hans í okkar garð verður okkur ávallt minnisstæður. Við sáum Olgeir í siðasta sinn þegar við héldum guðsþjónustu á fimmtudagskvöld, fjórum dögum fyrir andlát hans. Við það tækifæri söng kórinn sálm, og verður merking hans Ijósari nú. Orðin lýsa hlýhug okkar og þrá til góðvinar okkar. Séra Lennart Iledin. Nýja Postulakirkjan. Kallið er komið. komin cr nú stundin. vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja. vininn sinn látna. er sefur hér hinn siðasta blund. Vald. Briem Miðvikudaginn 1. október verð- ur borinn til grafar minn góði ekki hár. Við sendum eiginkonu, barni, foreldrum og öðrum ætt- ingjum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. F.h. Knattspyrnu- félagsins Þróttar, Tryggvi E. Geirsson. Sviplegt slys hefur dregið ský fyrir sólu. Vinur minn og starfsfé- lagi um hálfan tug ára er fallinn frá í blóma lífsins, aðeins 25 ára. Menn setur hljóða á slíkum stund- um, og tregt er tungu að hræra. Leiðir skildu fyrir hálfu ári, er við hurfum báðir frá þeim starfa, sem batt vináttuböndin. Á vinnu- staðnum gerðust postular réttlæt- is og siðgæðis að eigin dómi, skjöpuleygir á almenn mannrétt- indi. Þá var vor í lofti, og við gengum út á lífsins torg með fyrirheit hinna óþekktu í mann- grúann. Þótt hurðin að baki okkar væri dökkmáluð, og fölva slægi á veröldina, hugðumst við stikla hin skreipu sker í hverfulum heimi. Guðmundur Kristinn hafði afl- að sér nokkurrar menntunar á sviði þess handverks er við störf- uðum að. Hann ætlaði sér stærri hlut í þá veru, enda með víðtæka starfsreynslu og afar hugkvæmur og listfengur vel. Guðmundur Kristinn kvæntist Ester Kristjánsdóttur, hinni ljúf- ustu stúlku, þau eiga einn son, Helga. Sólargeislann í tilverunni, er oft þurfti á liðveislu pabba að halda. Nú er strengur brostinn, og röðull hausts sendir geisla hins torræða yfir storð. Það mun ávallt verða lítt eða aldrei skilið, hví menn á morgni lífsins eru hrifnir burt úr jarðvist- inni, því kunnum vér að spyrja með barnslegu hugarfari: Hvers vegna? En minningin um einstakiega hjálpfúsan, fjölhæfan og góðan dreng mun verða hið græðandi balsam, er stundir líða. Lífið er eins og sálmasöngur, og ómurinn svar kærleikans, en sólin blundar, líkt og skáldið segir í hinum ljóðrænu línum: „Blundar nú sólin I bárunnar sænK. húmskuKKar læðast írá haustnætur vænit. sveipa i svörtu hinn sotandi da«. En andvarinn kveður hans útfararlaK-" Jónas GuðlauKsson. Ég kveð hinn unga og greinda vin minn, með virðingu og þökk. Aðstendendum votta ég samúð mína. Hjalti Jóhannsson vinur Olgeir Viktor Einarsson eða Olli eins og ég var vön að kalla hann. Hann var góður vinur í starfi og leik, hann var alltaf viljugur til að hjálpa mér, og alltaf var hann góður við kisurnar mínar. Olli var aðeins 44 ára gamall Jægar hann kvaddi þennan heim. Ég minnist þess þegar við fórum síðast upp í sumarbústað. Þá var mikið sungið og virtist þá vera efst í huga hans lagið „Ég vitja þín æska“. Eg hef aðeins þekkt Olla í tvö ár, og það hafa verið mjög ham- ingjurík ár. Ég og mamma sendum honum hinstu kveðju. Sædis Gísladóttir Minningarorð: Olgeir Einarsson + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýju viö fráfali eiginmanns míns, JÓNS BJARNASONAR, Jökulgrunni 1. Maria Hjartar. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, UNNAR ÁRMANN. Steinþór Marteinaaon, Marteinn Steinþórsson, Guömunda Guömundsdóttir, Valdimar Steinþörsson, Viktoria Isaksen, Arndis Steinþörsdóttir, Baldur Þór Baldvinsson og barnabórn. + Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför BJÖRNS SIGURÐSSONAR, bifreióastjóra, Birkigrund 39. Unnur Ólafadóttir, Jóhanna Zoóga Henrikadóttir, Jóhanna Olga Bjttrnadóttir, Sigurður K. Björnsson, Kristjana Bjttrnsdóttir, örn Bjttrnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Bjttrnsson, Einar Sigurttsson, Siguröur Sigurósson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR RAGNHEIÐAR SÖLVADÓTTUR, Njttrvasundi 29. Andrés Pétursson, Margrét Bjttrk Andrésdóttir, Sveinn Sigurösson, Pétur önundur Andrésson, Kristfn Stefónsdóttir, Ólöf Adda Sveinadóttir, Siguröur Rúnar Sveinsson, Bjarki Mér Sveinsson, Magnfríöur Ólttf Pétursdóttir, Steinunn Lilja Pétursdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför RAGNHILDAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Hvanneyrí, Sérstakar þakkir eru færöar Oddfellowum úr Borgarfiröi og Hvanneyringum. Guttmundur Jónsson, bttrn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabttrn og systkini. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, sonar, fööur, tengdafööur, afa og bróöur, KARLS H. GÍSLASONAR, fré Súgandafiröi, Alftahólum 4, Reykjavík. Erla Kristjénsdóttir, Þorbjörg Friöbertsdóttir, Gisli Guömundsson, Gfsli Karlsson, Katrín Karlsdóttir, Guöm. Þorlékur Guömundsson, Kristín Karlsdóttir, Ágúst Sigmarsson, Karl Karlsson, Laufey Torfadóttir, Axel Ketilsson, barnabörn og systkini. + Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur, tengdasonar og afa, GUNNARS SMITH, Tunguvegi 30. Sérstakar þakkir til fyrirtækis Smith & Norland hf. Soffia Smith, Karl G. Smith, Margrét F. Guömundsdóttir, örn Smith, Elsa L. Smith, Gunnar Smith, Edda E. Smith, Hilmar Smith, Anna Ottadóttir, Soffía Siguröardóttir, og barnabttrn. + Ég þakka innilega öllum þeim er sýndu mér samúö og vináttu viö andlát og útför INGIBJARGAR GUDJONSDOTTUR, Eyri, Ingólfsfiröi. Jóhann Andrésson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.