Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 27 PÆLDTÐI Höfundar: Helma Fehrmann, Holger Franke og Jiirgen Fliige. býðing: Jórunn Sigurðardóttir. Söngtextar: ólafur Haukur Simonarson. Tónlist: ólafur H. Símonarson / Thomas Ahrens. Leikmynd og búningar: Geir Óttar Geirsson. Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON „Pæld’í’ðí hlaut nafnið af krökkum sem sáu forsýningu leiksins í Fellahelli, er það vel því þetta nýjasta verk Alþýðuieik- hússins er einmitt samið fyrir krakka eða réttara sagt krakka sem eru að verða fullorðin. Og hvað gerist þá jú röddin breytist hjá strákum, stelpur fá brjóst, sum sé ákveðin hormón spýtast út úr ákveðnum innkyrtlum og ný lífshvöt vaknar „kynhvötin" bless- uð. Um þessa miklu breytingu líkama og sálar fjallar „Pæld’í’ðí. Geðlæknisfræðin álítur að sálar- heill mannsins sé hættast 'er snöggar og miklar breytingar verða á lífsmunstrinu. Óvíða á lífsferlinum verður manneskjan fyrir jafngagngerðri stökkbreyt- ingu og á gelgjuskeiði. Ekki er nóg að líkaminn umturnist heldur um. Fyrst hurfu stelpurnar inn í helgidóm kennslustofunnar, rauð- ar og hvítar komu þær til baka, með dularfullt bros á vör, mikill hlaut þeirra leyndardómur að vera. Næst þustum við strákarnir inn. Kennarinn sat náfölur bak við kennarapúltið. Á töflunni bak við hann hékk mynd af einhverju sem líktist kuðung. Þannig hófst tím- inn með langvinnri hlátursgusu. Kennarinn barði i borðið. „Þið eruð ekki í þrjúbíó strákar." Þetta var óskaplega skemmtilegur tími sem fór 90% í að fylgjast með feimnislegum tilburðum kennar- ans. Orðið „kynfræðsla" var óþekkt í þá daga og er það víst enn hér á norðurhjara, þess vegna fannst mér hreint stórkostlegt að sjá slíka fræðslu í listrænum búningi Alþýðuleikhússins undir nafninu „Pæld’í’ðí”. Krökkunum sem sátu þessa kvöldstund í Fella- helli virtist heldur ekki leiðast enda vandamál þeirra og hugðar- efni birt af óþvinguðum leikhóp þeim Bjarna Ingvarssyni, Mar- gréti Ólafsdóttur, Guðlaugu Bjarnadóttur og Sigfúsi M. Pét- urssyni undir leikstjórn sniðugs Þjóðverja Thomas Ahrens. Mikið væri nú gaman ef fræðsluyfirvöld £( wiU frlu búnvn ab tpn1)'1 pabba t&a ni'ommu <&» cvivbvxTtx. saal ^cr h«nm» btUa •jtttsl e&d ht^ur ah mumsli Kojli rcijnt ah uLsVjjra þ»k ^vjtvt pér Hér ááur (ijrr j,agái (olk að ótorkurmn Ræmi med bórnin. Litið fræðslurit um kynferðismál fylgir sýningunni, hér eru myndir úr heftinu. breytist einstaklingurinn frá verndaðri heimilisveru í óvernd- aða félagsveru, sem senn skal taka þátt í stríði veraldarinnar. „Ungl- ingavandamálið" margþvælda er að sjálfsögðu ekkert annað en fylgifiskur hinnar gagngerðu breytingar er verður á lífi ein- staklingsins við 14—15 ára aldur. Öryggisleysi ásamt umturnun lík- amsvessanna skapar áreitna ein- staklinga. Við getum ekki dregið úr þessari áreitni og þeim vanda- málum sem henni fylgja með valdboði einu saman. Nær er að kynna unglingunum þá framandi starfsemi sem fer fram innra með þeim. Löngum hefur sá háttur verið hafður á hér á landi að kynna „umbreytinguna miklu" fyrir þolendunum í svokölluðum „heilsufræðitíma". Hér fyrr á ár- um biðu menn slíks tíma með óþreyju mánuðum saman og svo þegar loks dagurinn rann upp voru strákar aðskildir frá stelp- tækju sig til og hleyptu leikhúsinu enn frekar inn í skólana því hér er fyrirmyndar „nýtitæki" að mestu ónotað. Ég minntist áðan á eðli- legan leikmáta leikaranna í Pæld’- í’ðí þetta er rétt þótt vissulega skorti hér öryggi hinna þaul- reyndu atvinnuleikara en á móti vegur viss ferskleiki sem því miður virðist stundum hverfa með tekjutryggingunni. Hér er ekki átt við að ferskleikinn fari af túlkun leikarans um leið og hann kemst á góðan samning fremur að eðli Álþýðuleikhússins sé að bjóða upp á ferskan leikmáta. Þetta er jú tilraunarleikhús þar sem nýút- sprungnir leikarar eiga að fá tækifæri til að stíga fyrstu sporin á leiklistarbrautinni. Auðvitað eru tilraunir áhættusamar. Tilraunir í list ekki síður. Að mínu mati geta þær aðeins heppnast séu þær framdar handan ríkisafskipta og þröngra markaðslögmála, „Pæld'- í’ðí“. Verslunarráð Islands: Skattlagning á fyrirtæki miðist við rauntekjur SVOHLJÓÐANDI ályktun var samþykkt á almennum fundi Verslunarráðs íslands í Reykjavik á mánudag: „Á undanförnum árum hefur fjölgað ýmsum óbeinum sköttum á atvinnurekstur. Álagning þessara skatta tekur ekki mið af raunveru- legri afkomu fyrirtækja, og hefur fyrirtækjum því verið gert að greiða háa skatta, jafnvel þó að um stórfelldan taprekstur hafi verið að ræða. Er svo komið, að íslenskur atvinnurekstur þarf að standa skil á 10 til 15 slíkum sköttum. Á erfiðleikatímum og þegar skattheimtan er orðin svo mikil, sem nú er, veldur þessi skattastefna verulegum greiðsluerfiðleikum og getur leitt til gjaldþrots hjá fyrir- tækjum. Skorar fundurinn á Al- þingi og ríkisstjórn að taka þessa skattastefnu til endurskoðunar, þannig að skattar fyrirtækja miðist framvegis einvörðungu við raun- verulegar tekjur þeirra." Bessi les barna- sögur á plötu NÝLEGA kom út hjá Fálkanum hf. hæggeng barnaplata, þar sem leikarinn vinsæli, Bessi Bjarna- son, les 7 þekktar barnasögur. Þórir S. Guðbergsson þýddi sög- urnar. Gísli Alfreðsson aðstoðaði við undirbúning og upptökur. Sögurnar á plötunni eru: Stíg- vélakötturinn, Þrír bangsar, Sætabrauðsdrengurinn, Þrír litlir grísir, Hérinn og skjaldbakan, Kóngsdæturnar tólf og Heimski Hans. WIKA Þrýstimælar SðyffHatfysxur JÍ»iro@@©XR (B<s) Vesturgotu 16.sími 13280 SÍKfí Hitamælar @t}yoHay§)(ui(r <J§)(ro©®@ini <& Vesturgötu 16, sími 13280. Al'Cl.VSÍNCASIMIVN KR: 22410 Rts Kjólar — kjólar Dagkjólar — kvöldkjólar — samkvæmiskjólar í nýju glæsilegu úrvali. Allar stærðir — Hagstætt verð. Opið föstudaga 9—19. Laugardaga 10—12. Kjólasalan Brautarholti 22. Inngangur frá Nóatúni. SÖNGFÓLK Kór Dómkirkjunnar óskar eftir söngfólki. Kórinn syngur viö guösþjónustur og heldur sjálfstæöa tónleika. Voriö 1981 mun kórinn flytja verk eftir Schiítz og Mozart. Æfingar verða á laugardögum kl. 12—14. Söngkennari er Elín Sigurvinsdóttir og stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friöriksson. Upplýsingar í símum 44548, 19958 og 21047. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar. Fastar áætlunarferðir. KAUPM AN N AHÖFN Umboðsmenn: Allfreight Ltd., 35, Amaliegade DK-1256 COPENHAGEN K Skeyti: Alfragt Telex: 19901a alckh dk Sími: (01) 11-12-14 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.