Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 31 Valur hóf titilvörnina með tapi gegn ÍR-ingum — Þrjú stig skildu eftir framlengdan leik JOHN Bond, hinn nýi fram- kva'mdastjóri Manchester City, botnliðs 1. deildar, lét til sín taka á leikmannamarkaðinum i gær- kvöldi. Hann brá sér þá til Coventry og festi kaup á tveimur Kömlum brýnum. Það voru þeir Bobby McDonald, bakvörður, og ÍÞRÓTTASÍÐA Mbl. mun nú endurvekja stuttan pistil þar sem rætt er við áhugamann um ensku knattspyrnuna og hann fenginn til þess að spá um leiki næstu helgar. Vonandi verður ekki um plássleysi að ræða á siðunum svo að hægt verði að vera með spjallið vikulega. Spámaður Mbl. að þessu sinni er Karl Guð- mundsson, fyrrum landliðsmaður i knattspyrnu og landsliðsþjálf- ari. Karl hefur í mörg ár starfað að fræðslumálum í knattspyrnu og lagt mikið af mörkum við uppbyggingu knattspyrnunnar hér á landi. Við byrjuðum á því að spyrja Karl hvort hann „tipp- aði“ ekki reglulega í getraunum. — Nei, það geri ég ekki. Konan mín hún spreytir sig hinsvegar, með misjöfnum árangri þó. Ég spila ekki í neinu happdrætti og hef engan tíma til þess að tippa. Ég fylgist samt vel með ensku knattspyrnunni og horfi alltaf á leikina í sjónvarpinu á laugardög- um. Arsenal og Chelsea eru uppá- haldsliðin mín síðan ég dvaldi hjá liðunum árið 1946 við æfingar og kynnti mér þjálfun. Þá lék ég með þekktu áhugamannaliði Enfield. Arsenal gerði mér tilboð og vildi fá mig til að leika en ég hafði ekki áhuga á því. Ætlaði mér alltaf heim og vinna þar. — Mér finnst Liverpool leika bestu knattspyrnuna í Énglandi í dag. Þeir sýna tilþrif og mikla hæfni. Enska knattspyrnan er Tommy Hutchinson, framherji, sem freistuðu hans. McDonald kostaði 250.000 sterlingspund, en Hutchinson aðeins 47.000 pund. Þeir félagar leika væntaniega með City gegn Brighton á laugar- daginn. Væntanlega munu þeir styrkja liðið, geta vart annað ... orðin skemmtanaiðnaður, ekkert annað, og bæði leikmenn og fram- kvæmdastjórar verða að standa sig. Kröfurnar eru gífurlega mikl- ar, þar af leiðandi er knattspyrn- an góð. Þegar ég var í Englandi árið 1946 var Tommy Lawton hjá Chelsea mesta stjarnan ásamt VALSMENN hófu ekki titilvöm sina i körfuknattleik gæfulega, en liðið tapaði i gærkvöldi fyrir ÍR með þriggja stiga mun. Var leikurinn i járnum frá upphafi til enda og mikil barátta og spenna bætti upp þann slaka körfubolta sem liðin sýndu. Hefði leikur þessi getað farið á hvorn veginn sem var, hamingjudisirnar kusu hins vegar að brosa til ÍR-inga. Ungur nýliði, Guðmundur Guð- mundsson, skoraði sigurstigin bókstaflega á siðustu stundu. Staðan var jöfn, 84—84, er fram- lenging var að renna út og Guðmundur hafði varla sieppt knettinum i lokaskoti leiksins, er flautan gall. Knötturinn smaug ofan í körfuna og þar sem brotið var á Guðmundi fékk hann viti að auki og það rataði rétta boðleið. Lokatölurnar urðu því 87—84 fyrir ÍR, eftir að staðan eftir venjulegan leiktima hafði verið 78-78. 1 hálfleik stóð 40-36 fyrir ÍR. En það munaði átakanlega litlu að til framlengingar þyrfti ekki að koma. Sem fyrr segir var staðan jöfn að loknum venjulegum leik- tíma. En á síðustu sekúndum venjulegs tíma misstu ÍR-ingar knöttinn og Torfi Magnússon fékk hann í hendurnar á eigin vallar- helmingi. Gerði hann sér lítið fyrir og þeytti knettinum beint ofan í körfu ÍR-inga. En flautan gall í sömu mund og karfan var ekki gild. Svipað var þetta þegar Guðmundur skoraði sigurkörfuna, þá þrættu Valsmenn mjög fyrir réttmæti hennar. Ef rakinn er gangur leiksins í ekki mjög löngu máli, þá er skemmst frá að segja, að IR var yfir nær allan fyrri hálfleikinn. Stanley Matthews. Lawton stökk hærra en þversláin þegar hann var að reyna við skallaboltana. Og Matthews dró allan mátt úr varn- armönnunum þegar hann var bú- inn að plata þá. Þeir áttu til með að slá á læri sér og hrista höfuðið. Hann var listamaður með boltann. — Ég álít að knattspyrnan í Vestur-Þýskalandi sé sú besta í dag. Metnaður Þjóðverja er svo gífurlegur og allt skipulag þeirra í íþróttum er frábært. Við íslend- ingar getum vel unað við okkar hlut. Landslið okkar hefur staðið sig vel í sumar, og ég er ánægður fyrir hönd Guðna Kjartanssonar landsliðsþjálfara. íslendingar eru afburðamenn í líkamsatgervi og komast því langt í íþróttum miðað við fólksfjölda. Það sýnir best að við eigum orðið 12—14 atvinnu- knattspyrnumenn sem standa sig vel með erlendum liðum. Að lokum fengum við Karl til að spá um leiki helgarinnar og fer spá hans hér á eftir. — þr. Leikir 25. október 1980 Birmingham — Stoke ..........1 Brighton — Man. City ........2 Leeds — Crystal Palace......2 Leicester — Wolves ..........2 Liverpool — Arsenal .........1 Man. United — Everton.......1 Norwich — Nott’m Forest .... 1 South'pton — Aston Villa .... 2 Sunderland — Ipswich........2 Tottenham — Coventry .......x W.B.A. — Middiesbro .........1 Notts County — Blackburn ... 1 Valur — IR 84:87 Guðmundur Guðmundsson skor- aði sigurstigin á siðustu stundu. Munaði aldrei miklu og ÍR-ingar komust aldrei meira en átta stig- um fram úr Val. Þrátt fyrir það virtist liðið heldur heilsteyptara, en Valsmönnum voru mjög mis- lagðar hendur í mörgum fram- kvæmdum sínum. Ekki svo að skilja að allt hafi gengið upp hjá ÍR, öðru nær. Undir lok fyrri hálfleiks minnkaði Valur muninn í tvö stig, en Kolbeinn Kristinsson skoraði síðustu körfuna á lokasek- úndunni, þannig að ÍR var fjórum stigum yfir í hálfleik. Valsmenn tóku heldur við sér í síðari hálfleik og þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnað- Mick Flannagan var heidur bet- ur í sviðsljósinu. Sem miðherji botnliðsins Crystal Palace, þótti hann ekki hafa staðið sig sem skyldi i haust, enda ekkert skor- að. En Palace fékk Southampton í heimsókn i 1. deildar keppninni i gærkvöldi og Flannagan lét sig ekki muna um að skora þrivegis til þess að tryggja Palace þriðja sigurinn á keppnistimabilinu. Lokatölurnar gegn Southampton urðu 3—2. Mörk Southampton skoraði ungiingurinn Steve Mor- an og náði hann tvivegis forystu fyrir lið sitt. Það var enski landsliðsmiðvörðurinn Dave Watson sem færði Palace sigur- inn. Léleg sending hans aftur til markvarðar sins rétt fyrir leiks- lok skoppaði beint til Flannag- ans sem þáði gjöf Watsons með þökkum og skoraði.ÚrsIit leikja i gærkvöldi urðu annars þessi: 1. deild: Arsenal — Norwich 3—1 Coventry — Sunderland 2—1 Palace — Southampton 3—2 ur átti ÍR afleitan kafla sem varð til þess að Valur jafnaði og stóð þá 59—59. Komst Valur yfir, mest fimm stigum, en ÍR vann muninn upp og gekk hvorki né rak eftir það allt til leiksloka. Því kom til framlengingar og þegar hún var hálfnuð virtust Valsmenn ætla að hafa betur. Þeir náðu þá fjögurra stiga forskoti. En það er aum forysta í körfubolta og ÍR stakk sér fram fyrir á elleftu stundu eins og áður er lýst. Það var mikið talað um að Valsmenn mættu ÍR-ingum Kana- lausir. Því er náttúrulega til að svara, að ÍR lék einnig án síns besta manns, Kristins Jörunds- sonar. Það var því líkt á með liðunum komið frá þeim bæjar- dyrum séð. En Bandaríkjamaður- inn í liði ÍR, Andy Flemming, sýndi sig ekki vera neinn miðl- ungskarl. Hann lék mjög vel bæði í sókn og vörn og bar nokkuð af félögum sínum. Ungur maður í ÍR-liðinu, Sigmar Karlsson, lék mjög vel í fyrri hálfleik og þeir Kolbeinn Kristinsson og Jón Jör- undsson voru nokkuð drjúgir þó að hittnin væri ekki alltaf upp á það besta. Langt er frá því að IR hafi þarna sýnt sínar bestu hliðar. Sama má segja um Val, liðið getur miklu betur og má vera að leikmenn liðsins hafi verið eitt- hvað þreyttir eftir Evrópuleikinn gegn Cibona. En það útskýrir ekki að öllu leyti þá lognmollu sem á köflum ríkti með leikmönnum liðsins. Ríkharður var þó sjálfum sér líkur og Jón Steingrímsson kom geysilega vel frá leiknum. Sama má segja um Kristján Ág- ústsson, en hann lenti í villu- vandræðum og hvarf af leikvelli í síðari hálfleik. STIG VALS: Ríkharður Hrafn- kelsson 19, Jón Steingrímsson 18, Kristján Ágústsson 15, Torfi Magnússon 12, Jóhannes Magn- ússon 11, Gylfi Þorkelsson og Þórir Magnússon 4 hvor. STIG ÍR: Andy Flemming 36, Kolbeinn Kristinsson 16, Jón Jör- undsson og Sigmar Karlsson 14 hvor, Guðmundur Guðmundsson 7 stig. Everton — WBA 1 — 1 Middlesbr. — Leicester 1—0 2. deild: Bolton — Preston 2—1 Grimsby — Shefíield W 0—0 Luton — Swansea 2—2 Oldham — Notts County 0—1 Orient — Chelsea 0—1 Wrexham — Bristol City 1—0 David Armstrong skoraði sigur- mark Boro gegn Leicester seint í leiknum, en átti sigurinn skilið. Ekki verður sama sagt um Cov- entry sem var leikið sundur og saman á heimavelli sínum. En tvö ódýr mörk færðu liðinu sigur. Táningurinn Brian McDermott var meðal markaskorara Arsenal, sem tryggði sér sigur með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútun- um. Everton átti hins vegar mögu- leika á því að skjótast í efsta sætið í deildinni, en tókst ekki. Leikur liðsins gegn WBA þótti grófur og leiðinlegur, fimm manns voru bók- aðir. Loks gátu fréttaskeyti þess að Mike Fillery hefði skorað sigurmark Chelsea gegn Orient. Spámaöur vikunnar „ Arsenal gerði mér tilboð" —gg Þrenna Flannagans færði Palace sigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.