Tíminn - 07.07.1965, Qupperneq 7

Tíminn - 07.07.1965, Qupperneq 7
/fffÐVIKUDAGUR 7. júlí 1965 TÍMINN Glæsileg íþróttamannvirki !,ÍX‘ÍK*XwKtól • •' >; •• ■?: i&'íiííS •fflhHHdi • l11 * '■i Eins og konnugt er af fyrri fréttum voru vígð mikil íþróttamannvirki á landsmótinu að Laugarvatni, sem sérstaklega voru byggð fyrir mótið, en verða nú eign íþróttakennarasfcóla íslands og þarf ekfti að hafa mörg orð um, hve mikil lyftistöng það er fyrir skólann. En rétt er að koma hér á fram- færi ágætri hugmynd um frekari nýtingu svæðisins. Ekkert virðist liggja beinna við en íþróttaflokkar okkar, bæði í flokkaíþróttum og einstaklíngsgrein- um notfæri sér þessa prýðilegu aðstöðu til undirbúnings stærri keppni. Það hefur mikið verið talað um lélegan undirbúning íþróttamanna, sem keppa við erlenda aðfla. Nú virðist vera fyrir hendi góð aðstaða til að gefa þessum íþróttamönnum kost á að dvelja saman nokkurn tíma á einum stað og helga sig einungis undirbúningi undir keppni. Það hefði t.d. ekki verið ónýtt, ef knattspyrnumenn okkar, sem kepptu nú síðast við Danina, hefðu getað verið heila viku saman á rólegum stað og búið sig undir átökin. íþróttamannvirkin, sem reist voru fyrir landsmótið, eru: grasvöll- ur með hlaupabrautum í kring, stökkgryfjum og svæði fyrir kastgreinar, malarvöllur og sundlaug. Handknattleik er svo einnig hægt að stunda á báðum völlum. Þarna á staðnum er líka gufubað,og svo ekki sízt vatnið, þar sem stunda mætti vatnaíþróttir, til dæmis siglingar og vatnaskíði. Og það má segja, að þessi manvirki hafi fengið verðuga prófraun, þar sem var hin umfangsmikla íþróttakeppni 12. landsmóts U. M. F. í. — Myndirnar hér á síðunni tók KJ á mótinu. Efst er forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, að koma til hátíðadagskrár mótsins. Stúlkur úr Skarp- héðni, klæddar peysufötum, stóðu heiðursvörð, og var það fögur og tilkomumikil sjón. — 2ja dl. myndin til vinstri er frá keppni í hástökki. Sigur- vegarinn, Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ, sést stökfcva, en hún sigraði í þeirri grein. Til hliðar er sundlaugin og neðst fimleikasýning á íþróttavellinum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.