Tíminn - 07.07.1965, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1965
TÍMINN
SJÁVARHiTiNN BREYTIST LÍTD
Dagana 24. júní til 4. júlí var
varðskipið Ægir við rannsóknir
og hefur nú borizt tilkynning um
helztu niðurstöður þeirra, og fer
hún hér á eftir:
Að þessu sinni voru athuganir
gerðar á svæði út af Austfjörðum
Norðausturlandi og austanverðu
Norðurlandi.
Hitastig sjávar hefur lítið
breytzt frá því, sem var fyrri
hluta júnímánaðar, og er sjávar-
hitinn á rannsóknasvæðinu lægri
VERZLUN LOKAÐ
Framhald at 1. siðu
á laugardaginn lokaði annar
þeirra verzlun sinni á tilsettum
tíma samkvæmt beiðni lögregl
unnar, en hinn, kaupmaðurinn
í Örnólfi á Snorrabraut, lokaði
ekki fyrr en í kvöid um klwkk-
an átta, er tveir lögregluvarð
stjórar fóru á staðinn og lok-
uðu verzluninni samkvæmt úr-
skurði lögreglustjórans í sam-
ræmi við samþykkt um af-
greiðslutima verzlana í Reykja-
vík o. fl.
Kaupmenn, sem ekki telja
sig geta unað við þessa nýju
tilhögun, sem hófst 1. júlí,
munu hafa haft í hyggju mót-
mælaaðgerðir í sambandi við
lokun Örnólfs, en allt fór þar
friðsamlega fram. Lögregluvarð
stjórarnir áttu tal við kaup-
mannninn, verzluninni var síð-
an lokað og varðstjórarnir biðu
þess að síðustu viðskiptavinirn-
ir færu út.
en mælzt hefur á þessum árstíma.
Á djúpmiðunum út af Melrakka-
sléttu var hitastig á 30—100 m
dýpi t.d. —1.5 til —1.8° C.
Þörungagróður er víðast hvar
með minna móti og gagnsæi sjáv
ar því mikið.
Rauðátumagn var yfirleitt lítið
á rannsóknasvæðinu. Talsverð
rauðáta var þó í Reyðarfjarðar-
djúpi og svæðinu austur af Hval-
bak. Þá var einnig talsverð áta
á djúpmiðum norðaustur af land
jinu, austan 10° v.l. Þriðja átu-
Lsvæðið var á svipuðum slóðum og
j áður hefur verið getið, þ.e. 90—
100 sjm. norður af Melrakkasléttu
Á fyrrgreindum átusvæðum var
yfirleitt um fullvaxna átu að
ræða, en nær landi var megin-
hluti átunnar ung og vaxandi dýr,
þannig að átumagn á miðunum
austan og norðaustanlands fer
væntanlega vaxandi næstu 3—4
vikur. Vegna hins lága sjávarhita
má þó búast við, að vöxtur þess
arar rauðátu kynslóðar taki lengri
tíma en á undanförnum árum.
Síldar varð víða vart á rann
sóknasvæðinu, en yfirleitt var
aðeins um smáar og dreifðar torf
ur að ræða. Talsverð síld hefur
þó gengið langt inn í kalda sjó-
inn norðaustur og norður af
Langanesi, en torfurnar eru óstöð
ugar og göngur síldarinnar mjög
breytilegar frá degi til dags á
þessu svæði. Þess ber að geta, að
síldargöngur virðast ekki hafa
komizt í rauðátusvæðið út af Mel
rakkasléttu, enda var rauðátan
þar aðallega á 25—50 m dýpi, en
þar er sjávarhiti —1.5 til —1.8°
eins og að framan greinir. Þess
ber að geta, að meginhluti norska
síldarstofnsins er nú tiltölulega
ung síld, þ.e. 5—6 ára. Þessir
sterku árgangar frá 1959 og 1960
hafa ekki gengið á miðin í neinu
verulegu magni. Á síðastliðnu
sumri fór þeirra einkum að gæta
í veiðinni upp úr 10. júlí. Sé tillit
tekið til hins óvenjulega ástands
sem nú er á miðunum og að fram
an hefur verið lýst, gæti svo farið
að göngur yngri hluta síidarstofns
ins verði að nokkru síðbúnari en
á undanförnum árum.
Jakob Jakobsson,
Ingvar Hallgrímsson.
Emlle E. Pierre
YFIRMANNASKIPTI Á KEFLAVÍKURVELLI
Keflavík, þriðjudag.
í morgun tók Emile Eugene
Pierre jr., skipherra, við starfi
sem yfirmaður varnarliðsstöðvar
innar á Keflavíkurflugvelli. Tók
hann við starfi þessu af Richard
D. James, sjóliðsforingja, sem
hafði gegnt því frá 1: maí, þegar
Robert R. Sparks, skipherra, þá-
verandi yfirrqaður flugvallar-
stöðvarinnar, fórst í flugslysi, sem
kunnugt er.
Pierre skipherra er frá Kali-
forníu. Eftir að hafa lokið mennta
skólaiiámi í San José, gekk hann
í flugskóla flotans í júlí 1942, og
varð flugmaður ári síðar. Var
hann síðan um tíma við skyldu-
störf á SV-Kyrrahafi. Hann var
um tveggja ára skeið yfirmaður
flugsveitanna á flugstöðvarskip-
inu Franklin D. Roosevelt. Áður
en hann var sendur til íslands,
var hann síðast við störf í þeirri
deild flotaáætlana í Washington.
sem fjallar um baráttu gegn kaf-
bátum.
Pierre skipherra er kvæntur
maður og á þrjú börn.
' rrHv:’ ’
BILLINN
ant an Icecar
8 33
SELASKINN
Framhald at i síðu.
með, því að mjög stormasamt var
fyrir norðan og ePfitt að leggja'i
netin. Veður er nú mun betra.
í Litla Fjarðarhomí í Kollafirði
fengum við þær upplýsingar, að
þar í kring hefðu fengizt að þessu
sinni um hundrað selir, og væri
það líkt og í fyrra. Selveiði er
þar í þann veginn að ljúka. Veiði
við Breiðafjörð er í meðallagi og
sums staðar nokkru meiri en í
fyrra.
Ragnar bóndi á Skaftafelli sagði
okkur, að selveiði hjá þeim væri
að ljúka og hefðu nú veiðzt 307
kópar og nokkrir fullorðnir selir,
og þetta væri heldur meiri veiði
en á síðasta sumri. Nokkur veiði
hefur einnig verið frá Svínafelli,
Hofi og Kvískerjum.
Hjartanlegar þakkir færum viS öllum þeim, sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu viS andlát og jarSarför
Einars Bærings Ölafssonar
\ rafvirkja
Margrét L. Ingimundardóttir,
SlgurSur H. Einarsson, GuSmundína Einarsdóttir,
systkin, tengdaforeldrar og aSrir vandamenn.
HEYSKAPUR
Framhalð al 1 dðo
verið beitt, mætti segja, að prýði
leg spretta væri.
Benedikt Grímsson á Kirkjubóli
í Strandasýslu sagði, að þar væri
sláttur rétt að byrja, en þó væri
það ekki almennt.
Mætti segja, að sláttur væri
viku seinna á ferðinni en venju-
lega.
Miklir þurrkar hafa verið und-
anfarið og kuldar, eins og víðast
hvar annars staðar á landinu og
lítið rignt.
Bezt væri sprettan á nýrri tún-
um, en gömlu túnin væru seinni
til.
í dag var þurrviðri þar vestur
frá, en þokuloft að nóttu.
Tíminn hafði samband við Jó-
hannes Davíðsson í Neðri-Hjarðar
dal í Mýrahreppi. Sagði hann, að
þar væri sláttur ekki byrjaður al-|
mennt, en þó eithvað á þrem bæj
um. Mjög illa væri sprottið víð-
ast hvar en þó væri sæmileg
slægja, þar sem jarðvegur væri
djúpur.
Hins vegar mætti segja, að
engin spretta væri þai sem
grunnt er á mel Miklir þurrkar
hafa verið undanfarið og rign-i
ing aðeins örfáa daga. Ef Jekki
brygði til vætutíðar, mætti búast
við, að lítið gras væri að fá. a.
m.k. þar sem túrr eru beitt.
Ekki sagði Jóhannes, að kal í
túnum væri svo að orð væri á
gerandi. Stöðugir þurrkar allt síð
an í apríl væri aðalorsök hinnar
lélegu sprettu. Hlýrra hefði ver
ið nú síðustu daga, en undanfarið
þurrka- og kuldatíð. Síðustu 4
daga hefði verið næturþoka, en
lítil hjálp væri í henni, að því er
grassprettu varðaði.
Norðanlands er sláttur allvíða
hafinn, en þó ekki alls staðar, |
að því er Guttormur Óskarsson á!
Sauðárkróki tjáði okkur í dag.
Heyskapur er heldur seinna á;
ferðinni en venjulega, enda
spretta lakari en t.d. í fyrra. Á-
stæðan til þess er fyrst og fremst
mikil þurrka- og kuldatíð, en einn
ig það, hve tún hafa verið mikið
beitt í vor.
Um síðustu helgi var brakandi
þurrkur og náðu þá bændur vel
upp heyjum sínum. Einna bezt
mun sprettan vera í Blönduhlíð
og yfirleitt í Fram-Skagafirði
Á Austurlandi er ekki um hey-
skap að tala, svo miklar eru kal-
skemmdirnar, eins og ítarlega hef
ur verið skýrt frá í Tímanum. Nú
eru tveir menn frá Búnaðarfélag
inu eystra að kanna skemmdirn-
ar og gera áætlun um heyrýrnun.
Þá er von á dr. Bjarna Helga-
syni til að kanna kalsvæðin.
Þorsteinn Sigfússon á Sand-
brekku sagði okkur að sums stað
ar björguðust menn með útengjar
en það væri undantekning. Verst
taldi hann ástandið á Norðfirði.
Mætti jafnvel búast við niður-
skurði, ef stórfelldir heyflutning
ar kæmu ekki til.
ATVINNUFLUGMENN
Framliald al 2. siðu
Nú stendur yfir innritun nem-
enda í bóklega skólann fyrir
næsta vetur, bæði fyrir einkaflug-
menn og atvinnuflugmenn.
Kennsla byrjar 15. október n. k.
(Fréttatilkynning frá Flugsýn).
BÆNDAFÖR
Framh at bls- 16.
svínakjöti og sögðu þeir, að nú
væri til óselt svínakjöt fyrir um
600 milljónir íslenzkra króna. Á
þessari ráðstefnu ákváðu þeir að
lækka verðið á kjötinu um 12%,
og ef það dygði ekki, þá yrði að
takmarka framleiðslu hvers bónda
í hlutfalli við stærð búsins. En það
sögðu þeir að myndi verða hreint
neyðírúrræði. Við komum á geysi
lega stór svínabú, sem eru í eigu
danskra samvinnumanna, og þar
var hægt að slátra 212 svínum á
klukkustund, svo að menn geta
getið sér til um stærð búsins af
því.
— Okkur blöskraði alveg stærð-
in á hestunum í Danmörku, þeir
voru þetta í seilingarhæð, og hóf-
arnir eins og potthlemmar. Þetta
væru ekki þægilegir gangnahest-
ar fyrir okkur, því þeir virtust
alltaf vera að hnjóta á sléttum
götunum.
— Það var alveg furðulegt að
líta yfir Jótland, það sáust engir
bæir, bara skógurinn, en svo voru
bæirnir allir inni í skóginum.
Skjólbeltin voru okkur minnisstæð
ust frá Danmörku og skógarnir
frá Noregi. Þar er allt skógi vax-
ið, og fjaliabændurnir lifa 10:a
mikið á honum. Sumarhótelin e u
þar um alla skóga, og þangal
flykkist fólkið á sumrin. Það mí
segja, að sumir bændurnir lifi á
gestagangi, og sums staðar fa-a
þeir með kýrnar á þá staði þ r
sem fólkið dvelur í sumarhúsum,
til að selja því mjólk
— Okkur fannst búsældarlegt í
Guðbrandsdalnum í Noregi, þetta
er fallegur dalur og þar eru
mörg og myndarleg bændabýli.
Stór og mikii garðyrkjusýning
stóð yfir í Osló, og heimsóttum
við hana auk margra annarra
staða þar í borginni. Ógleymanleg-
ur verður okkur Vigelands-garður-
inn í Osló. Á einn stað komum við
í Noregi, Apeelvoll, þar sem fram
fara tilraunir með beitarjurtir, og
þótti okkur merkilegt að sjá starf
semina þar. Þá komum við til
Rjukan, þar sem eru staðsettar
miklar köfnunarefnisáburðarverk-
smiðjur — og þar var nú köfnun-
arefnisáburðurinn kornaður. Þarna
var engin byggð árið 1905. en nú
er risinn þar 10 þúsund manna
bær í kringum verksmiðjuna oe
raforkuverin, sem þarna eru. Þei
framleiða 75% af rafmagnjnu. sem
þeir nota, sjálfir, en rafmagn-
notkun þeirra er um 15% af hei
ar orkuframleiðslu í öliu landin
— Við erum sérstaklega ánæg'
ir með ferðina og þetta er í fyrsi
skipti, sem við förum út fyrir iar
steinana. Okkui var hvarvetr
tekið mjög vel og sáu bændasam
tökin á stöðunum um móttökurn
ar og skipulögðu ferðina. Síðasta
daginn, sem við vorum í Noregi
var okkur boðið upp á alnorskan
mat, hreindýrakjöt og fleira i
gömlu húsi. Öll vorum við sam-
mála um það í lok ferðarinnar.
sem þrjár konur tóku þátt í, að
þessum ferðum ætti að halda
áfram. og þökkum við öllum, sem
að henni hafa stutt, sögðu þessir .
tveir öðlingsbændur úr sitthvoru
landshorninu.
Ms, Herðubreið
fer austur um land í hring-
ferð 13. þ.m. Vörumóttaka í
dag og árdegis á morgun til
Hornafjarðar, Djúpuvíkur,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar
Mjóafjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar, Bakkfjarðar,
Þórshafnar og Kópaskers.
Farðselar seldir á mánudag.