Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 1
270. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Rauði herinn í viðbragðs-
stöðu á landamærunum
London. 2. desember. AP.
SOVÉTMENN haía lokað þeim héruðum í
Austur-Þýskalandi, sem liggja að Póllandi.
íyrir eftirlitsmónnum vestrænna ríkja og
Rauði herinn er í viðbragðsstöðu á landa-
mærum Póllands og Sovétríkjanna. Þessar
fréttir eru hafðar eftir áreiðanlegum heim-
ildum og koma á sama tíma og miðstjórn
pólska kommúnistaflokksins ræðir ástandið í
landinu. sem er Sovétríkjunum og leppríkj-
um þeirra mikill þyrnir í augum.
Haft er eftir heimildum í
Vestur-Berlín, að Sovétmenn
hafi lokað austurhéruðum
A-Þýskalands fyrir vestræn-
um eftirlitsmönnum, sem þeir
eiga að hafa aðgang að sam-
kvæmt samningum hernáms-
veldanna í lok síðasta stríðs,
og að sömu sögu sé að segja
um þau héruð í Sovétríkjunum
sem liggja að Póllandi. Sagt
er, að viðbúnaður sovéska
hersins sé nú auðkenndur með
tölunni sex, sem er sá mesti
sem Rauði herinn viðhefur.
Sovétmenn hafa nú 500.000
manna herlið í Austur-Þýska-
landi, Póllandi og Tékkóslóv-
akiu auk herliðsins handan
landamæranna Sovétmegin.
Mikil fundahöid eiga sér nú
stað hjá ráðamönnum komm-
únistaríkjanna. Willi Stoph,
leiðtogi austur-þýskra kómm-
únista, er nú staddur í Prag til
viðræðna við stjórnvöld þar og
er talið víst, að ástandið í
Póllandi sé aðalumræðuefnið.
Miðstjórn ungverska komm-
únistaflokksins kom einnig
saman til fundar í dag og þar
er talið að þróun mála í
Póllandi verði líka efst á
baugi.
í fréttum frá Washington
segir, að Anatoly Dobrynin,
sovéski sendiherrann, hafi
verið kvaddur til fundar í
bandaríska utanríkisráðu-
neytinu til að kynna viðhorf
Sovétmanna til ástandsins í
Póllandi.
Síðustu fréttir: Ríkis-
stjórn Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta varaði
Sovétmenn við því í dag að
ráðast inn í Pólland og
sagði, að slíkt myndi hafa
„ákaflega alvarlegar afleið-
ingar fyrir sambúð austurs
og vesturs og einkurn fyrir
samskipti Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna.“ Þá segir
í síðustu fréttum frá Pól-
landi, að fjórum mönnum
hafi verið vikið úr stjórnar-
nefnd pólska kommúnista-
flokksins á fundi mið-
stjórnar flokksins.
Miðstjórnarfundur pólska kommúnistaflokksins:
„Pólitískir andstæðingar
okkar eru í Samstöðu“
Varxjá. 2. dewmher. AP.
MIECZYSLAV Rakowski. rit-
stjóri vikuritsins Polytika og
háttsettur meðiimur miðstjórnar
pólska kommúnistaflokksins,
sem nú situr á fundi i Varsjá,
sagði i dag, að innan Samstöðu,
hins óháða verkalýðssambands,
væru menn, sem „eru pólitískir
andstæðingar okkar“. Hann var-
aði Samstöðu jafnframt við af-
leiðingunum ef ekki tækist að
hafa hemil á „róttækari“ armi
verkalýðssambandsins.
Rakowski sagði á fundi mið-
stjórnarinnar, að þróun mála síð-
ustu þrjá mánuði benti til, að þeir
réðu mestu innan Samstöðu, sem
„ekki vildu samvinnu við ríkið og
flokkinn" og ynnu að því að „valda
enn meiri ringulreið í landinu en
orðið væri“.
Stanislaw Kania, formaður
pólska kommúnistaflokksins,
hafði fyrr varað við öllum tilraun-
um til að draga í efa forystuhlut-
verk kommúnistaflokksins, en hét
því jafnframt að vinna með þeim
leiðtogum Samstöðu, sem vildu
fara hægt í sakirnar. í ræðu, sem
Josef Pinkowski, forsætisráð-
herra, hélt og birt var í dag, hét
hann umfangsmiklum aðgerðum
til að ráða bót á hinum alvarlegu
efnahagsvandamálum í Póllandi.
Napdli. 2. des. AP.
SAKSOKNARINN í Napólí hót-
aði þvi í dag. að lögregluvaldi
yrði beitt ti! að flytja á brott
hundruð manna. sem misst hefðu
heimili sin i jarðskjálftunum og
hafa nú leitað skjóls fyrir vetr-
arveðráttunni í auðum húsum i
borginni og borgarstjórinn
sagði, að lagt yrði hald á ibúðir,
sem stæðu auðar, ef eigendurnir
vildu ekki selja þær.
Til nokkurra átaka kom í gær
milli óeirðalögreglunnar og fólks,
sem lét greipar sópa um stórversl-
un, og atvinnuleysingjar og heim-
ilislaust fólk hafði uppi mótmæli
og reyndi að setjast upp í auðum
húsum. Allt hefur verið með
kyrrum kjörum í dag, að sögn
lögreglunnar.
Borgarstjórinn í Napólí sagði í
dag á fréttamannafundi, að þó að
borgin vildi greiða markaðsverð
fyrir íbúðir, sem stæðu auðar,
vildu eigendurnir ekki selja vegna
„annarlegra gróðahugmynda".
„Nú þegar þúsundir manna eru
heimilislausar vegna jarðskjálft-
anna er ástandið orðið með öllu
óþolandi," sagði hann. í Napólí
misstu 35.000 manns heimili sín í
jarðskjálftunum og hafast nú
hundruð manna við í vöruflutn-
ingagámum á hafnarsvæðum
borgarinnar.
í héruðunum í kringum Napólí
hafast um 200.000 manns við í
köldum tjöldum og bráðabirgða-
skýlum og hafa aðeins örfáir orðið
við beiðni stjórnvalda um að
setjast að í hótelum á ströndinni
eins og þeim stendur til boða.
Yfirmaður björgunarstarfsins
sagði í dag, að fólkið gæti ekki
lifað af veturinn ef það hefði ekki
samstarf við stjórnvöld. Yfirvöld
eru sögð treysta á, að fólkið láti
sér segjast þegar veðráttan versn-
ar.
Óeirðir og ringulreið á
jarðskjálftasvæðunum
Hann sagði, að fyrirtækjum yrðu
gefnar frjálsari hendur og verka-
mönnum leyft að hafa áhrif á
ákvarðanir þeirra. Ekkert var þó
sagt um það hvernig þátttöku
þeirra yrði háttað í framkvæmd.
í leiðara Varsjárblaðsins, Zycie
Warszawy er í dag sagt frá
klofningi í kommúnistaflokknum
og vitnað til „tveggja andstæðra
viðhorfa". Annar hópurinn er
sagður halda dauðahaldi í „for-
réttindi og einstrengingshátt" en
hinn sagður sýna „hræsnisfulla
iðrun" og „yfirbjóða andstæðinga
flokksins í viðræðum við verka-
menn“. Tekið er þó fram, að
yfirgnæfandi meirihluti flokks-
manna hafi ekki misst sjónar á
„nauðsyn sameiginlegrar afstöðu".
„ÉG IIEITI ANGELO ROMANELLO — ég hef ekkert annað að segja."
sagði þessi 13 ára gamli drengur þegar björgunarmenn grófu hann úr
rústum heimilis hans 60 klukkustundum eftir að jarðskjálftarnir
lögðu heimabæ hans í rúst. Al’simamvnd.
Rússar alvarlega
varaðir við íhlutun
_ Luxemborg. 2. desember. AP.
Á FUNDI æðstu manna Efna-
hagsbandalagsins í Luxemborg í
dag var ákveðið að bjóðast til að
hjálpa Pólverjum í þeim efna-
hagslegu þrengingum. sem þeir
eiga nú við að stríða, og um leið
voru Sovétmenn alvarlega varað-
ir við því að hlutast til um
málefni Pólverja.
í lok yfirlýsingar, sem gefin var
út við lok tveggja daga leiðtoga-
fundar hinna níu Efnahagsbanda-
lagslanda, segir, að „EBE sé reiðu-
búið eftir því sem unnt er, að veita
Pólverjum þá efnahagsaðstoð, sem
þeir hafa farið fram á“. í yfirlýs-
ingunni er bent á, að ríkin 35, sem
undirritað hafi Helsinki-sáttmál-
ann, hafi heitið því að hafa engin
afskipti af málefnum annarra
ríkja.
„Við skorum því á öll aðildar-
löndin að hafa þessar meginreglur
í heiðri hvað viðkemur Póllandi og
pólsku þjóðinni," segir í yfirlýs-
ingu leiðtogafundarins. „Ef út af
því verður brugðið mun það hafa
ákaflega alvarlegar afleiðingar
fyrir alþjóðleg samskipti jafnt í
Evrópu sem um heim allan.“
Með ákvörðun sinni í dag hafa
Efnahagsbandalagslöndin í fyrsta
sinn tekið sameiginlega afstöðu til
ástandsins í Póllandi. Talsmaður
bandalagsins sagði í dag, að pólsk
sendinefnd hefði átt fund með
embættismönnum þess í síðustu
viku og hefði þá verið rætt um, að
Pólverjum yrðu seldar landbúnað-
arafurðir á lágu verði. Einnig er
talið að afborganir af skuldum
Pólverja við EBE-ríkin verði tekn-
ar til endurskoðunar.