Morgunblaðið - 03.12.1980, Síða 14
14
T
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
Polar
Mohr
Otvegum þessar heims-
þekktu paþþírsskuröar-
vélar beint frá verk-
smiöju.
■LeLL
cjfé>m)®@©lfi) <®t ©@
Vesturgötu 16, sími 13280
SÍKfí
Hitamælar
<jj<t>)in)©®©in) & ©®
Vesturgötu 16,
sími 13280.
AlGl.VSIVíASÍMINN ER:
22480
JH9T0unbIflt><&
©
FORYSTA Sambands islenzkra
bankamanna boðaði i gær blaða-
menn á sinn fund til þess að kynna
samninKamál bankamanna, en
verkfall þeirra skellur á næstkom-
andi mánudaK, hafi samninitar
ekki tekizt fyrir þann tima. t daK
munu atkvæði verða talin i alls-
herjaratkvæðaKreiðslu meðal
bankamanna, þar sem sáttatillaKa
er til samþykktar eða synjunar. A
blaðamannafundinum i K*r þótt-
ust forystumenn bankamanna þess
fullvissir að tilla«an yrði felld með
yfirKnæfandi meirihluta.
Fundinn sátu af hálfu banka-
manna Böðvar Magnússon, formað-
ur SÍB, Guðmundur Gíslason full-
trúi í stjórn verkfallssjóðs banka-
manna, Benedikt E. Guðbjartsson,
Bankamenn á blaðamanna-
fundinum í gær: Frá vinstri: Jón
ívarssón, Vilhelm G. Kristinsson,
Sveinn Sveinsson, Böðvar Magn-
ússon, Benedikt E. Guðbjarts-
son og Guðmundur Gíslason.
Ljósm.: Kristján
Bankamenn á
blaðamannafundi:
Bítnkarnir hafa aldrei litið á
SIB sem iafningja i samningum
formaður Starfsmannafélags
Landsbankans, Sveinn Sveinsson,
formaður samninganefndar SÍB,
Jón ívarsson, fulltrúi í verkfalls-
stjórn SÍB, og Vilhelm G. Kristins-
son, framkvæmdastjóri.
Sveinn Sveinsson rakti sögu
þeirrar kjaradeilu, sem bankamenn
ættu nú í við bankana. Á árinu 1977
gerðu bankamenn samning við
vinnuveitendur sína, bankana, sem
gilti til 27 mánaða á meðan aðrir
sambærilegir launþegahópar
sömdu til 24ra mánaða. Þessum
lengri samningstíma fylgdi aukaleg
áfangahækkun, 3%, sem koma
skyldi til framkvæmda hinn 1. júlí
1979. Staðið var við samningana í
einu og öllu, þar til Ólafslög voru
samþykkt á Alþingi í aprílmánuði
1979. Niðurfelling umsamdra
áfangahækkana olli verulegu
fjaðrafoki, sem leiddi til þess að 3%
áfangahækkun kjarasamninga
opinberra starfsmanna varð sam-
þykkt hinn 1. apríl, en áfangahækk-
un í kjarasamningi Sambands ís-
Ienzkra bankamanna, sem koma
átti 1. júlí, 3%, kom aldrei. Var það
skilningur bankanna, að lögin hefðu
tekið hana af.
Á haustmánuðum 1979 krafðist
Gildur verkfalls-
sjóður bankamanna
SAMBAND islenzkra banka-
manna telur 2.300 félagsmenn,
starfsmenn banka og sparisjóða
um iand ailt. Um langt skeið hefur
SÍB verið aðili að Norræna banka-
mannasambandinu, en i þvi eru
128 þúsund manns. Með aðild sinni
að þvi hefur SÍB aðgang að
sameiginlegum verkfallssjóði
norrænu bankamannasamband-
anna, sem nú er að upphæð 175
milljónir sænskra króna eða um 23
milljarðar islenzkra króna.
Norrænu bankamannasamböndin
hafa öll undirritað gagnkvæma
ábyrgðarskuldbindingu vegna að-
stoðar í vinnudeilum, sem bitna á
aðildarsamböndum norræna sam-
bandsins. Skyndiaðstoð norræna
sambandsins vegna vinnudeiina
nemur 10 milljónum sænskra króna
eða um 1,34 milljarði íslenzkra
króna.
SIB hefur að undanförnu lagt
fyrir í eigin verkfallssjóð sam-
bandsins, en á síðasta þingi SÍB,
árið 1979 var samþykkt reglugerð
fyrir sjóðinn og skipað í stjórn
hans. Þar eiga bankamenn nú um
30 milljónir íslenzkra króna, að því
er Guðmundur Gíslason, fulltrúi í
stjórn verkfallssjóðs bankamanna
upplýsti á blaðamannafundi SIB í
gær.
Guðmundur Gíslason kvaðst í
gær bera þá von í brjósti, að
verkfall bankamanna verði ekki
langvinnt. Hann kvað ekki enn
ákveðið, hve biðtími yrði langur,
þar tii greiða þyrfti úr verkfalls-
sjóðnum, en það gæti orðið nokkur
tími, þar sem bankamenn hefðu
fengið greidd laun hinn 1. desem-
ber, svo og 13. mánuðinn, sem þeir
félagar á blaðamannafundinum
sögðu að væri fyrir ómælda yfir-
vinnu, sem jafngilti 8 yfirvinnu-
stundum á mánuði. Um 95% banka-
manna hafa enga yfirvinnu að
jafnaði. Tveir bankar greiða laun
15. hvers mánaðar, Samvinnubank-
inn og Verzlunarbankinn og sögðu
þeir að spurzt hefði að Verzlunar-
bankinn myndi greiða laun, þótt til
verkfalls kæmi.
Laun bankamanna eru nú á
bilinu 386 þúsund til 530 þúsund og
eru það nóvemberlaun, þ.e.a.s. verð-
bætur 1. desember hafa ekki verið
reiknaðar á þessar launaupphæðir.
Um 65% bankastarfsmanna eru
innan þessa launaramma, en tals-
verður hópur er bæði fyrir ofan og
neðan rammann.
SÍB greiðslu á þessum 3% og
vitnaði til þess að Ólafslög heimil-
uðu að samið yrði um nýjar kaup-
hækkanir. Þessu sinntu bankarnir
ekki. SÍB lýsti því þá yfir að það
myndi ekki gera nýjan kjarasamn-
ing, fyrr en staðið hefði verið við
þessa umsömdu áfangahækkun og
var til þess ætlazt að bankarnir
sæju sóma sinn í því að standa við
áfangahækkunina, eins og Sveinn
Sveinsson orðaði það.
Samningum SÍB var sagt upp 30.
júní 1979 með 3ja mánaða fyrirvara
og þann sama dag var kröfugerð
sambandsins lögð fram. Samninga-
viðræður drógust síðan von úr viti
og kvað Sveinn augljóst hafa verið
að ekki hefði átt að semja við
bankamenn, fyrr en BSRB hefði
lokið sinni samningsgerð. Síðan
voru samningar gerðir, sem banka-
menn felldu og höfnuðu um 60%
þeirra nýja kjarasamningnum og
var það skýr yfirlýsing um að staðið
yrði við 3% grunnkaupshækkunina
frá júlí 1979 fyrst.
Síðan hefur lítið sem ekkert
gerzt, sagði Sveinn Sveinsson, farið
hefur fram atkvæðagreiðsla um
sáttatillögu og á eftir að telja
atkvæði í henni. Þó er það trú
bankamanna, að hún verði kolfelld
og því er fyrir dyrum verkfall frá og
með 8. desember næstkomandi, þ.e.
á mánudaginn kemur. Þeir félagar
sögðu á blaðamannafundinum í
gær, að bankarnir hafi aldrei litið á
þessa samningsgerð sem þar væru
tveir jafn réttháir aðilar að gera
samning. Bankamenn fengu fyrst
verkfallsrétt 1976, en engu að síður
höguðu bankarnir sér í þessu máli
sem sá aðilinn, sem valdið hefði.
„Þeir tala ekki við okkur sem
jafningja. Komi til verkfalls, verður
það algjörlega á ábyrgð bankanna.
Hér er ekki bitizt um stórar tölur."
I sáttatillögu sáttanefndar ríkisins
var rætt um 1,7% grunnkaups-
hækkun í stað prósentanna 3ja og
það ásamt starfsaldurshækkunum,
sem í tillögunni eru gefa að jafnaði
1,9%. Því vantar enn á þrjú pró-
sentin 1,1%.
Undanþágur bankamanna
verða í algjöru lágmarki
Verkiallsstjórn bankamanna er
skipuð 30 mönnum, tveimur frá
hverju starfsmannafélagi, sem er
innan Sambands íslenzkra banka-
manna. Á blaðamannafundi í gær
skýrði Jón ívarsson, sem sæti á i
stjórninni frá undirbúningi aö
störfum stjórnarinnar, ef til verk-
falls kemur næstkomandi mánu-
dag. Stjórnin hefur kjörið sér 3ja
manna framkvæmdastjórn.
Verkfallsstjórninni hefur verið
skipt niður í 3 meginhópa. Fyrsti
hópurinn mun annast tengsl við
trúnaðarmenn á hverjum vinnu-
stað, annar hópurinn mun annast
verkfallsvörzlu og skipuleggja hana
og hinn þriðji mun annast upplýs-
ingastreymi til félagsmanna SIB og
fjölmiðla.
Samkvæmt lögum á verkfalls-
nefnd að taka afstöðu til undan-
þágubeiðna. A blaðamannafundin-
um í gær kom fram, að meginstefna
bankamanna verður að vera í verk-
falli, þannig að þau störf, sem leyfð
verða eru í algjöru lágmarki. í því
sambandi hefur stjórn SÍB skrifað
Tryggingastofnun ríkisins bréf og
varað hana við verkfallsaðgerðum,
sem koma eiga til framkvæmda á
mánudag, en það er einmitt
greiðsludagur ellilífeyris og örorku-.
bóta, sem greidd eru í gegnum
banka. Hefur SÍB óskað eftir því að
greiðslu þessara fjármuna verði
flýtt, svo að þetta fólk geti verið
búið að fá greiðslur sínar fyrir
verkfall. Að öðru leyti er ekki
heimilt að vinna að neinum banka-
störfum, nema er varða erlendar
skuldbindingar bankanna sjálfra og
landsins.
Jónas
Hallgrímsson
og
Fjölnir
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason
ítarlegasta ævisaga Jónasar Hallgríms-
sonar sem við hingað til höfum eignast.
Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara ljósi
en við höfum átt að venjast.
í þessari nýju bók um Jónas Hallgrímsson
er hófsamlega og hispurslaust sögð saga
hans — umfram allt sönn og ítarleg. Þetta
er saga af afburðagáfum og góðum
verkum og af nokkrum veilum, sem oft er
dregin fjöður yfir. „Saga Jónasar Hall-
grímssonar er um margt glæsileg saga,
kannski hins mikilhæfasta mannsefnis
síns tíma í lífi lista og fræða en líka saga
um mann í brotum og vanhirðu," eins og
höfundurinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason
kemst að orði í inngangi bókarinnar.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18, sími 25544,
Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055.