Morgunblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 15 Irakar segjast tilbúnir að taka þrjár borgir Beirút, 2. desember. AP. TALSMENN írakshers sögðu i dag. að hersveitir hans væru reiðubúnar til nlokaatlögu“ á þrjár stórar borgir i Khuzistan í Suðvestur-íran, Abadan. Ahvaz og Dezful. Aftur á móti sögðu íranir, að þeir hefðu hrundið siðustu árásum traka og myndu upp frá þessu verða i stöðugri sókn meðfram allri viglinunni sem er 450 km löng. Utanríkisráðherra íraks, Saa- doun Hammadi, sagði, að hægt væri að binda endi á stríðið milli landanna, sem hefur nú staðið í 72 daga, með því að gera samkomu-- lag um að leggja niður bardaga og Kanínur gera usla á Orkneyjum: Bændur í stríð við kanínurnar Rousay, 1. desember. AP. BÆNDUR á Orkneyjum eru bún- ir að fá sig fullsadda af yfirgangi mýgrúts af kaninum. sem gera usla á graslendi eyjanna, og hafa nú seilzt til byssunnar og ákveðið að snúa vörn i sókn. Talið er, að um eitt hundrað þúsund kanínur séu í eyjunum og áætlað er, að þær bíti í sig um 40 smálestir af grasi á degi hverjum. Hingað til hefur einn og einn bóndi lagt til atlögu gegn kanínun- um, en ekkert fengið við ráðið, þar sem þær hafa fjölgað sér hraðar. Nú hafa bændurnir hins vegar bundizt samtökum og axlað vopnin allir sem einn. Þá hafa þeir fengið til liðs við sig meindýraeiða brezku krúnunnar hvaðanæva úr landinu, og flykktust þeir til eyjanna um helgina, hlaðnir kanínusnörum, netum og gasi. „Kanínurnar eru hræðilegt vandamál," sagði forsprakki bænd- anna í dag, „tíu kanínur éta á við eina á. „Hann sagði, að bændur hefðu búið sig undir langt stríð við kanínurnar. Hefðu þeir fengið um 40 milljóna króna styrk frá hinu opinbera til að standa straum af kostnaði við útrýminguna, en áætl- að er, að þrjú ár taki að fækka kanínunum það mikið að hafa megi stjórn á stærð hjarðarinnar. aðilar drægju liðssveitir sínar til baka og síðan yrði samið um framtíðarlandamæri. írak krefst þess að fá í sinn hlut 320 ferkm. lands og auk þess Shatt al Arab. I fréttum frá Alsír í kvöld sagði, að Warren Christopher, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt við alsírska embættis- menn í dag til að koma til skila síðasta svari Bandaríkjamanna varðandi gíslana í Teheran. Als- írska stjórnin hefur haft meðal- göngu um viðræður eins og frá hefur verið sagt. Ekkert bendir til að neitt það komi fram í svari Bandaríkjastjórnar, sem verði til að gíslarnir verði látnir lausir. Bandaríska blaðið Washington Post sagði í dag, og kvaðst hafa það eftir embættismönnum, að Christopher hafi komið þeim boð- um áleiðis að „svéigjanleika- stefna" Bandaríkjastjórnar kunni að renna út í næsta mánuði og að staðan kunni að breytast þegar Reagan hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. „Drikka á Flötti farin, 105 ára gomul“ Elzta kona Færeyja látin, 105 ára gömul NÚ FYRIR skömmu lézt elzti íbúi Færeyja, Frederikka Sigvardsen við Gjógv, 105 ára gömul. Drikka á Flötti, eins og hún var oftast kölluð, var ein af 6 elztu íbúum Norðurlanda og varð elzt allra Færeyinga. Hún giftist 1899 ein- um af þekktustu skipstjórum Fær- eyinga, en hann drukknaði við ísland 1920. Portúgal: Frambjóðandi kommún- ista dregur sig í hlé Blaðamannaverkfalli lokið i Finnlandi HelHÍnki. 2. denember. Frá Harry Granberg. (réttaritara Mbl. Blaðamannaverkfallið sem hef- ur staðið í Finnlandi í þrjár vikur, er nú leyst og tókust samningar um tíu prósent kauphækkun, og auk þess fylgja laun síðan al- mennum kauphækkunum með ákveðnum viðbótum á samnings- tímanum, sem er til ársins 1983. Fengu blaðamenn því tvö prósent meiri hækkun en þeim hafði verið boðið, er þeir fóru í verkfallið. Leikarar hafa verið í verkfalli í Finnlandi síðan í október, þ.e. við útvarp og sjónvarp. Lausn virðist nú einnig í sjónmáli í þeirri kjaradeilu, því náðst hefur sam- komulag um nýjan launaramma. Felldu stjórn- arskrána Montevideo. 1. desember. AP. KJÓSENDUR í Uruguay höfnuðu nýrri stjórnarskrá í þjóðarat- kvæðagreiðslu um helgina, en hún hefði tryggt herr.um varanleg ítök í landsstjórninni ásamt þjóðkjörn- um forseta. Þegar 86 af hundraði atkvæða höfðu verið talin, voru 58% á móti nýju stjórnarskránni, en 42% með. Herstjórnin situr því áfram ein að völdum, en stjórn- málaleiðtogar lýstu útkomunni í dag sem sigri fyrir lýðræðishug- myndir almennings í landinu. Lissabon. 2. desember. AP. CARLOS Brito, frambjóðandi portúgalska kommúnista- flokksins, PCP, við forseta- kosningarnar þar á sunnudag- inn, lýsti því yfir í dag, að hann hefði ákveðið að hætta við framboð sitt og hvatti stuðningsmenn sína til að sam- einast um Ramahlo Eanes, nú- verandi forseta. Við þessu hafði verið búizt um hríð, en ekki var vitað hvort Brito myndi gefa út jafn af- dráttarlausa traustsyfirlýsingu við Eanes og raunin varð á. Fréttaskýrendur telja, að það geti orðið umdeilanlegur ávinn- ingur fyrir Eanes, hversu skor- inortur Brito var. Brito sagði, að Eanes væri bezti kosturinn, ella myndi frambjóðandi „hægri- og endur- skoðunarsinna“, Soares Carn- eiro, hugsanlega ná kjöri. Aðal- baráttan hefur staðið milli þessara aðila tveggja, en fjórir aðrir eru nú auk þeirra í framboði, en búizt við að þeir fái sáralítið af atkvæðum. Umferðarslys- um stórfækk- aði í Noregi ObIó, 2. desember. AP. AÐEINS sextán manns létust i umferðarslysum í Noregi í síðasta mánuði samanborið við 45 i nóvember í fyrra. Undanfarin ár hafa að með- altali 44 látist í umferðarslys- um í þeim mánuði og þykja þetta því góð tíðindi. í AP-frétt um málið segir, að meiri notk- un bílbelta eigi vafalaust drjúgan þátt í þessu. UTSÖLUSTAÐIR Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði -Eplið Akranesi - Eplið ísafirði -Cesar Akureyri Veður víða um heim Akureyri -6 háifskýjaö Amsterdam 5 rigning Aþena 19 heiðskírt Barcelona 4 heióskírt Berlin -2 snjókoma BrUasel 0 skýjaö Chicago 8 snjókoma Denpasar, Bali 24 skýjað Dublin 5 heiöskírt Feneyjar 2 heiðskírt Frankfurt -1 heíðskírt Færeyjar 2 skýjsö Genf -2 skýjaö Helsinki S rigning Hong Kong 26 heiöskírf Jerúsalem 20 sólakin Kaupmannahófn 2 skýjaó Kairó 25 heióskírt Las Paimas 20 láftskýjaó Lissabon 11 heióskírt London 8 skýjaó Los Angeles 19 skýjað Madrid 7 sólskin Malaga 11 heióskírt Mallorca 9 skýjaö Mexicoborg 22 heiöskírt Miami 26 skýjað Moskva -8 skýjaó Nýja Delhi 25 skýjaó New York 14 eigning Osló -1 skýjað Psrfs 0 snjókoma Perth 22 heióskírt Reykjavik -4 hálfskýjað Ríó de Janeiro 29 skýjaö Rómaborg 6 heiöskírt San Francisco 12 rigning Stokkhólmur 5 skýjað Sydney 26 rigning Pomponent Car Stereo , ■ kiiometrum a undan Þegar kemur að hljómgæðum hafa PIONEER bíltækin þá yfirburði, að við getum fullyrt að þau eru mörgum kílómetrum á undan öðrum bíltækjum. rm y »* W12B f r- -----1 . HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEG 66 SÍMI 25999 Ö&PIO IVEER t'mnimiKMil t ur Slerrn flð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.