Morgunblaðið - 03.12.1980, Side 19

Morgunblaðið - 03.12.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 19 Verktakasamband íslands: Er íbúðabyggjend um mismunað? t KVÖLD mun Verktakasamband íslands halda fund að Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni „Fjármögnun íbúða, er ibúða- byííKjendum mismunað?“ Frum- mælendur verða Ármann Örn Ármannsson. formaður Verk- takasambandsins, Friðrik Soph- usson. alþinnismaður. Ólafur Jónsson, formaður Húsnæðis- málastofnunar rikisins, Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðismálastofnunar og Þórður Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur. Að sögn framkvæmdastjóra Verktakasambandsins, Óttars Arnar Petersen, hafa víða verið uppi um það raddir að íbúðabyggj- endum væri mismunað og stafaði það helzt af mismunandi þungum lánum. Um 30% íbúða í landinu eru nú byggðar á félagslegum grundvelli og til þeirra er lánað allt að 90% byggingarkostnaðar til langs tíma. Til annarra íbúða- byggjenda eru lán miklu lægri og erfiðari, eftir að vextir hækkuðu og verðbólgan rauk upp úr öllu valdi. Fundurinn í kvöld hefst kl. 20.30 í Kristaisal Hótel Loftleiða og er öllum opinn. Tólf þyrlur hafa verið keyptar til landsins: Níu þeirra hafa skemmst eða eyði- lagst í slysum SAMTALS hafa verið skráðar 12 þyrlur hér á landi frá þvi að fyrsta þyrlan var skráð hér i júnimánuði árið 1949. Af þeim eru fjórar enn á skrá, en aðeins tvær eru i lofthæfu ástandi, þ.e. T-ATH af gerðinni H-269, eign Albinu Thordarson, skráð 25. mai á þessu ári, og TF-RÁN, af gerðinni S-76, eign Landhelgis- gæziunnar, skráð 22. ágúst i ár. Niu af þessum tólf þyrlum hafa eyðilagst eða skemmst veruiega i flugslysum og niu manns látið lífið af þeim sökum. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í gær, en Eiður Guðna- son beindi nokkrum spurningum til Steingríms Hermannssonar, samgönguráðherra, um öryggis- mál varðandi þyrlurekstur. Fyrsta þyrlan var keypt hingað til lands- ins árið 1949, en henni var skilað Til Frakklands ekki Luxemborgar í Morgunblaðinu í gær var sagt frá samningi flugfélagsins íscargo við Kristinn Benediktsson í Lux- emborg um flutning á ferskum fiski frá íslandi. Sagt var að fiskurinn færi til Luxemborgar, en hið rétta er að fiskurinn fer til Frakklands, en það er Kristinn Benediktsson, sem hefur milli- göngu um flutninginn. aftur til Bandaríkjanna þremur mánuðum síðar. Það var síðan ekki fyrr en árið 1965 að Land- helgisgæzlan og Slysavarnafélag íslands keyptu þyrlu til landsins og auk þeirrar þyrlu hefur Land- helgisgæzlan átt fimm þyrlur. Aðrir þyrlueigendur hérlendir hafa verið Elding Trading Co, Þyrluflug hf, Hitatæki hf, Albína Thordarson og Andri Heiðberg (2), I svari ráðherra kom fram, að enginn einn samnefnari virðist fyrir orsökum slysa og óhappa í þyrlurekstri hér á landi. Hvað varðar þyrlur Landhelgisgæzlunn- ar eða þyrlur, sem verið hafa á hennar vegum, hefur ekkert komið fram, sem bendir til að viðhaldi þyrlanna hafi verið ábótavant, enda hefur Landhelgisgæzlan lagt þunga áherzlu á góða viðhalds- þjónustu. Þjálfun þyrluflugmanna hefur almennt verið í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi, sem yfirleitt eru strangari á þessu sviði en í öðrum löndum, segir í svari ráðherrans. Eftirlit með flugrekstri og þá um ieið þyrlurekstri er í höndum loftferðaeftirlits flugmálastjórn- ar. í svari ráðherra segir, að til að efla eftirlitið þurfi aukningu sér- hæfðs starfsliðs og eðlilegt er talið, að fram fari ítarleg könnun á öllum þáttum þyrlurekstrar hér á landi með það fyrir augum að öryggi verði eflt. Aðeins þaðbesta „lceland Review kemur alltaf eins og langþráður gestur frá Islandi . (Úr bréfi f rá lesanda ritsins erlendis.) Sendu vinum þínum í útlöndum gjafaáskrift - og fáðu heilan árgang í kaupbæti. Gjöf, sem berst aftur og aftur - löngu eftir að allar hinar eru gleymdar, og segir meira frá landi og þjóð en margra ára bréfaskriftir. Iceland Review Hverfisgötu 54, sími 27622,101 Reykjavík. O O o Nýrri áskrift 1981 fylgir allur árgangur 1980 í kaupbæti, ef óskað er. Gefandi greiðir aðeins sendingarkostnað. Útgáfan sendir viðtakanda jólakveðju í nafni gefanda, honum að kostnaðarlausu. Fyrirhöfnin er engin og kostnaðurinn lítill. Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin. □ Undirritaður kaupir_______gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1981 og greiðir áskriftargjald kr. 9.900 að viðbættum sendingarkostnaði kr. 2.800 pr. áskrift. Samt. kr. 12.700. □ Árgangur 1980 verði sendur ókeypis til viðtakanda(-enda) gegn greiðslu sendingarkostnaðar, kr. 2.500 pr. áskrift. Nafn áskrifanda Sími Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisf. Nöfn annarra móttakenda fylgja með á öðru blaði. Sendið til lceland Review, pósthólf 93, Reykjavík, eða hringið í síma 27622. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M UGLYSIR IM Al.LT I.AXD LKI.AR Þl AlGt.YSIR I MORÖINBI.ADIXI Ásgeir Jakobsson: GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF. Hér er það hásetinn, hinn óbreytti liðsmaður um borð í togara, sem segir sögu sína. Sú saga er saga skáldsins, dárans og hausarans, þessara þriggja ólíku persóna, sem í Grími bjuggu. En saga Gríms trollaraskálds er einnig saga stríðstogaranna okkar, sem voru of gamlir, eins og „Kynbomban“, of hlaðnir, eins og „Dauðinn á hnjánum“, of valtir, eins og „Tunnu-Jarpur“, • saga um atvinnuhórur, hjáverkahórur og stríðsdrykkinn tunnuromm, • saga um einangraðan heim á hafi úti, framandi jafnvel eigin þjóð, • saga horfinna manna, togarajaxlanna gömlu, manngerðar, sem aldrei framar verður til á þessum hnetti, • saga horfinna skipa, tuftugu og tveggja kolakyntra ryðkláfa, sem aldrei framar sjást á sjó. Það skrifar enginn íslenzkur höfundur um sjómenn, skip eða hafið eins og Ásgeir Jakobsson, og Gríms saga trollaraskálds er engri annarri bók lík. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OL/VERS STEINS SE HÉRERBÓKIN!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.