Morgunblaðið - 03.12.1980, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
HÖQISTI HREKKVÍSI
ást er...
... aÖ fara í eitt-
hvaö sérstakt i
tilefni daysins.
TM Reg U S Pat Off—all rights reserved
®1977 Los Angeles Times
ðíWi /i ao
Hve oft á ég að segja það:
— Ég vi) þig ekki upp í rúmið
til mín!
q q O
4106
t&yloy
Ég veit ekki hvort það sé
heppilegt að þið bræður séuð
samtímis við barstörfin?
C PIB
(OPIPHAGI*
E
COSPER
Þetta er nú bara nælon en allir halda að það sé
kanínupels!
Heiður þeim
sem heiður ber
Jónína Jónsdóttir skrifar:
Stór og falleg mynd af Steini
Steinarr í Velvakanda Morgun-
blaðsins 23. nóv. 1980 vakti at-
hygli mína. Ég komst að raun um
að hún fylgdi óvenju stórletraðri
grein eftir Guðna Björgúlfsson á
Akranesi. Sjálf hef ég lesið ljóð
Steins Steinars frá því þau fóru
að koma út. Ég átti einmitt oftast
á ævi minni leið um Austurstræti
í Reykjavík, þegar Steinn var þar
daglegur gestur.
Þetta kjaftæði
hverfur fljótt
„Ferð án fyrirheits" er nafn á
ljóðabók sem gefin var út og
sameinar fyrri bækur hans. Það
var enginn halelújakór sem hóf
upp raust sína meðan Steinn var
að ryðja sér braut. Líklega hefði
hann þurft að bæta einni vísu við
ýmis ljóða sinna til þess að
almenningur nyti þeirra með
skjótum hætti. — Hann „múraði
upp í glugga minninganna" —
Hann hvatti til að „kaupa sóknar-
prestinn og éta hann á jólunum".
Og hann sagði: — „Því ólán mitt
er brot af heimsins harmi og
heimsins ólán býr í þjáning
minni." — Þetta féll ekki vel við
ungmennafélagasöngvana, Hvað
er svo glatt, Sofnar lóa eða
Sólskríkjan mín. Enda sögðu
margir samtímamenn: — Þetta
kjaftæði hans hverfur fljótt,
þetta lærir enginn, þetta syngur
enginn. — Þetta er ekki undir
neinu lagi. Nú er þessi tími
liðinn. Vitrir menn og lærðir hafa
fjallað um Stein Steinarr og
fundið ferð hans stað. Leikmenn
sem þekkja þjaninguna finna sig
líka heima hjá Steini. Mér fannst
Steinn meðhöndla sitt lífsviðhorf
af mikilli varfærni og mynd-
skreyta það í ljóðum sínum. Þessi
formáli mætti vera lengri en ég
læt honum lokið.
Segir nokkra sögu
um mat hans
á höf undi
Ungur maður, Torfi Ólafsson,
hefur samið og gefið nýlega út á
hljómplötu sönglög við 10 ljóð
Steins. Ég efa ekki að hann hefur
verið búinn að drekka í sig og
upplifa þau af sálarkröftum sín-
um löngu áður en hann snerti
nokkurn streng til tónsmíða. Það
út af fyrir sig segir nokkra sögu
um mat hans á höfundi. Skrif
Guðna Björgúlfssonar vöktu svo
undrun mína að mér er ómögu-
legt að stinga ekki niður penna og
láta hana berast inná þann vett-
vang er hann valdi sér. Ég hef
aldrei heyrt haris getið — þó er
mér það eitt í huga að biðja
honum vægðar undan þeim
galdrabrennuhugsunarhætti sem
hann velur grein sinni og ég vona
að það verði fáir sem nefna þau
skrif sama daginn og nafn Steins
Steinars.
Þakklát
Torfa Ólafssyni
Að mínu mati er lofsvert af
Torfa Ólafssyni að leggja í það
stórvirki að fórna svo gífurlegum
tíma, kröftum og fjármunum til
að gefa þjóð sinni þann mögu-
leika að geta nú hlustað á ljóðin
sungin, lært að syngja þau. Ég vil
mótmæla því að þeir sem flytja
lögin á plötunni séu „grenjandi
fyrirbrigði". Ég er þakklát fyrir
þessi lög. Þau eru tugum ára
yngri en ljóðin, ekki flutt með
einni rödd, spilaðri með einum
fingri. rödd Steins sem skálds var
rödd hrópandans. Ég státa af
engu nema eintali sálar minnar
við ljóð Steins en ég voga mér að
segja að hann hefði ekki hallmælt
því fólki sem þannig gerir rödd
hans lýðum ljósa. Fyrir minn
smekk stórkostlega vel. Töfra-
máttur tækninnar og hæfileikar
þessa fólks lyfta ljóðunum hátt í
hæð og færa þau á það svið sem
skáldið, því miður, náði ekki að
njóta. Heiður þeim sem heiður
ber.
Ég er þakklát Torfa Ólafssyni
og öllu því fólki sem með þrot-
lausri vinnu unnu þetta verk.
Jónína Jónsdóttir
Prinsessan sem
hljóp aö heiman
Marijke Reesink
Francoise Trésy geröi myndirnar
Þessi fallega og skemmtilega myndabók er
eins konar ævintýri um prinsessuna sem
ekki gat fellt sig viö hefðbundinn klæðnað,
viðhorf og störf prinsessu og ekki heldur
við skipanir síns stranga föður, konungs-
ins. Þess vegna hljóp
hún að heiman.
Helgi fer í göngur
Svend Otto S.
Svend Otto S. er víðkunnur danskur teiknari
og barnabókahöfundur. Barnabækur hans
fara víðsvegar um heiminn. Árið 1979 gaf
AB út eftir hann barnabókina Mads og
Milalik, sögu frá Grænlandi, og hlaut hún
miklar vinsældir hinna ungu lesenda hér
sem annars staðar. Síðastliöiö sumar dvald-
ist Svend Otto S. um tíma á íslandi og birtist
nú sú barnabók sem til varð í þeírri ferö.
Svend Otto S. er mikill náttúru- og
dýraunnandi eins og vel kemur fram í
bókinni um Helga, skagfirska strákinn Sem
lendir í ævintýrum í göngunum við að bjarga
kindinni. Aldrei hefði honum tekist það ef
hundurinn Lappi heföi ekki hjálpað honum.
Almenna
bókafélagið
Austurstrati 18. — Simi 25011
Skcmmuvcgi 36. hop. Sími 73055.