Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 1

Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 1
8. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Átökin harðna í E1 Salvador San Salvador. 10. janúar. — AP. UM 100 vinstrisinnaðir skærulið- ar reyndu að leggja undir sig fátækt hérað í norðvesturhluta E1 Salvador í gær. 26 féllu í átökum við hermenn. Þetta voru mestu átökin í land- inu síðan hópar herskárra vinstri- sinna 1ýstu því yfir, að ný sókn væri hafin. Flestir landsmenn höfðu yfirlýsinguna að engu, verzlanir voru opnar eins og venjulega og verkamenn mættu til vinnu sinnar. Jafnframt féll einn hermaður og annar særðist í skotbardaga í hverfinu Mejicanos í San Salva- dor. Alls biðu 36 bana í skotbar- dögum víðs vegar í höfuðborginni og nágrenni hennar og um 60 vinstrisinnar voru handteknir fyrir að dreifa flugmiðum með áskorunum um allsherjarverkfall. Herflokkur réðst á felustað skæruliða í San Salvador og hand- tók einn mann og lagði hald á 16 riffla, ótiltekinn fjölda eldflauga og skotfæri. Skæruliðar gerðu samtímis árás á lögreglustöð í Ciudad Victoria, smábæ í norðvesturhluta landsins, og drápu tvo hermenn og 16 skæruliðar biðu bana í snörpum bardögum í Armenia skammt þar frá. Lík 12 ungra manna fundust umhverfis höfuðborgina, þar á meðal sex á knattspyrnuvelli í norðurúthverfi borgarinnar. Líkin virtust vera af verkamönnum og námsmönnum. Samtök vinstrisinna hafaJjoðað algera sókn til að kollvarpa ríkis- stjórninni áður en Ronald Reagan tekur við embætti forseta í Banda- ríkjunum 20. janúar. Mugabe víkur Tekere úr stjórn — lækkar Nkomo í tign Salishury. 10. jan. — AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Zimbabwe. Itobert Mugabe. vék Edgar Tekere. sem nýlega var sýknaður aí ákæru um morð. úr stjórn sinni í dag og fékk andstæðingi sínum. Joshua Nkomo, valdaminna embætti í stjórninni. l>etta er fyrsta breytingin á stjórn landsins síðan það fékk sjálfstæði. Endur kúra undir skammdegissólinni. i.jósm.: ði. K.M. Laugardagsverkfallið í Póllandi er víðtækt Vegna formsatriðis var Tekere sýknaður af ákæru um morð á hvítum bónda. Mugabe sagði að Tekere hefði verið leystur frá störfum, þar sem hann þyrfti að hvíla sig og „ná sér eftir álag og þrýsting", sem hann hefði orðið að þola. Nkomo hefur gegnt starfi inn- anríkisráðherra, en eftir breyting- una fer hann með málefni stjórn- sýslu í ríkisstjórninni. Nkomo hef- ur sagt að hann muni hafa samráð við samstarfsmenn sína í fiokknum SANU áður en hann gefi svar við því hvort hann samþykki ákvörð- unina. „Ef hann hafnar henni er úti um samsteypustjórnina og það gæti haft erfiðleika í för með sér,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki og benti á nýleg átök skæruliða Nkomo og Mugabe. Flokki Nkomo stendur til boða fimmta ráðherraembættið í stjórn- inni. Mugabe kvaðst hafa boðið Nkomo nýtt embætti vegna þeirrar gagnrýni, að of litlar breytingar hefðu verið gerðar á lögreglunni, þótt hann teldi þá gagnrýni órétt- mæta og Nkomo hefði gert það sem í hans valdi stæði. Tvö ný ráðherraembætti hafa verið stofnuð: embætti iðnaðar- og orkumálaráðherra og embætti kvennamálaráðherra. Simon Muz- enda varaforsætisráðherra var leystur frá störfum til að gera honum kleift að aðstoða Mugabe í starfi. Emmerson Munangagwa ráðherra var veitt aukið vald til að stjórna sameiginlegri herstjórn skæruliða og hersins og stuðla að sameiningu herjanna. Varsjá, 10. janúar. — AP. PÓLSKIR verkamenn komu ekki til vinnu í dag og lögðu með því áherzlu á kröfu sína um fimm daga 40 stunda vinnuviku. þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarinnar í landinu um að Pólverjar hafi ekki efni á slíku hóglífi. bá hafa þær fregnir borizt frá Nowy Sacz, sem er í Suður-Póllandi. að 46 Samstöðu-menn hafi náð stjórnarsetri horgarinnar á sitt vald og neiti að hafa sig á brott nema yfirvöld verði við kröfum þeirra. en ekki liggur fyrir hverj- ar þessar kröfur eru. Svo virðist sem flestir vinnu- staðir í kringum Gdynia og Gdansk séu lokaðir í dag, og í Varsjá liggur vinna niðri í þeim stórfyrirtækjum sem vitað er um. I framhaldi af aðvörun til pólskra „gagn by 11 i ngarsi n n a“ í Izvestiu í gær héldu sovézkir fjölmiðlar áfram harðorðum yfir- lýsingum sínum vegna laugar- dagsverkfallsins, og hafði Pravda SVO virðist sem Menachem Beg- in hafi mistekizt að binda endi á stjórnarkreppuna i ísrael og eftir málgagni pólska kommún- istaflokksins að í Póllandi væru enn að verki öfl sem ynnu mark- visst að því að raska þeirri ró sem útlit hefði verið fyrir að væri að komast á í Póllandi. samkvæmt fregnum ísraelska út- varpsins er hann í þann veginn að biðjast lausnar fyrir rikis- stjórn sína og hoða til nýrra kosninga. lltlit er fyrir að kosn- ingarnar verði haldnar í júní. fimm mánuðum fyrr en a'tlað var. Verkamannaflokkurinn, sem er helzti stjórnarandstöðuflokkurinn í landinu, hefur mikla.möguleika á að sigra í kosningunum, ef marka má síðustu skoðanakannanir, en samkvæmt þeim hafa þó óvenju- margir kjósendur enn ekki gert upp hug sinn. Það eru launakröfur kennara, sem eru helzta misklíð- arefni stjórnarinnar, og hefur fjármálaráðherrann, Yigael Hurv- its, hótað að segja af sér, ef stjórnin ákveði á fundi sínum á morgun að verða við þeim. At- kvæði hans ræður úrslitum á þingi en ekki er búizt við því að Begin tilkynni um þingrof og nýjar kosningar fyrr en á þriðjudag. KGB tekur síðasta baráttumann gegn misbeitingu geðlækninga MonIívu, 10. janúar. — AI*. SJÖ KGB-menn ruddust inn i ibúð Felix Serebrov. fimmtugs landfræðings. sl. fimmtudags- kvöld og tóku hann höndum eftir að húsleit hafði farið fram. Er talið að með þessari ráðstöf- un hafi sovézk yfirvöld svipt frelsi síðasta liðsmann hinna óopinberu samtaka gegn „kerf- isbundinni misbeitingu geð- lækninga í pólitiskum til- gangi“. eins og alþjóðasamtök geðla kna hafa nefnt þessa teg- und pólitískra ofsókna í Sovét- ríkjunum. Handtökur félaga í hópnum hófust fyrir alvöru í septem- bermánuði, en síðan hafa þrír þeirra komið fyrir rétt og verið sekir fundnir um „and-sovézkan áróður" og í kjölfarið hlotið þyngstu fangelsisdóma sem sov- ézk lög mæla fyrir um vegna slíkra „glæpa". Serebrov hefur áður verið fangelsaður fyrir þátttöku sína í hópnum, en eiginkona hans kveður engar ákærur felast í þeim skjölum, sem KGB skildi eftir á heimilinu er þeir fluttu mann hennar á brott í fyrra- kvöld. Sovétstjórnin hefur jafnan harðneitað ásökunum um, að í landinu sé geðlækningum mis- beitt til að hafa hemil á and- stæðingum hennar, en samtökin, sem Serebrov var í, hafa hvað eftir annað krafizt þess að sleppt verði úr geðveikrahælum nafngreindum einstaklingum sem hafa verið lokaðir inni í slíkum stofnunum skoðana sinna vegna. Uppgjöf Begins á næsta leiti Jorúsalem. 10. janúar. — AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.