Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1981
Tómas Árnason:
Stjórnin segir af
sér ef Alþingi fell-
ir bráðabirgðalögin
„AFSTAÐA Guðrúnar Helgadótt-
ur, þessi Gervasoni-uppákoma,
hefur sett sitt mark á umræðuna
um bráðabirgðalögin. Ef svo
reynist, að Alþingi felli lögin, þá
segir ríkisstjórnin efalaust af sér
og ég tel, að hún muni að
sjálfsögðu gera það, ef hún kem-
ur máíinu ekki í gegnum Al-
þingi,“ sagði Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra. á almennum
stjórnmálafundi Félags ungra
framsóknarmanna á fimmtu-
dagskvöldið.
Báðir þjón-
arnir lausir
Á FÖSTUDAG var sleppt úr
gæzluvarðhaidi öðrum þjóninum
af tveimur á Hótel Esju, sem
kærðir voru fyrir fjárdrátt og
vatnsblöndun vins.
Þessi þjónn hefur algerlega
neitað sakargiftum en félagi hans,
sem sleppt var úr gæzluvarðhaldi
tveimur dögum áður, viðurkenndi
hins vegar að vera við málið
riðinn. Rannsókninni verður
haldið áfram.
Tómas vitnaði til orða Alberts
Guðmundssonar um það, að hann
myndi ekki fella ríkisstjórnina,
nema önnur væri í sjónmáli og
sagði Tómas það „skynsamlega
afstöðu". Hann sagði Albert hafa
sagt, að Guðrún Helgadóttir væri
veiki hlekkurinn í stjórnarsam-
starfinu. Um það vildi hann engu
spá. „En ég hefði haldið að hún
hefði aðstöðu til að styðja þetta
mál, hvað sem Gervasoni líður,"
sagði Tómas. „En hvað sem þess-
um umræðum líður, þá er rétt áð
hafa í huga, að ef Guðrún situr
hjá, þá hefur stjórnin 20 atkvæði á
móti 19 í neðri deild, ef Albert
greiðir atkvæði á móti.“
Tómas sagði stjórnarandstöð-
una hafa verið „frámunalega
klaufaiega í sínum viðbrögðum"
við bráðabirgðalögunum. Gagn-
rýnin hefði beinzt að forminu en
ekki efninu. „Og ég var dálítið
hissa á rölti Geirs Hallgrímssonar
og Kjartans Jóhannssonar til for-
seta Islands. Það er ekki vafi á því,
að rétt var staðið að útgáfu
bráðabirgðalaganna." Sagði Tóm-
as stjórnarandstöðuna þurfa að
undirbúa vandlega afstöðu sína til
bráðabirgðalaganna, þegar þau
kæmu til kasta Alþingis.
Forsætisráðherra trygg-
ir að Gervasoni verði
ekki sendur í fangelsi
Glitský á loftl yfir Fijótsdalshéraði. Myndin er tekin í ljósaskiptun-
um hinn 30. desember síðastliðinn. Víða er sú trú manna, að í
kjölfar glitskýja komi óveður, hálfum sólarhring eftir að þau sjáist
á lofti.
Glitský yf ir
Fljótsdalshéraði
GLITSKÝ hafa að undanförnu
sést á lofti yfir Vopnafirði, Rauf-
arhöfn og Fljótsdalshéraði, og
víðar á Norð-Austurlandi. Ský
þessi, sem einnig eru nefnd perlu-
ský eða perlumóðurský, eru frem-
ur sjaldgæf, en eru þó kunn í
Skandinaviu og Skotlandi.
Að sögn Flosa Hrafns Sigurðs-
sonar deildarstjóra á Veðurstof-
unni, er ekki vitað nákvæmlega,
hvernig þessi ský myndast, eða
hver samsetning þeirra er. Helst
sé þó talið að í þeim séu ísnálar
eða ískristallar, og myndist hin
sérkennilega birta er af þeim stafi
þá er sólarljós brotnar í þeim. —
Á Austurlandi hafa menn einnig
bent Morgunblaðinu á, að stund-
um virðist sem birtu af jöklum
slái upp í skýin, og myndi glampa
eða ljósbrot í perluskýjunum.
Flosi Hrafn sagði skýin yfirleitt
vera mjög hátt á lofti, eða í 21 til
30 kílómetra hæð. Þau væru yfir-
leitt þar sem fjallabylgna gætti í
lofti, er bæri þau svo hátt upp.
Skýin kvað hann sjaldgæf, en þau
væru þó kunn hérlendis sem er-
lendis eins og áður gat.
Á Veðurstofunni fékk blaða-
maður Morgunblaðsins einnig þær
upplýsingar, að sums staðar legði
fólk trúnað á, að í kjölfar glitskýja
kæmi óveður, þá venjulega hálfum
sólarhring eftir að sæist til þeirra.
Glitský geta verið mjög falleg og
margbreytileg á litinn, ekki ósvip-
uð regnboga, og styður það tilgát-
ur um að ljósið sjáist er sólargeisl-
ar brotna í ískristöllum hátt í
lofti.
Biðu nærri
sjö tíma um
borð í Flug-
leiðaþotu
UM ÞAð biL tíu tíma seinkun
varð á einni þotu Flugleiða á
leið hennar frá New York sl.
miðvikudagskvöld. Þotan var
í þann veginn að leggja upp
frá Kennedy-flugvelli þegar
skyndilega gerði mikla snjó-
komu og varð vélin að bíða
unz taeki fengust til að hrein-
sa snjó af vélinni.
Farþegar voru komnir um
borð í þotuna og hafði hún
þegar haldið frá flugstöðvar-
byggingunni og beið flugtaks.
Skall þá skyndilega á mikil
snjókoma og náði bylurinn
yfir mikinn hluta austur-
strandar Bandaríkjanna og
lokaðist Kennedy-flugvöllur
um tíma. Um 5 þumlunga
þykkur jafnfallinn snjór féll á
skömmum tíma og þykir það
mikið á þessum slóðum að
sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiða og olli
snjókoman mikilli ringulreið
og töfum á flugvellinum. Tæki
til að hreinsa snjó og afís-
ingartæki biluðu, vélar stöðv-
uðust af þeim sökum, nánast
þar sem þær voru staddar á
því augnabliki og farþegar
urðu því að bíða langtímum
saman í vélunum. Farþegar
Flugleiða máttu bíða í vélinni
í nokkra tíma, þar sem hún
komst ekki að nýju upp að
flugstöðvarbyggingunni. Sem
fyrr segir hlauzt af þessu
nærri 10 tíma töf, en hún olli
þó ekki frekari vandkvæðum í
millilandafluginu.
Forsætisráðherra. Gunnar
Thoroddsen, átti í fyrrakvöld
fund á heimili sínu með Guð-
rúnu Helgadóttur alþing-
ismanni vegna Gervasoni-
málsins, en fundinn var einn-
ig viðstaddur Jón Ormur Hall-
dórsson aðstoðarmaður ráð-
herra. Niðurstaða fundarins
var sú að forsætisráðherra
tryggir, að Patrick Gervasoni
verði ekki sendur í fangelsi í
Frakklandi.
— Forsætisráðherra kvaðst
á fundinum sjálfur ábyrgjast
að Gervasoni yrði ekki sendur í
fangelsi í Frakklandi og á þeim
orðum grundvallast stuðningur
Alþýðubandalagsins alls við
ríkisstjórnina, sagði Guðrún
Helgadóttir í samtali við Mbl.
og kvaðst hún treysta fullkom-
lega orðum forsætisráðherra.
Morgunblaðið spurði Gunnar
Thoroddsen með hvaða hætti
hann hygðist tryggja þessa
lausn Gervasonis, en hann
kvaðst ekki vilja ræða það á
þessu stigi málsins.
Aðgerðirnar skapa svigrúm
til myndunar nýrrar stjórnar
„ÞAÐ eina jákvæða við þetta er
það, að nú skapast svigrúm til að
mynda nýja stjórn. Það er augljóst
að þið ráðið ekkert við Alþýðu-
bandalagið. Þeir eru byrjaðir að
senda ykkur tóninn,“ sagði Sveinn
V. Jónsson á almennum stjórn-
málafundi Félags ungra framsókn-
armanna á fimmtudagskvöldið.
Onæði fréttamanna
ein helsta ástæðan
— segir Guðmundur Sigurjónsson um uppgjöf Hiibners
„ÞAÐ voru ýmsar ástæður fyrir
þessari ákvörðun Húbners en
þyngst vóg sífellt ónæði
fréttamanna. Það voru á annað
hundrað hiaðamenn hérna og
aldrei neinn friður, það var
ekki einu sinni hægt að borða
morgunverð í friði. Húbner
fann sig ekki við þessar aðstæð-
ur, sagðist enga ánægju hafa af
þvi að tefla og ákvað að hætta,“
sagði Guðmundur Sigurjónsson
aðstoðarmaður Húbners, er
Mbl. ræddi við hann í Merano á
Ítalíu i gær.
„Húbner tók þessa ákvörðun á
fimmtudaginn og tilkynnti
okkur hana samdægurs, einnig
Korchnoi og dómara mótsins.
Dómarinn tók þá ákvörðun að
fresta biðskákunum, sem tefla
átti þennan dag í trausti þess að
HUbner breytti ákvörðnn !--"i ,
En hann var óhagganlegur
Guðmundur Sigurjónsson
það var svo tilkynnt opinberlega
á föstudag að HUbner hefði gefið
einvígið. Þetta kom flatt upp á
menn, ekki síst mótshaldarana,
sem bjuggust auðvitað við lengra
einvígi. Aðstæður hér hafa verið
mjög góðar, þær beztu sem ég
hef kynnst á nokkru skákmóti og
því ekki hægt að kvarta yfir
neinu í þeim efnum."
Guðmundur sagði að HUbner
hefði ekki fundið sig þegar leið á
einvígið og afleikurinn í 7. skák-
inni, þegar HUbner lék af sér
hrók í betri stöðu hefði haft
mjög slæm sálræn áhrif á hann.
„Þetta var svo hrikalegur afleik-
ur að einn slíkur gæti hæglega
eyðilagt heilt einvígi fyrir
mönnum," sagði Guðmundur.
Guðmundur kemur heim í
riæstu viku eftir stutta dvöl á
Ítalíu, hann hélt utan 2. janúar.
þar sem Tómas Árnason, viðskipta-
ráðherra, og Guðmundur G. Þórar-
insson, alþingismaður, höfðu fram-
sögu um það, hvort frekari efna-
hagsaðgerða sé þörf. L'eó E. Löwe
sagði þá breytingu nú orðna, að
kenningin um nauðsyn þess að
hafa Alþýðubandalagið með í ríkis-
stjórn vegna reynslunnar frá 1978
væri úr gildi faílin. „Alþýðubanda-
lagið er búið að missa óttatökin,“
sagði hann.
Sveinn V. Jónsson gagnrýndi
harðlega efnahagsáætlun ríkis-
stjórnarinnar. „Af hverju ætlið þið
nú að skekkja gengið?" spurði hann
m.a. „Hefði ekki verið betra að fella
gengið meira og losna við milli-
færsluna?" Þá sagði Sveinn efna-
hagsáætlunina bera lítinn keim af
því stefnumáli Framsóknarflokks-
ins að auka framleiðsluna í landinu.
Viturlegra hefði verið að setja
fjármagn til dæmis í það, að ýmsar
rannsóknir á möguleikum í efnaiðn-
aði yrðu nýttar til framkvæmda,
þannig að aukin atvinnuuppbygging
skilaði einhverju í þjóðarbúið. „Rölt
stjórnarandstöðunnar," sem Tómas
hefði talað um „væri bara sama
ládeyðan og hja ykkur. Enginn
ykkar þorir nokkurn skapaðan
hlut,“ sagði Sveinn og spurði hvar
væru breytingarnar, sem ættu að
lækka innflutningskostnaðinn, og
samdrátturinn í ríkisrekstrinum.
Tómas sagði það rétt hjá Sveini,
að framsóknarmenn yrðu að varast
það að láta alþýðubandalagsmenn
„draga sig á asnaeyrunum í efna-
hagsmálum". „Þess vegna leggjum
við svo mikla áherzlu á, að þessar
aðgerðir 1. marz séu bara fyrsta
skrefið," sagði Tómas. Guðmundur
G. Þórarinsson sagði valið hafa
staðið milli þess „að sprengja ríkis-
stjórnina eða ná fram þessum áf-
angasigri og berjast áfrarn". Báðir
lögðu áherzlu á, að ef stjórnin
spryngi nú myndi það þýða stjórn-
leysistíma og á meðan æddi verð-
bólgan upp úr öllu valdi.
Sérkjarasamningum milli
borgar og viðsemjenda lokið
SAMNINGAR hafa tekist milli
Rcykjavíkurborgar og viðsemj-
enda borgarinnar um sérkjör
starfsmanna. Síðasti samninga-
fundur hófst um miðjan dag á
fimmtudag og lauk kl. 12.30 í
gærdag.
í sérkjarasamningum er fyrst og
fremst fjallað um niðurröðun í
launaflokka, persónuröðun og ýmis
sérákvæði.
Sérkjarasamningar Reykjavík-
urborgar tóku mikið mið af samn-
ingum ríkisins, en mun fleiri laun-
aflokkshækkanir áttu sér stað í
samningum borgarinnar, skv. upp-
lýsingum Birgis ísl. Gunnarssonar,
borgarfulltrúa. Reiknað er með að
launaflokkshækkanir í borgar-
samningunum hafi verið um 510
launaflokkar í heild, sem dreifast á
ýmsa hópa. Stærstu hóparnir sem
fengu hækkun voru fóstrur og
skrifstofufolk, en einnig fengu
nokkrir hópar hækkun sem leiddi
af samningum ríkisins, t.d. sjúkra-
liðar.
Talið er að serkjarasamningar
ríkisins hafi leitt um 200 launa-
flokkshækkanir af sér, en borgar-
starfsmenn náðu um 510 launa-
flokkshækkunum, eins og áður
sagöi.